Morgunblaðið - 10.12.1988, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 10.12.1988, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAJÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1988 í GANGBRAUT KRINGLUNNI 1/ené 6*. 3.200.- Færri lcaloríur. Hægtað poppa án feiti. Poppar stærra popp. Notar venjulegan maís og skilur ekkert eftir. Ótrulega lágt verð. Frábær jólagjöf. Símapantanir kl. 6-10 á kvöldin, alla daga. S: 686204,686337. n nvgxuí í»l fa Áskriftarsíminn er 83033 Ferðamálaráðstefhan 1988: Ferðaþjónustan — atvinnugrein sem getur skipt sköpum I síðasta mánuði var haldin fjöl- menn ferðamálaráðstefna á Akur- eyri. Á ráðstefnunni voru flutt eftir- talin erindi: „Skattlagning ferðaþjónustunnar og gengismál" : Friðrik Eysteinsson, rekstrar- hagfræðingur. „Verðlagning íslandsferða og markaðsmál" : Unnur Georgsson, forstöðumað- ur skrifstofu Ferðamálaráðs í New York og Dieter W. Jóhanns- son, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt. „Staða ferðaþjónustunnar í þjóð- arbúskap ÍSlendinga" : Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Starfsemi Ferðamálasjóðs" : Hólmfríður Ámadóttir, formað- urí „Starfsemi Upplýsingamiðstöðv- ar ferðamála" : Áslaug Alfreðsdóttir, fram- kvæmdastjóri. Em hér á eftir dregnar saman niðurstöður úr umræðum og fram- söguerindum. Ferðaþjónustan skapar 10% af heildarútflutnings- tekjum þjóðarinnar Ferðaþjónustan er tiltölulega ný sem atvinnugrein, sem eitthvað kveður að á Islandi, en þrátt fyrir það, skapar ferðaþjónustan um 10% af heildarútflutningstekjum þjóðar- innar, sem felst í gjaldeyristekjum af erlendum ferðamönnum. Á árinu 1987 vom útflutningstekjur af vör- um og þjónustu 74,5 milljarðar króna, þar af vom 3,3 milljarðar vegna ferða og dvalarkostnaðar erlendra ferðamanna á íslandi. Að auki má áætla svipaða upphæð af fargjaldatekjum íslensku flugfélag- anna. Ljóst er að ferðaþjónustan hefur verulega þýðingu fyrir þjóðar- búið og má auk gjaldeyristekna nefna þau atvinnutækifæri sem hafa skapast vegna ferðaþjónustu eða 4,5% af ársverkum í landinu. Störfum í ferðamannaþjónustu hef- ur ijölgað gífurlega síðustu 4—5 árin, einkum vegna mikillar fjölgun- ar í veitinga- og gistihúsarekstri. í þessu sambandi má geta þess að hin mikla uppbygging í öllum grein- um ferðaþjónustunnar hér á landi, hefur haft í för með sér aukin ferða- lög íslendinga um eigið land, sem sparar erlendan gjaldeyri til ferða- laga erlendis. íslensk stjórnvöld hafa brugðist ferðaþjónustunni Á ráðstefnunni var hart deilt á stjómvöld fyrir að hafa ekki tekið tillit til mikilvægi ferðaþjónustunn- ar hér á landi. I því sambandi var mikið rætt um árlega skerðingu lögbundins tekjustofns Ferðamála- ráðs af sölu Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. í lögum um ferðamál frá árinu 1976 er gert ráð fyrir að Ferðamálaráð fái til land- - kynningar- og umhverfismála 10% af vörusölu Fríhafnarinnar. Til þess að tryggja ríkissjóði áfram hlut- fallslega óbreyttan hagnað af rekstri verslunarinnar, var verð á tóbaki og áfengi hækkað um 10% með gildistöku laganna. Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur svonefndum lánsfjárlögum verið beitt árlega til að skerða þennan tekjustofn, með því að gera 60—70% teknanna upp- tækar til ríkissjóðs. Sem dæmi má nefna að samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1989 er gert ráð fyrir 75% skerðingu. Miðað við þetta háttalag ætti raunverulega að lækka vöruverð um 7,5%. Fyrirtæki í ferðaþjónustu njóta ekki skilnings hjá stjórnvöldum Islensk ferðaþjónusta tapar en erlend ferðaþjónusta hagnast. Stjómvöld líta sölu á þjónustu til erlendra ferðamanna ekki sömu augum og sölu á vörum sbr. nýja Atvinnutryggingarsjóðinn. Áð sama skapi virðast stjómvöld ekki gera sér grein fyrir því að ferða- þjónusta er í eðli sínu samkeppnis- og eða útflutningsgrein. Útflutn- ingsgreinar og samkeppnisiðnaður njóta t.d. endurgreiðslu á uppsöfn- uðum söluskatti. Hugmyndin að baki endurgreiðslunni er að jafna samkeppnisaðstöðu þessara greina gagnvart erlendum aðilum sem búa flestir við virðisaukaskatt, sem hef- ur ekki sömu uppsöfnunaráhrif og söluskatturinn. Að sama skapi eru fiskveiðar og iðnaður undanþeginn launaskattsgreiðslum en t.d. hótel, bílaleigur og flugfélög þurfa að greiða launaskatt, þó svo meirihluti tekna þeirra sé af útlendingum. Endurgreiðslur á söluskatti til ferðamanna af vörum sem þeir kaupa hér á landi og taka með sér, vom teknar upp sl. október og er það að sjálfsögðu skref í rétta átt. Eftir stendur þó sú staðreynd að vara og þjónusta sem útlendingar neyta á Islandi, er eftir sem áður mun skattlagðari en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar og ekki virðist að framundan sé bjart- ari tíð. Þær breytingar sem verða hjá EB 1992 munu vafalítið gera samkeppnisaðstöðu íslenskrar ferðaþjónustu enn verri, miðað við óbreytt ástand. AÐVEIVTULJÓS ÚTISERÍUR Eigum landsins mesta úrval af aóventuljósum og útiseríum. Frábært vcrð. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16, s. 68 07 80. Hátt verð á matvöru fælir fólk frá íslandi Af öllum sköttum og skattbreyt- ingum hefur þó líklega enginn skað- að íslenska ferðaþjónustu eins og breytingarnar á söluskattsundan- þágum á síðasta ári. Við það hækk- aði smásöluverðið á matvælum og mat á veitingahúsum langt umfram almennar verðhækkanir. Ef tekið er tillit til þess hve matarkaup eru stór hluti af útgjöldum ferðamanna og einnig til þess hve raungengi íslenskrar krónu hefur verið hátt þá er ekki skrýtið þó ferðamenn sem koma hingað reki upp ramakvein. Það er ekki enn séð fýrir endann á þeim áhrifum sem breytingar á söluskattsundanþágum hafa, en kannski er sú staðreynd að svipað margir ferðamenn komu til landsins fyrstu 9 mánuði ársins og sömu mánuði í fyrra, vísbending um að samdráttur sé í nánd. Hvað er til bóta? Ferðaþjónustan í landinu ér nán- ast eina atvinnugreinin sem ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.