Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐŒ) ÍÞRÓTTIR PÖSTUDAGUR 24. JUNI 1988 4tr EVRÓPUKEPPNI M Hollend- ingar vita ekki hversu góðir við erum - sagðiOleg Protosov, framherji Sovétmanna HOLLENDINGAR vita ekki hversu góðir við erum núna,“ sagði Oleg Protasov, einn framherji Sovétmanna, á blaðamannafundi sem haldinn var með sovéska liðinu fyrir úrslitaleikinn. „Við sigruðum Hollendinga 1-0 í riðlakeppn- inni, en sá leikur hefur enga þýðingu fyrir úrslitaleikinn því i þeim leik lékum við illa þrátt fyrir sigurinn," sagði Protasov. Protasov sagði að sovéska liðið bæri mikla virðingu fyrir hol- lenska liðinu því það hefði yfír að ráða mikilli tækni og miklum styrk, auk þess sem það réði yfír þeim hæfíleika að skipta fyrirvaralaust um leikstíl. „Italía er ekki með eins gott lið og Hollendingamir en þeir verða betri árið 1990, þegar heims- meistarakeppnin fer fram. Eg er ekki í neinum vafa um að báðar þessar þjóðir komast þá í úrslita- keppnina," sagði Protasov, og bætti því við að helsti höfuðverkur hans fyrir leikinn ,á morgun væri hol- lenski miðjumaðurinn Frank Rij- kaard. „í síðasta leik okkar við Hollendingana var hann sífellt að koma mér í klípu, en mun hafa ein- hver ráð til að snúa á hann,“ sagði hann að lokum. Þjálfari Sovétmanna, Valery Lo- banovsky, vildi ekki staðfesta hvort framheijinn Igor Belanov, yrði með í leiknum eða ekki. Hann sagði þó að Belanov hefði náð sér að fullu af meiðslunum sem hijáðu hann. Um keppnina sjálfa sagði Lobanov- sky: „Leikirnir í þessari keppni hafa verið mun betri og mun áhugaverð- ari en flestir bjuggust við. í þessari keppni hef ég séð fleiri góða leik- menn heldur en í heimsmeistara- keppninni í Mexíkó 1986. Þ.á var bara einn sem skaraði fram úr, Diego Maradona, en í þessari keppni eru margir góðir leikmenn í hveiju liði sem skara fram úr,“ sagði Lobanovsky, bæði ánægður með sína menn og keppnina í heild. LANDSLIÐA 1 988 KNATTSPYRNA / 3. DEILD Ikvöld Knattspyma 1. deild kl. 20 ÍA-KR..................Akranesveili Þór-Víkingur.....!...Akureyrarvelli 2. deild kl. 20 Selfoss-Tindastóll.....Selfossvelli KS-Víðir......... SigiuQarðarvelli FH-Fylkir...........Kaplakrikavolli 3. deild kl. 20 Grótta-Afturelding......Gróttuvelli Njarðvík-Víkveiji...Njarðvíkurvelli ÍK-Grindavík..........Kópavogsvelli Stjaman-Leiknir.........Stjömuvelli Reynir-Dalvík...Árskógsstrandarvelli 4. deild kl. 20 Neisti-Vaskur...........Hofsósvelli 1. deild kvenna kl. 20 Fi-am-ÍA..................Framvelli KR-Stjaraan................KR-velli ÍBK-Valur...........Keflavíkurvelli Skoraðu með JVC JVC spólur fást í Hagkaup Huginn lagði Sindra Tveir leikir fóru fram í B-riðli 3. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu í fyrra kvöld. Magni og Einheiji gerðu markalaust jafn- tefli á Grenivík og Huginn vann Sindra, 3:2, á Seyðisfirði. Magni hefur gert tvö jafntefli, en ekki tekist að skora mark. Einheiji er í neðsta sæti og var þetta fysta stig liðsins í deildinni. Huginn vann sinn fysta leik í sum- ar'er þeir lögðu Sindra að velli, 3:2 á Seyðisfírði. Valdimar Júlíusson, Þórarinn Ólafsson og Sveinbjörn Jóhannsson skoruðu fyrir heima- menn. Mörk Sindra gerðu Elfar Grétarsson og Þrándur Sigurðsson úr víti. Fj. leikja U J T Mörk Stig REYNIRÁ. 4 3 0 1 8: 5 9 DALVÍK 3 2 1 0 6: 4 7 ÞRÓTTURN. 3 2 0 1 4: 3 6 HUGINN 4 1 2 1 6: 8 5 SINDRI 3 1 0 2 6: 6 3 MAGNI 3 0 2 1 0: 1 2 HVÖT 4 0 2 2 1:3 2 EINHERJI 2 0 1 1 1:2 1 Holland og Sovétríkin leika til úrslita í Evrópukeppni landsliða á laugardag- inn. Þessi mynd er úr leik liðanna í riðalkeppninni en þar sigruðu Sovétmann, 1:0 og má segja að það hafi verið ósanngjöm úrslit miðað við gang leiksins. ■Sl KjúkUnga- pl|||l Ævintýri! ***** 439 .00 pr.kg.! • Heitur matur í hádeginu. Hamborgarar stk meo brauði TrU c \ \TT^r \ o Fjölskyldupakkning 11 Ao Kjúklingar í grillpakka KYNNING: tilbúnir á grillið! Pepsi • Appelsín • 7up ... v ...... ^ ~ ^ Grillaðir kjuklingar Z lltrar alla eftirmiðdaga! á AÐEINS grillkol 119» 3^129« TOPPSLAGURINN í 2. DEILD í Kaplakrika kl. 20.00 FH-ingar fjölmennið qR Útvegsbanki ísiands hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.