Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 16
MORGUNBIiAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 15. SBPTEM6ER'rí988 rri6 Helgi Hálfdanarson: Lítil orðsending til Hallmars Sigurðssonar Kæri vinur, Hallmar. Nú líður að því, að fram verði haldið sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Hamlet frá í vetur; og vegna ummæla þinna í Morg- unblaðinu 27. f.m. langar mig til að spjalla við þig andartak. Eins og við munum, voru ekki aliir á einu máli um sýningu þessa. Ýmsum þótti svo langt vikið frá verki Shakespeares, að ótækt væri að láta áhorfendur ímynda sér að þar væru þeir að meðtaka leikrit hans. Eins og vænta mátti var leikstjórinn, Kjartan Ragnars- son, svo háttvís að gangast við verkinu sem sinni eigin leikgerð, og hefðu kynnendur að ósekju mátt greina frá því enn skýrar en gert var. Aðrir hældu þessari sýningu, einkum fyrir eitthvað sem kallað var „dirfska", ellegar á svipuðum nótum og þú gerir í Morgunblaðs- greininni. En þar segir þú, að engin Shakespeares-sýning hér- iendis hafí „haSt jafn mikil áhrif i þá átt að bijóta niður fordóma fyrir verkum Shakespeares og sýna þau sem lifandi leikhús en ekki safngripiÞá spyrð þú, hvort eigi að setja leikritið upp „út frá þeirri tímasetningu sem Shake- speare setur á það, út frá leik- húsinu eins og það var á dögum Shakespeares, þar sem allt var sett upp á sama hátt eftir ákveð- inni klisju, eða á að færa verkið til nútímans“. Og síðan segir þú, að engin þessara leiða sé „rétt og óvéfengjanleg ísjálfri sér“\ það eina sem þú getir fullyrt að sé rétt, sé „að leikstjórinn taki eigin afstöðu til verksins og færi það upp út frá sinni upplifun og sann- færingu“, og hvað sem mönnum kunni að finnast um uppfærslu Kjartans Ragnarssonar, verði því ekki neitað, að hún sé „heiðarleg og persónuleg túlkun Kjartans á Hamlet“. Rétt segir þú; að sjálfsögðu hlýtur leikstjórinn að taka eigin afstöðu til verksins; hvað annað? Og í þeim skilningi má* sýning Kjartans væntanlega kallast per- sónuleg túlkun hans á Hamlet. Og heiðarleg er hún, vegna þess að hann tekur sjálfur fulla ábyrgð á öllu leikverkinu, en ekki aðeins á sýningunni sem leikstjóri. Að öðrum kosti hefði þurft að haga þeim ummælum ögn á annan veg. Hins vegar leyfí ég mér að efast um, að það sem leikstjóri kynni að kalla „sína upplifun og sann- færingu“, hljóti jafnan að vera hin bezta trygging fyrir glöggum skilningi og réttmætri túlkun. Eins og þú veizt, hefur mér líkað þessi Hamlets-sýning mjög illa, raunar miklu verr en ég hef látið uppi. Satt að segja þykir mér hábölvað að þurfa að lasta þetta verk vinar míns, Kjartans Ragnarssonar, vegna alls þess sem hann hefur vel gert í leik- húsmálum um dagana. Og þá er ég ekki að tala um fræga götu, sem óhollt þykir að vílqa frá; enda veit ég, að ágreiningur um eina leiksýningingu gæti aldrei orðið okkur Kjartani að vinslitum; þar þyrfti miklu meira til. Við Kjartan ræddum á sínum tíma ýmislegt um væntanlega Hamlets-sýningu hans; og ég skal játa, að mér þóttu fyrirætlanir hans ærið skuggalegar. Og þó hefur mér þótt framkvæmd þeirra á sviðinu sýnu verri. Að vísu hlýt- ur leikstjóri að vera frjáls að því að umtuma leikriti eftir sínu höfði, ef hann gengst við árangr- inum sem sinni Ieikgerð; en það merkir, q.ð hann sé að sýna sitt eigið verk, sem að meira eða minna leyti sé reist á tilteknu verki tiltekins höfundar. Þetta gerði Kjartan að þessu sinni; og sama gerði Ingmar Bergman um Hamlets-sýningnna. sína fyrir skemmstu, sýningu sem ég má vitaskuld ekkert um segja, því ég „ sá hana ekki; en mér skilst af afspum, að sjaldan hafí sjálfsagð- ara verið, að leikstjóri tæki á sig fulla ábyrgð leikverks. Bergman er slyngur náungi, og kannski er hann ekki í miklum vafa um það sjálfur; og hví skyldi hann þá fara að sviðsetja leikrit eftir einhvem annan án þess að láta sina eigin snilligáfu koma þar greinilega við sögu? Og þó að ekki hafi þótt heiglum hent að endurbæta Shakespeare, varð að sjálfsögðu hver um annan þveran til að hrósa þessu verki hans upp í hástert, eins og gengur. Sumum hefur þótt sem Eng- lendingum sé nokkur vorkunn að reyna stundum að fítja upp á ýmsu misjöfnu í Shakespeares- sýningum, því þar í sveit hljóti áhorfendur að vera orðnir sprengsaddir af „hefðbundnum" sýningum á verkum meistarans, sem þeir láti yfír sig dynja í hrönn- um ár eftir ár í fjölda leikhúsa. En hvemig horfír sá vandi við oss íslendingum? Hér hefur Hamlet verið sýndur einungis tvisvar frá upphafí vega. Það skyldi þó aldrei vera, að byijað sé á öfugum enda með því að fremja á honum heilsu- bótar-aðgerð, þegar hann er sýnd- ur hér í þriðja sinn og það eftir aldarfjórðungs hlé! Hver talar um klisju, sem allir séu orðnir leiðir á og bráðnauðsynlegt sé að létta af langþreyttum áhorfendum, þegar upp er vaxin kynslóð sem aldrei heftir fengið að sjá Hamlet á íslenzku leiksviði? Og hvers vegna skyldi Vil- hjálmur sá ama vera kallaður allra skálda mestur nútíma-höf- undur? Um það eru samdar bæk- ur, hversu beint erindi leikrit hans eigi við samtímann á hverri tíð, og hve meistaralega honum sjálf- um takist að koma því erindi til skila. Kannski það sé ótímabær greiðasemi að leggja sig í líma við að tosa honum í kallfæri við þá sem enn stíga fæti á fold. Sum skáldverk eru kölluð sígild; en það merkir að þau séu á hveijum tíma jafn-góð, jafn-ný og jafn-fersk og þau voru þann dag sem þau urðu til. Verk Shakespeares hafa til skamms tíma verið kölluð sígild. Þó að enskir leikstjórar hafí stundum gripið til æði hæpinna bellibragða í þvi skyni að dekra við sinn eigin „frumleik", svo að mörgum dýrkanda Shakespeares hefur þótt nóg um, mætti kannski, til marks um annað viðhorf, benda á Shakespeares-sýningar þær, sem fram hafa farið á vegum brezka sjónvarpsins nýlega og ríkissjónvarpið íslenzka er tekið til að sýna um þessar mundir. Þijú leikritanna hafa þegar verið sýnd hér, Rómeó og Júlía, Sem yður þóknast og Líku Iíkt. Og viti menn! Ekki var öðru líkara en að þar hefði Vilhjálmur karlinn sjálf- ur setið við stýrið og notið þess að geta gramsað í allri þeirri tækni sem nútíminn hefur að bjóða; svo vel var í öllum þessum sýningum fylgt „tímasetningu“ og „klisju“ hans sjálfs. Þeir sem þar stóðu að verki voru þó sannar- lega engir safnverðir, heldur enskir nútíma-leikhúsmenn í fremstu röð. En þeir virðast hafa skilið, að leikrit Shakespeares skírskota þeim mun betur til nú- tímans sem minna er við þeim hróflað, enda hafi reynzt ögn varasamt fyrir Pétur og Pál að ætla sér að betrumbæta þau að ráði. Til allra þessara sýninga var mjög vel vandað; og einkum voru tvær hinar síðari afbragðs vel gerðar, og bráðskemmtilegar ein- mitt vegna þess, að leikritunum var fylgt svo vandlega sem raun var á. Um framhald þessara sýn- inga skal að sjálfsöðgu engu spáð. Þá má einnig minnast þess, að sýning Þórhalls Sigurðssonar á Þrettándakvöldi í Nemendaleik- húsinu fyrir skömmu sýndi það svart á hvítu, að hugmyndaríkur leikstjóri á um ótal leiðir að velja til listræns frumleika innan þess ramma sem höfundurinn sjálfur setti verki sínu. Enda var sú sýn- ing ein albezta Shakespeares- sýning sem hér hefur sézt. Það sem öðru fremur gerði sýn- ingu Leikfélags Reykjavíkur bæri- lega var það, hversu vel leikaram- ir stóðu sig. Mér blöskraði að lesa það í einhveijum leikdóminum í vetur, að leik Guðrúnar Ásmunds- dóttur í hlutverki drottningar hafí verið áfátt. Mér er spum: Hvemig í dauðanum átti hún að leika þá kynjaveru, sem henni var þama gert að túlka? Það mætti augljóst vera, að þeirri persónu var engin lífsins leið að gera nein skil, svo sem hún var saman sett úr alls- endis óskyldum brotum. Satt að segja dáðist ég að því, hvemig Guðrún fór að slampast á milli skers og bára, með Shakespeare á aðra hönd og Kjartan á hina, sem þar vora með öllu ósættanleg- ir andstæðingar. Mig hefur lengi langað til að sjá Guðrúnu Ás- mundsdóttur í hreinræktuðu Shakespeares-hlutverki, og von- andi verður þess ekki langt að bíða, að hún fái verðuga uppreisn eftir þessa misþyrmingu bónda síns. Og feginn hefði ég viljað sjá snillinginn Sigurð Karlsson takast á við Kládíus Shakespeares, lausan úr afkáralegri spennitreyju þessa nýstárlega kóngs. Og ekki sízt vildi ég mega hlakka til að sjá Kjartan Ragnarsson setja á svið eitthvert sælgæti, sem væri að öllu leyti eftir hann sjálfan, þar sem enginn annar höfundur fengi að bama fyrir honum sög- una, eins og Shakespeare gerði í þetta sinn. Kæri Hallmar, ég veit þú tekur mér ekki illa upp, að ég held áfram að vera þér ósammála um þessa leiksýningu, þrátt fyrir grein þína á dögunum. En þegar rætt er um álitamál, er eitt öðra nauðsyn- legra; og það er, að öllum megi ljóst vera við hvað er átt með hveiju orði. Þess vegna langar mig til að biðja þig, ef þú nennir, að gera ögn nánari grein fyrir örfáum atriðum: 1) Hvað átt þú við með „tíma- setningu“ sem Shakespeare setji leikritið í? Er æskilegt að breyta henni, og þá hvemig og hvers vegna? 2) Hvað kallar þú ákveðna „klisju" sem allt var sett í á dögum Shakespeares og þarf- legt væri að víkja frá? 3) Hvemig yrði leikrit Shakcspeares um Hamlet sýnt sem „safngripur", og hvað var það í sýningu Kjart- ans Ragnarssonar sem forðaði því frá þeim örlögum og varð til þess „að færa verkið til nútímans"! Og 4) Hveijir era þeir „fordómar fyrir verkum Shakespeares“, sem bijóta þarf niður, og á hvem hátt hafði Hamlets-sýning Kjartans Ragnarssonar meiri áhrif í þá átt en nokkur önnur Shakespeares- sýning hérlendis? Með vináttukveðju. Svíþjóð: Nýr norrænn bóka- klúbbur hefur göngu sína NÝR norrænn bókaklúbbur hóf göngu sina nú síðla sumars. Bæki- stöðvar klúbbsins eru i Gautaborg i Svíþjóð hjá fyrirtækinu Bok & bibliotek. Það fyrirtæki er þekkt- ast fyrir að skipuleggja bókasýn- ingu sem haldin hefur verið ár- lega í Gautaborg frá 1984. Forr- áðamenn Bok & bibliotek, þeir Conny Jacobsson og Bertil Falck, voru staddir hér á landi nýlega í þeim tilgangi að kynna norræna bókaklúbbinn. Þeir skýrðu einnig frá því, að islenskar bókmenntir yrðu sérstaklega kynntar á bóka- sýningunni sem halda á i Gauta- borg árið 1990. „Höfuðmarkmið norræna bóka- klúbbsins er að efla menningartengsl á milli Norðurlandanna," segir Bertil Falck. „Norræni menningarsjóðurinn styrkti stofnun þessa klúbbs með 6,5 milljóna króna framlagi, sem okkur þykir óneitanlega höfðinglega að verki staðið. Það er von okkar að bókaklúbburinn muni standa undir sér en það er ekki ætlunin að gera hann að gróðafyrirtæki." Frá því að norræni bókaklúbburinn var stofnað- Forsíða kynningarbæklings norræna bókaklúbbsins. ur, nú síð'.a sumars, hafa 600 ein- staklingar og fyrirtæki gerst félag- ar. „Enn er mikið verk óunnið í kynn- ingu á klúbbnum," heldur Bertil áfram, „en við vonumst til að hafa um 5.000 félaga á skrá í lok þessa árs.“ Að sögn Falcks og Jacobssons mun bókaklúbburinn senda félögum sínum 4 bókapakka á ári. í hverri sendingu verða 3-4 bækur. í fyrstu verður aðeins um sænskar, norskar og danskar bókmenntir að ræða. Síðar munu félögum einnig berast bækur eftir íslenska og fínnska höf- unda, en þær bækur verða þýddar á eitthvert hinna þriggja málanna. „Við erurn þess fullvissir að íbúar á Norðurlöndunum hafí mikinn áhuga á að lesa bókmenntir frændþjóð- anna,“ segir Bertil. „Eins og ástand- ið er í dag er til dæmis erfítt að fá norskar og danskar bækur á fram- málinu í Svíþjóð. íslendingar, Finnar, Samar og Grænlendingar hafa sér- stöðu í þessum efnum en bókaklúb- burinn er sniðinn til að kynna bók- menntir þessara þjóða mun betur en gert hefur verið hingað til.“ Hjá norr- æna bókaklúbbnum verður mikil áhersla lögð á að senda félögum bækur rithöfunda og skálda sem út- nefndir hafa verið til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Hér á landi er hægt að fá frekari upplýsingar Conny Jacobsson og Bertil Falck. um klúbbinn í bókasafni Norræna hússins. Sýning tileinkuð íslandi árið 1990 Árið 1984 hélt Bok & bibliotek fyrstu bókasýningu sína í Gautaborg. „Bókasýningin (Bokmassan) er ann- að og meira en sölusýning," segir Conny Jacobsson. „Til síðustu sýn- ingar komu til dæmis eitt þúsund blaða- og fréttamenn alls staðar að úr heiminum. Þangað kom einnig Ijöldi rithöfunda sem margir héldu fyrirlestra og lásu upp úr verkum sínum.“ Síðasta bókasýning var til- einkuð Danmörku og dönskum bók- menntum. Alls kynntu 850 aðilar starfsemi sína á sýningunni. „Það eitt að 90% þeirra, sem einu sinni koma á bókasýninguna í Gautaborg, koma aftur hefur sannað fyrir okkur gildi og mátt sýningarinnar," segir Bertil. „Við erum þess fullvissir að á sýningunni árið 1990 gefíst íslend- ingum einstakt tækifæri til að kynna bókmenntir sínar og menningu. Þama verða saman komnar tug- þúsundir manna; rithöfundar, útgef- endur, kennarar og bókasafnsfræð- ingar svo að einhveijir séu nefndir. Undirbúningur fyrir sýninguna er þegar hafinn og hafa undirtektir íslenskra aðila verið mjög góðar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.