Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 23 Reuter Þúsundir Haiti-búa tóku þátt í fjöldagöngu í Port-au-Prince á fimmtudaginn til stuðnings nýju herfor- ingjastjórninni. Myndin er tekin á útifúndi, sem haldinn var að göngunni lokinni fyrir framan forseta- höllina. * Haiti: Takmarkið að koma á varanlegu lýðræði -segir leiðtogi nýju herforingjastjórnarinnar Port-au-Prince. Reuter. LEIÐTOGI nýju herforingjasfjórnarinnar á Haiti, Prosper Avril hershöfðingi, sagði í gær, að hann steCndi að því að koma á varan- legu lýðræði í landinu. Hann sagði það einlægan ásetning sinn að tryggja mannréttindi og frelsi landsmanna. Avril sagði, að fyrsta skrefíð í þessa átt hefði þegar verið stigið, þar sem hafín væri afvopnun dauða- sveitanna illræmdu, Tontons Maco- utes, sem Francois Duvalier eða Papa Doc, fyrrum einræðisherra á Haiti, stofnaði, en þær voru leystar upp, þegar sonur hans, Jean Claude eða Baby Doc, flúði eftir byltinguna í febrúar 1986. Avril, sem er fímmtugur að aldri sagði þetta í viðtali við bandarísk blöð, m.a. New York Times. „Mig dreymir um að komast á spjöld sögunnar fyrir að hafa bjargað þjóð minni frá upplausn og harðstjóm og komið á varanlegu lýðræði," var haft eftir honum. Avril sagði einnig, að þörfm fyr- ir bandaríska efnahagsaðstoð væri mjög knýjandi. Bandarikjamenn frestuðu veitingu efnahagsaðstoðar við Haiti, eftir að kosningamar í fyrra fóra út um þúfur vegna mann- drápa. Þúsundir Haiti-búa fylktu liði í friðsamlegri göngu um götur höfuð- borgarinnar, Port-au-Prince, á fímmtudag og bar fólkið kröfu- spjöld með hvatningarorðum til ungu herforingjanna, sem ráku Henri Namphy hershöfðingja frá völdum 17. september. Gangan lagði af stað frá kirkj- unni, þar sem um 70 manns voru myrtir fimm dögurp fyrr, en talið var, að Macoutes-dauðasveitimar hefðu verið þar að verki. Göngunni lauk með útifundi fyrir framan for- setahöliina. Bretland: Að virkja fé og áhrif hinna eldri The Economist. ÞRIR af hveijum tíu Bretum verða fimmtíu ára eða eldri árið 2000. Talið er að eyðslugeta þessa aldurshóps sé nú þegar um 2.025 milljarðar íslenskra króna á ári. Þeir sem hafa borgað upp veðskuldir og eru farnir að fá lífeyri eftir að hafa nýlega farið á eftirlaun efiiast hraðar en nokkur annar þjóðfélags- hópur í Bretlandi. Kaupsýslumenn og stjómmálamenn hafa þó verið lengi að gera sér grein fyrir afleiðingum þessa. Maður nokkur að nafni Robert Rose, 58 ára kaupsýslumaður fæddur í Bandaríkjunum, telur að leysi eldri kynslóðin í Bretlandi úr læðingi þau stjómmálaáhrif sem hún býr yfír muni viðhorf Breta til þessa þjóðfélagshóps og sjálfsmat hans sjálfs breytast. Rose hefur nýlega stofnað félags- skap sem nefnist Samtök elliií- feyrisþega (Association of Retired Persons). Hin bandaríska fyrir- mynd þeirra, Samtök bandarískra ellilífeyrisþega, hefur nú flórðung allra skráðra kjósenda innan sinna vébanda. Sem þrýstihópur hafa bandarísku samtökin komið því í höfn að fólk yfír fímmtugt á rétt á sérstakri sjúkratryggingu og innan samtakanna er deild sem útvegar félögum ódýrari lyf en þau sem almennt era á markaði. 15.000 manns hætta störfum í hverri viku í Bretlandi og Robert Rose vonast til þess að bresku samtökin verði engu síðri þrýsti- hópur en hin bandarísku. Hann vill að sett verði í lög að ömmur og afar eigi rétt á því að taka að sér bamabömin þegar foreldram- ir skilja. Hann er hljmntur því að fólk ákveði sjálft hvað verði um það missi það heilsuna. Þó svo breskir ellilífeyrisþegar verði ekki jafti virkir í pólitískri baráttu og Bandaríkjamenn þá mun félagsskapur þeirra bjóða félögum sérstök kjör hjá trygg- ingafélögum og hótelum sem og hjá einum stóru bankanna. Mörgum fyrirtækjum hefur gengið erfiðlega að beina fram- leiðslu sinni til hinnar efnameiri eldri kynslóðar. Þeir sem eru 55 ára og eldri eyða að meðaltali meira en aðrir breskir þjóðfélags- þegnar í bfla og varanlega hluti. En vörar sem sagðar era sérstak- lega sniðnar fyrir þarfír gamal- menna eiga ekki upp á pallborðið hjá þeim. ^Apglýsinga- síminn er 2 24 80 Megum við hynna ' í C 'í V-,' ÖWW. mBL. ' I 1 JSl- . , ... l' ' ’t': «*■ ' * t 4’ ' ..... ' . "' ; r.. .i v Okkur er þaö mikil ánægja aó tilkynna eigenda- skipti og nýtt nafn á Ferðaskrifstofu ríkisins. //inn 1. október hættir Ferðaskrifstofa ríkisins rekstri og við tekur Ferðaskrifstofa íslands hf. A þessum tímamótum þökkum við ánægjuleg viðskipti síðastliðin 52 ár. Starfsfólk Ferðaskrifstofu ríkisins, sem nú heíiir tekið við rekstri Ferðaskrif- stofú íslands býður viðskiptavini sína velkomna til áframhaldandi samvinnu. Við munum áfram veita góða þjónustu og sérhæfa okkur í: • viðskiptaferðum erlendis • sölu á almennum farseðlum um allan heint • innanlandsferðum fýrir hópa og einstaklinga • rekstri Eddu hótela • aðalumboði Norröna • ráðstefnuþjónusta 11 MEÐ KVEÐJIJ ' STARFSFÓLK FHRÐASKRIFSTOFU ÍSLANDS SKÓGARULÍÐ ó, 101 RliYKJAVfK SÍMI: 91-25855, TELBX 2049

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.