Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 Minning: Guðmundur Jón ' Krístíánsson Fæddur 13. október 1920 Dáinn 2. október 1988 „Fótmál dauðans fljótt er stigið." A það vorum við rækilega minnt sunnudaginn 2. október er Guð- mundur Jón Kristjánsson var burt kallaður af þessum heimi á örskots- stund. Hann fæddist á Höfn í Dýrafirði 13. október 1920. Hann var elsta bam hjónanna Kristjáns Guð- mundssonar og Guðbjargar Guð- jónsdóttur er þar bjuggu og voru annálaðar mannkostamanneskjur. Í dag er hann nú kvaddur af eigin- konu, aldraðri móður, systkinum og vinum. Hann fluttist með foreldrum sínum að Amamúpi í Dýrafirði og ólst þar upp við algild sveitastörf og mun ekki hafa verið hár í lofti er hann fór að fýlgja föður sínum eftir og læra af honum vinnubrögð- in. Kennarinn enda ekki af lakara taginu, en hann var þekktur að því að geta öllum kennt að læra að vinna af áhuga og skilja að vel unnin störf sköpuðu sanna gleði. -nr Samtímis búskapnum var svo leitað fanga í sjónum, fyrst á árabáti og síðan á trillu. Þar lærðust undir- stöðuatriðin í þeirri atvinnugrein. Er unglingsárin liðu Iá leiðin frá bemskuheimilinu og hvert atvinnu- tækifæri, sem bauðst, nýtt. Nokkur sumur unnið í síldarverksmiðjunni á Djúpavík, staðið var við línubeit- ingu fyrir báta frá Þingeyri í marg- ar vertíðir og unnið í byggingar- vinnu og alls staðar eftirsóttur enda einstakt prúðmenni, er aldrei hall- aði orði á nokkum mann, lagði * heldur gott til. Aldrei sá ég hann reiðast, kannski örlítið fastar að orði kveðið væri hallað á minnimátt- ar að hans mati. Hann var einstakt snyrtimenni, hvergi mátti neitt msl vera, hver hlutur skyldi eiga sinn stað og hver hlutur svo vera á sínum stað. Þegar Amamúps-íjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1956 vann hann ýmis störf, þar til hann í októ- ber 1957 réðst til Kassagerðar Reykjavíkur og þar starfaði hann til 30. september síðastliðins er hann gekk út frá vinnu að afloknu dagsverki í venjulegt helgarfrí. Hann stóð því meðan stætt var, þó vissu þeir sem best þekktu að hann m gekk ekki heill til skógar þetta síðasta ár. Guðmundur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ásmundu Ólafsdóttur, 6. september 1969. Hefur sambúð þeirra einkennst af kærleik og virð- ingu hvort fyrir öðm enda Ása, eins og hún er kölluð af vinum sínum, einstök mannkostamanneskja. Mjög vom þau því lík að skapfesti og allri framkomu, bæði gestrisin og hjálpsöm, öllum sem til þeirra leituðu. Þau áttu ekki bam saman en Ása átti dóttur er þau kynntust. Henni tók Guðmundur sem góður faðir og bömum hennar sem kær- leiksríkur afi. Þá áttu systkinaböm- in hans hauk í homi þar sem hann var, bæði gleðjandi, gefandi og broshýran frænda. Þetta dreng- lundaða göfugmenni, sem engan óvin átti en því fleiri vini, kveðjum við nú í dag með virðingu og þökk fyrir samfylgdina, fullviss um að vel hefur honum verið fagnað af áður gengnum föður, systkinum ög vinum. Hann var sanntrúaður mað- ur sem aldrei efaðist um annað líf og endurfund, því eftir dauðann öll við höldum inn í drottins dýrðar- rann. Hvfli í friði vildarvinur. Hjörleifiir Guðmundsson Þegar hringt var til mín og mér sagt að Guðmundur væri látinn setti mig hljóðan. Hann hafði látist þann sama dag. Guðmundur var fæddur í Höfn í Dýrafirði 13. október 1920. Var hann elstur 9 systkina. Foreldrar hans vom Guðbjörg Guðjónsdóttir og Kristján Guðmundsson, sem síðar bjuggu á Amamúpi í Keldu- dal. Guðmundur fluttist ungur með foreldrum sínum að Amamúpi í Keldudal þar sem hann ólst upp til fullorðinsára. Guðbjörg móðir hans dvelur nú á Dvala’rheimili aldraðra, DAS, 91 árs, en Kristján er látinn fyrir 15 ámm. Guðmundur ólst upp við almenn sveitastörf eins og venja var á þeim tíma. Allt var þá slegið með orfi og ljá, tekinn upp mór til eldiviðar, róið á árabát til fískjar og öll ferða- lög farin gangandi. Lífsbaráttan var hörð, en þroskandi. Guðmundur stundaði bamaskólanám í farskóla í Keldudal fram að fermingu, en lengri varð skólagangan ekki. Hann fór þá að vinna, fyrst við búskapinn heima og síðar við almenna vinnu sem til féll heima í Dýrafírði, bæði vegavinnu, fískaðgerð og fleira. Þannig var lífíð á þessum ámm að menn urðu að taka þeirri vinnu sem bauðst í það og það skiptið. Það var enginn möguleiki á að velja sér vinnu. Hann var ávallt heimilisfastur á Amamúpi þó hann ynni annars staðar þar til fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur 1956. Þá vann hann fyrst við ýmis störf sem til féllu, bæði hafnarvinnu og byggingar- vinnu þar til í október 1957 að hann hóf vinnu í Kassagerð Reykjavíkur og vann þar til þess að hann lést, eða í 31 ár. Það var mikill gæfudagur í lífi Guðmundar 6. september 1969, en þá gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína, Ásmundu Ólafsdóttur, ættaða úr Vestmannaeyjumm, en þau störfuðu saman í Kassagerðinni alla tíð. Ása var hans hamingja og trausti lífsfömnautur. Þau byggðu sér failegt heimili, fyrst í Fossvogs- hverfi en síðan á Kleppsvegi 32. Þangað var yndislegt að koma í heimsókn og vil ég sérstaklega þakka fyrir þær ánægjustundir, sem við hjónin höfum átt á þessu fallega heimili. Fæddur 4. nóvember 1915 Dáinn 4. október 1988 Mig langar að minnast tengda- föður míns í örfáum orðum. Hann lést í Landspítalanum 4. október sl. eftir stutta legu og verður jarð- sunginn 13. október frá Bústaða- kirkju kl. 13.30. Hann var fæddur 4. nóvember 1915 sonur hjónanna Þorgerðar Ámadóttur og Stefáns Þórðarsonar. Þórhallur kvæntist Unni Helga- dóttur og eignuðust þau þijú böm, Gyðu flugfreyju, fædd 10. septem- ber 1943, Svölu ritara, fædd 2. desember 1945 og Áma prentara, fæddur 10. október 1949. Bama- bömin em sex stúlkur sem honum þótti sérstaklega vænt um og var hann vakandi yfir velferð þeirra, þær minnast nú afa með söknuði. Þórhallur var þannig maður að eft- ir honum var tekið því honum fylgdi engin lognmolla, hann var snöggur í hreyfingum, fljótur að svara fyrir sig og að taka ákvarðanir. Áhugamálin vora mörg. Hann var í tveimur spilaklúbbum, tefldi Ása hafði eignast dótturina Emu áður en þau Guðmundur kynntust. Ema er gift Braga Kristjánssyni, kaupmanni. Mikil og traust vinátta tókst á milli Guðmundar og þeirra og bama þeirra, sem honum þótti ákaflega vænt um. Guðmundur var ekki fyrir að flíka tilfínningum sínum eða hugs- unum. Hann var einstaklega traust- ur og heiðarlegur maður í alla staði, vann af trúmennsku hvert það starf sem honum var fengið. Ég sem þessar línur skrifa var svo heppinn að alast upp á sama heimili og Guðmundur og fyrir það fæ ég seint fullþakkað. Eg á því margar og góðar minningar frá þeim ámm, bæði í leik og störfum. Traust og góð vinátta hefur alla tíð verið á milli heimila okkar, sem ólumst upp á Amamúpsheimilinu og höfum við alltaf haldið þeim sið að hittast einu sinni á ári, borða saman og rifja upp minningar frá æskuámnum. Næst ætluðum við að hittast hjá þeim á Kleppsvegi 32. Nú þegar leiðir skilja um sinn viljum við hjónin flytja innilegar þakkir fyrir trausta og góða vináttu og samferð á liðnum áram. Við biðj- um Guð að veita Ásu styrk og hugg- un á þessari erfiðu stundu. Megi minningin um góðan dreng og traustan lífsfömnaut létta þér sorg- ina. Guðbjörgu frænku minni, sem nú er háöldmð, og sér á eftir sínu fjórða bami yfir móðuna miklu, vil ég óska Guðs blessunar og huggun- ar á erfíðri stundu. Ég er þess full- viss að hún mun treysta á hand- leiðslu þess, sem öllu ræður, nú sem fyrr. Guð blessi minninguna um þenn- an góða dreng. Markús Stefánsson -Minning mikið og stundaði útivist. Á yngri áram var hann mikið á skíðum með félögum sínum úr KR. Hann var snyrtimenni og var iðinn við að vinna í garðinum og húsinu sínu. Þau hjónin ferðuðust mikið innan- lands og seinni árin utanlands. í huga mér koma upp margar minningar frá liðnum tíma, t.d. fyrstu íbúðakaupin okkar Áma, þá var hann eins og oft okkur innan handar og gaf okkur góð ráð sem reyndust vel. Fyrir nokkmm ámm þegar ég hóf nám önnuðust þau Þórhallur og Unnur yngstu dóttur okkar og umvöfðu hana ástúð svo við þurftum aldrei að hafa áhyggjur af henni, við vissum að hún var í góðum höndum. Og ófá vom þau skipti sem dætur okkar þijár fengu að vera hjá ömmu og afa í lengri eða skemmri tíma. Þetta er aðeins brot af minningunum sem sækja á. Að lokum vil ég þakka fyrir þann tíma sem ég átti með honum. Bless- uð sé minning hans. HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Síðasti séns!! Já, ef þú ert kominn með prófskrekk út af haustannarprófunum, þá færðu nú tækifæri til að bjarga þér fyrir hom. Það getur þú gert með því að drífa þig á síðasta hraðléstramámskeið ársins sem hefst miðvikudaginn 26. október nk. Á námskeiðinu geturðu lært að margfalda lestrarhraðann i öllu lesefni með betri eftirtekt á innihald þess en þú hefur áður vanist. Skráningöll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. HRAÐLESTRARSKÓLINN GEmini WýR GLÆSIBÍLL Á GJAFVERÐI Bryiya t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ELLERT HELGASON, Sogavegi 136, lést f Landakotsspftala 12. október. Svelnn Ellerts, Anna Ellerts, Erllngur Ellertsson, Þórhildur Ellertsson, Bergljót Ellertsdóttlr, barnsbörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, afi og bróðir, INGVARGUÐNASON, LJóshelmum 8, lést 10. þessa mánaðar. Valborg Guómundsdóttir, ' Eydfs Ólsen og systkinl hlns látna. Þórhallur Ragnar Stefánsson Oft ber dauðann óvænt að dyr- um. Okkur systkinunum var mjög bmgðið þegar hringt var heim sunnudaginn 2. október og okkur tilkynnt að afí væri dáinn. Ekkert okkar hafði gmnað að hann myndi hverfa svo óvænt úr lífi okkar. Þegar litið er til baka er margs að minnast. Þær vom ófáar helg- amar sem við eyddum hjá afa og ömmu á Kleppsvegi 32. Afi hugsaði ætíð um að nóg væri til af góð- gæti til að stinga upp í litla munna og ætíð var hann með lausnir á þeim vandamálum er upp gátu kom- ið milli okkar systkinanna. Þær em okkur einnig ofarlega í huga stund- imar er við eyddum hjá afa er hann var á vakt í Kassagerðinni. Það að fá að fara með ömmu til að færa honum mat var eins konar ævin- týraferð fyrir okkur systkinin. Þá drógum við afa um alla Kassagerð og létum hann segja okkur æ oní æ hvaða tilgangi vélamar þjónuðu og ef heppnin var með okkur feng- um við að fara smá salíbunu með afa á einum lyftaranna er vom á svæðinu. Þær era margar ánægju- stundimar sem við áttum með afa. Afí var hljóðlátur og lítillátur maður er hafði nóg af ástúð og umhyggju að deila til okkar systkin- anna og emm við Guði þakklát fyr- ir allar þær stundir er við deildum með honum. Eftir situr minningin um mann er ætíð vildi gefa og deila með þeim er honum vom næstir, en ekkert þiggja í staðinn. Sorgin og söknuðurinn er mikill og viljum við biðja góðan Guð að styrlqa ömmu og Guðbjörgu móður hans á þessum erfiðu tímamótum. Megi minpingin lifa um ókomna tíð. Áshildur, Kristján, Styrmir og Guðbjörg. 4. október sl. andaðist minn besti vinur frá unglingsámnum Þórhallur Ragnar. Árið 1929 komum við báð- ir til Reykjavíkur austan af íjörðum, hann frá Glettinganesi en ég frá Borgarfírði. Þó Þórhalldur væri 4 ámm eldri en ég myndaðist óijúf- andi vinskapur milli okkar og varð heimili foreldra hans, frænku minnar Þorgerðar og manns hennar Stefáns, mitt annað heimili. Um árabil leið varla sá dagur að ég kæmi ekki til þeirra og var oftglatt á hjalla með þeim systkinum Ama, Ingu, Þórhalli og Rögnu. Við Þór- hallur vomm stundum nokkuð ódælir og ekki síst við systur hans Ingu, en ég veit að hún er búin að fyrirgefa okkur það allt fyrir löngu. í lífinu var Þórhallur mikill gæfu- maður. Hann eignaðist góða konu, Unni Helgadóttur, mannvænleg böm og bamaböm sem hann var mjög stoltur af. Við vinnu var hann dugnaðar- forkur, léttur í lund og fljótur í svömm og kom hann sér því alls staðar sérstaklega vel. Með þessum fáu línum vil ég þakka Þórhalli allan vinskap í gegn- um árin og allar ánægjustundimar sem við höfum átt saman. Um nokkurra ára skeið höfum við spilað saman brids og vil ég flytja Unni og fjölskyldunni innileg- ar samúðarkveðjur spilafélaganna Alexanders og Frans og okkar hjón- anna. Einar Sæmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.