Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 Byrjað á fyrstu búseturéttarkerfí fyrr en nú nýlega. Það virðist mikil þörf fyrir félagið, á sínum tíma voru félagar á annað hundrað manns, en sumir þeirra eru að vísu örugglega búnir að kaupa nú. En nýir félagar bætast stöðugt í hópinn þannig að þörfín er fyrir hendi," sagði Gylfi. Fyrirkomulagið er þannig að Bú- seti fær lán frá Húsnæðisstofnun. Tvenns konar möguleikar bjóðast síðan fyrir félagsmenn. Annars veg- ar eru þær íbúðir sem byggðar eruá- „félagslegum grunni", eins og Gylfí orðaði það. Félagið fær þá 85% af byggingarkostnaði lánað og búset- inn greiðir 15%. Hins vegar er byggt í „almennu kerfí“ og þar þarf búset- inn að greiða 30% byggingarkostn- aðar. Tekju- og eignamörk eru sett til að fólk eigi möguleika á að byggja skv. fyrmefnda kerfinu, á sama hátt og í verkamannabústaða- kerfinu. Búsetinn sjálfur eignast aldrei meiri hlut í viðkomandi íbúð en sem nemur þeim hundraðshluta er hann greiðir í upphafi, en hann greiðir síðan ákveðna upphæð til húsfélags. „Við teljum atvinnuleysi ekki vera eðlilegan hlut“ — seg’ir Armann Helgason hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks Eyborg EA 59 í nýju fískihöfiiinni í gær. Nýja fiskihöfiiin; Morgunblaðið/Rúnar Þór Eyborg fyrst að bryggju EYBORG EA 59 lagðist í gær að bryggju í nýju fískihöfiiinni á Akureyri, og vígði þar með mannvirkið. Eyborgin, sem er 148 tonn að stærð, er fyrsta skipið sem leggst að á þessum stað, en bráðabirgða- aðstöðu hefur verið komið upp í höfninni, vegna mikillar eftir- spumar eftir leguplássi, til að skip geti legið þar yfir hátíðamar. Að sögn Guðmundar Sigur- bjömssonar, hafnarstjóra, hefur hafnarsvæðið verið dýpkað niður á sjö metra að hluta, en um 30 metra breið renna upp við legu- kantinn er fímm metra djúp. Leguplássið við kantinn er um 170 metrar að lengd og sagði Guð- mundur að í höfnina kæmust nú átta til tíu skip. í DAG verður undirritaður samn- ingur um byggingu fyrstu búseta- íbúðanna á Akureyri. Fram- kvæmdir eru um það bil að he§- ast, en það er eitt 12 íbúða fjölbýl- ishús við Melasíðu sem hér um ræðir. NÚ er verið að byrja að grafa fyrir húsinu og er það Trésmiðjan Fjölnir sem sér um allar fram- kvæmdir. Að sögn Gylfa Guðmars- sonar, formanns Búseta á Akur- eyri, er áætlaður byggingartími eitt ár. Félagið Búseti á Akureyri var stofnað 1984. „Félagið hefur verið í lægð, lán hafa ekki verið veitt í Heildverslun Valdemars flytur HEILDVERSLUN Valdemars Baldvinssoar hefiir fest kaup á húsi Höldurs sf. við Hvannavelli, þar sem Höldur rekur nú bíla- sölu sina með notaða bíla. Heildverslunin flytur í þetta nýja húsnæði um áramótin, en frá og með þeim tíma hefur Sæplast hf. á Dalvík tekið húsnæði heildverslun- arinnar, á mótum Tryggvabrautar og Árstígs, á leigu til þriggja ára fyrir starfsemi Barkar hf., sem framleiðir húseiningar, það fyrir- tæki keypti Sæplast í Hafnarfírði. Börkur hefur verið með rekstur í Hafnarfirði til þessa en flyst norður um áramót. Ekki er enn ljóst hvert Höldur sf. flytur bílasölu sína með notaða bíla, en nýja bfla selur fyrirtækið skammt frá — í einu húsa sinna við Furuvelli. Húsið sem heildversl- unin Valdemars kaupir við Hvanna- velli er um 500 fermetrar að flatar- máli, en hús verslunarinnar við Tryggvabraut rúmlega 1.700 fer- metrar. Baldvin Bjamason, skólameistari VMA, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að mikil ásókn hefði verið í að komast á námskeiðið í haust, 56 hefðu sótt um en einung- is 16 komist að. „Það er búið að lengja sjúkraliðanámið frá því í gamla daga, og konumar sem voru á námskeiðinu nú í haust komu alltaf í skólann einu sinni í viku, á fímmtudögum, og voru hér frá því um klukkan átta að morgni þar til að verða sex.“ Þær sem voru á þessu endurmenntunamámskeiði komu inn í bekk þriðja árs sjúkra- liðanema sem vom á sinni síðustu ÁRMANN Helgason, starfsmað- ur Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, hafði samband við Morgunblaðið og vildi andmæla því sem Þorleifiir Þór Jónsson, starfsmaður atvinnumálanefiid- ar, sagði í samtali við blaðið á miðvikudag, að eðlilegt sé að önn í skólanum og ástæðan fyrir því að takmarka varð aðgang að námskeiðinu var sú að fyllt var upp í 25 manna bekk — hinar 9 voru því að ljúka sjúkraliðanámi við skól- ann. Að sögn Baldvins eru allar horfur á að framhald verði á endurmennt- unamámi þessu, þó ekki verði það fyrr en næsta haust. „Við getum ekki haldið þessu áfram strax á seinni önninni þar sem við verðum ekki með 3. bekk í sjúkraliðanámi." Baldvin sagði það 3-4 ára verkefni að koma öllum þeim á endurmennt- atvinnuleysi verði á einhveijum tíma. „Félagið fysir að vita hvort at- vinnumálanefnd telji eitthvert at- innuleysi eðlilegt eða hvort þetta er einkaskoðun starfsmanns nefnd- arinnar. 'Við teljum atvinnuleysi unamámskeið sem sótt hefðu um og fleiri ættu hugsanlega eftir að bætast við þann hóp. „Fleiri en sóttu um hafa ugglaust áhuga,“ sagði hann. Elsta konan sem var á námskeið- inu nú var 63 ára og sú yngsta 35 ára. Baldvin sagði þá skólamenn hafa spurt koumar hvemig þeim hefði líkað í skólanum og voru þær allar mjög ánægðar nema hvað þær töldu að skipta þyrfti náminu á 2 daga í viku. „Þeim fannst þetta fullstíft, að vera svo lengi þennan eina dag sem þær voru hér, en bám sig þó hetjulega og fóm héðan mjög ánægðar,“ sagði skólameist- ari. Baldvin hélt stutta tölu í gær og afhenti konunum síðan skírteini sín. Hann sagði þær hafa sýnt mikinn ekki eðlilegan hlut. Við lítum svo á málið að það séu mannréttindi að hafa vinnu og þar af leiðandi skuli reyna að útvega mönnum vinnu við hæfí svo lengi sem þeir em vinnu- færir. Við viljum því mótmæla öllum hugmyndum um náttúrlegt at- vinnuleysi eins og mér virðist Þor- áhuga á náminu í vetur, og sagði fjarvistir leiða það berlega í ljós. Ein kvennanna hefði verið veik í tvo daga, önnur hefði verið kvalinn vegna bakverks um tíma, en hefði þó mætt og verið borin í gullstól í og úr tíma! Rjarvistir hefðu ekki verið aðrar. „Eftir að konumar höfðu fengið skírteini sín buðum við upp á kaffi og góðgæti og þeim vom síðan sýndar verknámsálmur skólans, sem þær höfðu aldrei komið í, Sum- ar höfðu meira að segja á orði að þær hygðust innrita sig í einhveijar þeirra — og heyrðist mér málmiðn- aðardeildin vekja mesta athygli, því þar væru svo falleg blóm og búnir til svo fallegir kertastjakar . . .“ sagði skólameistari í samtali við Morgunblaðið í gær. leifur vera að tala um,“ sagði Ár- mann Helgason. 86 aðilar hjá Álafossi höfðu skerta vinnu í nóvember Ármann vildi einnig leiðrétta það sem Þorleifur sagði um það starfs- fólk Álafoss sem hefði verið á at- vinnuleysisbótum vegna takmark- aðrar vinnu í síðasta mánuði. „Vinnutímaskerðingin sem varð hjá Álafossi er ekki inni í þeim tölum sem Þorleifur er með, eins og hann segir. Þessi skerðing er ekki skráð samkvæmt hefðbundinni skráningu hjá vinnumiðlun. Greiðslur vegna vinnutímaskerðingarinnar hjá Ála- fossi koma ekki til úthlutunar hjá úthlutunamefnd fyrr en í desem- ber, þannig að Þorleifur gæti ekki verjð með þessar tölur." Ármann sagði að alls hefðu 86 aðilar hjá Álafossi haft skerta vinnu í nóvember. Samtals væru það 359 bótadagar. Fjöldi ungs fólks meðal bótaþega eykst Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, bæj- arfulltrúi Framsóknarflokks, greindi frá því á bæjarstjómarfundi fyrir skömmu að við síðustu greiðslu atvinnuleysisbóta á skrif- stofu Verkalýðsfélagsins Einingar hefði 26% bótaþega verið á aldrin- um 16-20 ára. Armann Helgason hjá Iðju sagðist einnig kannast við að ungt fólk væri á atvinnuleysis- bótum þar. „Hér em níu ellilífeyris- þegar á atvinnuleysisskrá. Aðrir eru á vinnumarkaði, en 34 fengu greiddar atvinnuleysisbætur við síðustu greiðslu. Átvinnulausir í félaginu eru þó heldur fleiri — ég held að raunverulegur fjöldi sé um 40. Ármann sagði að vaxandi hluti atvinnulausra væri ungt fólk. „í fyrra var meginþorri atvinnulausra eldra fólk en meðalaldurinn er lægri nú. Það er greinilega þrengra á vinnumarkaðnum nú en í fyrra,“ sagði Ármann. Hann sagðist ekki hafa tekið saman hvernig bótaþeg- ar skiptust eftir aldri, en það þekkt- ist hjá Iðju að fólk yngra en tvítugt fengi greiddar bætur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sjúkraliðarnir sextán sem útskrifúðust í gær ásamt kennurum sínum og Baldvin Bjarnasyni, skólameistara Verkmenntaskólans. Sextán sjúkraliðar útskrifaðir SEXTÁN sjúkraliðar með eldra próf voru í gær útskrifaðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri eftir endurmenntun og var þetta í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er haldið utan sjúkraliðaskólans i Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.