Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.09.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1988 Laxveiðin mast hvargóo eoaágw Laxveiðin á stöng hefur verið víða ágæt í sumar og í heild séð gæti þetta orðið með betri veiðisumrum. Nokkrar ár hafa skilað metveiði, en undantekningarnar hafa verið nokkrar og vekur þá kannski hvað mesta athygli, að landshlutar haldast ekki í hendur. Þannig var dauf veiði f flestum Borgarfjarðarán- mn, en frábær veiði í einni þeirra, Grímsá, auk þess sem ámar í næsta nágrenni reyndust afar vel. Ámar á Norðurlandi gáfu yfirleitt vel og sumar rokafia og á Norðausturlandi var veiðin góð, en greinilega byrjuð að dala frá síðustu tveimur summm F.v. Erró, Garðar H.Svavarsson og Bjöm Theodórsson með vænan lax við Bjamar- hyl i Selá. er veiðin var þar í hámarki. Morgunblaðið/S. Morgunblaðið/hg. Lirim tekur til sinna ráða f Steinbogafijóti í Haukadalsá. Laxi landað f Skriðufljóti á efsta svæðinu í Langá. Suðvesturlandið. Á Suðvesturlandi bar mest á Laxá í Kjós, enda var þar sett nýtt og giæsilegt íslandsmet f stangarveiði. Þar komu um 3900 laxar á land og var enn af miklu að taka f lok veiðitíma. Ótrúleg mergð af laxi gekk f ána og voru nýjar göngur að skila sér fram á lokadag. Annað eins muna menn ekki, enda veiðin eftir því. Elliða- ámar laumuðust yfir 2000 laxa og voru alveg við metveiði (2071 lax sumarið 1975) og þegar þetta er ritað gæti svo farið að Leir- vogsá skili 1000 löxum og er það ótrúleg veiði þar sem dagstan- gimar í Leirvogsá eru aðeins tvær auk þess sem veiðitfminn er styttri en í hinum ánum, eða frá 25. júní. í Korpu hefur veiðin og verið stór- góð og talan 600 var nefnd eigi alls fyrir löngu. Þar eru stangim- ar einnig tvær. Vesturland. Ýmsar ár á Vesturlandi gáfu mokveiði. Grímsá f Borgarfirði var með um 2000 laxa er þetta er ritað á föstudegi og þar stefnir í metveiði (2116 1975), þvf veitt er til 17. september og mikill lax í ánni. Veiðin f hinum „stóru" Borgarfjarðaránum Þverá og Norðurá var að sama skapi dauf. Þverá ásamt Kjarrá gaf aðeins um 1600 laxa, en áin átti einmitt metveiðina sem Laxá í Kjós fór fram úr, 3558 laxa sumarið 1979. Norðurá rétt skreið yfir 1300 laxa og vom vonbrigði með það tölu- verð. Hafa verður f huga, að allar sumartölur sem hér birtast á eftir að ffnpússa nokkuð, þar sem víðast hvar á eftir að fara í gegn um veiðiskýrslur og skjalfæra nákvæmlega úr þeim. í orgarfirði má einnig geta Flóku með um 250 laxa sem þykir slakt, Gljúfurá með um 190 stykki, einnig slakt og Andakílsá með um 180 til 190 stykki sem er þokkalegt f þeirri veiðistöð. Aðrar ár f þessum landshluta hafa yfirleitt verið mjög góðar, t.d. Laxá f Leirársveit með um 1900 laxa og nærri meti er þetta er ritað, Laxá f Dölum komin yfir 2000 laxa sem er metveiði og Haukadalsá einnig komin með metveiði, sfðast er fréttist voru komnir um 1200 laxar ur ánni. Langá á Mýrum var komin í rúma 1400 laxa sem er þokkalegt, en / veiðin þar á Fjallinu betri en í möig herrans ár. Hafffjarðará nálgaðist fjögurra stafa tölu sfðast er fréttist, en hennar met er 1131 lax 1986. Þá var Fáskrúð við met með 450 laxa. Norðurland. Veiðisælasta laxveiðiá Norð- lendinga, Laxá á Ásum, brást ekki vinum sínum, áin gaf um 1800 laxa á tvær stangir, eða að jafnaði 900 laxa á hvora stöng á 9Q daga veiðitímabili. Víðidalsá var komin með rétt um eða yfír 2000 laxa sfðast er fréttist og er það metveiði, en mest höfðu veiðst þar áður 1948 laxar sumarið 1979. Þá hefur verið rífandi veiði í Miðfiarðará og hún búin að rjúfa 2000 laxa múrinn. Þar verður þó ekki metveiði, því 1977 veiddust þar 2581 lax. Á móti þessu stóð Vatnsdalsá með furðu slaka veiði í sumar, eða aðeins milli 1200 og 1300 físka eftir því sem komist verður næst. Þar var raunar mik- ill lax, en eitthvað olli því að hann gekk treglega og seint upp úr Flóðinu og veiðinni þvf mjög mis- skipt á milli svæða í ánni. Mest veiddist því neðst. Laxá f Aðaldal var mjög erfíð í sumar, gaf reynd- ar nokkuð vel yfir 2000 laxa, hejnst hefur talan 2200 til 2300, Morgunblaðið/hb. Björn G. Jónsson á Laxamýri með fyrstu laxana sem veiddust í Laxá í Aðaldal á þessu sumri. en langvarandi hvassviðri, leirlos í Mývatni og fiskifæð á köflum stóð veiði fyrir þrifum. Ein af minni ánum sem er allrar athygli verð er Hrútan með um 500 laxa. Norðausturlandið. Ámar í Þistilfírði voru yfírleitt með bærilega veiði þótt þar sé daufara en í fyrra. Selá og Hofsá fóru báðar í fjögurra stafa tölur, en fregnir herma að heldur lftið sé eftir af laxi í ánum, gagnstætt síðasta sumri er hver hylur var vel skipaður. Og laxinn er ekki eins vænn að jafnaði og í fyrra. Suðurlandið. Laxveiði á stöng á Suðurlandi snýst einkum um Olfusár/Hvítár- svæðið og í heild hefur veiðin verið léleg. Sumir staðir þó góðir, eins og t.d. Sogið sem hafði gefið um 600 laxa sem er besta veiði þar síðan 1978. Þá var Selfoss- svæðið f Ölfusá aflasælt, en önnur svæði voru heldur f daufari kant- inum, eins og t.d. Langholtið, snæfoksstaðimir og Gíslastaðir. Stóra Laxá var sérkapítuli. Þar var fjórða ördeyðusumarið í röð og það dauðasta af þeim öllum. Nýlegar tölur herma að heildar- veiðin í sumar sé vart yfir 60 lax- ar og kunnugir menn sem fóra um svæði eitt og tvö fyrir örfáum dögum, sáu alls þrjár bleikjur! Ekki einn einasta lax. Laxinn sinár. Þetta var smálaxasumar og það svo um munaði. Víða var mjög lítið af tveggja ára fiski úr sjó og þaðan af stærri laxi sem reyndar er alltaf fáliðaður. Vatnsdalsá var kannski slökust þeirra „stóra“ fyrir norðan, en hún skilaði samt stærsta laxi sumarsins, 27 punda laxi sem Bandarílqamaður tók á flugu í Hnausastreng. Laxá f Aðaldal var með tvo 26 punda laxa, annan opnunardaginn í Ki- stukvísl og hinn seinna á Nesveið- unum. Bæði Vatnsdalsá og Víði- dalsá vora að vepju með nokkuð af 22 til 24 punda boltum og slíkir fiskar veiddust einnig í Laxá í Dölum. 24 punda lax veiddist í Langholti í Hvítá og 23 pundari í Sandá í Þistilfirði. 22 punda lax- ar veiddust svo sem víðar, t. d. í Selá í Vopnafirði og f Snæfoks- stöðum í Hvítá og Stóra Laxá gaf einn 21,5 punda. 20 punda l^xar veiddust svo í nær öllum fram- greindu veiðistöðunum og að auki S Hrútafjarðará, Miðfjarðará, Þverá, Laxá í Kjós, Haffjarðará og sennilega víðar. En þeir stóra voru miklu færri nú en t.d. tvö síðustu sumur. Meðalvigtin er í lægri kantinum í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.