Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 Borgarspítalinn: Nýtt tölvusneiðmynda- tæki tekið í notkun NYTT tölvusneiðmyndatæki var tekið í notkun á Borgarspíta- lanum í gær. Davíð Oddsson borgarstjóri kveikti á tækinu, sem er mjög fullkomið að allri gerð og mun gera rannsóknir á inn- vortis meinum mun auðveldari og öruggari en áður. Sneið- myndatækið kostaði um 40 milljónir króna, en kostnaður við breytingar á húsnæði og aðrar nauðsynlegar ráðstafanir var um 20 milljónir. vinnur tölva úr ölium upplýsing- um og skrifar út mynd sem síðan er lesið úr. Undir lok tölunnar sagði Öm Smári: „Flestir sem hafa fylgst með þróun síðústu ára vita að framfarir í tækjabúnaði til sjúk- dómsgreiningar hafa sparað mjög legudaga á sjúkrahúsum og rétt að hafa það í huga þegar rætt er um íjárveitingar til tækjakaupa í sjúkrahúsum í landinu, því þegar til lengri tíma Mor^nbiaðið/An.i Sæberg er litið gæti sú fjárfesting borgað Starfsfólk Röntgendeildar Borgarspítalans við hið nýja sneiðmyndatæki. F.v. Grímheiður Jóhanns- sig“. dóttir, röntgentæknir, Birna Jónsdóttir, sérfræðingur í röntgengreiningu, Örn Smári Arnaldsson, yfirlæknir Röntgendeildar Borgarspítalans og Ingibjörg Guðjónsdóttir, deildarröntgentæknir. í stuttri tölu, sem Öm Smári Amaldsson, yfirlæknir Röntgen- deildar og formaður læknaráðs Borgarspítalans, hélt við þetta tækifæri, kom fram að tækni- framfarir í gerð slíkra tækja eru mjög örar og að það sneiðmynda- tæki sem Borgarspítalinn átti fyrir fullnægði engan veginn þeim kröfum sem gerðar væru nú. Öm Smári útskýrði einnig á hveiju rannsókn með sneið- myndatæki byggðist. Það magn röntgengeisla sem fer í gegnum vefi líkamans er mælt og síðan VEÐURj VEÐURHORFUR í DAG, 1. OKTÓBER YFIRLIT f GÆR: Skammt vestur af Snæfellsnesi er 993 mb lægð sem þokast austnorðaustur og um 1000 km suðvestur í hafi er 958 mb víðáttumikil lægð sem hreyfist norðnorðaustur. Halda mun áfram að hlýna í veöri, einkum sunnan- og vestanlands. SPÁ: Austan stormur um mestallt landið í fyrramálið en snýst í noröanátt um vestanvert landið þegar kemur fram á daginn. Líklega verður einna hvassast á Vestfjörðum, jafnvel rok (10 vindstig). Mikil rigning verður um allt land í nótt og á morgun, þó gæti stytt upp að mestu suðvestanlands síðdegis. Hiti 6—9 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG: Hvöss norðaustanátt með rigningu eða slyddu um norðanvert landið en úrkomulítið sunnanlands. Hiti 1 —6 stig, hlýjast á Austurlandi. HORFUR Á MÁNUDAG: Minnkandi norðanátt og kólnandi í bili. Él um noröanvert landið en léttir til syöra. TÁKN: C Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUK VÍBA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akurayri 6 alskýjaö Reykjavík 6 rígning Bergen 9 skúrir Helslnki 13 léttskýjað Kaupmannah. 13 skýjað Narssarssuaq 0 snjókoma Nuuk 1 skýjað Osló 14 léttskýjað Stokkhólmur 12 skýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Algarve 26 heiðskfrt Amsterdam 12 léttskýjað Barcelona vantar Chicago 16 mistur Fenoyjar 23 Þokumóða Frankfurt 15 hálfskýjað Glasgow 11 skýjað Hamborg 13 léttskýjað Las Palmas 25 léttskýjað London 13 lóttskýjað Los Angeles 16 þoka Lúxomborg 10 skýjað Madríd 19 skýjað Malaga 23 þokumóöa Mallorca 23 akýjað Montreal 9 skúrir NewYork 17 skýjaö Parfs 14 hátfskýjað Róm 24 léttskýjað San Diego 16 þoka Winnipeg 9 léttskýjað Umflölliin um „í skugga hrafiisins“ í sænska sjónvarpinu: Hram Gunnlaugsson faðir nýrrar bylgju norrænna kvikmynda í skugga hrafhsins, hln nýja kvikmynd Hrafins Gunnlaugssonar, var tekin til sérstakrar uniQöllunar í kvikmyndaþætti sænska sjón- varpsins síðastliðinn sunnudag, ásamt ýmsum öðrum kvikmyndum sem væntanlegar eru með haustinu eða hafa verið firumsýndar ný- lega. Nils Petter Sundgren, umsjónar- maður þáttarins, fyallaði ítarlega um kvikmyndina í skugga hrafnsins og sýndir voru kaflar úr myndinni, en myndin verður frumsýnd í höfuð- borgum allra Norðurlandanna samtímis, síðustu vikuna í október. Nils Petter Sundgren sagði m.a.: „Hrafn Gunnlaugsson kann að segja dramatískar átakasögur og hefur verið kallaður íslenskur Kuro- sawa. Nýja myndin, í skugga hrafnsins, er í senn lík og ólík fyrri kvikmynd hans, Hrafninn flýgur. Nýja myndin hefur fleiri og dýpri tóna, hún er rómantískari og sækir yrkisefnið í sígildar ástarsögur, en ekki sögur um blóðhefnd. í skugga hrafnsins hefur samt ekki minni kraft en fyrri myndin, og hnífamir em ennþá þungir og hinn heiðni andi úr „Hrafninn flýgur" er til staðar. Ég er þeirrar skoðunar að leik- stjórinn, Hrafn Gunnlaugsson, sé einn athyglisverðasti skapgerðar- leikstjóri á Norðurlöndunum í dag. Hann hefur sterka tilfinningu fyrir dramatík, hann hefurþjálfað mynd- auga sitt í smiðju stórra snillinga eins og Kurosawa og náð að til- einka sér eigið myndmál. Það sem gerir Hrafn einstæðan sem kvikmyndahöfund er hvemig hann nálgast íslenskar fombók- menntir. Hann gengur óhræddur í gullnámu fomsagna sem flestum hefur mistekist að vinna úr eða verið hræddir við að kvikmynda. Ekki síst vegna þess að saman- burður kvikmyndanna við þessi bókmenntalegu stórvirki er erfiður. Hrafn er hins vegar nógu útsjónar- samur til að falla ekki í þá gryfju, að kvikmynda bókmenntir beint. Hrafn skrifar sínar eigin sögur, með eigin myndmáli. Ég lít svo á, að Hrafn Gunnlaugsson hafí haslað sér völl sem einskonar faðir nýrrar bylgju norrænna kvikmynda sem sameina átök og innsæi. Og kannski leiðir þetta til þess að þau þung- lamalegu leiðindi sem oft hafa hvflt yfír norrænum myndum, jafnvel þegar þær hafa náð lengst, séu nú á undanhaldi." Síðar í kvikmyndaþættinum var fjallað um norsku myndina Leið- sögumanninn, sem er sýnd hér á landi í Regnboganum. Ingmar Scheymins ræddi við leikstjórann Niis Gaup og kvaðst Nils hafa þar orðið fyrir sterkum áhrifum frá m.a. kvikmyndinni Hrafninn flýgur þegar hann gerði Leiðsögumanninn. Fyrsta leiguflug Flugleiða tíl Moskvu Flugu með brezka rokkhljómsveit BRESKA rokkhljómsveitin Big Country hefúr tekið DC-8-þotu frá Flugleiðum á leigu til að flytja sig og fylgdarlið til Moskvu. Þar er ætlunin að kynna nýja hljómplötu sveitar- innar. Lagt var af stað frá Lon- don á hádegi í gær og farið verður til baka á morgun, sunnudag. Auk hljómsveitarmeðlima eru í ferðinni um 200 manns, að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða, aðallega blaðamenn og ljósmyndarar. Það er fyrir-þessum hópi sem platan verður kynnt aust- ur í Sovétríkjunum. Verður dvalið í Moskvu fram á sunnudag og þá flogið til baka. Flugleiðaþotan bíður á meðan eftir fólkinu. Ahöfn þotunnar er íslensk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.