Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 53 Sóðaleg og rándýr ferðaþj ónusta urfemu út um lúgu á veggnum. Þegar hún hafði farið aðra ferð til að biðja um brauð og álegg kom hótelstjórinn með nokkrar ostsneið- ar í lúkunum, velti þeim nokkrum sinnum milli handanna og tók síðan hvetja sneið og raðaði þeim vand- lega á ostfatið. Loksins þegar brauðið kom var rétt ein sneið á mann. Útlendingunum leist bersýnilega ekki vel á þessa afgreiðslu og við höfðum ekki geð í okkur að sitja yfir þessu lengur eða að fara að eltast við einhvem mat, svo að við fómm út. Við borguðum 400 kr. fyrir manninn fyrir þetta líka fyrir- myndar „hlaðborð". í kaupfélaginu sáum við auglýsingu frá hótelinu þar sem vefið var að auglýsa kvöld- verðinn kvöldið áður. Þar hafði ver- ið í boði lambakótelettur á 920 kr., grísahryggur fylltur gráðosti á 1.150 kr. og nautalundir með ijómasveppasósu á 1.490 krónur. Verðið er eins og á 1. flokks veit- ingastað með 1. flokks þjónustu og 1. flokks umhverfi. Látum nú vera þótt reynt sé að notast við gamalt og lúið húsnæði, en það er óforsvaranlegt að verð- leggja það eins og um 1. flokk sé að ræða. Lágmarkið er nú að við- skiptavinurinn fái eitthvað fyrir sína peninga. Með örfáum kostnað- arlitlum smáatriðum hefði verið hægt að bæta úr mörgu á þessum stað. Segjum t.d. að borðin hefðu verið dúkuð og hótelstjórinn e.t.v. með svuntu eða í hvítum jakka á meðan hann var í elhúsinu og við- haft ögn meira hreinlæti við fram- reiðsluna. Og það hefði varla kostað mikið að kaupa nokkra tómata og svo sem eina gúrku og sneiða það niður. Jafnvel hefði mátt hafa soðin egg. Og ekkert hefði það kostað að gæta þess að hafa nægan mat á borðinu svo að ekki þyrffci að ganga á eftir því að fá eitthvað af þ\ú sem maður var að kaupa. í ferðabæklingi um þennan stað stendur að dvöl þar verði öllum ógleymanleg. Dvölin verður okkur svo sannarlega ógleymanleg, en ekki fyrir hversu gott var að koma þangað heldur einmitt hið gagn- stæða. Við getum því miður ekki mælt með staðnum við vini okkar. En væri ekki ráð fyrir Ferðamála- ráð að reyna að kippa svona hlutum í lag áður en það fer að hvetja lanas- menn til að ferðast um eigið land næsta sumar? Gestur. afla. Eg hef alltaf venð heldur spar- samur og á þess vegna nokkuð sparifé. En ég hef líka átt sama sófasettið í 35 ár. Sem borgar- starfsmaður hef ég auðvitað þurft að borga skatt af öllum mínum tekjum. Nú á að refsa mér fyrir sparsem- ina, þ.e.a.s. ef sjónarmið Steingríms Hermannssonar og fé- laga ná fram að ganga. Manni dettur í hug að það séu hagsmunir Sambandsins sem eru Framsókn að leiðarljósi, enda ráku þeir og byggðu upp sín fyrirtæki fyrir ódýrt sparifé. Eins og ég sagði áðan, hef ég þurft að borga skatt af hverri krónu sem ég hef aflað. Nú á ég að borga skatt aftur vegna þess að ég er sparsamur. En ég er að hugsa um að láta ekki fara svona með mig. Ég á 10 ára gamlan bíl sem væri gott að endumýja, fá sér nógu dýran í staðinn. Endumýja innbú og innréttingar. Ég skora á sparifj- Þessir hringdu . . Úr týndist við Hótel ísland Nýlegt silfurhúðað úr með silf- urfesti af gerðinni Tutima quartz týndist við Hótel ísland 2. septem- ber síðastliðinn. Upplýsingar í síma 73243. Hjól í óskilum Hvítt og gult barnahjól með lás framan á stýri er í óskilum. Upp- lýsingar í síma 18070. Barnakerra hvarf frá Kolaporti Grá bamakerra hvarf frá Kolaporti 8. september um kl. 15.30. Finnandi hringi í síma 31875. Hættið að þvo kartöflur Húsmóðir hringdi: „Hættið að þvo kartöflur og pakka þeim inn blautum. Ég hef fengið þær rennblautar með myglulykt bæði frá Ágæti h.f. og Þykkvabæ. Það á alls ekki að þvo kartöflur, aðeins þurrka þær og pakka þeim inn. Neytendur ættu að geta þvegið þær sjálfir. Til Velvakanda. Nokkur undanfarin ár hafa birst auglýsingar í sjónvarpinu þar sem við Islendingar emm hvattir til að ferðast um eigið land í sumarfríinu. Þetta hefur fjölskylda mín reyndar gert nokkuð lengi og nú í sumar ákváðum við að heimsækja stað sem ekki er alveg í alfaraleið. Og hvflík vonbrigði. Mig langar til að segja hér frá þessari reynslu okkar og varpa fram þeirri spumingu hvort ekki þurfi eitthvað fleira að koma til svo að fslendingar fari að ferðast meira um eigið land en bara auglýsingar. Gistihúsið á staðnum hefur sennilega verið verbúð hér á ámm áður og væri vel brúklegt sem gisti- staður ferðamanna sem ekki gera miklar kröfur, ef örlitlu væri til kostað til að gera það vistlegra. Teppin á gólfunum vom óhrein og blettótt og veggir á herbergjum og göngum grófir og illa pússaðir. Reynt hefur verið að mála yfir ósó- mann en svo hroðvirknislega að málningarslettur vom á hurðarkör- munum (sem vom í öðmm lit) og reyndar út um allt. En látum nú vera þótt húsnæðið sé ekki beint í 1. flokks standi, stað- urinn er sennilega ekki mikið sóttur og dýrt er að lagfæra gamalt og illa byggt hús. Allt verð sem upp var sett var hins vegar eins og um 1. flokks þjónustu væri að ræða. Svefnpokapláss fyrir manninn kost- aði kr. 750.-, en nóttina áður höfð- um við borgað 600 krónur fyrir svefnpokapláss með 1. flokks eldun- araðstöðu hjá Ferðaþjónustu bænda, í nýju og yfirmáta snyrti- legu húsnæði. Þegar við komum um kvöldið var klukkan orðin níu og allur matur búinn, en okkur var boðið að fá morgunverð næsta morgun og tekið var fram að um væri að ræða hlað- borð. Við snörluðum því af nestinu okkar þama um kvöldið og hlökkuð- um til að fá nú góðan morgunverð. En það fór nú annan veg. Þegar við komum í morgun- matinn var hótelstjórinn að stússa í eldhúsinu. Hann var þama allt í öllu eins og von er á svo litlum stað. Hann var klæddur snjáðum galla- buxum og stutterma trimmbol, eins og hann hafði verið í gestamóttö- kunni kvöldið áður. Þegar við kom- um í matsalinn voru þar fyrir 5 eða 6 gestir, ungir og hressir strákar, bersýnilega vinnuflokkur. Við litum yfir salinn í leit að borði og þá kom í ljós að aðeins tvö borðanna vom með dúk, hin vom ódúkuð en með plastplötu. „Hlaðborðið" var ber- sýnilega heimasmíðað fyrir allöngu, slegið saman úr spýtu á ská og spýtu í kross, eins og þar stendur. Aldur borðsins sagði til sín því að margar umferðir af málningu sáust greinilega, sú síðasta, dökkbrún að lit, var víða farin að flagna. Enginn dúkur var á borðinu og það sem verra var: Enginn matur heldur eða því sem næst. Hins vegar var þar nóg af brauðmylsnu og mjólkur- slettum. Við reyndum að finna einhvem til að koma með einhvern mat en eldhúsið var mannlaust. Við tíndum því til það sem við fundum á „hlað- borðinu" og svo virtist sem morgun- verðurinn ætti að samanstanda af súrmjólk, komflögum, brauði, skinku og osti. Við skiptum milli okkar því litla sem við fundum og bjuggumst við að einhver kæmi fljótlega til að fylla á fotin, en svo varð ekki. Rétt í því komu erlend hjón með þrjú böm sem við sáum að höfðu verið í kvöldmat kvöldið áður. Þegar þau komu að morgun- verðarborðinu leist þeim bersýni- lega ekki á blikuna og konan fór að leita að einhveijum til að koma með mat. Hún fann þá hótelstjórann sem rétti henni óopnaða súrmjólk- „Á að refsa mér fyrir sparsemina? Til Velvakanda. áreigendur að vera á verði og láta Ég er borgarstarfsmaður og verð ekki refsa sér fyrir sparsemina. að gefa upp hveija krónu sem ég P.Ó. Ert þú ósköp venjuleg kona..... ★ sem stendur á tímamótum? ★ sém vilt breyta.....? ★ sem átt í erfiðleikum vegna.? ★ sem vilt fá meira út úr sjálfri þér? Hafðu samband í síma 91 -29848. Guðrún Einarsdóttir, sáifræðingur, Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. TÆKIFÆRI! BANKAR! Ókeypis upplýsingar Ef þú hefur áhuga á að eiga og reka þitt eigið fyrirtæki, með því að byrja smátt í frístundum, þá er þessi auglýsing fyrir þig! Það skiptir ekki máli hvort þú ert karl- eða kven- kyns, á hvaða aldri, menntun, né hvar þú býrð á landinu. Við útvegum upplýsingarnar. Ef þú hefur komist að því fullkeyptu að enginn verður ríkur af því að vinna hjá öðrum og þú ert nú tilbúinn til að fá fullan arð af viti þínu og striti, þá getum við hjálpað þér. ÓKEYPIS upplýsingar um hugmyndir, formúlur og framieiðslu sem þú getur notfært þér!!! Áhugasamir vinsamlegast sendi auglýs- ingadeild Morgunblaðsins isfang og símanúmer mer „Tækifæri - 3184“ Ég undirritaður óska aftir að fá ókeypis upplýsingar sendar til: Nafn: ................................ Heimilisfang: ........................ ................Sími:.........:....... nafn, heimil- Með allar fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. 1/2 lítri köld mjólk 1 RÖYÁL búðingspakki. Hrœrið saman. Tilbúið eftir 5 mínútur. Súkkulaði karamellu vanillu jarðarberja sítrónu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.