Morgunblaðið - 10.12.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 10.12.1988, Síða 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 284. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Walesa íParís Lech Walesa, leiðtogi hinnar bönnuðu verkalýðshreyfingar í Póllandi, Samstöðu, kom i gær til Parísar í tilefni 40 ára afmælis Mannréttindayfirlýs- ingarinnar sem er í dag. Við komuna sagðist Walesa vona að hann ætti eftir að sjá aust- ur- og vesturhluta Evrópu sam- einaða. Óvíst er hvort hann ræðir við sovéska andófsmann- inn Andrej Sakharov, sem frönsk stjórnvöld buðu einnig til borgarinnar. Þetta er fyrsta för Walesa til Vesturlanda síðan 1981 er Samstöðu var bannað að starfa. Mannrétt- indayfirlýsingarinnar verður víða minnst. Frá Tíbet bárust þær fréttir að kínversk yfir- völd hefðu aukið mjög við- búnað lögreglu í höfiiðborg- inni Lhasa af ótta við róstur en margir Tíbetar hyggjast mótmæla yfirráðum Kínveija í dag. Náttúruhamfarirnar í Sovét-Armeníu: Tala látinna sögð meira en eitt hundrað þúsund Azerar kveikja í heimiium níu armenskra flölskyldna í Bakú Moskvu, Ósló, Genf, New York, Durduran í Tyrklandi. Reuter. ÞJÓÐARSORG ríkir í Sovétríkjunum í dag vegna jarðskjálftanna í Armeníu en armenska fréttastofan Armenpress skýrði frá því í gær að hugsanlega hefðu meira en eitt hundrað þúsund manns týnt lífi af völdum hamfaranna. Talsmenn utanríkisráðuneytisins í Kreml sögðu að ekki væri hægt að slá neinu fostu um tölu látinna; slitnar símalín- ur, skemmdar brýr og vegir kæmu í veg fyrir að nákvæmar upplýsing- ar bærust. Perez de Cuellar, framkvæmdasfjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði að samtökin myndu aðstoða Sovétstjómina eftir mætti við björg- unarstarfið og barnahjáip SÞ, UNICEF, hefúr þegar boðið fram hjálp sína. Sovétmenn hugðust í dag, laugardag, senda flugvél eftir 12 lækn- um og 30 tonnum af ýmsum búnaði sem samtökin „Læknar án landa- mæra“ í París lögðu til. Alþjóðasamband Rauða kross-félaganna í Sviss hefúr sent út beiðni til aðildarlandanna um aðstoð og eru fulltrúar sambandsins komnir til Armeníu. Rauði kross íslands sendi þegar tvær milljónir króna til hjálparstarfsins. Þrátt fyrir áfallið í Armeníu bár- ust enn fregnir af ofsóknum gegn Armenum í Azerbajdzhan. Armen- press sagði að kveikt hefði verið i húsum niu armenskra fjölskyldna í Bakú, höfuðborg Azerbajdzhan, eftir að sovéskir hermenn voru flutt- ir á brott til að taka þátt í björgunarstörfiim í Armeníu. A.m.k. 12.000 hermenn taka þátt í björgunarstarfinu. Heilbrigðisyfir- völd sögðu gífurlegan skort vera á blóði og væri hafin söfnun um allt landið en gerð væri eyðniprófun á öllu blóði sem bærist frá útlöndum. Félög og stofnanir fólks af arm- enskum ættum í Bandaríkjunum segjast ekki hafa undan við að svara fólki sem vill hjálpa fórnarlömbum jarðskjálftanna. CARE-hjálparstofn- unin segist munu senda 50.000 mat- arböggla eftir helgina. Breska stjórn- in hefur gefíð sem svarar 400 millj- ónum ísl. kr. Frakkar hafa sent hjálp- arlið, lækna og hunda, sem kennt hefur verið að leita að fólki undir húsarústum. Vestur-þýsk lyfjafyrir- tæki hafa sent kvalastillandi lyf að andvirði 26 milljóna ísl. kr. til Arm- eníu. Sovéski andófsmaðurinn Andrej Sakharov hvatti í gær fólk um allan heim til að hjálpa Armenum. Jafn- framt sagði hann að yfirvöld í Kreml ættu að veita erlendum hjálparaðil- um beinan aðgang að Armeníu. í sovéskum fjölmiðlum er sagt að léleg hönnun húsa í Armeníu eigi að miklu leyti sök á mannfallinu og taka bandarískir sérfræðingar undir þetta. Sjá einnig fréttir á bls. 34 og 36. Reiiter Konur syrgja látna ættingja í borginni Lenínakan i Sovét-Armeníu. Að sögn sovéskra yfirvalda eru þrír Qórðu hlutar borgarinnar i rústum. Á efri myndinni sjást börn við leifarnar af heimili sínu í borginni. Hjálparvana og ýmist grátandi eða með stirðnaða andlitsdrætti fylgdist fólk, sem komst lífs af, með björgun- armönnum er þeir leituðu í húsa- rústum. Talsmaður yfirvalda, Lev Vosnesensky, sagði ftillvíst að tala látinna ætti eftir að hækka. „Við getum heyrt ópin í fólki sem grafíð er undir rústunum; þau verða sífellt daufari eftir því sem lengri tími líður.“ Hann sagði gijóthrúgur valda björgunarmönnum mestum erfiðleik- um enda væri mikill skortur á stór- virkum vélum. Tækin væru á leiðinni en tefðust þar sem vegir og járn- brautalínur hefðu víða skemmst. Ibú- ar tyrkneskra þorpa skammt frá Lenínakan, tíu km handan sovésku landamæranna, sögðust ekki myndu snúa strax aftur til heimila sinna þar sem enn mætti greina jarðhræring- ar. „Við gátum áður séð háar bygg- ingar, ljósadýrð á nóttunni. Nú sést ekkert," sagði einn íbúanna og benti í átt til borgarinnar sem mistur hvílir yfír. Ar liðið frá því uppreisn Palestínumanna hófst: — Israelar ráðast á stöðvar Palestmumanna í Líbanon Shamir sagður samþykkja alþjóðlega friðarráðsteftiu Jerúsalem, Beirút og Dohwa í Líbanon. Reuter. íSRAELSKAR árásarsveitir, búnar þyrlum, réðust á Palestínuskæruliða í Líbanon á aðfaranótt föstudags og segjast hafa sundrað helstu bæki- stöð þeirra áður en hermennirnir sneru aftur til síns heima. 20 skæru- liðar hafi verið felldir en aðeins einn ísraeli hafi týnt lífi. Þyrlur ísraelsku sveitanna vörp- uðu sprengjum á æfingasvæði, skot- færageymslur og ýmsar byggingar og vegi skammt frá Beirút. Ahmed Jibril, leiðtogi skæruliðahreyfingar- innar PLFP-GC, sem varð fyrir mikl- um skakkaföllum í árásinni, sagði að ísraelsku hersveitirnar hefðu sent hunda með sprengjur á bakinu til árása á stöðvar skæruliða. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti í gær yfír -óánægju stjórnvalda þar vegna árás- arinnar á Líbanon. Breska stjórnin, sem oftast er hliðholl ísrael, for- dæmdi árásina. I gær var eitt ár liðið frá því upp- reisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum í ísrael, „intifadan", hófst og höfðu yfirvöld mikinn viðbúnað vegna ótta við átök. Mörg þúsund ísraelskir hermenn voru á varðbergi á hernumdu svæðunum og á Gaza- svæðinu var útgöngubann. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu, PLO, lýsti yfir því í gær að uppreisninni yrði haldið áfram en lagði jafnframt áherslu á að samtökin vildu bætt samskipti við stjómvöld í Bandaríkjunum. „Þetta er undir Israelum komið, vilji þeir frið þá er það vel, vilji þeir stríð erum við tilbúnir," sagði hann. Heimildarmenn innan ísraels- stjórnar skýrðu frá því í gær að helsti aðstoðarmaður Yitzhaks Shamirs, forsætisráðherra ísraels, hefði fyrir tveimur vikum tilkynnt einum af ráðgjöfum George Bush, verðandi forseta Bandaríkjanna, að ísraelar væru reiðubúnir til að sam- þykkja alþjóðlega friðarráðstefnu um málefni Mið-Austurlanda undir yfir- stjórn risaveldanna tveggja. Norskur eldislax fryst- ur vegna offramboðs BÚIST er við, að þriðjungur lax- eldisframleiðslu í Noregi á þessu ári verði verði að fara beint í frystingu. Veldur þessu ofliram- boð á markaðnum og það, að skyndimarkaðurinn svokallaði með iax er nú að heita má úr sögunni, að sögn norska blaðsins Fiskaren. Útflytjendur norsks eldislax hafa að undanförnu verið að skera niður pantanir hjá fískeldisfyrir- tækjunum. Er þetta í fyrsta sinn frá 1986, að ekki er unnt að selja allan laxinn óðara en honum er slátrað. Einn af frammámönnum í laxút- flutningnum sagði, að enn fengist sama verð fyrir frosinn lax og ferskan og þakkaði það að vel hef- ur verið vandað til við frystinguna. Til dæmis væri enginn lax frystur hefði hann áður verið meðhöndlað- ur með það í huga að selja hann sem ferskan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.