Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 53
8861 ÍVSÍJI. .82 aUDAaUU3ia< .OIQAJaVIUDaOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1988 Sð 53 Ég hygg því, að vinir hans, öll „afa- börnin" og hinir eldri, sem urðu umhyggju hans og tryggðar aðnjót- andi, séu því fleiri en almennt gerst. Hann var einn þessara mannvina, sem gat ætíð ljáð háum sem lágum eyra og lagt gott eitt til flestra mála. Hann skyldi ávallt reiðubúinn til aðstoðar og reyndar var það svo, að ótrúlega margir samferða- menn nutu hjálpsemi hans. Það á ekki hvað síst við um okkur, sem höfum dvalið í Birmingham, Alab- ama, um lengri eða skemmri tíma við nám og störf. í 30 ár var hann stoð og stytta hinna fjölmörgu, sem áttu þess kost að komast til framhaldsnáms í tannlækningum við Háskólann í Birmingham, Alabama. Ég hygg, að Pálmi hafi verið kennari af guðs náð. Tannlæknahá- skólinn í Birmingham naut starfs- krafta hans í þrjá áratugi. Það var snjall leikur rektors þess skóla, að á Pálma til sín árið 1958. Sá fyrr- nefndi, dr. J. Volker, þekkti vissu- lega mannkosti Pálma frá Tufts University, þar sem þeir höfðu ver- ið samtíða. Það var um leið framandi og ánægjulegt fyrir undirritaðan að koma fyrst tl Birmingham árið 1972, hefja þar framhaldsnám og kynnast svo fjölmörgum fyrrver- andi og þáverandi nemendum Pálma, sem dáðust að kennsluhátt- um hans og framgangi öllu. Pálma var einkar lagið að laða fram alla kosti hvers nemanda sinna. Það var sannarlega ekki ein- leikið, hve oft hann fékk „hæstu einkunn" tannlæknanema, ár eftir ár, á meðan samkennarar allt um kring fengu „aulaverðlaun" fyrir kennslu. I Bandaríkjunum er sem sé ekki aðeins tíðkað að gefa nem- endum einkunnir heldur fá kennar- ar einnig sinn skerf og oft slæman. Þann kross gat verið erfitt að bera. Pálmi bar aldrei svo mikið sem flís þess kross. Það er umhugsunarvert, hvaða eðliseiginleikar það voru nákvæm- lega, sem Pálmi átti svo gnógt af, sem gerðu hann svo vinsælan kenn- ara. Hann kenndi mér aldrei, enda störf okkar á sitt hvoru sviðinu. Menn sögðu þó ljúfmennskuna ein- stæða, það kom mér ekki á óvart, og um leið hefði hann eitthvert það lag á mönnum, að þeir gátu ekki annað en gert allt sem í þeirra valdi stóð til að þóknast. honum. Menn hlutu að skammast sín fyrir að standa sig illa hjá dr. Möller..Allt var gert án hávaða. Hann lítilækk- aði aldrei nemanda að öðrum ásjá- andi og heyrandi. Menn voru talað- ir til á annan hátt. Hann var það mikill mannþekkjari og gæskuríkur, að hann vissi svo lifandis ósköp vel, hvernig hægt var að og lítil- lækka eða jafnvel „eyðileggja" nemanda með hroka og ef til vill ósvífni. Síst skulu orð mín sKÍlin svo, að Pálmi hafi litið fram hjá vesæl- mennsku, slugsi og drolli. Hann var sjálfur afar vandur að virðingu sinni innan Medical Center og ætlaðist til mikils af mönnum. Það var sunnudaginn 19. júní, þegar vestanáttin var hvað leiðin- legust og stríðust hér við vestur- strönd íslands, að dáður vinur okk- ar svo margra, dr. Pálmi Möller, andaðist í heimabæ sínum í Banda- ríkjunum. Þessi umtalaða vestanátt með rigningu, stinningskalda og jafnvel stormi, er í svo marga daga hafði skapraunað okkur hér heima, fannst mér síðar sem verið hefði sem teikn þess sem koma skyldi. Þegar ég hefði jafnað mig eftir fréttimar um fráfall Pálma, síðla dags, var eins og lægðaraðirnar leystust upp og vesturhiminninn, tær og logagylltur um stundarsakir það kvöld, minnti mig á allt atferli Pálma. Pálmi Möller fæddist 4. nóvem- ber árið 1922 á Sauðárkróki. Faðir hans var Jóhann Georg Möller, verzlunarstjóri þar, sonur Jóhanns G. Möller, kaupmanns á Blönduósi, og Alvildu Möller. Móðir Pálma var Þorbjörg, dóttir Pálma Þóroddsson- ar, prests á Hofsósi, og Önnu Jóns- dóttur. Pálmi lauk stúdentsprófi frá MR vorið 1943 og prófi í efnafræði frá Háskóla íslands vorið 1944. Þá verða þáttaskil í lífi Pálma, er hann heldur til Bandaríkjanna og hefur nám í tannlæknisfræði við Tufts University í Boston og útskrifast þaðan árið 1948. Næstu tíu ár starfaði Pálmi við tannlækningar hér í Reykjavík en hélt síðan til Bandaríkjanna að nýju, lauk framhaldsnámi í munngerva- lækningum, tannsmíði, og starfaði við kennslustörf og rannsóknir við University of Alabama í Birming- ham til hinsta dags. Pálmi varði doktorsritgerð fyrst- ur íslenskra tannlækna við lækna- deild Háskóla íslands voru 1971. Fjallaði ritgerð hans um klofinn góm og klofna vör hjá íslendingum. Auk þessa rannsóknarverkefnis vann Pálmi aðallega að rannsókn- um á útbreiðlsu og tíðni munnsjúk- dóma hér á landi og fyrirbyggjandi aðgerðum gegn tannskemmdum og ritaði allmargar greinar þar um og l flutti fyrirlestra víða svo og um fyrstgreint rannsóknarverkefni. Pálma hlotnaðist margvíslegur heiður og viðurkenningar fyrir störf sín. Hann var m.a. heiðursfélagi í Tannlæknafélagi íslands og heið- ursfélagi tannlækna í Norður- Ameríku. Þau kynntust og bundust ung böndum, Málfríður Oskarsdóttir og Pálmi. Meðal okkar voru þau jafnan nefnd í sömu andrá. Þau giftu sig árið 1945 og eignuðust synina þrjá, Pálma, Óskar og Jóhann, sem allir búa í Bandaríkjunum. Þau voru engir venjulegir íslend- ingar í Birmingham, Dadda og Pálmi. Víst vilja íslendingar al- mennt líta á sig sem gestrisnar manneskur. En bæði var það svo, að þau hjón átti yndislegt heimili, þar sem allir voru velkomnir og svo var það hitt, hve vel manni gat lið- ið hjá þeim. Þau voru að visu mjög ólíkir persónuleikar, en einhvem veginn var það svo, að kostir beggja töfruðu mann. Kæra Dadda, Jóhann, Óskar og Pálmi. Við Kristín sendum ykkur okkar hlýjustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Pálma Möll- er. Sigurjón H. Ólafsson Birting- afmælis- og minningargreina Morgnunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- sljórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára qða eldra. //_/_/_/yj «41111 OJEEN Ég þakka öllum þeim, sem sýndu mér vinsemd og hlýhug á áttrœÖis afimeli mínu 7. júní sl. GuÖ blessi ykkur öll. Málfríður Jósepsdóttir. Nýlagaö kaffi 10-12 bollar tilbúnir á aðeins 5 mínútum. Gæði, Þekking, Þjónusta A. KARLSSON HF. HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28 SlMI: 91 -27444 Meir en 12 gerðir af háfumálagereða til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Háfarnir fást í svörtu, hvrtu, kopar, messing og ryðfríu stáli 500 eða 1000 m3viftur. III' Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúni 28, símar 91-16995,91-622900. 'ERBLOÐ Á FÖSTUDÖGUM Auglýsingar í Daglegt líf þurfa að hafa borist fyrir kl. 12.00. á föstudögum og íblaðiðÁdagskráfyrirkl. 12.00 á miðvikudögum. / -bl^ allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.