Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.08.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1988 Ég undirritaður er búinn að keyra bíl í 60 ár og þykist hafa bæði reynslu og þekkingu á um- ferðareglum. Mér finnst að alþingi þurfi að breyta lögum og þyngja refsiákvæði þeirra mikið frá því sem nú er, til þess að fækka umferðar- slysum, sem alltaf eru að færast í aukana. Ég er viss um, að engin þjóð í heiminum býr við eins lélegt réttar- far og við íslendingar, en ég vil benda á 3 til 4 atriði, sem gætu dregið úr umferðarslysum. Til dæmis ætti ekki að leyfa 17 ára unglingum að fá réttindi til að aka bifreið, þeir eru alltof ungir. Það á að hækka lágmarksaldurinn upp í 21 ár. í öðru lagi á að hækka sekt- ir þeirra sem valda slysum frá því sem nú er. Og í þriðja lagi á að taka af þeim ökuréttindin við fyrsta brot. Ef þetta yrði gert myndi slys- um fækka. Ég hef veitt því athygli, að mörg slys verða við framúrakstur og eru það yfirleitt unglingar á aldrinum 17 til 20 ára, sem bera á því ábyrgð. Það á ekki að gefa þeim, sem valda slysum tækifæri til að fá réttindin * ______ Olafur Ragnar og einræðisherrarnir Til Velvakanda. Af og til minnir formaður Al- þýðubandalagsins á tilveru sína. Yfírleitt er það ekki í tengslum við stjómmálabaráttuna á íslandi. Hún heillar ekki heimsmanninn, enda er vígstaða Alþýðubandalagsins verri en nokkru sinni fyrr, bæði vegna málefiiafátæktar og fylgisleysis. Nei, það er heimsfriðurinn, sem er tilefni reglulegra auglýsingaher- ferða Ólafs Ragnars Grímssonar í íslenskum fjölmiðlum. Minna mátti það ekki vera. Nýasta dæmið um þetta er áskor- un um bann við kjamorkuspreng- ingum neðanjarðar, sem Ólafur hefur fengið fímm ríkisstjómir til að bera fram. Þessi áskorun er marklaus. Eína alvöru viðleitnin til að draga úr hættunni af kjamorku- vopnum er sú, sem leiðtogar stór- veldanna hafa sýnt. Tilraunir með þessi vopn eru aukaatriði, aðalatrið- ið er pólitískur vilji til að afstýra notkun þeirra. Það dregur líka mikið úr gildi áskomnarinnar, hveijir hafa fengist til að skrifa undir hana. Það em stjómir Indónesíu, Mexíkó, Perú, Sri Lanka og Júgóslavíu. A Indó- nesíu ríkir einræðisherrann Su- harto, sem í 20 ár hefur haldið ólík- um þjóðarbrotum og trúflokkum saman með harðstjóm. Stjómkerfið í Mexíkó er gegnsýrt af spillingu og tilraunir stjórnarandstöðu til úrbóta em kæfðar með ofbeldi og víðtæku kosningasvindli. í Perú ríkir að vísu lýðræðisleg stjórn, en borgarastyijöld og stórkostlegur efnahagsvandi hafa hindrað frekari framfarir í landinu. Stjóminni á Sri Lanka hefur mistekist að leysa úr ágreiningi þjóðarbrota og þarf á þúsundum indverskra hermanna að halda til að beija niður ólguna inn- anland. í Júgóslavíu hefur komm- únistaflokkurinn drottnað einn frá stríðslokum. Daglega berast okkur fréttir af innanlandsólgu þaðan, Sem jafnvel hefur orðið að bæla niður með vopnavaldi. Þetta er fríður flokkur friðflytj- enda, sem Ólafur Ragnar hefur fengið í lið með sér. Óhjákvæmilega spyija menn sig þeirrar spumingar, hvemig stjómir þessara hijáðu landa geta kennt öðmm að halda friðinn. Þær gmnsemdir vakna, að ráðamenn þeirra vilji beina athygl- inni frá innanlandsvandanum með því að boða frið á alþjóðavettvangi. Er Ólafur Ragnar kannski að beina athygli íslenskra fjölmiðla frá kreppu Alþýðubandalagsins? Friðarsinni. aftur. Það á tafarlaust að svipta þá ökuréttindum ævilangt. Það á ekki að sýna neina hálfvelgju eða vettlingatök í samskiptum við glæpamenn. Það er ábyrgðarhluti að keyra bíl og 17 ára unglingar hafa ekkert með það að gera. Þar að auki hafa þessir unglingar ekki vit á að ,haga akstrinum eftir ástandi veganna. Ráðamenn þjóðarinnar gera allt- of lítið til þess að draga úr um- ferðarslysum. Þeir karpa um mál, sem minni þýðingu hafa en þetta, sem hér er bent á. Ég vona að ráð- herrar og þingmenn taki þessi mál til athugunar. Ef dómsmálaráð- herra er mér sammála í einhveiju þeirra atriða, sem ég bendi á hér að ofan, þá væri ég honum þakklát- ur ef hann sýndi það í verki og svaraði mér í Velvakanda. Með vinsemd og virðingu, Jóhann Þórólfsson. Þessir hringdu Lokum Laugaveginum fyrir bílaumferð Lesandi hringdi: „Við erum hér nokkur, sem vilj- um láta loka Laugaveginum fyrir bílaumferð. í framhaldi af því yrði að byggja bflageymslu ein- hvers staðar í næsta nágrenni hans. Við teljum að þetta sé eina leiðin til að Laugavegurinll geti keppt við Kringluna og að með þessu myndu opnast fjölmargir möguleikar. Margir kaupmenn hafa verið andvígir hugmyndinni um að loka Laugaveginum fyrir umferð ökutælqa, en Kringlan ætti að kenna þeim, hversu skammsýn sú skoðun þeirra er.“ Pólitísk aðför að Landa- kotsspítala Jón hringdi: „Mér finnst afar mikill pólitísk- ur óþefur af upphlaupinu út af Landakotsspítala. Ég er dálítið hræddur um að hann Jón Baldvin nafni minn sé með þessum hama- gangi að reyna auglýsa sig upp og afla sér vinsælda, eftir að hafa slegið öll skattpíningarmet í ráð- herratíð sinni. Það skyldi þó ekki hafa áhrif á afstöðu hans, að í stjóm spítalans eru fjölmargir pólitískir andstæðingar hans? Eða er þetta kannski bara afsökun til að leggja þungan hramm ríkisins á spítalann og svipta hann sjálf- stæði sínu?" Lyklar í óskilum Lyklakippa fannst fyrir um mánuði í vélaverslun Héðins, Seljavegi 2. Á kippunni eru nagla- klippur, einn bfllykill, 4 húslyklar og einn smærri, sem hugsanlega gæti gengið að skáp. Eigandinn getur vitjað lyklanna í verslun- inni, eða haft samband við Hall- dór Lárusson í síma 624260 eða 16147 (heima). Fánanum sýnd óvirðing' við Miklagarð Kona hringdi: „Ég var að versla í Miklagarði um daginn og veitti því þá at- hygli, að fáninn, sem er við versl- unina er allur rifinn og tættur. Ég vona að forráðamenn verslun- arinnar bæti úr þessu.“ Þyngja þarf refsingar við umf erðarlagabrotum Orðsending og ábending til ráðherra og þingmanna FORD ECONOLINE ÁRG. ’85 Til sölu Ford Econoline XLT Club Wagon með 6.91 dieselvél V-8, sjálfsk., með powerstýri og bremsum, veltistýri, cruise-control, skyggðu gleri, tveimur sjálfst. hliðarhurðum, lúxus innrétting, hljóm- tækjum, sætum f. 10 farþega, o.fl. o.fi. Einstaklega fallegur og vel meðfarinn vagn. Allur „original". Verð 1.400.000. Skipti/skuldabréf. Upplýsingar í síma 94-1351. RÝMINGARSALA Nýir vörubílahjólbarðar. Mjög lágt verð. 900 x 20/14 PR. nylon kr. 9.500,00 1000 x 20/16 PR. nylon 1100x20/16 PR. nylon 1000 x 20 radial 1100 x 20 radial 11R 22,5 radial 12R 22,5 radial kr. 10.800,00 kr. 11.800,00 kr. 12.800,00 r kr. 14.800,00 kr. 12.900,00 kr. 14.900,00 1400 x 24/24 PR. EM nylon kr. 36.000,00 Geríð kjarakaup. Sendum um allt land. Barðinn hf.v Skútuvogi 2, Reykjavík, símar 30501 og 84844. ATT ÞU HLUTABREF? Hlutafélag Kaup- gengi Sölu- gengi Almennar Tryggingar hf. 1,09 1,15 Eimskipafélag íslands hf. 2,66 2,80 Flugleiðir hf. 2,30 2,42 Hampiðjan hf. 1,10 1,16 Hlutabréfasjóðurinn hf. 1,18 1,24 Iðnaðarbankinn hf. 1,61 1,69 Verzlunarbankinn hf. 1,19 1,25 Útvegsbankinn hf. 1,19 1,25 Skagstrendingur hf. 1,50 1,58 Tollvörugeymslan hf. 0,95 1,00 Veistu hvers virði þau eru? Taflan að ofan birtist annan hvern fimmtudag í viðskiptablaði Morgunblaðsins og sýnir gengi þeirra hlutabréfa sem HMARK kaupir og selur gegn staðgreiðslu. Ef þú átt hlutabréf geturðu margfaldað nafnvirðið með kaupgengi þeirra í auglýsingu HMARKs og útkoman er það verð sem HMARK greiðir þér fyrir bréfin. Verzlunarbankinn El |)ú átt hlutabréf í Verzlunarbankanum að nafnvlrði 100.000 kr.: Kaupgengið er 1,19 og HMARK greiðir þér þvi 119.000 kr. fyrir þau. Eimskip Ef þú átt hlutabrél í Eimskip að nafnvlrði 10.000 kr.: Kaupgengið er 2,66 og HMARK greiðir þér þvi 26.600 kr. fyrir þau. Verið velkomin í VIB og HMARK, Armúla 7 og Skólavörðustíg 12. fllutabréfamarkaðurinn hf. Skól&vörðustig 12, 3.h. Reykjavík. Simi 21677 VIB VERÐBREFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Armúla 7. 108 Reykjavik. SimJ68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.