Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.06.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1988 „ tWemÍg gebur noickur fencjih fj'óru átscx, ^cx áinnum í roð ?" Þú manst það næst, dreng- ur minn. Aldrei fleiri en 14 í einu. Hvort ég viti ekki hvað uppréttur handleggur þýð- ir. Ég hef verið kennari í 40 ár...? Gæti ég fengið að skipta afmælisgjöfinni handa konunni minni? HÖGNI HREKKVÍSI Kórónan áfram á Alþingishúsinu Einn af okkar háttvirtu þing- mönnum lagði fram aldeilis fárán- lega tillögu á lokadögum síðasta þings. í þessari tillögu var gert ráð fyrir að kóróna Kristján konungs IX. sem skreytir Alþingishúsið yrði brotin niður og eitthvað annað sett í hennar stað. Þingmaðurinn færði þau rök fyrir framkvæmdinni, að Island væri ekki lengur konungs- ríki, heldur lýðveldi og því væri ekki við hæfí að slíkt tákn prýddi þinghúsið. Auk þess nefndi hann að það minnti íslendinga einungis á kúgun og harðræði á mestu niður- lægingartímum þjóðarinnar. Eg vil minna þingmanninn á, að þó að ísland sé ekki konungsríki lengur, ríkti hér konungsstjóm í 600 ár, m.a. á þeim tíma sem Al- þingishúsið var reist. Þó að ýmis- legt misjafnt megi segja um þá stjómarhætti eins og aðra, þá held Víkverji Meðferð forsetninga í íslenzku er þess eðlis að betra er að íhuga merkingu þeirra fyrir notkun. Allt of oft eru þær rangt notaðar og allt of oft eru þær notaðar, þeg- ar þær eiga ekki við. Þjóðhátíðar- dagurinn 17. júní er nýliðinn. Hann varð, að mati Víkverja, fyrir barðinu á veðurguðunum og slæmri mál- notkun. Nánast allan daginn var tönnlazt á því í ræðum og við ýmis önnur fyrirtæki, að eitthvað væri að gerast á 17. júní. „Við emm stödd hér á 17. júní.“ Þama er for- setningunni algjörlega ofaukið. XXX egar menn eru kenndir við fæðingarstað sinn eða bústað og til dæmis kallaðir Akureyringar eða Sauðkrækingar, verður mönn- um oft fótaskortur á tungunni. Stundum eru Sauðkrækingar kall- aðir Sauðkræklingar, þó orðmynd- ina kræklingur sé hvergi að finna í Sauðárkróki. Margir sneiða fram- hjá erfiðleikum sem þessum og bæta viðskeytinu -búi aftan við staðamafnið. Menn segja gjaman Kópavogsbúi í það þess að segja Kópvægingur og er það í raun skilj- anlegt. Jafn skiljanlegt er að íbúar á Hellu vilji ekki láta kalla sig Hellinga og íbúinn á -velli vilji ekki heita -vellingur. Líklega vilja íbúar á Hellu og Hvolsvelli enn síður láta spyrða sig saman og kalla Helluvell- inga eða hellis vellinga. Þá vilja ég að íslendingar hafi upp til hópa virt konung sinn. Vissulega urðu þeir oft fyrir barðinu á misvitrum embættismönnum hans, jafnt íslenskum sem dönskum, því ekki voru þeir íslensku barnanna bestir. Einnig býst ég við að tillaga sem þessi brjóti í bága við húsafriðunar- lög, því þau hljóta að ná yfír ytri einkenni svo merkilegs húss sem Alþingishúsið er. Ef þau gera það ekki þá er eitthvað að. Tillaga þingmannsins ber vott um ofstæki sem á sínum tíma setti ljótan blett á sjálfstæðisbaráttuna. Ég hélt satt að segja að við vildum öll gleyma því vonda máli, en nú hefur þingmaðurinn vakið upp gamlan draug með því að brydda upp á þessu. Nei, Danir eiga annað og meira skilið af okkur en að þingmenn okkar séu að sverta minningu kon- skrifar íbúar í þorpum landsins líklega enn síður vera kallaðir þorparar enda eiga þeir það tæpast skilið. XXX Utivist er vaxandi þáttur í lífí íslendinga. Víða er vel að þeirri iðkan búið, enda er heilbrigð sál í hraustum líkama keppikefli hveijum manni. Á Akureyri er Kjamaskógur mikið útivistarsvæði og til sérstakrar fyrirmyndar. Yfír- völd Reykjavíkurborgar hafa að undanfömu unnið að miklum bótum á útivistarsvæðum borgarinnar og er aðstaðan víða orðin miög góð. Mikill fjöldi skokkara leggur dag- lega leið sína í Laugardalinn til að hressa upp á sig og er aðstaðan þar að verða til fyrirmyndar þó enn megi betur gera. XXX A Iljósi nýjustu fregna um hækkun lánskjaravísitölunnar ogþar með verðbólgunnar, sem virðist stöðugt sækja í sig veðrið, er hér smá saga, sem þó er vonandi ekki dæmi um verðskyn fólks: í einum stórmark- aðnum lenti Víkveiji í biðröð á eft- ir litlum dreng, sem varla náði upp á haldið á stóra innkaupavagninum. Afgreiðslustúlkan hjálpaði honum að taka brýnustu nauðsynjar upp úr vagninum, svo sem kakómalt og fótbolta. Þegar sá stutti dró svo upp hundraðkall, sem hann taldi greinilega mikið fé, til að borga, ungs beggja landanna með þessum hætti. Við skulum ekki gleyma því að það voru Danir sem skiluðu handritunum fornu heilum inn í nútíðina, en það ásamt fræðisafni Rasmusar Kristjáns Rasks, sem raunar var danskur, á trúlega dijúgan þátt í að enn er mál forfeð- ranna talað á landinu. Maður spyr sig á hveiju megi eiga von næst. Ef til vill tillögu sem mælir svo fyrir að alla krossa skuli bijóta af kirkjum landsins vegna þess að þeir minni menn einungis á myrkraverk ýmissa framámanna miðaldakirkjunnar? Það er von mín að tillöguflutn- ingur sem þessi endurtaki sig ekki. Slíkt væri hneisa og óvirðing, ekki einungis við Dani, heldur einnig við sögu okkar, tungu og menningu. Hallgrímur Helgason frá Akureyri. vandaðist málið. Líklega gera fáir sér grein fyrir því hve mikil áhrif hækkun þessarar vísitölu hefur á afkomu fólks og fyrirtækja. Finn- bogi Jónsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sagði í samtali við Morgunblaðið, að við síðustu hækkun lánskjara- vísitölunnar hafi skuldir fyrirtækis- ins hækkað um 20 milljónir króna. Hvorki meira né minna. Við aðstæð- ur þessar hlýtur að vera erfitt að lifa. Skuldir heimilanna hækka líka á sama hátt, en launahækkanir eru takmarkaðar með lögum. XXX Offramleiðsla landbúnaðarvara virðist ætla að verða langvar- andi vandamál hér á landi eins og víðar. Helztu hugmyndir um við- brögð hafa hingað til að mestu miðað að því að leysa orðinn vanda, ekki koma í veg fyrir hann. Til dæmis hefur það þótt „góð“ hug- mynd að frysta kjötið og geyma misserum saman áður en því er hent. Róttækari hugmyndir hafa miðað að því að henda kjötinu strax eftir slátrun. Nú vill svo til að megn- ið af kjötverðinu felst í slátur- og geymslukostnaði, sem er svo gegndarlaus að sjálfsagt þekkist hvergi annað eins. Þann kostnað, vilji menn endilega bera hann, hlýt- ur að mega færa til bænda beint gegn því að þeir í auknum mæli dragi saman bústofn sinn og minnki um Ieið álagið á gróðurlendið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.