Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 Sinfoníuhljómsveit íslands: Gengið undirjarðarmen Morgunblaðið/Þorkell * Einn af nýnemum Fjölbrautaskólans Ármúla gengur hér undir jarðarmen í busavigslu í Viðey á þriðjudaginn og fær afhent skjal til staðfestingar á þvi að hann hafi verið tekinn inn i samfélag eldri nemenda skólans. „í fyrra kom upp sú hugmynd hjá nemendaráði skólans að hætta öllu vatnssulli við busavigslur og þá var ákveðið að láta busana ganga á Esjuna,“ sagði Sölvi Helga- son, aðstoðarskólastjóri Fjölbrautaskólans Ármúla, í samtali við Morgunblaðið. Jóhann og Short ger ðu j afntefli Tilburg. Frá Margeiri Péturasyni. JÓHANN Hjartarson hélt jöfnu í biðskákinni við Short úr 6. umferð Interpolis-skákmótsins, sem tefld var í gær. Það var vel af sér vikið, því Short reyndi allt hvað hann gat að vinna, sem var ekki hægt gegn bestu vörn. Jóhann er þvi ásamt Timman með 2,5 vinninga. Hann teflir við Hiibner i sjöundu umferðinni í dag og hefur hvitt, en mest at- hygli mun beinast að skák Shorts og Karpovs, sem eru efstir með 4 vinninga hvor. 61. Kc2 - Rd5+ 62. Rxc8 - Rxb4+ 63. Kc3 - Rxa6 64. Re7+ - Kh8 65. Rf5 - Bf8 66. Bxb5 - Rc7 67. Kc4 - Re6 68. Re3 - Bc5 69. Rdl - f5 70. Bd7 - f4 71. Bxe6 - fxg3 72. fxg3 - f2 73. Rxf2 - Bxf2 74. Bxg4 - Bxg3 75. h5 og jafntefli samið. Skákþing íslands: Keppni í ung- lingaflokki um helgina SKÁKÞING íslands i drengja- og telpnaflokki, 14 ára og yngri, verður haldin dagana 16.-18. september. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad kerfi og er umhugsunartími 40 minútur á skák fyrir keppanda. Teft verður í félagsheimili Taflfé- lags Reykjavíkur að Grenásvegi 46 og hefst fyrsta umferð klukkan 19 á morgun, fostudaginn 16. septem- ber. Skákstjóri verður Ólafur H. Ólafsson. Efnisskráin í vet- ur mjög fjölbreytt ÞRÍTUGASTA og áttunda starfs- ár Sinfoniuhlj ómsveitar íslands hófst 8. september síðastliðinn með tónleikaferð um Austurland, og 23. september verða kynning- artónleikar i Háskólabiói, en þeim verður sjónvarpað í beinni útsendingu. Nýr aðalhljómsveit- arstjóri hefur nú störf með hljómsveitinni, en það er hinn Bréfdúfukeppni: Dúfur flugu 250 km á þremur tímum Bréfdúfnafélag Reykjavíkur hélt Visa-bréfdúfukeppni helg- ina 3.-4. september sl. Keppt var nm farandbikar og verðlaun sem Visa ísland gefur. Dúfunum var sleppt á laugardeg- inum, á Fagurhólsmýri. Fyrstu fuglamir voru komnir heim, um 250 km leið, þremur tímum síðar. í fyrsta sæti varð fugl frá Jóni D. Hreinssyni BFR, í öðru sæti fugl frá Halldóri Guðbjömssyni FF og í þriðja sæti fugl frá Sigurði H. Rich- ter FF. Þetta var fjórða Visa keppn- in, sem haldin hefur verið og hafa félagar í Bréfdúfnafélagi Reykjavíkur farið með sigur af hólmi í öll skiptin. í tengslum við Visa-keppnina var haldin Derby-keppni, en þá etja kappi fuglar sem valdir hafa verið til keppni á meðan þeir voru enn í hreiðri. í fyrsta sæti í þessari kepni varð fugl frá Bimi Ingvarssyni, í öðm sæti fugl frá Ómari Bjama- syni og i þriðja sæti fugl frá Halld- óri Guðbjömssyni. (Fréttatilkynning) ungi, finnski hljómsveitarstjóri Petri Sakari, sem ráðinn hefur verið til þess að gegna þeirri stöðu um tveggja ára skeið. Sinfoníhljómsveit íslands heldur sextán áskriftartónleikar í vetur og auk þess fjölmarga aukatónleika. Þá verður jafnframt farið í tónleika- ferðir út á land. Það kennir margra grasa á efnis- skrá hijómsveitarinnar í vetur. Veigamestu tónleikamir verða haldnir í lok apríl, en þá verður óperan Tannháuser flutt í tónleika- formi. Allir einleikskonsertar Beet- hovens verða fluttir á þessu starfs- ári, en þeir verða allir fluttir af íslenskum einleikumm, og í október flytur Fonteney-tríóið frá Þýska- landi Tríókonsertinn eftir Beetho- ven. Sérstakir Tchaikovskytónleik- ar verða í nóvember, og í aprfl verða tónleikar eingöngu með verkum eftir Beethoven. Fjöldi erlendra tónlistarmanna kemur fram með Sinfoníhljómsveit- inni í vetur og má þar til dæmis nefna ítalska fíðluleikarann Salvat- ore Accardo, þýska baritónsöngva- rann Hermann Prey og dönsku ópemsöngkonuna Lisbeth Balslev. Hringur Jóhannesson við eitt verkanna á sýningunni. Hringfur með sýn- ingn í Gallerí Borg HRINGUR Jóhannesson listmál- ari opnar sýningu á verkum sínum I Gallerí Borg í dag, fimmtudaginn 15. september, kl. 17.00. Hringur Jóhannesson hefur verið einn virtasti listmálari þjóðarinnar Landhelgisgæslan: Bæklingur um leit og björgun kominn út Landhelgisgæslan hefur gef- ið út bæklinginn Leit og björgun sem er þýdd úr ensku. Markmið bókarinnar er að verða þeim að liði sem lenda i hrakningum á hafi úti og kynnu að þurfa á aðstoð að halda. Til grundvallar handbókinni liggja alþjóðasam- þykktir sem leggja þær skyldur á herðar mönnum að veita hjálp i sjávarháska, segir i bæklingin- um. Bókinni er skipt í 8 kafla. Fyrsti kaflinn flallar um samhæfíngu leit- ar og björgunaraðgerða þjónustu- stöðva í landi, loftfara, skipa og annarra björgunartækja sem máli skipta. Annar og þriðji kafli §alla um viðbrögð skips í sjávarháska og athafnir skipa sem aðstoð veita. Fjórði kafli er um aðstoð sem björgunarflugvélar og þyrlur veita. Fimmti kafli fjallar um skipulag og framkvæmd leitar, rek gúmmí- báta, mismunandi leitarmynstur eins eða fleiri skipa og flugvéla. í sjötta kafla er rætt um lok leitar, hvort sem hún leiðir til björgunar eða reynist árangurslaus. Sjötti kafli fjallar um flarskipti og sá áttundi um flugslys á sjó. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Gunnar Bergsteínsson, forsljóri Landhelgisgæslunnar, og Þröstur Sigtryggsson, skipherra, með bæklinginn Leit og björgun. Myndin er tekin um borð í Tý, einu af skipum Landhelgisgæslunnar. síðustu 25 ár. Hringur er fæddur 1932. Hann hefur haldið yfír 20 einkasýningar í Reykjavík og ann- ars staðar á íslandi á árunum 1962—1988. Þær helstu í Bogasal 1962, Ásmundarsal 1964, Bogasal 1967, Unuhúsi 1969, Bogasal 1971, Norræna-húsinu 1973, Bogasal 1975, Kjarvalsstöðum 1977, Nor- ræna-húsinu 1980, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsal 1984 og í Gallerí Borg 1986 og 1987. Þátttaka í um 50 samsýningum hér á landi, á öllum Norðurlöndum, Skotlandi, Þýskalandi, Banda- ríkjunum og Frakklandi. Valinn sem fulltrúi íslands á Accenter í Nordisk konst í Sveaborg, Helsing- fors 1980. Verk á Listasafni Is- lands, Listasafni ASÍ, Listasafni Háskóla íslands, Safni Reykjavík- urborgar, Kópavogs, Akureyrar, Hafnarfjarðar, Sigluflarðar, Borg- amess, Húsavíkur og víðar á einka- söfnum. Hlaut starfslaun lista- manna í 12 mánuði 1982. Kennari við Myndlistaskólann í Reykjavík síðan 1962. Hann hefur einnig gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir listamenn, m.a. átt sæti í safnráði Listasafns íslands. Á sýningu Hrings nú eru olíumál- verk og litkrítarmyndir frá síðustu tveimur árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.