Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 14
R«pr ÍTUíTMMTqaF' ?.r VTÍJOAairrMMn CíT(fA,lffVÍUÍ)HOM 14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 Þorskvinnsla og þjóðarhagnr í mikilvægum málum þjóðarinnar tíðkast að láta „hagsmunaaðila" komast að niðurstöðu. Þá þarf þjóð- in minna að hugsa. Dæmigerð eru fískveiðistefna og fískvinnslustefna íslendinga nú og næstu árin. Fiskifræðingar vara við lélegu ástandi þorskstofnsins og í ár mun- um við enn veiða hann langt um- fram tillögur þeirra. Fiskveiðistefna sem byggir á núgildandi kvótakerfí á þar stóran hlut að máli og veiði- heimildir eru of miklar. Undanfarin ár hefur útflutningur á óunnum físki vaxið mikið. Sífellt berast fregnir af því, að hagsmuna- aðilar vilji meira sjálfdæmi um þessa ráðstöfun afíans. Þrýstingur þeirra fyrir auknum útflutnings- leyfum er mikill. Þjóðin öll er hagsmunaaðili að þessum málum. Þau eru henni mik- ilvæg og munu reynast henni af- drifarík. Það er komið að því að ákveða, hvort við ætlum áfram að stunda fískvinnslu hérlendis og þá hvemig, eða hvort aflinn skuli fluttur í aukn- um mæli óunninn úr landi og aðrir látnir um vinnsluna. Ég ætla að lýsa skoðun minni á því máli í trausti fyrstu greinar núgildandi laga um stjóm fiskveiða, þar sem segir: „Fiskistofnar á íslandsmiðum em sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að vemdun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu." í aðalatriðum tel ég sameign þjóðarinnar best borgið með fram- sýnni fískveiðistefnu og fiskvinnslu- stefnu. Markmið fiskveiðistefnunn- ar eiga að vera hófleg nýting físki- stofnanna og hagkvæm sókn, sem miðast á hvetjum tíma við afkasta- getu í landi. Markmið fískvinnslu- stefnunnar eiga að vera að ná sem mestum verðmætum úr aflanum með framleiðslustýringu og mark- aðsstarfí. Þau verðmæti á að reikna fyrir þjóðina alla en ekki einstakar stéttir hennar. Undanfarin ár hefur okkur borið af leið frá þessum markmiðum og sérstaklega í þorskveiðum og ráð- stöfun þorskaflans. Með veiðum erum við að ganga hættulega ná- lægt stofninum og þessari sameign þjóðarinnar hefur í auknum mæli verið valin auðveldasta leiðin en ekki sú arðbærasta á markaði er- lendis. Léttasta leiðin er útflutning- ur á óunnum þorski í gámum og Norski organleikarinn Bjem Boy- sen heldur orgeltónleika í Dómkirkj- unni í dag, fímmtudaginn 15. sept., kl. 20.30. Boysen nam orgelleik hjá Arild Sandvold þáverandi dómorg- anista í Osló, en hann var skóla- bróðir og góðvinur Páls ísólfssonar. Eftir framhaldsnám hjá Finn Videro í Kaupmannahöfn hefur Boysen einkum starfað sem kennari í orgel- leik, fyrst við Musikkonservatoriet í Osló og frá árinu 1973 við tónlist- arháskólann í Osló. Bjam Boysen hefur stundað umfangsmikið tónleikahald bæði í heimalandi sínu og einnig mjög víða um Evrópu, jafnt austan sem vestan jámtjalds. Hann er t.d. eini Norð- maðurinn sem hefur haldið einleiks- tónleika bæði í Royal Festival Hall og í hinum stóra hljómleikasal Leníngrad-fílharmóníunnar. Hann með siglingum. í henni felst hins vegar bæði beint tap útflutnings- verðmæta og óheillaþróun fyrir byggð og atvinnu á íslandi. Árið 1987 — Það sem vannst Árið 1987 slökuðum við ekki á aflaklónni, við veiddum 390 þúsund tonn af þorski þrátt fyrir viðvaran- ir og tillögur Hafrannsóknastofnun- ar um 330 þúsund tonna hámarks- afla. Tölulegar upplýsingar um ráð- stöfun aflans er að fínna í Útvegi 1987, bók Fiskifélags íslands. Þannig var farið með þorskaflann: Frysting í landi 138966 tonn Frysting & sjó 28421 tonn Söltun 160705 tonn Heill með gámum 33316 tonn Heill með veiðiskipum 18478 tonn Annað 9923 tonn Upplýsingar um verðmætasköp- un þ.e. virði útflutnings og birgða er einnig að fínna í Útvegi, árs- skýrslum sölusamtaka og greinum í blöðum og tímaritum. Samkvæmt þeim varð FOB-virði saltaðra þorskafurða um 8590 millj- ónir króna eða um 8,6 milljarðar. Þyngst í útflutningnum vegur óþurrkaður flattur fískur fyrir 7,3 milljarða króna en söltuð þorskflök eru einnig orðin mikilvæg útflutn- ingsvara. FOB-virði frystra þorskafurða 1987 varð um 7630 milljónir króna eða sem næst 7,6 milljörðum. Mestu verðmæti skiluðu fryst flök eða um 5,8 milljörðum, en þar á eftir koma þorskblokkir ýmsar. Verðmæti annarra þorskafurða, er verða til við frystingu og söltun í landi eru mikil, eða um 620 millj- ónir króna. Mestu skipta þorsk- mjöl, hausar og lýsi, en þunnildi, hrogn og lifur eru líka flutt út fyr- ir tugi milljóna króna árlega. Samtals skilaði því vinnsla hér- lendis á 328 þúsund tonnum þorsks um 16,8 milljörðum króna að út- flutningsverðmæti. Árið 1987 voru seld á fískmörk- uðum erlendis, aðallega í Bretlandi, tæp 52 þúsund tonn af heilum þorski úr gámum eða veiðiskipum (Útvegur 1987, bls. 288, miðað er við óslægðan þorsk). Söluverðið var alls um 2500 milljónir króna eða 2,5 milljarðar. Þessa ályktun má draga af upplýsingum um meðal- verðið, sem var um 48 kr./kg (óslægt), grein Hólmgeirs Jónsson- ar frkvstj. Sjómannasambands ís- lands í Sjávarfréttum nýlega og gögnum Landssambands íslenskra útvegsmanna. hefur þrisvar sinnum verið í dóm- nefnd hinnar alþjóðlegu orgelsam- keppni í Speyer. Boysen hefur verið organisti við tónleikahöll Oslóborgar síðan 1977 og ber hann þar ábyrgð á einu stærsta orgeli landsins. Auk starfa sinna sem orgelleik- ari óg kennari, er Bjom Boysen þekktur sem sérfræðingur í málum sem varða orgel og orgelsmíði. Hann er eftirsóttur sem ráðgjafí varðandi nýbyggingar og viðgerðir á orgelum. Boysen er nú á tónleikaferðalagi um Island og Færeyjar ásamt söngvaranum Sondre Bratland sem hefur sérhæft sig í að syngja norsk þjóðlög. Þeir halda tónleika í Akra- neskirlqu 16. sept., í Hallgríms- kirkju 21. sept. og í Akureyrar- kirkju 22. september. (Fréttatilkynning) Tvennt þarf að athuga betur áður en lengra er haldið í saman- burðinum við vinnslu hérlendis. í fyrsta lagi verður að reikna með, að aflinn úr sjó hafí í raun verið um 10% meiri en fram kemur í seldu magni eða um 57.500 tonn. Þetta er aðallega vegna þeirra reglna er gilda um yfírvigt á erlendum mörk- uðum. Það er athyglisvert, að í frumvarpi til laga um stjóm fisk- veiða 1988 — 1991 var gert ráð fyrir 10% kvótaálagi aukalega á „afla sem fluttur er óunninn á er- lendan markað, hafí aflinn ekki verið veginn hér á landi". Frá þessu var fallið vegna þrýstings hags- munaaðila, en þetta þýðir að 15% kvótaskerðingin, sem nú gildir, rýr- ir hlut útgerðar aðeins um 5% og að aflatölur em vanmetnar á tímum ofsóknar í þorskstofninn. f öðm lagi er sölukostnaður við gámafísk vemlegur. í grein Hólm- geirs Jónssonar í Sjávarfréttum kemur fram, að kostnaður við flutn- ing og sölu gámafísks var um 25% af söluverðmæti í fyrra. Af því er um 1% talið innlend umboðslaun svo að um 24% þarf að draga frá sölu- verði til að nálgast FOB-virði þessa útflutnings. Sölukostnaður er teng- ist siglingum veiðiskipa mun síst vera minni eða 15—20% utan kostn- aðar við úthaldið. Niðurstaðan verður því sú, að árið 1987 fóm uim 57.500 tonn af þorski óunnin á markað í Evrópu, en gáfu af sér um 1900 milljónir króna að FOB-verðmæti. Heildardæmið fyrir ráðstöfun þorskaflans og verðmæti afurða 1987 verður þá þannig: Frysting 167400 tonn Söltun 160700 tonn Hliðarafurðir Alls 328100 tonn Árið 1987 — Það sem tapaðist Nú háttaði þannig til í fyrra, að auðvelt var að selja allan saltfísk, frystan físk vantaði á markaðina og söluverð hækkaði allt árið. Auð- velt er að reikna út, að með fryst- ingu og söltun hérlendis hefði sölu- verð afurða úr 57.500 tonnum af þorski orðið um 2900 milljónir í stað 1900 milljóna, er fengust fyrir hann óunninn á uppboðum erlendis. Tap þjóðarbúsins vegna sölu á óunnum þorski í fyrra var þvi um 1000 milfjónir króna eða heill milljarður. Einhveijir munu beita þeim rök- um, að ekki hafí verið vinnslugeta hérlendis fyrir þennan físk, því að mikil samkeppni var um vinnuafl. Staðreyndin er þó sú, að oft vant- aði físk til vinnslu, einkum sunnan- lands og vestan, þegar líða tók á árið og hátt verð fékkst fyrir þorsk á mörkuðum hér syðra. Hið óbeina tap þjóðarinnar í fyrra vegna mikils útflutnings á óunnum físki mun þó sennilega reynast mun alvarlegra og er margháttað. Skort- ur á frystum fiski héðan, einkum á Bandaríkjamarkaði, varð til þess að við misstum traust viðskipta- vina, þeir leituðu annað eftir við- skiptum og af því súpum við seyðið nú, þegar kaupendamarkaður ríkir í fískviðskiptum. Fiskiðnaður fór vaxandi á Humb- ersvæðinu í Bretlandi í fyrra. Erfítt er að meta, hve mikill hluti íslenska físksins fór þar til frystingar eða þaðan til söltunar, en auðvitað fór hann allur í einhvers konar vinnslu, þ.e. flökun og niðurskurð. Oft hefur komið fram í fjölmiðlum hér, að kostnaður er lítill í fískvinnslu í Dr. Alda Möller „Markmið f iskveiði- stefnunnar eiga að vera hófleg’ nýting fiski- stofnanna og hagkvæm sókn, sem miðast á hverjum tíma við af- kastagetu í landi. Mark- mið fiskvinnslustefn- unnar eiga að vera að ná sem mestum verð- mætum úr aflanum með framleiðslustýringu og markaðsstarfi.“ Bretlandi og þess vegna hægt að greiða gott verð fyrir hráefnið. Á miðunum við Bretlandsstrendur er þorskur auðsjáanlega ofveiddur og mest smælki og þá munar miklu um íslenska fískinn. Breskir kaup- endur fiskafurða hafa oft sagt við mig, að þeir sem ráða yfír hráefn- inu (fiskinum) muni í framtíðinni ráða fiskviðskiptum. í nýlegu hefti FOB 7630 milljónir kr FOB8590 milljónir kr FOB 620 milljónir kr FOB 16840 miiyónir kr fyrirtæki í fjölbreyttri matvæla- vinnslu eru að koma sér fyrir á Humbertsvæðinu. Til dæmis hefur fyrirtækið Bird’s Eye í eigu Unile- ver nýlega reist verksmiðu í Grims- by, sem á að vinna fiskstauta úr um 65 tonnum af frystam físk- blokkum daglega, en það samsvarar um 160 tonnum af slægðum físki. Verksmiðjan er hluti af 800 milljóna króna fjárfestingu fyrirtækisins á svæðinu. Fleiri fyrirtæki eru nefnd til sögunnar svo sem Ross Young’s er tilheyrir the Hanson Trust og Findus, dótturfyrirtæki Nestlés, bæði eru að auka starfsemi sína á þessum slóðum. Allt eru þetta heimsþekkt fyrirtæki og stöðugur vöxtur þeirra dæmi um þá þróun, að matvælavinnslan í heiminum er óðum að færast til fárra risafyrir- tækja. Viðskipti við þessi fyrirtæki eru okkur nauðsynleg, en ekki í þeirri mynd, að við seljum fískinn óunninn til Bretlands. Árið 1988 — Náum við áttum? Enn er tekist á um það, hve mik- inn hluta þorskaflans skuli flytja óunninn úr landi. Samkeppnistaða vinnslunnar hér heima hefur versn- að um hríð og miklum þrýstingi er beitt til að auka útflutning á óunn- um fiski. Þegar líða tekur á árið, hækkar oft verð á erlendum upp- boðsmörkuðum. Til júlfloka höfðu yfír 27.000 tonn af fiski (reiknað óslægt) verið flutt óunnin úr landi. Frá því í byijun júlí hafa hömlur verið á þessum útflutningi, stefnt var að 600 tonna vikulegum út- flutningi, en í reynd hafa að meðal- tali farið héðan um 830 tonn viku- Dómkirkjan: Bjöm Boysen leikur á orgel Verð pr kg þorskafla: kr. 51.33 Gámar/siglingar 57500 tonn FOB 1900 milljónir Verð pr kg þorskafla: kr. 33.04 tímaritsins Seafood Intemational (maí 1988) er því lýst hvemig stór- lega (reiknað óslægt). Með sama áframhaldi mun útflutningur á óunnum þroski lítið minnka í ár og seld verða næstum 50 þúsund tonn. Fiskseljendur sækjast hins vegar eftir enn rýmri heimildum fyrir þennan útflutning. í ár gerir sjávarútvegsráðuneytið ráð fyrir veiði 360 þúsund tonna af þorski, eða samdrætti um 30 þúsund tonn frá síðasta ári. Mestar líkur eru því á, að þessi samdrátt- ur komi allur niður á vinnslu hérlendis. Hans er farið að gæta, en hann mun fljótlega magnast í útgerðarbæjum sem vinna mikið af þorski. f ár verður lítið um þorsk- kvóta á lausu og hætt við að vinnslustöðvar sem metnað leggja í þorskvinnslu verði físklausar. Það er hins vegar til marks um fánýti kvótakerfisins, að veiðiheim- ildir þess koma ekki í veg fyrir, að þorskveiði verði svipuð og í fyrra og mun þá sannast sem oftar að ekki er öll vitleysan eins. Skynsamlegast í stöðunni nú er að geyma þorsk umfram 350 þús- und tonna afla í sjónum, takmarka enn betur útflutning á óunnum þorski og selja hann til vinnslu inn- anlands þeim er best bjóða. Það eitt er í samræmi við yfírlýst mark- mið 1. greinar laganna um fískveiði- stjómun. Framtíðin — Tveir kostir, annar góður Framundan sé ég tvær skýrar leiðir fyrir reksturinn á sameign þjóðarinnar. Fyrri leiðin liggur rétt ofan sjáv- armáls. Hún felst í að afla físks og senda hann í auknum mæli til vinnslu í Evrópu. Hættan á verð- falli á uppboðsmörkuðum minnkar með aukinni afkastagetu og rýrari fiskstofnum þar. Evrópubandalagið mun fara fram á veiðiheimildir í krafti stærðar sinnar og viðskipta. Það verður enn fyrirhafnarminna fyrir okkur. Á sama tíma verður innlend fískvinnsla stopulli og óhag- kvæmari, byggðir verða að óbyggð- um. Þjóðartekjur minnka mjög. Síðari leiðin er brattari og kostar meiri elju, stundum verða sjálfsagt skriðuföll, því að verðsveiflur verða á fískafurðum. Hún felst í að afla fisks og vinna hann í auknum mæli hérlendis, nýta sér þá stað- reynd til fulls, að yfírráð yfír auð- lindinni skapa yfírráð í fískviðskipt- um. Fiskvinnslustefna varðar leið- ina. Fiskvinnslustefna okkar á að vera fólgin í, að fískur fari ekki óunninn úr landi meðan skortur er á físki innanlands. Selja á þeim físk- inn sem best bjóða innanlands. Auk kvótaskerðingar eða annarra gjalda við þennan útflutning á að vigta allan físk hér á landi eða áætla raunhæfa rýmun hans við sölu er- lendis. Fiskvinnslustefna á að vera fólg- in í aukinni samræmingu veiða og vinnslu. Veiðar á að takmarka, þeg- ar vinnslugetan er minnst á sumrin, en stefna að meiri afköstum með meiri sjálfvirkni og hagræðingu í vinnslunni. Stöðug vinnsla og full- nýting véla treystir reksturinn. Fiskvinnslustefnan á að búa bet- ur að landverkafólki. Vinnslan verð- ur að vera samkeppnishæf um vinnuafl, vinnan að verða auðveld- ari og starfsumhverfi víða að batna. Fiskvinnslustefna á að miðast við, að við treystum viðskiptasam- bönd, leitum á nýja markaði og eflum þá vöruþróun er skilar meiri verðmætum fyrir fískinn. Auk frystingar og söltunar mun fersk- fískvinnsla aukast með betri vinnu- brögðum og tækni í flutningum, en mikilvægt er að ryðja úr vegi þeim tollmúrum, er nú hindra útflutning á ferskum flökum. Allar líkur eru á, að þjóðin muni hér eftir sem hingað til byggja af- komu sína á fiskveiðum og físk- vinnslu. Sóknarleið þjóðarinnar er fólgin í að auka veg og velgengni beggja þessara undirstöðugreina og treysta um leið byggð um land allt. Höfundur er matvælafræðingur og starfar í þróunardeild Söiumið- stöðvar hraðfrystihúsanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.