Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 29 pJtrgi! Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulitrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðslá: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Græningjar og dómstólar Greenpeace og nokkur önn- ur samtök, sem vinna að umhverfísvernd í Bandaríkjun- um hafa lýst því yfir, að sam- tökin hyggist leita til dómstóla til þess að gefa viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna fyrirmæli um að gefa út svonefnda stað- festingarkæru á hendur Islend- ingum vegna hvalveiða, sem gæti haft það í för með sér, að viðskiptabann yrði sett á innflutning okkar til Banda- ríkjanna. Eins og kunnugt er af fréttum náðist samkomulag milli ríkisstjóma Islands og Bandaríkjanna fyrr í sumar um hvalveiðar okkar í vísindaskyni og viðskiptaráðuneytið hefur því ekki haft uppi áform um að senda slíka kæru til forset- ans. í Bandaríkjunum ríkir full- kominn aðskilnaður milli dóms- valds, löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds. í deilum okkar við Bandaríkjamenn höfum við stundum átt erfítt með að gera okkur grein fyrir því, að sam- skipti þings og ríkisstjómar þar em með allt öðrum hætti en hér hjá okkur eða í Evrópulönd- um yfírleitt. Þingið getur farið sínu fram, hvað sem skoðunum ríkisstjómar eða forseta líður. Þá er líka ljóst, að hvert ráðu- neyti í Washington starfar á mjög sjálfstæðum gmndvelli, þannig að sjónarmið utanríkis- ráðuneytis eða vamarmála- ráðuneytis vega ekki endilega þungt í viðskiptaráðuneytinu. Með sama hætti er sjálfstæði dómstóla gagnvart fram- kvæmdavaldi og löggjafarvaldi algjört. Hæstaréttardómarar em að vísu tilnefndir af forseta og verða að hljóta staðfestingu þingsins, en bæði Hæstiréttur og aðrir dómstólar á lægri dóm- stigum em þekktir fyrir að veita stjómvöldum margvíslegt aðhald. Hæstiréttur Banda- ríkjanna hefur oft kveðið upp stefnumarkandi dóma, sem hafa ráðið úrslitum um þjóð- félagsþróun í Bandaríkjunum, t.d. í réttindabaráttu blökku- manna. Fari umhverfísvemdarsinnar með hvalveiðimálið fyrir dóm- stóla í Bandaríkjunum getur enginn aðila þar sagt til um hver niðurstaða dómstóls verð- ur. Forsetinn getur í engu breytt niðurstöðu dómstóls og þingið getur það ekki heldur. Það er nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að átta okkur á þessum staðreyndum og gera okkur grein fyrir því, að við gætum þurft að horfast í augu við dómsniðurstöðu, sem gengi gegn hagsmunum okkar. En hið sama á við um Green- peace og önnur þau samtök, sem hafa barizt gegn hvalveið- um okkar í vísindaskyni. Það er rétt, sem Halldór Asgríms- son, sjávarútvegsráðherra, seg- ir í viðtali við Morgunblaðið í gær, að tapi Greenpeace slíku máli fyrir dómstólum vestan hafs verður að gera þá kröfu til þessara samtaka, að þau sætti sig við þá niðurstöðu og grípi ekki til aðgerða, sem telj- ast ólöglegar í því skyni að koma höggi á okkur vegna hvalveiðanna. í ákvörðun Greenpeace að fara með málið fyrir dómstóla hlýtur að felast, eins og sjávarútvegsráðherra segir, að þessir aðilar hlíti dómsniðurstöðu gangi hún gegn þeim. Samkomulag okkar við Bandaríkjastjóm og málarekst- ur þar í landi af þeim sökum breyta hins vegar litlu um þá staðreynd, að við verðum fyrir sífellt meiri óþægindum vegna hvalveiðanna á fiskmörkuðum okkar. Þeir erfiðleikar eru komnir á það stig, að samning- ar við Bandaríkjastjórn geta ekki komið í veg fyrir þá. Þeir eru einfaldlega fólgnir í afstöðu almennings víða um heim, sem hefur vanþóknun á hvalveiðum okkar. Það hlýtur að byggjast á mati okkar á þeim hagsmun- um, sem um er að tefla, bæði fjárhagslegum og öðrum, hvort og hversu lengi við erum tilbún- ir til að takast á við þá erfið- leika. Þau sjónarmið vega orðið þungt í málflutningi þeirra, sem vilja halda hvalveiðunum áfram, að það sé einfaldlega ekki þorandi að hætta þeim eða draga úr seladrápi vegna þess, að þá muni jafnvægið í hafínu raskast. Þeir, sem halda þeim röksemdum fram eru þeirrar skoðunar, að stöðvun hvalveiða nú geti haft afdrifaríkar afleið- ingar fyrir afkomu þjóðarinnar á næstu öld. Þetta er afstaða, sem ber að virða um leið og við komumst ekki hjá því að horfast í augu við veruleikann á útflutningsmörkuðum okkar nú. Stofnun Sigurðar Nordal: Málþing um kennslu og rann- sóknir í íslenskum fræðum í ODDA, húsi hugvísindadeildar Háskóla íslands, hófst fram með fyrirlestrahaldi og umræðum. Tíu fræðimenn veitingastað hér í bæ. Fyrr um daginn höfðu farið fram málþing tíu erlendra fræðimanna á sviði íslenskra fræða frá níu löndum tóku þátt í málþinginu ásamt íslensku fyrirlestrar í Odda og þaðan var haldið rakleiðis að Bessa- sunnudaginn 24. júlí og stóð það til 26. júlí. Málþingið þátttakendunum. Morgunblaðið náði tali af sex þátttak- stöðum, þar sem forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, er haldið á vegum stofnunar Sigurðar Nordal og fór það endum á málþinginu þar sem þeir sátu að snæðingi á tók á móti fræðimönnunum. Paula Vermeyden: Áhuginn vaknaði við að lesa um ragnarök PAIJLA Vermeyden kennir íslensk fræði við háskólann í Amsterdam. Hún hefur þýtt Vínlandssögurnar og frásagnir úr norrænni goðafræði á hol- lensku. Þá hefur Vermeyden skrifað greinar um íslendinga- sögur, meðal annars Krókarefs sögu. Fyrirlestur Vermeyden fjallaði um athuganir hennar á Eyrbyggju. „Ég ætla að fjalla um stíl Eyr- byggju," sagði Vermeyden, „og meira að segja stíl Berserkjaþátt- arins. Ég hef verið að rannsaka Eyrbyggju, las hana gaumgæfi- lega í vetur og ætla að skrifa dokt- orsritgerð um söguna, stíl hennar og byggingu." Paula Vermeyden segir að sér gangi bærilega að nálgast þau rit sem hún notar við fræðistörf sín í Amsterdam. „Sögumar eru til og einnig helstu aðstoðarrit. Við há- skólann er gott safn gamalla bóka og það hefur gengið ágætlega að kaupa nýjar bækur í það hingað til.“ Spurð um samskipti við aðra fræðimenn sagði Vermeyden að nú kenndu þijár konur íslensk fræði við hollenska háskóla en reyndar væri ein þeirra að fara á eftirlaun. Vermeyden sagði að helstu samskipti hennar við aðra fræðimenn væru við þýska starfs- bræður. „Einnig leggur talsvert af hollensku áhugafólki stund á íslensk fræði," sagði Vermeyden, „en ég hef ekki mikil samskipti við það, við hittumst kannski einu sinni á ári.“ Vermeyden kom fyrst til íslands árið 1955 og hefur komið hingað um það bil annað hvert ár síðustu tvo áratugi. „Ég kem þó ekki alltaf til að stunda rannsóknir," sagði Vermeyden. „Stundum kem ég bara til að heim- sækja vini og kunningja.“ íslenska er skyldunámsgrein hjá þeim nemendum háskólans í Amst- erdam sem læra Norðurlandamál. Þeir læra fomíslensku í tvo tíma á viku í eitt ár. Það gera um 20 nemendur í ár að sögn Vermeyd- en. Einnig er nútímaíslenska kennd sem valgrein og eru nú fimm nem- endur að læra hana við skólann. „Ég fékk fyrst áhuga á íslensku vegna þess að á heimili mínu var til bók um goðafræði og þar var sagt frá ragnarökum," sagði Ver- meyden. „Mér fannst þetta svo skemmtileg frásögn að ég ákvað að læra að lesa Eddu á íslensku. Þannig byrjaði íslenskunám mitt en aðallega lagði ég stund á hol- lensku. Svo fékk ég styrk til ís- landsfarar og þannig hefur þetta undið upp á sig. Ég hafði gaman af að lesa íslendingasögurnar og er farin að lesa nútímaíslensku. Ég er ákaflega hrifin af Stephan G. Stephanssyni og ætlaði upp- runalega að skrifa um hann en það varð ekkert úr því. Prófessorinn minn bannaði mér það, sagði að það væru engin tengsl á milli kennslu minnar og Stephans G. Ég mun því skrifa um hann seinna og er búin að viða að mér heil- miklu efni. Ég varð því að skipta um við- fangsefni og Eyrbyggjasaga varð fyrir valinu. Mér finnst þetta mjög skemmtileg og raunar merkileg saga. Efni hennar er mjög fjöl- breytilegt, í henni eru draugasög- ur, sögur af fólki að beijast, mikil ástarsaga og loks þessi einkenni- lega saga af Bimi Breiðvíkingi í Vesturheimi. Það er gaman að velta því fyrir sér hvernig svona saga varð til og hvað höfundurinn hefur haft í huga þótt ég geti auð- vitað ekki svarað því.“ Jonna Louis-Jensen: Vil rannsaka hlut kvenna í Islendinga- sögunum Jonna Louis-Jensen er prófes- . sor við Hafnarháskóla og sér- fræðingur á Arnastofnun í Kaupmannahöfn. Hún hefur annast vísindalegar textaútgáf- ur hjá Arnastofnun og skrifað margt um textafræði fornrita, ekki síst konungasagna. „Fyrirlestur minn var um blæju Guðrúnar Ósvífursdóttur," sagði Louis-Jensen. „Menn hafa ímynd- að sér að þessi blæja hafi verið eins konar höfuðfat eða lindi en ég ætla að hún hafi verið einhvers konar dúkur sem hefur verið not- aður í kirkju. Ég hugsa mér að höfundur Laxdælu hafi verið staddur í kirkju og þá séð svona dúk og hugsað sér að þetta hafi verið nógu skrautleg blæja til að láta Guðrúnu binda um sig. Minnst er á svona dúka í gömlum kirkju- máldögum. Það má eiginlega segja að þessi fyrirlestur sé neðanmálsgrein við rannsókn sem elcki hefur verið gerð á konum í íslendingasögun- um. Ég hef áhuga á að rannsaka hlut kvenna í íslendingasögunum og þær fyrirmyndir þeirra sem ég ímynda mér að hafí verið til á Sturlungaöld. Það halda sumir því fram að þessar konur, það er kon- ur sem höfðu völd í þjóðfélaginu hafi ekki verið til. Ég þykist geta séð það á Sturlungu að það hafí alltaf verið til konur sem höfðu áhrif og völd. Þetta fæst ég þó bara við í tóm- stundum mínum, aðallega fæst ég Lars Lönnroth. Morgunbiaðið/KGA Marianne E. Kalinke. við að gefa út texta og kennslu. Ég kenni við Hafnarháskóla en næsta vetur verð ég í Þórshöfn í Færeyjum við kennslu. Ég tala reyndar ekki færeysku en vonast til að geta lært hana á fremur skömmum tíma. Það ætti að auð- velda mér færeyskunámið að kunna íslensku. Ég hef kennt fomíslensku en íslenskur sendikennari kennir nútímamálið. Fílólógían sem ég kenni er einhvers konar blanda af bókmenntafræði og málfræði. Mér skilst að hún sé ekki stunduð leng- ur við Háskóla Islands. Að minnsta kosti eru tveir íslendingar í námi í fílólógíu í Kaupmannahöfn vegna þess að þeir þykjast ekki geta lært fílólógíu við háskólann hér. Rannsóknimar felast í því að skoða texta frá öllum mögulegum sjónarhomum og tilraunum til að gera þá skiljanlega fyrir nútíma- fólk, þannig að það skynji þann bakgmnn sem upphaflegir lesend- ur textans höfðu. Starf mitt hefur aðallega fólgist í því að annast útgáfu á handritum." Það vekur athygli að Louis- Bjarne Fidjestöl. Richard Perkins Jensen talar íslensku með mjög litlum hreim og var hún því spurð hvort hún hefði búið á íslandi. „Ég kom til íslands skömmu eftir stúd- entspróf og var hér í átta mánuði sem au-pair stúlka í Reykjavík,“ sagði Louis-Jensen. „Þá lærði ég að tala íslensku og hef síðan haft tækifæri til að tala íslensku við samstarfsmenn mína á Árnastofn- un.“ Bjarne Fidjestöl: Aldursgrein- ing Eddu- kvæða Bjarne Fidjestöl er prófessor í norrænni textafræði við Björgvinjarháskóla. Doktors- ritgerð hans fjallar um kon- ungakvæðin og nefnist Det norröne fyrstediktet. Bjarne Fidjestöl hefur einnig skrifað Paula Vermeyden Jonna Louis-Jensen fjölda grein, meðal annars um dróttkvæði, textafræði og rann- sóknir á dróttkvæðum og fom- sögum. Fyrirlestur Bjarne hét “Tankar om datering av edda- dikt“ og fjallaði um hvernig aldursgreina ætti Eddukvæði. Bjarne stundaði nám í íslensku fyrir erlenda stúdenta veturinn 1963 og 1964 í Háskóla íslands og kenndu honum þar meðal annarra ágætra manna íslenskukennararnir Finnbogi Guðmundsson og Halldór Hall- dórsson. „Ég ræddi um að hve miklu leyti það væri almennt hægt að ákvarða aldur eddukvæða í fyrirlestri mínum,“ sagði Bjame Fidjestöl í samtali við blaðamann. „Ég tel að það sé ekki mögulegt að ákvarða aldur þeirra nákvæmlega en hins vegar er hægt að færa fram rök- semdir fyrir því að eitt kvæði er eldra en annað. Mér finnst mjög mikilvægt að það sé gert því goða- kvæði sem eru ung hafa allt aðra merkingu en ef þau eru gömul og ef ekkert er vitað um aldur þeirra er engin leið að skilja þau. Séu þau ort í kristni hafa þau allt aðra merkingu en ef þau eru ort í heiðni. Menn eru engan veginn sam- máia um aldur eddukvæða. Á átj- ándu öld voru uppi menn sem héldu því fram að eddukvæði var frá sama tíma og Gamla Testamentið en aðrir héldu því fram að þau væru frá sextándu öld. Ég reyni að leiða hugann frá þessu og stunda mínar rannsóknir óháð þessum vangaveltum. Menn geta aldrei orðið sammála um aldur eddukvæða. Mjög gömul kvæði hafa verið geymd í munnlegri geymd og það sem geymist í munn- legri geymd breytist í rás tímans. Það eykur enn á vandann við að aldurgreina eddukvæði. Snorri sagði: “Þær sögur sem sagðar eru hafa geymzk í manna munni.““ Bjame sagði að mikill áhugi væri í Noregi fyrir íslenskum fræð- um enda væru tungumálin skyld. Stúdentar í Noregi lesa fornís- lensku og fomnorsku og einnig stendur þeim til boða að lesa nútímaíslensku og geta þá valið á milli hennar og til dæmis latínu. Marianne E. Kalinke: Um hjúskapar- mál Prófessor Marianne E. Kal- inke kennir við Illinoisháskól- ann í Urbana- Champaign. Hún hefur skrifað fjölda greina um riddarasögur og bókina „King Arthur North-by- Northwest: The matiére de Bretagne in Old Norse—Icelandic Romances". Þá tók Marianne Kalinke sam- an, ásamt P.M. Mitchell, „Bibliography of Old Norse- Icelandic Romances“. Kalinke var ásamt hinum ráð- stefnugestunurn á Bessastöðum í boði forseta íslands og var hún afar ánægð með þá heimsókn. „Ég hitti hana þegar ég var hér fyrir þremur ámm. Ég var styrkþegi Fullbright-stofnunarinnar og hún bauð styrkþegum til sín á Bessa- staði. Hún er afar skemmtilegur gestgjafi og hefur lagt sitt af mörkum til að kynna Island fyrir umheiminum. Hún er stórkostlegur fulltrúi lands ykkar." - Gætirðu sagt hvað fyrirlestur þinn fjallaði um í hnotskum? „Mitt svið em tengsl íslenskra bókmennta við evrópskar bók- menntir og hef ég einkum fengist við að athuga þátt „rómönsunnar" en hana er helst að finna í Riddara- sögum og sumum Fomaldasögum. Fyrirlestur minn fjallaði um af- markað frásagnarsvið í þessum bókmenntum sem sagt hjúskapar- málin. Hvemig biðla eigi til konu, hvaða hindranir em á veginum og svo framvegis. Þar leita ég fanga í Meykonungasögum. í mörgum þeirra er kvenpersónan einkabam sem tekur við völdum af föður sínum. Hún er afar eftirsóttur kvenkostur og á sér marga von- biðla en hafnar þeim öllum. Hún leikur þá grátt en sögumar fíalla um það hvernig vonbiðlamir yfirstíga allar hindranir og og fá hana til að giftast sér að endingu. I fyrirlestri mínum sýndi ég fram á að þessi frásagnarmáti virð- ist vera séríslensk bókmennta- grein. Aðeins á íslandi er til sagna- bálkur sem fjallar um þetta efni: Konu sem vill ekki bindast manni og lýsir þeim atburðum sem eiga sér stað þar til maðurinn fær loks samþykki hennar. Ég sýndi einnig fram á það að þessi bókmenntateg- und festir hér rætur þegar íslensk- ur biskup sem uppi var á 14. öld, Jón Halldórsson, þýddi hetjukvæði sem nú er týnt. Ég reyndi að sýna fram á að frásagnarmátinn í Kláusarsögu á sér hliðstæðu við sögu úr 1101 nótt. Þessi bókmenntagrein, sem byggir á þessum sérstaka frásagn- armáta, á sér enga hliðstæðu í bókmenntum annarra þjóða. Þessi þróun, sem við sjáum stað í Mey- konungasögum, er séríslenskt fyr- irbrigði. Líklega voru þó til evróp- skar og austurlenskar sögur með þessum frásagnarmáta en að und- anskilinni þessari einu sögu úr 1101 nótt þá fyrirfinnst þessi bók- menntagrein hvergi nema á ís- landi.“ Richard Perkins: Stofnun Sigurðar Nordals mikilvæg fyrir okkur RICHARD Perkins er kennari í norrænu deildinni við Uni- versity College of London. Hann hefur fjallað um fornsög- urnar, meðal annars skrifað bókina Flóamanna saga, Gaul- veijabær and Haukr Erlends- son. Þá þýddi Perkins ásamt tveimur öðrum Grágás á ensku. „Fyrirlestur minn mun fjalla um hluti sem koma fyrir í frásögnum frá ritöld en eru sagðir vera frá söguöld," sagði Perkins, „og hafa verið kjarnar munnmælasaga á rit- öld. Sem dæmi má nefna að í Þórð- ar sögu hreðu segir að Þórður hafi smíðað skála í Flatatungu og að enn megi sjá skálann. Þessi skáli hefði því átt að styðja munn- mælasögur um Þórð hreðu.“ Um þýðingu sína á Grágás sagði Perkins: „Grágás er afar torskilin, ég .býst við að það myndi reynast mörgum íslendingum erfitt að lesa hana. Það ætti því að geta komið Islendingum vel að geta stuðst við enska þýðingu við lestur hennar. Skýringar okkar ættu einnig að koma að gagni. Grágás er mjög mikilvæg til að útskýra bakgrunn íslendingasag- anna. I sögunum segir víða að samkvæmt lögunum hafi átt að gera svo og svo. Það er því mikill fengur í því að geta lesið Grágás til að skilja sögurnar betur. Grágás er nú bara aðgengileg í útgáfum frá 19. öld en á að koma út í ís- lenskum fornritum. Það hafa því nokkrir sýnt útgáfu okkar áhuga en við höfum því miður ekki enn gefið út nema fyrsta bindið. Það næsta kemur væntanlega út eftir um tvö ár.“ Perkins segir að breskum há- skólamönnum gangi ágætlega að verða sér úti um gamlar íslenskar bækur á British Museum en að erfiðara sé að nálgast íslenskar nútímabókmenntir í London. „Það er mikilvægt fyrir okkur að fá eins margar íslenskar bækur og unnt er en það hefur reynst erfitt, jafn- vel bara að komast að því hvaða bækur við ættum að nálgast. Í þessari ferð minni hef ég rekist á margar bækur sem ég hafði ekki hugmynd um að væru til. Stofnun Sigurðar Nordals er mjög mikilvæg fyrir okkur að þessu leyti og góð tilraun til að breiða út íslenska menningu.“ Að minnsta kosti fimmtán manns fást nú við kennslu á fomís- lensku í Bretlandi að sögn Perk- ins. „Það er því talsverður áhugi á fomíslensku í Bretlandi," sagði Perkins, „og í London þar sem ég kenni em einnig haldin námskeið í nútímaíslensku og sækja þau nú sjö nemar.“ Perkins segir að oft séu nemendurnir af norrænum uppruna, til dæmis börn norrænna stúlkna sem hafa gifst Bretum. Þeir nemendur sem leggja stund á dönsku, sænsku eða norsku verða að taka námskeið í forníslensku. „Við höfum látið þau lesa Banda- mannasögu og flestir hafa haft ánægju af því,“ sagði Perkins. „Þetta hefur vakið áhuga nokkurra á nútímaíslensku en einnig er hægt að læra finnsku og færeysku við háskólann. Það má segja að það sé svolítil samkeppni á milli þess- ara tungumála um nemendur." Perkins segir að þrír kennarar fá- ist við kennslu á íslensku við há- skólann í London, þar af einn ís- lendingur, Guðrún Sveinbjamar- dóttir. Perkins segir að það sé sífellt vandamál að útvega fé til að kosta íslenskukennsluna og að full þörf væri á stöðu fyrir mann sem ekki fengist við annað en hana. „Við gemm eins vel og við getum en það væri hægt að gera mun betur ef við fengjum nægar bækur og starfsmenn," sagði Perkins. Lars Lönnroth: Alþjóðlegt safnrit um íslensk fræði Lars Lönnroth er prófessor í almennum bókmenntum við Gautaborgarháskóla. Hann hefur skrifað fjölmargt um íslenskar fornbókmenntir, þar á meðal ritin „European Sourc- es of Icelandic Saga-writing: An Essay based on Previous Studies“ og „Njáls saga: A Critical Introduction“. Lars er Svíi og talar óaðfinnan- lega ensku. Hann sagði að fyrir- lestur sinn hefði verið kynning á safnritinu „Stmcture and Mean- ing: New Approaches to Old Norse Literature", sem hann gaf út ásamt tveimur öðmm fræðimönn- um. Greinarnar í þessu safni em allar af meiði nýrrar aðferðarfræði í bókmenntum sem stunduð hefur verið undanfarin 20 ár en hefur lítið verið beitt við rannsóknir á íslenskum fornbókmenntum. Safnritinu er skipt í þrjá hluta. Sá fyrsti fíallar um ljóðlist, annar um fornsögumar og sá þriðji um þýddar bókmenntir eins og Ridd- arasögur og Heilagramanna sögur. Safnritið er í hæsta máta alþjóð- legt rit því greinarhöfundar koma frá öllum heimsálfum, að Afríku undanskilinni. Þar af er einn grein- arhöfundurinn Islendingur, Sverrir Tómasson. Það má kannski segja að Safnritið sé nokkurs konar til- raun til framúrstefnu í rannsókn- um á íslenskum fombókmenntum. Þó væri rangt að halda því fram að þær aðferðir sem beitt er í rit- inu séu mjög róttækar. Þær eru alls engin nýjung en þeim hefur hins vegar ekki verið beitt áður við rannsóknir í íslenskum fom- bókmenntum. Þær rannsóknir hafa hingað til verið íhaldssamar og söguleg heimildaöflun verið megin- keppikefli slíkra rannsókna. Safnritið ökkar leggur ríka áherslu á textarýni þar sem sjónar- hornið er annað hvort listræn átök höfundar eða grunntónn íslenskrar fornmenningar. Við reynum ekki að rekja sögulega tilurð textans til víkingaaldar eða neitt slíkt. Heldur lítum við á textann sem vitnisburð um menningarlíf á Sturlungaöld eða sem listræna framsetningu á því lífi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.