Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 23
23 Eru þeir að fá 'ann ■ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JTJLÍ 1988 Skipiúegfjármál, ekkert umstang, örugg umönnun: VERÐBRÉFAÞJÓNUSTA VIB Starfsfólkið veitir allar nánari upplýsingar. Hjá VIB fást allar algengar gerðir verðbréfa: Spariskírteini ríkissjóðs, bankabréf, skuldabréf traustra fyrir- tækja, hlutabréf og verðbréf verðbréfa- sjóða. Að auki bjóðum við líka alveg sérstaka þjónustu. Eftirlaunareikningur VIB Hann er fyrir þá sem vilja leggja fyrir reglulega og ávaxta með háum vöxtum til síðari tíma. Þessir reikningar eru alveg óbundnir en þeir eru ávaxtaðir eins vel og frekast er unnt án þess að taka of mikla áhættu. Þjónusta VIB Starfsfólk VIB minnir á reglulegar greiðslur, skráir verðbréf eigandans á verðbréfareikning og sendir yfirlit á tveggja mánaða fresti. Sérstök ráðgjöf um langtímasparnað og áskrift að mán- aðarfréttum VIB fylgir hverjum Eftir- launareikningi. Verðbréfareikningur VIB Hann er ætlaður þeim sem eiga nokkra fjármuni fyrir og vilja ávaxta þá á háum vöxtum án mikillar áhættu. Hentar jafnt fyrir einstaklinga, fyrirtæki og sjóði. Á Verðbréfareikning VIB er unnt að skrá allar tegundir verðbréfa, t.d. óverð- tryggð og verðtryggð skuldabréf, skuldabréf verðbréfasjóða, hlutabréf og spariskírteini ríkissjóðs. Þjónusta VIB Starfsfólk VIB sér um að kaupa skulda- bréf og hlutabréf, skrá á sérstakan reikning á nafni eigandans og varðveita þau, og innheimta réttar greiðslur og ráðstafa þeim. Yfirlit eru send á tveggja mánaða fresti og áskrift að mánaðar- fréttum VIB fylgir. Skipuleggið fjármálin vel og látið vextina vinna. Starfsfólk VIB er reiðubúið að veita allar nánari upplýsingar. Verið velkomin í afgreiðslu VIB að Ármúla 7 í Reykjavík eða hringið og biðjið umfrek- ari gögn í pósti. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 681530 Ásdís Kalman í Bókakaffi ÁSDÍS Kalman hefur opnað sýn- ingu á verkum sínum í Bókakaffi, Garðastræti 17. Hún sýnir þar oliumálverk, mörg hver unnin sér- staklega fyrir sýninguna, en yfir- skrift hennar er „Leyndardómar". Alls eru á sýningunni 5 verk og eru þau öll til sölu. Ásdis Kalman stundaði nám í Svíþjóð og síðar í Myndlista- og handíðaskóla íslands, þaðan sem hún útskrifaðist úr málaradeild í vor. Sýningin í Bókakaffi er fyrsta einka- sýning Ásdísar. Hún er opin 10-18 alla daga nema sunnudaga og stend- ur til 5. ágúst. „Ekki alger eymd“ „Þetta er ekki alger eymd, en óneitanlega mætti veiðin þó vera líflegri,“ sagði Grétar Jóhannesson kokkur á Flóðvangi við Vatnsdalsá í gærmorgun. Hollið sem hafði þá veitt í 5 daga hafði dregið 57 laxa á þurrt og þar með voru komnir 380 laxar á land af aðalsvæðinu og eitt- hvað af laxi á silungasvæðinu, heild- artalan trúlegá nálægt 400 löxum. Vandinn í Vatnsdalnum er sá, að mikill lax er genginn í ána, en hann er „í haugum" á litlu svæði, nánar tiltekið í Hnausastreng og í Hóla- kvöm, sáralítið ofar í ánni. Ástæðan liggur ekki ljós fyrir, en Grétar upp- lýsti, að þær breytingar hefðu orðið á rennsli árinnar, að óvenjugrunnt væri nú á kafla fyrir ofan Hóla- kvöm og væri hugsanlegt að laxinn setti það fyrir sig. Vatnsmagnið er í meðallagi en samt eru þama mikl- ar grynningar. „Þetta em alltaf sömu storlaxarnir héma, meðalvigt- in er góð og sá stærsti veiddist fyr- ir skömmu, 27 punda fiskur sem V.Ratwick veiddi á Hairy Mary í Hnausastreng," bætti Grétar við. Sá lax er sá stærsti sem frést hefur af úr íslenskum ám í sumar. Glæðist í Selá. Veiðin er tekin að glæðast í Selá í Vopnafirði, en hún var afar döpur framan af sumri vegna kulda og „Hálfnaðir“ í Aðaldal „Miðað við síðustu ár og fyrri útreikninga hefur komið í ljós, að um þetta leyti er oftast kominn um það bil helmingur sumaraflans á land úr Laxá og í gær voru komnir 1135 fiskar úr ánni allri. Samkvæmt því ættum við að fá milli 2200 og 2300 laxa í það heila, en ég ætla að fara varlega og spá Laxá 2000 laxa veiði í sumar. Miðað við ýmis ytri skilyrði sem hafa verið veiði- mönnum til trafala myndi það telj- ast prýðilegt," sagði Orri Vigfússon formaður Laxárfélagsins í gær. Er greinilegt að Laxá í Aðaldal og Laxá í Kjós munu beijast hvað harð- ast um hæstu heildartölu sumarsins. Orri var hinn bjartsýnasti og taldi norðanáttina sem nýlega fór að blása stíft myndu hreinsa gruggið úr ánni, enda væri veiðin strax far- in að glæðast og aldrei hefði vantað laxinn, af honum væri nóg í ánni. Hann er að vísu í smærri kantinum í sumar, en sá smálax þó óvenju- stór, 6 til 8 pund, e.t.v. sami árgang- urinn og skilaði sér óvenjusmár í fyrra. Nokkuð er einnig af vænum fiski sem endranær. Stærsti laxinn 26 pund og nýlega veiddist 20 punda fiskur á Breiðunni á flugu númer 10. Þó nokkuð hefur veiðst af 17 til 19 punda löxum, þar af einn nýlega 19 punda á Núpafossbrún. Lét sá sig ekki muna um það í gruggugu vatninu að taka flugu nr.12 veidda með gáruhnút. mikilla hita á víxl. Mikill lax er í ánni og eru nú komnir 210 laxar á land af neðra svæðinu og fyrir viku voru 30 fiskar komnir á land á Leifs- staðasvæðinu, samtals er þessi afli veiddur á sex stangir. Á Leifsstöð- um hófst veiðin ekki fyrr en 10. júlí. Á hádegi í gær hafði fjögurra stanga hópur á neðra svæðinu veitt 35 laxa á 3 dögum, einn dagur til stefnu og horfurnar síbatnandi, enda tekið að rigna. Laxinn er í smærra lagi nú, en stærstu fiskarn- ir 19 punda. Langá góð. Milli 900 og 1000 laxar eru komn- ir á land úr Langá á Mýrum og um síðustu helgi kom enn ein gangan í ána, ekki eins stórkostleg og marg- ar fyrr í sumar, en góð ganga samt. Á neðstu svæðunum og miðsvæðinu hefur veiðin verið jöfn og góð síðustu vikur og í lok síðustu viku var efsta svæðið að byrja að taka vel við sér að auki. Veiddust þá t.d. 13 laxar á tveimur dögum og þykir það gott þar efra. Sáu veiðimenn talsvert af laxi víða á efra svæðinu, sérstaklega þó á því neðanverðu. Laxinn er yfirleitt smár í ánni að vanda, en ekki horfiskur eins og svo mikið var af í fyrra, heldur feitir og fallegir 4 til 6 punda laxar. Svo slæðast fiskar með sem eru vænni, þeir stærstu til þessa 16 punda. Hinn spænski ræðismaður ís- lands á Puerto Rico, Antonio Ruiz Ochoa, hefur veitt í Langá á Mýrum í 15 ár. Hann var í ánni fyrir skömmu og veiddi vel að vanda. Hann veiddi þá m.a. þennan 16 punda hæng í Ker- stapastreng. Var það 600.lax hans úr Langá. Úr afgreiðslu VIB að Ármúla 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.