Morgunblaðið - 10.07.1988, Page 46

Morgunblaðið - 10.07.1988, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna BORGARSPÍTALINN Lausar Stðdur Móttökuritari Móttökuritarar óskast á slysadeild. Vaktavinna. Hagstæð vaktafrí. Upplýsingar veitir læknafulltrúi í síma 696656 milli kl. 10.00 og 12.00. Fóstrur Fóstra óskast á skóladagheimili spítalans í 60% starf, frá og með 1. september. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 696700. Húsmóðir Langholtssöfnuður óskar að ráða starfs- mann til að annast störf húsmóður við veislu- höld og aðrar veitingar í safnaðarheimilinu við Sólheima frá 1. september 1988. Upplýsingar gefnar í safnaðarheimilinu alla virka daga, símar 35750 og 689430 . Sóknarnefndin. . n Utgáfu- og kynningarstjóri Iðntæknistofnun íslands óskar eftir að ráða útgáfu- og kynningarstjóra. Starfið felur meðal annars í sér eftirtalin verkefni: - Umsjón með útgáfu á Púlsinum, frétta- blaði Iðntæknistofnunar (kemur út u.þ.b. 6 sinnum á ári). - Útgáfa kynningarbæklinga um stofnunina og einstök fagsvið. - Greinaskrif um ýmis almenn og sérhæfð málefni sem fengist er við á Iðntæknistofnun. - Undirbúningur og skipulagning á ráð- stefnum og fundum. - Tengsl við fjölmiðla. Umsækjandi þarf að hafa reynslu af fjölmiðl- un og geta starfað sjálfstætt. Ennfremur gott vald á íslensku og tungumálakunnáttu. Skriflegar umsóknir er tilgreini aldur, mennt- un og starfsreynslu leggist inn á auglýsinga- deild Mbl., merkt: „Iðntæknistofnun - 13245" fyrir 20. júlí nk. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Skeljungur hf. Framtíðarstörf Viljum ráða í eftirtalin framtíðarstörf, með haustinu: 1. Bensínafgreiðsla. Samviskusama starfs- menn til afgreiðslustarfa á bensín- stöðvar í Reykjavík. Æskilegur aldur 20-55 ára. Vaktavinna, 15 vaktir í mánuði. 2. Lagerstörf. Lagermenn til starfa á smurolíulager í Skerjafirði. Lyftarapróf æskilegt. Vinnutími 8-17. Mötuneyti á staðnum. 3. Mötuneytisstarf. Starfsmann til al- mennra eldhússtarfa í mötuneyti starfsmanna. Vinnutími 9-14. Umsóknareyðublöð liggja frammi í móttöku, á 5. hæð, á Suðurlandsbraut 4, Reykjavík. Nánari upplýsingar veittar á staðnum, milli kl. 13.00 og 16.00, mánudag og þriðjudag. Tannlæknastofa Aðstoð óskast hálfan daginn á tannlækna- stofu í miðbæ Garðabæjar. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar á auglýsingadeild Mbl. fyrir fimmtudaginn 14. júlí merktar: „T - 3762“. Hársnyrtistofan Árt óskar að ráða hárgreiðslusvein í hlutastarf, sem fyrst. Upplýsingar í síma 39990. Hársnyrtistofan Art, Gnoðarvogi 44. R4ÐGJOF OG RADNINGAR Geturðu tekið að þér heimili f Haf narfirði? Okkur bráðvantar góða og trausta konu á móðurlaust heimili. Faðirinn er sjómaður. Þrjú börn 5, 8 og 10 ára. Ertu góður sölumaður? Leitum að traustum og liprum starfsmanni í nýtískulega og alhliða hljómtækjaverslun á góðum stað. Skemmtileg starfsaðstaða. Verslunarmenntun æskileg. Ábendisf, Engjateigi 9, sími 689099. Opið frá kl. 9.00-15.00. Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar: 1. Félagsráðgjafi. í starfi félagsráðgjafa felst almenn félagsráðgjöf og vinna í forsjár- og ættleiðingarmálum. Nánari upplýsingar veitir félagsmála- stjóri alla virka morgna milli kl. 11.00 og 12.00. 2. Forstöðumaður Dagheimilisins Víði- valla. Á Víðivöllum eru 68 börn, sem skiptast niður á tvær blandaðar deildir, 2ja-6 ára, vöggudeild, skriðdeild og sérdeild.. Starf forstöðumanns felst m.a. í stjórnun og yfirumsjón með dag- legum rekstri heimilisins, skipulagn- ingu og leiðbeiningu við fagleg störf, starfsmannahald, innritun og bókhald. Dagvistarfulltrúi veitir nánari upplýs- ingar um starfið, mánudaga, miðviku- daga og föstudaga mili kl. 11.00 og 12.00. 3. Heimilishjálp óskast fyrir 5 manna fjöl- skyldu í norðurbæ Hafnarfjarðar um óákveðinn tíma. Vinnutími eftir hádegi, u.þ.b. 20 tímar á viku. Æskilegt er að viðkomandi sé ekki yngri en 30 ára og hafi reynslu af slíkum störfum. Nánari upplýsingar gefur aðstoðarfélagsmála- stjóri, virka daga milli kl. 9.00 og 16.00. Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar, Strandgötu 4, sími 53444. Bæjarritari - fjármáiastjóri Sveitarfélag í nágrenni Reykjavíkur vill ráða bæjarritara/fjármálastjóra til starfa. Starfið er laust strax eða eftir nánara samkomulagi. Viðskiptamenntun er skilyrði ásamt þekk- ingu/starfsreynslu í bókhaldi, fjármálum og áætlanagerð. Viðkomandi þarf að hafa trausta og örugga framkomu og hafa tamið sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Allar nánari upplýsingar veittar í trúnaði á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 17. júlí nk. Gudniíónsson RÁDGJÖF & RÁÐN I N CARÞJÓN USTA TÚNGÓTU 5. ÍOI REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 Hárgreiðsla Nemi óskast á hárgreiðslustofu. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Skriflegt svar skilist til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „P - 555“. Laugavegur Til leigu er 140 fm verslunarhúsnæði við Laugaveg, vestan Snorrabrautar. Þeir sem áhuga hafa sendi nafn, símanúmer og upplýsingar um fyrirhugaðan rekstur til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „U - 3761“. „Aupair“ óskast til USA Tvær fjölskyldur búsettar í Pittsburgh, óska að ráða „Au pair“ í eitt ár. Kjörið tækifæri fyrir vinkonur (vini). Upplýsingar í síma 91-616691, 91-14504 og 92-12899. Innkaupa- og sölustörf Verslunardeild Sambandsins óskar eftir að ráða starfsmenn í innkaupa- og sölustörf á eftirtöldum vörusviðum: 1. Byggingavörum í heildsölu. 2. Heimilisvörum í heildsölu. 3. Matvörum til framleiðslu fyrirtækja og stórnotenda. Við leitum að frambærilegum einstaklingum með góða málakunnáttu og æskilegt er að viðkomendur hafi reynslu í ofangreindum störfum. í boði er góð vinnuaðstaða, fjölbreytt og skemmtileg störf í viðskiptum við innlenda og erlenda aðila. Góðir framtíðarmöguleikar. Æskilegt er að viðkomendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannastjóra Sambandsins á 1. hæð Sam- bandshússins við Sölvhólsgötu, sem gefur nánari upplýsingar ásamt skrifstofustjóra Verslunardeildar. Umsóknarfrestur er til 18. þessa mánaðar. Farið verður með umsóknir sem trúnaðar- mál. VERSLUNARDEILD SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM • SÍMI 681266

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.