Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 47 Islensku ólympíufararnir eru sem kunnugt er lagðir af stað til Seoul í Suður-Kóreu til þátt- töku í olympiuleikunum sem þar hefjast 17. sept. næstkom- andi. Farvegur HF. sem er nýtt útgáfufyrirtæki færði ólympíu- förum, leikmönnum sem öðrum eintök af Farvis, tímariti um ferðamál, sem út kom nýlega. í því er fróðleg grein um Suð- ur-Kóreu, ásamt viðtölum við þá Árna Gestsson aðalræðis- manns Kóreu á íslandi og Sung Han Song sendiherra Suður Kóreu á Islandi. Á myndinni sést Þórunn Gestsdóttir rit- stjóri Farvís afhenda Gísla Halldórssyni formanni islensku ólympíunefndarinnnar eintak af Farvis. Sem þakklætisvott afhenti Gísli ritstjóranum gull- pening Ólympiunefndar ís- lands. GILDRAN Gildran með nýja plötu Rokkhljómsveitin Gildran er skipuð þremur ungum mönn- um, sem allir koma úr Mosfellsbæ. Það eru þeir Karl Tómasson, Þór- hallur Árnason og Birgir HaraldsT. son. Þeir hafa nú gefið út sína aðra plötu og heitir hún „Hugarfóstur". Platan hefur að geyma ferska rokk- músik, en innan um eru róleg og melódísk lög. Piltamir hafa spilað saman í 10 ár, lengst af sem þungarokkshjóm- sveitin „Pass“. Músikin á þessari plötu, sem geymir níu lög, er í ætt við það sem þeir gerðu áður, en er þó öllu fjölbreytilegri en músíkin á plötunni „Huldumenn" sem út kom á síðasta ári. Lögin eru öll eftir þá Gildrumenn en textar á báðum plöt- um em eftir Þóri Kristinsson. Hljómsveitin spilar í rokkklúbb- num Zeppelín um helgina, þar sem hún mun kynna efni af nýju plöt- unni. Þeir munu einnig halda tón- leika vítt og breitt um landið næstu tvo mánuði. Á gær var frumsýnt í sjónvarpinu í þættinum Poppkom, nýtt myndband með laginu „Hinsta sýn“ af nýju plötunnni. Var mikil vinna lögð í myndbandið, að sögn Karls Tómassonar trommuleikara hljómsveitarinnar. Hljómsveitin hefur stundum hit- að upp fyrir erlendar rokksveitir, til dæmis fyrir Uriah Heep í apríl og Status Quo í júní og munu að öllum líkindum hita upp fyrir Iron Maiden þegar þeir koma í október. Þessir rokkarar tóku upp plötuna „Hugarfóstur" í Stúdíó Stemmu. Hún var tekin upp á skömmum tíma, eins og sú fyrri; „þannig fá þeir fram þann hráleika sem þeir vilja" segir Karl Tómasson. Lögin verða gefin út á geisladisk, og er þar einnig að finna tvö lög af eldri plötunni. Gildruna skipa: Karl Tómasson trymbill, Birgir Haraldsson söngvari og Þórhallur Árnason, bassaleikari. ISLE JAZZ BALLETT FLOKKURINN Flokkurinn var stofnaður 13. sept. 1987. Þjálfarar flokksins frá liðnu starfsári voru: Karl Barbee frá N.Y., Sharon Wong frá N.Y., Everol Puckerin frá London og Lori Leshner frá N.Y. Settar voru upp 3 stórar sýningar til að afla styrktarmeðlima, auk smærri verkefna. Stefna flokksins er að efla dans og dans- áhuga á Islandi og gera dönsurum kleift að starfa eingöngu við listgrein sína. DANSARAR NÚ ER TÆKIFÆRIÐ! Annað starfsár flokksins er að hefjast og leitum við því að duglegu og áhugasömu fólki sem vill leggja okkur lið. Æft er frá kl f.h. sex daga vikunnar, 9 mánuði á óri. Ef þú hefur áhuga á að kynna þór nónar starfsemi flokksins, talaðu þá við okkur sunnudaginn 18. sept. kl. 16 í Bolholti 6, 4.hæð, þar sem flokkurinn hefur aðsetur, eða hringdu í dag í síma 36645. BORÐAÐ EINS OG í SUÐUR-KÍNA, -elnvika- Blandaður kínverskur forréttur með svínakjöti og rækjum. 4 litlir réttir: Fylltur smokkfiskur /narinerað steikt svínakjöt Pönnusteiktur Sjanghæhumar Szechuan kjúklingur m/kínverskum hnetum Hrísgrjónavín (15 cl) (Heitt eða kalt) Verð kr. 1.290. Að öðru leyti er matseðillínn okkar í fullu gíldi. Við seljum út og sendum heím. DÚNDUR ÚTSALA íGardínubúðinni, Skiphoiti 35 Gluggatjaldaefni, stórisefni ognú líka fataefni . .. / mikiu úrvaii. Opið Gardinubuðin, Mánudaga - föstudaga frá kl. 9-18 Skipholti 35, Laugardaga frá kl. 10-16 sími 35677.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.