Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 mmmn „pegcxr 'eg vcur LiiiL vctr ’eg aLLto-f hrœdd xim OuS renntx út um niöur-fa>.Liá-" Þegar þú ert búinn að hreinsa framrúðuna, skelltu þér í diskana í hjól- hýsinu...? Með morgunkaffinu Þess skal minnst sem vel er gert Til Velvakanda. Gísli Sigurbjömsson er löngu orðinn þjóðkunnur maður fyrir starf sitt fyrir aldraðra. Fyrst með stofn- un og rekstri Grundarheimilanna í Reykjavík og síðar með Ásheimilun- um í Hveragerði, þar sem hann fór inn á nýjar brautir í þessum málum, sem vakið hafa verðskuldaða at- hygli- Margir hafa undrast hversu þessi starfsemi hefír þróast og vaxið gegnum árin. Eg er fullviss um að á þessu er aðeins ein skýring. Gísli hefír falið Drottni vegu sína og treyst honum, og hann hefír séð vel fyrir öllu (Sálm 37:5), og „allt sem hann gjörir lánast honum“ (Sálm 1:3). otaldar eru þær fjár- hæðir sem hann hefír gefíð til alls- konar menningar- og líknarmála. Um árabil hefir Gísli boðið öldruð- um í hundraða tali til ókeypis dval- ar í Hveragerði. . Ég var í Hafnarfírði um sl. jól og nýár. Þá heimsótti ég Grund, og átti viðræðu við Gísla af vissu tilefni. Þá færði hann það í tal við mig hvort ég gæti ekki ein- hvemtíma í sumar komið og notið hvíldar á einu heimila hans í Hvera- gerði. Ég satt að segja áttaði mig varla á þessu, og gat naumast trú- að því að það væri allt ókeypis. Svo leið veturinn. en þá er það allt í einu snemma í vor að samstarfs- maður hans, Pétur Þorsteihsson, hringir til mín og spyr hvort við hjónin getum notað okkur þetta tækifæri dagana 20,—30. septem- ber. Ég gat auðvitað ekki annað en þakkað þetta stórkostlega boð. Nú þegar ég hripa þessar línur, hefir þetta orðið að veruleika. Við hjónin erum búin að vera þama þennan tíma. Og hvílík rausn og kærleikur, sem liggur að baki því að bjóða svo mörgum öldruðum til slíkrar dvalar í góðum húsakynnum og yndislegu umhverfi. Allt uppi- hald var ókeypis og aðgangur að sundlaug og heitum potti. Einn daginn kom svo Pétur og fór með okkur að Skálholti þar sem höfð var sameiginleg helgistund. Síðan var farið að Aratungu og dmkkið kaffí með pönnukökum. Þegar við kvöddum Hveragerði (Ásbyrgi) vora okkur öllum færð blóm að skilnaði. Við voram þama 14 í þessum hóp og bjuggum í 2 húsum. Við voram frá Keflavík, _ Reykjavík, Akranesi og ísafirði. Ég held ég tali svo fyrir hönd okkar allra, að við eigum ekki orð yfir þakklæti til Gísla og samstarfsfólks hans. Þessi dvöl verður ógleymanleg. Við biðj- um guð að launa þeim öllum ríku- lega. Ég vil svo enda, með því að vísa til orðanna sem standa í Jesaja 46:4 og Jeremía 17:7-8. Sigfús B. Valdimarsson Er tímabært að leggja niður ríkið? Til Velvakanda. í Velvakanda hinn 8. október kvartar einn af áskrifendum Stöðv- ar 2 yfir því að þurfa að greiða einn tuttugasta af mánuðarlaunum sínum til ríkisfjölmiðlanna. Aum- inginn. Hvað má ég segja sem er skyldugur að greiða bróðurpartinn af mínum launum til alls konar þjónustustarfsemi sem ég nota sjaldan eða aldrei? Ég gæti talið upp og fyllt mörg Morgunblöð en nefni aðeins fáein dæmi valin af handahófí. Af hveiju þarf ég að taka þátt í að greiða Egilstaðaflug- völl, Þjóðleikhúsið, listasöfn, bama- skóla, vegasgerð um Vestfírði, Hombjargsvita, veðurathugunar- stöð á Hveravöllum og jafnvel nið- urgreiðslur á myndlyklum fyrir Stöð 2 (tollalækkun). Nú er ég ekkert á móti þessum hlutum sem slíkum. Hins vegar nota ég ekkert af þessu. Ég fer aldrei til Egilsstaða, fer aldrei í leik- hús né á listasöfn, á engin böm sem sækja skóla, ek aldrei um Vest- fírði, sigli aldrei fyrir Hom, veðrið á Hveravöllum kemur mér ekkert við og engan á ég myndlykilinn. Vonandi fara ráðamenn að taka þessi mál til athugunar. Ef til vill er tímabært að leggja niður ríkið og láta einkaframtakið taka við allri þjónustu. Það er alveg út í hött að ég sem alls ekki nota mér hina og þessa hluti sé skyldugur til að greiða háa tolla, skatta og önnur gjöld einungis til að halda sam- félaginu gangandi. Nauðugur áskrifandi að samfélaginu. Svartur og hvítur högni Svartur og hvítur högni, sem heitir Snepill, fór að heiman frá sér í Seljahverfi miðvikudagskvöldið 5. október. Þeir sem vita eitthvað um ferðir hans eða hvar hann er niður kominn era vinsamlegast beðnir að hringja í síma 76206 eða í Dýraspít- alann í síma 674020. Fundarlaun. HÖGNI HREKKVlSI Víkverji skrifar Opinber fyrirtæki virðast mörg hver ósköp fjarlæg venjulegu fólki og daglegu amstri þess. Þegar fólk hefur þurft að leita þangað hefur það oft lítið vitað hvers lags starfsemi fer þar fram í raun og vera og oft verið beinlínis hrætt við að bera upp erindin. Þá hefur það loðað við mörg þessara fyrirtækja að þjónusta og lipurð við viðskipta- vininn hefur ekki verið aðalsmerki þeirra. Að sjálfsögðu er þetta þó misjafnt. I tengslum við norrænt tækniár hefur fjöldi opinberra fyrirtækja opnað dyr sínar almenningi og mik- ið af fólki hefur notað sér tækifær- ið og kynnt sér starfsemi fyrirtækj- anna. Á þennan hátt hefur fólk öðlast skilning á starfsemi þessara stofnana og komist inn fyrir borðið. Það hefur jafnvel komist að raun um að í fyrri skipti hefur það ein- faldlega verið á röngum stað með erindi sín. XXX krifari kynnti sér síðastliðinn sunnudag starfsemi Borg- arspítalans og Slökkviliðsins í Reykjavík og svo sannarlega var hann fróðari eftir. Starfsfólk þess- ara stofnanna var boðið og búið að leysa úr spurningum gestanna. Margt var að skoða á báðum stöð- unum og viðfangsefnin ótrúlega mörg og margbreytileg. Ef fram- kvæmd þessara opnu húsa á nor- rænu tækniári hefíir annars staðar verið á svipaðan hátt er það til fyrir- myndar og aðsóknin á sunnudag sýndi svo ekki verður um villst að fólk kann vel að meta þessa ný- breytni. xxx Við Borgarspítalann var þyrla Landhelgisgæzlunnar, TF- SIF, til sýnis og einnig fór þar fram björgunarsýning. Greinilega hafði þyrlan mikið aðdráttarafl og strák- ar á ölium aldri beinlínis gleymdu sér við að skoða gripinn. Þyrla þessi gengur iðulega undir heitinu „stóra þyrlan“ og er jú tals- vert stærri en TF-GRO, en ósköp virkaði hún samt lítil. Þyrlan hefur margsinnis sýnt og sannað hversu mikilvæg hún er í björgunarstarfi hérlendis og er Barðaslysið þá eftir- minnilegast. Full ástæða hlýtur hins vegar að vera fyrir stjórnvöld að hlusta á raddir sérfræðinga í björg- unarmálum er þeir benda á nauðsyn þess að Landhelgisgæzlan eignist stærri þyrlu og enn fullkomnari. Deilur hafa í langan tíma verið uppi um launamál þyrluflugmanna Gæzlunnar, en fyrir nokkra er fund- in lausn á þeim málum, vonandi varanleg. Það hefði ekki verið glæsilegt ef tveir reyndustu þyrlu- flugmennimir hefðu haldið til starfa erlendis eins og útlit var fyrir um tíma. Vonandi ríkir friður um þessi mikilvægu störf í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.