Morgunblaðið - 22.09.1988, Page 37

Morgunblaðið - 22.09.1988, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 37 Steingrímur Sigurðs- son sýnir í Borgarnesi Borgarnesi. LISTMÁLARINN Steingrímur St. Th. Sigurðsson opnar mál- verkasýningu í Hótel Borgarnesi í dag, fimmtudag, klukkan 18. Verður þetta 65. sýningin sem Steingrímur heldur á síðustu 22 árum og í annað sinn sem hann sýnir í Borgarnesi. Að sögn Steingríms verða á milli 20 og 30 verk á sýningunni. Flestar eru myndimar nýjar eða nýlegar. Þetta er 3. málverkasýning Steingríms það sem af er árinu. Sagði hann að hún væri tileinkuð góðum stöðum í Borgarfirði. Sýn- ingin stendur fram á næstkomandi þriðjudagskvöld. TKÞ. Steingrímur Sigurðsson með eitt verka sinna. (DOA) í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýn- inga kvikmyndina (DOA) með Dennis Quaid, Meg Ryan, Charl- otte Rampling og fleiri í aðal- hlutverkum. Leikstjórar eru Rocky Morton og Annabel Jan- kel. Myndin fjallar um Dexter Com- ell háskólaprófessor sem reikar inn á lögreglustöð til þess að tilkynna morð. Þegar hann er spurður, hver hafi verið myrtur, svarar hann stutt og laggott: „Ég.“ En „morðið" á Dexter er alls ekki það fýrsta, sem framið hefur verið þar í bænum síðustu 36 tímana, því að Ulmer og Brockton rannsóknarlögreglumenn, sem falin er rannsókn málsins, komast svo að orði, að líkin hlaðist upp. Það er líka þeirra skoðun, að Dexter Meg Ryan og Dennis Quaid í hlut- verkum sínum í myndinni (DOA). muni vera morðinginn, a.m.k. bendi margt til þess, að hann hafi unnið á konu sinni. Gunnar Eyjólfsson (til vinstri) og Valdimar Örn Flygenring í hlut- verkum sínum í Sveitasinfóníu. Leikfélag Reykjavíkur: Fyrsta frumsýning vetrarins í Iðnó FYRSTA frumsýning vetrarins í Iðnó er í kvöld, fimmtudags- kvöld. Þá verður tekið til sýning- ar leikritið Sveitasinfónía eftir Ragnar Arnalds en það fjallar á gamansaman hátt um drauga, ástir, stjórnmál, brennivín, grað- hesta og góðar stundir í sveitinni. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son, tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson, leikmynd og búninga gerði Sigurjón Jóhannsson og lýs- ingu annast Lárus Bjömsson. Leikendur í Sveitasinfóníu eru Edda H. Backman, Valdimar Öm Flygenring, Margrét Ákadóttir, Gunnar Eyjólfsson, Öm Árnason, Valgerður Dan, Sigríður Hagalín, Steindór Hjörleifsson, Þorsteinn Gunnarsson, Sigurður Karlsson, Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartar- son, Guðjón Kjartansson, Flóki Guðmundsson, Helga Kjartansdótt- ir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sverr- ir Öm Amarson og Freyr Ólafsson. Hafuarfj ör ður: Hjólreiða- keppni JC HJÓLREIÐAKEPPNI JC Hafii- arfjarðar og Hjólreiðafélags Reykjavíkur fer fram á götum Hafnarfjarðar sunnudaginn 25. september. Keppnin hefst við Lækjarskóla klukkan 10 f.h. Keppt verður í þremur flokkum 1. Keppnisflokki, 30 km. 2. Al- mennum fiokki 14 ára og eldri, 10 km. 3. Unglingaflokki 14 ára og yngri, 6 km. Hjólreiðamenn í keppnisflokkf~ munu beijast um Iðnaðarbanka- skjöldinn, en sá skjöldur er farand- gripur. Iðnaðarbankinn gefur eipn- ig eignarbikar til sigurvegarans í keppnisflokknum. Auk þess fá þrír efstu menn í hverjum flokki verð- launapeninga. Verðlaunaveiting fer síðan fram við Lækjarskóla að keppni lokinni. JC Hafnarfjörður fer þess á leit við ökumenn að þeir sýni keppend- um hina fyllstu tillitssemi. Einnig skomm við á alla áhuga- menn um hjólreiðar að koma og fylgjast með keppninni og hvetja keppendur til dáða. SKOSK TÍSKA Á HÓTEL LOFTLEIÐUM Hópur á vegum skoska Iðnaðar- og þróunarráðsins heldur tískusýningu á Hótel Loftleiðum í dag kl. 10-16. Fyrirtækin „Frantique Knitwear" og „Checker Leather" sýna nýjustu tískuna í m.a.: útprjónuðum peysum, chasmerepeysum og ullarpeysum, gæðaleðurtöskur, samkvæmisveski og leðurbelti. Auk þess sýnum við handtösku-, belta- og skartgripasett. Hótel Loftleiðir kl. 10-16 í dag. Hausua fiartjrtf"- . I toeiingamirAsdis HagMiatóttiroS gujnýjóhannsdoW vefiatilskrafsog rfaaow4a"m',a‘B,' ZksnúwMgins ,æktun hausttauka ^ retó. íeir eru s „austi og spretta upp uretólann með tú«P« fleiri tegundum Bigum einnig mjog Jinnilaukum ems asintum, )6iatu«P aryllis. o.fl- °-®- Fagmennú "taðr alla daga- ^ 3ánnsdótW 50S^aÆ575‘' Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70 - mttpanar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.