Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 31 Oddeyrin EA: Engum afla hent ODDEYRIN EA, sem undanfarið hefur verið á karfaveiðum út af Reykjanesi, hefur verið hreinsuð af öllum áburði um að hafa hent afla. Eftirlitsmaður frá sjávarútvegs- ráðuneytinu fór um borð í Oddeyr- ina fyrir skömmu til að fylgjast með veiðum. Að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar framkvæmdastjóra Samherja, útgerðarfélags skipsins, mun hann hafa farið frá borði ánægður með meðferð á afla og því hefðu sögusagnir ekki átt við rök að styðjast. Þorsteinn Már sagði frystitogarana alltaf undir slíkum sögusögnum og væri ekkert við því að gera. „Nú er búið að fara ofan í málin. Það kom í ljós að hlutirnir eru í góðu lagi um borð og allir sáttir í dag, að ég best veit,“ sagði Þorsteinn Már. Oddeyrin er enn á miðunum út af I&ykjanesi þar sem skipið stundar karfaveiðar. Skip- stjóri er Jón ívar Halldórsson. Odd- eyrin verður á karfaveiðum fram á haustið og þá verður skipt aftur yfír í rækju. Morgunblaðið/Rúnar Þór Unnið hefur verið við löndun úr Akureyrinni síðustu þijá daga og heldur hún aftur á miðin í kvöld. Skipstjóri verður aftur Þorsteinn Vilhelmsson. Akureyrin EA: Hásetahlutur 450.000 eftir 22 veiðidaga AKUREYRIN EA kom til heima- hafnar á Akureyri á sunnudag með 270 tonn af frystum afurð- um, þorsk- og ufsaflökum. Afla- verðmæti nemur hátt í 45 millj- ónum króna og er það mesta verðmæti í krónum talið er skip- ið hefur komið með að landi. Skipið var á veiðum í 22 daga. Hásetahluturinn nemur einu pró- senti af aflaverðmæti og er því um 450.000 krónur. I fyrrasumar kom Akureyrin með jafnstóran túr hvað afla varðar og nam þá verðmæti hans 38 millj. kr. Túrinn var þó heldur lengri þá. Unnið er nú að löndun úr Akur- eyrinni og fer togarinn aftur á veið- ar í kvöld. Aflinn fer beint í gáma og verður sendur á markað í Eng- landi. Aflinn fékkst á Vestfjarða- miðum og var Þorsteinn Vilhelms- son skipstjóri í túmum. Morgunblaðið/Rúnar Þór „Reistu mig við vinur“ Torfi Ólafsson frá Akureyri stóð uppi sem „Sterkasti maður lands- byggðarinnar" eftir að varpað var hlutkesti milli hans og Magnús- ar Vers Magnússonar frá Seyðisfirði. Hér veltir Torfi Ólafsson 425 kg. „svinghjóli" úr Sauðanesvita við, sem á er Ietrað„Reistu mig við vinur“. Keppendur áttu að velta hjólinu fimm sinnum og tókst aðeins þremur keppendum að ljúka verkinu. Magnús Ver náði bestum tíma, 23,11 sekúndum. Áætlað er að halda aðra slíka keppni að ári liðnu þar sem Torfi hugsanlega reynir að verja titil sinn sem sterkasti maður landsbyggðarinnar. r Seglbrettamót á Pollinum ÁRLEG seglbrettakeppni fór fram á Pollinum um helgina þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar. Hér eru þær Anna María Malmquist og Signe Við- arsdóttir, báðar frá Akureyri, en Anna María sigraði i fyrsta flokki og Signe varð í þriðja sæti. Finnur Birgisson skipu- lagsstjóri Akureyrarbæjar lenti í öðru sætinu. Jóhann Örn Ævarsson úr Kópavogi sigraði í meistaraflokki, Valtýr Guð- mundsson frá Laugarvatni hafnaði í öðru sæti og Aron Reynisson úr Kópavogi i því þriðja. Keppendur voru alls 14 og var veitingastaðurinn Fiðl- arinn styrktaraðili mótsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Búumst við 8.000 gestum á útíhátíðina — segja mótshaldarar á útihátíðinni „Fjör ’88“ Undirbúningur stendur nú sem hæst fyrir fyrstu útihátíðina, sem nýstofnað fyrirtæki, Fjör hf., stendur fyrir á Melgerðismelum í Eyjafirði. Á blaðamannafundi, er haldinn var fyrir skömmu, kom fram að aðstandendur hátíðarinnar eiga von á um 8.000 gestum ef marka má þær undirtektir er hátíðin hefur fengið. Unnið hefur verið að byggingu sex metra hás sviðs á svæðinu þar sem dansleikir og aðrar uppákom- ur fara fram. Auk þess hefur fyrir- tækið keypt söluskúra og salerni frá Húsafelli, flutt norður og kom- ið þeim upp á svæðinu. Þeir Ómar Pétursson, Jón og Pétur Bjama- synir kváðu gífurlega vinnu liggja í skipulagningu slíkrar útihátíðar, en þeir sögðust trúa því að öll sú vinna, myndi skila sér í góðri að- sókn enda væri Melgerðissvæðið vel fallið til útihátíða. Eins og fram hefur komið í frétt- um átti m.a. hljómsveitin Big Country að skemmta gestum á Melgerðismelum, en rifta varð þeim samningi vegna mikilla krafna hljómsveitarinnar. Til dæm- is hefði hljómsveitin farið fram á 90.000 watta hljómflutningskerfi, sem er 30 sinnum sterkara en það sem Skriðjöklar notast við. Gengið hafði verið frá leigu á hljómflutn- ingskerfi Reykjavíkurborgar sem er um 25.000 vött að styrkleika og því í miklu ósamræmi við hug- myndir þeirra Big Country-félaga. Þær hljómsveitir sem koma til með að skemmta á Melgerðismel- um eru Skriðjöklar, Sálin hans Jóns míns, Stuðkompaníið, Víxlar í vanskilum og ábekingur, sem í eru meðlimir úr þremur fyrsttöldu hljómsveitunum, Rokkabilly-band- ið, Sniglabandið og Viking Band frá Færeyjum sem er hvað fræg- ast fyrir að hafa sérhæft sig í Lónlí blú bojs lögum. Dansleikir fara fram þrjú kvöld í röð frá kl. 20.00 til kl. 4.00. Skemmtidagskrá hefst dag hvern á hádegi þar sem meðlimir úr Spaugstofunni koma fram. Keppt verður í sandspyrnu. Hljómsveitakeppni, aflrauna- keppni og aflraunasýning fer fram og Sigurður Baldursson fallhlífa- stökkvari hyggst gera heimsmetst- ilraun í fallhlífastökki með því að stökkva í fallhlíf og lenda á hrossi, sem gengur undir nafninu Gutt- ormur. Að sögn aðstandenda móts- ins, mun þetta vera einstæður at- burður í sögu hrossins. Svifflugs- sýning og flugeldasýning eru á meðal atriða og kveikt verður upp í varðeldi á laugardagskvöld við gítartónlist og tilheyrandi fjölda- söng. Mótshaldarar taka Melgerðis- mela á ieigu frá hestamannafélög- unum í Eyjafirði, Létti, Funa og Þráni, og frá ungmennafélaginu Vorboðanum. Um 250 starfsmenn verða við vinnu á meðan á hátí- ðinni stendur, þar á meðal skátar, félagar úr Flugbjörgunarsveitinni, Þór, JC og ungmennafélaginu Reyni. Þess má geta að um helgina bjóða Flugleiðir og Norðurleið upp á niðursett fargjöld frá Reykjavík. Með rútu kosta báðar leiðir 2.600 krónur og með Flugleiðum er far- gjaldið 5.475 krónur fram og til baka. Rútur verða til taks á flug- vellinum sem flytja gesti beint á mótsstað, sem er í 23,7 km. fjar- lægð frá Akureyri. Aðgöngumiðinn kostar 4.500 krónur, en eftir kl. 4.00 aðfaranótt sunnudags lækkar verð niður í 1.500 kr. Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hverfi: Dalsgerði - Grundargerði. Uppl. í Hafnarstræti 85, Akureyri - sími 23905.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.