Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 23 Sumarsorgir í Bretlandi St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BRESK stjórnvöld hugleiða í alvöru að krefja knattspyrnu- aðdáendur um aðgangskort að öllum knattspyrnuleikjum í þvi skyni að koma í veg fyrir of- beldisverk og óeirðir. Margaret Thatcher forsætisráðherra bað Helmut Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands, opinberlega afsök- unar á framferði áhangenda enska landsliðsins á fundi leið- toga iðnríkjanna í Toronto í Kanada. Landslið Englands í knatt- spymu kom heim frá Vestur- Þýskalandi um síðustu helgi úr hraksmánarlegri för sinni á úr- slitamót Evrópukeppninnar. Hvorki landsliðseinvaldurinn né leikmennirnir kunna neina skýr- ingu á óförunum, en enska lands- liðið var talið sigurstranglegt fyrir keppnina. Kröfur um að Bobby Robson landsliðseinvaldur verði látihn víkja fylla síður flestra dag- blaða. Eftir að áhangendur enska landsliðsins höfðu staðið í stöðug- um óeirðum og ofbeldisverkum í Vestur-Þýskalandi í síðustu viku, tóku bresk stjómvöld þá ákvörðun að krefjast þess við yfirstjórn ensku deildarinnar að koma á fót kortakerfi fyrir knattspymuaðdá- endur. Þá yrði hver áhorfandi að hafa kort, svipað bankakorti, til að fá aðgang að leikjum. Með þessu móti yrði auðveldara að hafa hemil á ofbeldisseggjunum, að mati stjómvalda. Einnig er í bígerð að hækka mjög verð á áfengi. Yfírstjóm deildarinnar hefur áður vísað frá svipuðum hugmynd- um og sagt, að þær geti haft ófyr- irsjáanlegar afleiðingar fyrir að- sókn að knattspymuleikjum. Stjómvöld segja nú hins vegar, að verði ekki farið að þessum ósk- um, muni þingið setja lög um þetta, jafnvel fyrir næsta haust. Gengi enska landsliðsins hefur verið svo dapurlegt, að BBC-sjón- varpið ákvað að sjónvarpa ekki beint leik þess við Sovétmenn, heldur leik íra og Hollendinga. Ekki bætir úr skák, hvað Englend- ingum hefur gengið hroðalega í landsleik gegn Vestur-Indíum í hinni þjóðaríþrótt sinni, krikket, eftir að hafa rekið fyrirliða lands- liðsins végna sögusagna um drykkjuskap hans og kvennafar. Nokkur bót er þó í máli, að á mánudag hófst Wimbledon-tennis- mótið. Enginn gerir sér neinar vonir um frama innfæddra þar, heldur gerir fólk sér að góðu að njóta leiksins og borða jarðarber og ijóma, eins og hæfir við þetta tækifæri. ERLENT ÞURRKARNIR í BANDARÍKJUNUM Þurrkarnir hafa kostað bandaríska bændur ótaldar milliónir Bandaríkjadala þegar uppskerur hafa brugðist. Veðurfræðingar segja að skilyröi séu ekki slík að vænta megi úrkomu á næstu dögum. Eólllegur loftstraumur KANADA iþrýstisva Ktill raki Núvarandl loftstraumur Háþrýstisvaaói, litill raki Atíantshaf Þurrkarnir MEXlKÓ Bandaríkin* Miami Herald / KRGN / Morgunblaóið Þurrkarmr geta haft áhrif á úrslit forsetakosninganna Washington, Reuter. ' ÞURRKARNIR í landbúnaðar- héruðunum i Miðvesturríkjum Bandarikjanna gætu hugsanlega haft áhrif á úrslit forsetakosning- anna, að sögn stjómmálaskýr- enda. Bandaríkjastjórn reynir að finna leiðir til að aðstoða bændur en talið er að þurrkamir geti gert vonir Georges Bush varaforseta um að ná kjöri forseta að engu. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði í lok leiðtogafundarins í Tor- onto að stjómvöld myndu reyna að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að aðstoða bændur, „en við erum ekki Guð almáttugur", sagði forset- inn. Stjómmálaskýrendur telja að ef verð á landbúnaðarvörum hækkar mikið í kjölfar þurrkanna, sem em hinir verstu að talið er síðan árið 1930, gæti það haft áhrif á feril Bush. „Þurrkar á kosningaári koma alltaf illa niður á einhveijum af fram- bjóðendunum," sagði Richard Lynch, landbúnaðarsérfræðingur repúblik- ana í síðustu viku. „Þurrkar hafa áhrif á val kjósenda þó að fólki sé fullljóst að enginn getur að þeim gert.“ Bush hefur átt undir högg að sækja í landbúnaðarhéruðunum í Miðvesturríkjunum. Bændur hafa átt erfiða tíma í stjómartíð Reagans vegna stefnu hans í landbúnaðarmál- um sem hefur valdið lágu verði á landbúnaðarvörum. Keppinautur Bush, Michael Dukakis, nýtur tölu- vert meiri vinsælda meðal bænda á þurrkasvæðunum. Viðbrögð Bush vegna þurrkanna hafa verið afar varfæmisleg. Stjóm- in hefur gripið til þess ráð að selja umframframleiðslu á vægu verði, en varaforsetinn hefur sagt að bíða verði með frekari aðgerðir þar til Ijóst er hversu mikill skaðinn er. Dukakis hefur til þessa ekki gefið nein svör varðandi aðgerðir vegna þurrkanna, en hann er hvort eð er ekki í þeirri stöðu að geta gripið til róttækra aðgerða vegna þeirra þannig að fá- lyndi hans er ekki talið skaða mál- stað hans í Miðvesturríkjunum. Við ætlum að vinna! Ætlar þú líka að vinna ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.