Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Sr. Bjami Þorsteinsson prófessor og tónskáld: Hálfrar aldar dánarafmæli og 100 ára vígsluafmæli eftir Óla J. Blöndal Sr. Bjami var hreinræktaður Mýramaður, fæddur á Mel í Hraunhreppi í Mýrasýslu 14. okt. 1861. Foreldrar hans voru Þor- steinn Helgason og Guðný Bjama- dóttir, mikið dugnaðar- og mynd- arfólk. Þau eignuðust 13 böm og var sr. Bjami elstur þeirra systk- ina. Það má segja að það hafí verið mikið lán fýrir Siglufjörð og Sigl- fírðinga þegar sr. Bjami ákvað að sækja um prestakallið hér. Vegna fátæktar á þeim ámm gat hann ekki látið draum sinn rætast um að sigla til Kaupmannahafnar og leggja stund á þau fræði er hugur hans stóð til, lögfræði — tónlist, og einnig stóðu hin svokölluðu „klassísku mál“ nær huga hans heldur en læknisfræði og guð- fræði, sem vora aðalnámsgreinar hér á landi þá. í þijú ár vann hann við kennslu og skrifstofu- störf. Þá ákvað hann að hefja nám í Prestaskólanum og trúlega hefír festarmey hans og síðar eiginkona Sigríður Lárasdóttir haft áhrif á þessa ákvörðun hans. Þessi ijöl- gáfaði maður hefði óefað getað haslað sér völl hvar sem var og hefði trúlega verið betur settur nær menningarstraumum höfuð- borgarinnar en hér í svo af- skekktri byggð sem Siglufjörður var þá — þar sem aðeins 311 sál- ir þjuggu. En vegir guðs eru órannsakan- legir og örlögin spinna þræðina í lífsvef okkar án þess að við fáum nokkra um ráðið. Svo hefír og verið með sr. Bjama, hér hafa örlögin ætlað honum að dvelja og vinna sitt merka lífsstarf. Áður en Bjami gerðist prestur hér var Hvanneyri lítt þekkt og lítilsmetið útkjálkaprestsetur, en í tíð hans varð Hvanneyrarheimilið landsþekkt höfuðból, þar sem sönglistin sat í fyrirrúmi og menn- ingarverðmæti hverskonar vora í Sr. Bjami Þorsteinsson. Emilia K. Bjarnadóttir. hávegum höfð. Það er víðsfjarri mér að gera Bjama að einhveiju ofurmenni í augum almennings — enda hefði það verið honum lítt að skapi. Trúlega hefír hann haft sina galla eins og aðrir dauðlegir menn en kostimir vora svo yfír- gnæfandi að gallamir hurfu í skuggann. Þegar til Siglufjarðar kom árið 1888, hélt hann áfram sinni fyrri Frú Sigríður Lárusdóttir Blönd- al. Sigríður J. Blöndal. iðju að safna íslenskum þjóðlögum en það starf hóf hann á skólaáram sínum og lauk því 1905 eftir sam- fellt 25 ára starf. Þekktir erlendir tónlistarmenn luku miklu lofsorði á þetta verk. Þá hefír hann lyft slíku Grettistaki að nafni hans mun verða á loft haldið meðan íslensk byggð og menning er við lýði. En Bjarni var ekki einhamur, Lára M. K. Bjarnadóttir. Ásgeir Bl. Bjarnason. jafnframt söfnuninni samdi hann á áranum 1889—1910 42 ein- söngslög, íslenska hátíðarsöngva samdi hann 1899 svo og sálmabók og stendur íslensk kirkja vissulega í mikilli þakkraskuld fyrir þær gersemar. Flestir kannast við lögin Kirkjuhvol, Sólsetursljóðin, Taktu sorg mína og Systkinin svo eitt- hvað sé nefnt, en þau vora mikið sungin meðal almennings og era Bjarni Þorsteinsson á stúdents- árunum. Ami Beinteinn Bl. Bjamason. enn. Hið fræga sænska tónskáld Wennerberg dáðist mjög að hátí- ðarsöngvum hans og lögum yfir- leitt. Hann undraðist mjög að slíkur maður væri látinn dvelja í svo fámennu byggðarlagi í staðinn fyrir að veita honum fé til þess að búa í Reykjavík, og er slík við- urkenning frá þessu merka tón- skáldi mikið hrós. Um Bjarna má segja að hann -s. Að lesa vel og læra heima eftir Guðmund Heiðar Frímannsson Nýlega ritaði ég tvær greinar hér í blaðið um kjamakljúfinn og endur- vinnslustöðina í Dounreay við Pent- landsfjörð. Hr. Magnús Jóhannes- son, siglingamálastjóri, hefur séð ástæðu til að gera athugasemdir við þær hér í blaðinu þann 29. júlí sl. Mér virðast þær á misskilningi byggðar. Magnús segir, að í greinunum komi fram villandi ályktanir um mengunarhættu sjávar vegna starf- seminnar í Dounreay, sem stafi af misskilningi mínum á eðli kjarnorku- vera og endurvinnslustöðva. Síðan segir hann: „Það væri afar ánægju- legt ef áhyggjur þær sem íslending- ar og fleiri þjóðir við Norður-Atlants- haf, m.a. Danir, Færeyingar, Norð- menn og írar, hafa látið í ljós vegna losunar lággeislavirks úrgangs í sjó frá endurvinnslustöðvum og áhrifa þess á fiskveiðar væru óþarfar, eins og höfundur lætur í ljós í greininni." (Hvorri?) Hann rekur einnig hver aukning yrði á starfsemi í Dounreay ef evr- ópska endurvinnslustöðin yrði byggð, lýsir því, sem gerist í endur- vinnslustöðvum, vitnar til skýrslu frá Geislavömum ríkisins um mat á mengunarhættu frá Dounreay, greinir frá aukinni starfsemi við endurvinnslu og andmælum stofnun- ar sinnar gegn þessum áformum öllum. I setningunni, sem ég vitnaði beint til hér að ofan, gerir Magnús ráð fyrir að ég hafi verið að fjalla um „losun lággeislavirks úrgangs frá endurvinnslustöðvum", er ekki til- greint hvenar þær séu, og sagt að áhyggjur Islendinga og annarra vegna þessa væra óþarfar. Það er sjálfsagt að menn lesi vel, áður en þeir fara að viðra skoðanir sínar í blöðum. Ég fjallaði ekki um neinar ótilgreindar endurvinnslustöðvar heldur einvörðungu um kjamakljúf- inn og endurvinnslustöðina í Doun- reay. Og það sem meira er, ég segi hvergi að áhyggjur íslendinga vegna Dounreay séu óþarfar, heldur beinlínis að þær séu eðlilegar og „Ég fjallaði ekki um neinar ótilgreindar endurvinnslustöðvar heldur einvörðungu um kjarnakljúfinn og end- urvinnslustöðina í Do- unreay. Ogþað sem meira er, ég segi hvergi, að áhyggjur Is- lendinga vegna Doun- reay séu óþarfar, held- ur beinlínis að þær séu eðlilegar og sjálfsagðar vegna þeirra hags- muna, sem eru í húfi.“ sjálfsagðar vegna þeirra hagsmuna, sem era í húfi. Ekkert í greinunum tveimur er í andstöðu við það, sem segir í ívitnuninni í grein Magnúsar úr skýrslu Geislavama ríkisins og mér virðist allt vera skynsamlegt. Skoðun íslenzka ríkisins og mat á hættu vegna lággeislavirks úr- gangs miðast eðlilega við fleiri stöðvar en Dounreay. En ég var hvorki að fjalla um skoðanir íslenzka ríkisins né aðrar endurvinnslustöðv- ar. Magnús segir að í dag sé rekin kjamorkustöð með þrenns konar starfsemi í og við Dounreay; raf- orkuframleiðsla frá kjamakljúf, end- urvinnsla og lq'amorkutilraunastöð brezka flotans. Þetta er villandi, svo ekki sé meira sagt. Brezki flotinn rekur stöð, HMS Vulcan, rétt við kjamakljúfínn, en starfsemi þeirra er algerlega óháð hvor annarri. Kjamakljúfurinn og endurvinnslu- stöðin era sjálfstæð eining. Ég var ekki að ijalla um stöð flotans frekar en ég var að ijalla um Sellafíeld. Magnús segir endurvinnslustöð- ina skila 4 tonna hámarksafköstum á ári og fáeinum línum neðar, að síðustu átta árin hafí verið endur- unnin alls 7—8 tonn af notuðu brennsluefni. Hámarksafköst endur- vinnslustöðvarinnar nú era 7—8 tonn Guðmundur Heiðar Frímannsson á ári. Nákvæmra talna um þessi efni er erfítt að afla af þeirri ein- földu ástæðu að framleiðsla og flutn- ingar á plútóni eru ríkisleyndarmál í Bretlandi. í Dounreay er, eftir því sem ég kemst næst, ekki endurann- ið notað brennsluefni frá „öðram kjamofnum í Evrópu“, eins og Magriús staðhæfír. Sömuleiðis kann-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.