Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988 Minning: Stefán M. Stefánsson Fæddur 14. mars 1965 Dáinn U.desember 1988 Erfítt getur reynst að varpa frá sér vægðarlausum skuggum Ekki verða þeir umflúnir. En meðan það tekst þá ertu sóiin sjálf. (Nátthrafnar 1975, Gylfí Gröndal) Hann Diddi okkar er allur. Hver skilur þetta? Hann sem var eins og stormsveipur, það var sama hvar eða í hverju hann var, allsstaðar sópaði af honum, enda kraftmikill og afgerandi. Ákveðnar skoðanir voru hafðar á öilu og sjaldan logn ef hann var nærri því glaðværðin hefur smitandi áhrif. Hann fæddist 14. mars 1965 og var sonur hjónanna Estherar Ás- geirsdóttur og Stefás Sigursælsson- ar, Diddi, eða Stefán Magnús eins og hann var skírður, ólst upp við mikið ástríki foreldra sinna og systra, þeirra Ástu, f. 4. október 1961 og Olgu Jóhönnu, f. 19. des- ember 1966. Á unglingsárum urðu straum- hvörf er inn í líf hans kom stjúp- faðirinn Jóhann Einarsson eftir að Esther og Stefán slitum samvistum. Samband þeirra Jóhanns og Didda var gott og virtu báðir skoðanir hvors annars. Diddi lagði fyrir sig húsasmíði og þar naut sín sköpunargleði hans og óhemju dugnaður. Hann var afar greiðvikinn, þó vinnan væri erfið var alltaf afgangs kraftur til að hjálpa þeim er til hans leituðu. Diddi lætur eftir sig unnustu, Sigríði Matthildi Guðjohnsen, og lítinn son, Ásgeir Amór, f. 3. októ- ber 1986, sem hefur erft dugnað og kraft pabba sírts og mun bera merki hans. Ég og fjölskylda mín sendum þeim mæðginum, elsku vinkonu minni Esther og fjölskyldu, föður Didda og öðrum ættingjum dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing þessa unga manns. Auður Bessadóttir Hann Diddi er dáinn, þessi ungi og efnilegi maður. Það er eitt af þessu óskiljanlega, en við skiljum ekki alltaf vegi Guðs. Við Esther mamma hans höfum verið nánar vinkonur frá því við vorum sex ára, oftar sem systur, enda bömin okkar eins og frænd- systkin. Mín böm töluðu um afa Geira, afa Sæla, ömmu Olgu, ömmu stuttu, ömmu löngu eins og þau ættu tilka.ll til þeirra líka. Ég hef þekkt Stefán frá fæðingu og heillaðist strax af honum. Hann var kraftmesta bam sem ég hef kynnst. Ef hann hjólaði á vegg, þá var það af því að veggurinn var fyrir honum, enda dugði ekki eitt hjól. Við fjölskyldumar áttum góða daga í sumarbústað ömmu Olgu og afa Sæla við Þingvallavatn. Þar nutu þeir sín vel, feðgamir, á bátn- um úti á vatni. Samband þeirra var náið og áhugamál mörg þau sömu. Það var gaman að fá Stefán í heimsókn frá afa og ömmu í Drápuhlíð, því þar fóru saman hug- ur og hönd, amma Olga leiðbeindi honum við að búa til ýmislegt, og er mér minnisstæðust myndin sem hann málaði aðeins fimm ára og gaf mömmu sinni. Ekki megum við gleyma stund- unum hjá ömmu stuttu og ömmu löngu, og með afa Geira. Svo leið tíminn og Stefán gerðist smiður, „þúsundþjalasmiður", það sést best í húsinu herinar mömmu hans, þar sem hann átti mörg hand- tök. Það var gaman kvöldið sem Ás- geir Amór fæddist, þá vorum við mamma hans að undirbúa skímar- veislu hjá Ástu systur Stefáns. Þá var gleði í bæ og hann stoltur og hamingjusamur faðir, enda eignað- ist hann myndarlegan son með ynd- islegri Siggu Möttu. Við eigum öll eftir að sakna glaða og glettna andlitsins og hnyttinna tilsvara Stefáns. Þú ljós sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gepum bárur brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyr. (Matth. Jochumsson) Kæri Stefán,_ Olga, Sigursæll, amma Ásta, afi Ásgeir, Bragi, Olga, Ásta, Jóhann og elsku Esther mín, við eigum yndislegar minningar um Didda og þær verða okkur dýrmæt- ur sjóður. Ámý Þ. Hallvarðsdóttir Sunnudagurinn 11. desember rann upp. Fullur eftirvæntingar hélt ég heim á leið að utan frá að hitta unnustu og vini. Jólaundirbún- ingurinn var í algleymingi vissi ég. Afmæli góðs vinar, þar sem við gömlu félagamir hittumst helst í seinni tíð, var um garð gengið. Þessi árvissa afmælisveisla er okk- ur krökkunum í Ölduselsskóla mjög kær. Við hittumst ekki mjög oft nú orðið, en þarna treystum við vináttuböndin sem hnýtt vom þegar í bemsku. En við heimkomuna bíða mín í senn hörmulegar og dapurleg- ar fréttir. Einn af gömlu bemsku- vinunum, Stefán Magnús Stefáns- son, hafði látist þá um morguninn. Sorgin er sár og minningamar bijótast fram ein af annarri. Leiðir okkar Stefáns lágu fyrst saman haustið 1977 í Öldusels- skóla. Tveir baldnir strákar sem urðu góðir vinir, enda þótt aðalá- hugamálin lægju ekki saman á þessum ámm, því að ég var með ólæknandi boltadellu en Stefán var gripinn skammtíma bfladellu. Hann hélt skrá yfir alla fínustu bfla bæjar- ins og mér þótti mikið til koma. Seinna eignuðumst við vininn Krist- in Tómasson. Það var þusað og þrætt eins og stráka er siður, en við stóðum allir sem einn ef á ein- hvem okkar var deilt eða ráðist. Með okkur þremenningunum tókst góð vinátta. Við hittumst á hveijum degi í skólanum sem utan hans, spiluðum fótbolta eða lékum aðra strákaleiki. Við vomm heimalning- ar hver hjá öðmm, þekktum for- eldra og systkini hver annars, en ættfræðin kom okkur ekki við. Stefán var í sambúð með unn- ustu sinni, Sigríði M. Guðjohnsen, og áttu_ þau saman tveggja ára dreng, Ásgeir Amór. Okkur þótti Stefán ótrúlega dug- legur og drífandi við hvað eina sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var athafnamaður mikill til orðs og t Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÚLFARJACOBSEN, Sóleyjargötu 13, andaöist í Landspítalanum aö morgni 15. desember. Bára Jacobsen, Sofffa Jacobsen, AuðurJacobsen, Hilmar Jacobsen, Egill Jacobsen, Jóhanna Guðjónsdóttir og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, ELÍNBORGAR JÓNASDÓTTUR, Lækjarseli 7, fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 16. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda, Steinbjörn Jónsson. t Elskulegur sonur okkar, faðir og unnusti, STEFÁN MAGNÚS STEFÁNSSON, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag föstudaginn 16. des- ember kl, 13.30. Esther Ásgeirsdóttir, Stefán Sigursælsson, Ásgeir Arnór Stefánsson, Sigrfður Matthildur Guðjónsen. t Fóstursonur minn, sonur minn, bróöir okkar og fósturbróöir, ÞORSTEINN BRYNJÓLFUR PÉTURSSON bóndi, Ytra-Felli, Dalasýslu, verður jarðsunginn frá Staöarfellskirkju laugardaginn 17. desember kl. 13.30. Bílferð verður frá Umferðarmiöstööinrii kl. 8.00 árdegis. Halldóra Ingirfður Ólafsdóttir, Pótur Ólafsson, Jóhann G. Pótursson, Ólafur Pótursson, Einar G. Pótursson, Agnes Pótursdóttir, Björgvin H. Kristinsson. t Útför HJÁLMS ÞORSTEINSSONAR fyrrum bónda, Skarði, Lundarreykjadal, fer fram frá Lundarkirkju mánudaginn 19. desember kl. 14.00. Edda Guðnadóttir, Þorvaldur Guðnason. t Útför eiginmanns míns, BJÖRGVINS ÞORSTEINSSONAR, Kirkjuvegi 11, Keflavfk, r fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 17. desember kl. 14.00. Jarösett verður í Kirkjuvogskirkjugaröi í Höfnum. Blóm afbeðin en þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á D-álmu sjúkrahúss Keflavíkur. Guðrún Ólafsdóttir. t Útför móöur okkar, MARGRÉTAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Hvftárdal, Hrunamannahreppi, fer fram frá Hrunakirkju laugardaginn 17. desember kl. 14.00. Blóm og kransar afbeðin en þeir sem vildu minnast hennar, eru beönir að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Rútuferð verður frá BSÍ kl. 11.30 sama dag. Fyrir hönd vandamanna. Börnin. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR JÓNSSONAR, Eyjahrauni 7, Vestmannaeyjum, sem lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánudaginn 12. desember fer fram frá Landakirkju laugardaginn 17. desember kl. 14.00. Lflja Sigurðardóttir, Arngrfmur Magnússon, Þóra H. Egilsdóttir, Sigrfður Magnúsdóttir, Bragi Steingrfmsson, Guðný Steinsdóttir, Richard Sighvatsson, barnabörn og barnabarnabörn. æðis og neitaði að hætta hálfklár- uðu verki. Stefán lærði til smiðs og þótti bæði duglegur og góður sem slíkur. Stefán vinur okkar lést langt um aldur fram og við erum mörg sem söknum hans sárt, þó söknuður og missir lítils drengs hljóti að vera sárari en orð fá lýst. Við vinimir sendum litla Ásgeiri Amóri og öll- um aðstandendum öðmm okkar dýpstu samúðarkveðjur. Valdlmar Grímsson Kristinn Tómasson I dag kveðjum við vin okkar og vinnufélaga Stefán Magnús Stef- ánsson. Við minnumst hans fyrst 15 ára er afí hans birtist með stutt- an og snaggaralegan strák. Stefán hafði þá ákveðið að læra húsa- smíði. Hann var ekki lengi búinn að vera með okkur þegar við sáum að þama var einstakt smiðsefni á ferð. Hann var ákveðinn og traust- ur félagi sem ætíð var tilbúinn að rétta hjálparhönd og lét þá oft einkamál sín sitja á hakanum. Úti- vem kynntist Stefán á unga aldri og má með sanni segja að hér var á ferð mikið náttúmbam sem kleif kletta, óð ár og hafði prófað flestall- ar íþróttir svo sem fallhlífarstökk og sjóskíði. En hug hans allan átti veiðimennska og er óhætt að segja að hann hafi verið þar öðmm fremri. Það vom harmi slegnir félagar er sátu í kaffiskúmum á mánudags- morgni eftir að fréttist um fráfall Stebba. Við vottum Siggu, syni þeirra, foreldmm og aðstandendum okkar dýpstu samúð. Vinnufélagamir Þegar síminn hringdi að afliðnu hádegi sunnudaginn 11. desember, og mér tilkynnt að nemi minn og fyrrverandi starfsmaður, Stefán M. Stefánsson, hefði látist af slys- fömm þá um morguninn, varð ég sem felmtri sleginn. Gat það virkilega verið, maður í blóma lífsins? Slík fregn heggur svo nærri tilfínningalífí manns að hugs- un lamast, orð fá ekki útrás því þau megna svo lítils. Það sem fyrst kemst að er að biðja til Guðs, um náð og miskunn 'hinum látna og styrk í þrautum og sorg syrgjenda. Stefán fæddist í Reykjavík, for- eldrar hans vom Ester Ásgeirs- dóttir og Stefán Sigursælsson. Unn- usta Stefáns M. Stefánssonar var Sigríður Guðjohnsen og áttu þau einn son, 2 ára, Ásgeir Amór. Það var á vordögum 1982, að til mín kom 17 ára unglingur hressi- legur og bjartur yfírlitum, með kveðju til mín frá afa sínum, Sigur- sæli Magnússyni veitingamanni, og án frekari vífílengna hvort það stæði ekki er ég hefði lofað honum, og sagði svo án þess að hika: „Ég hef áhuga á að læra hjá þér.“ Ég var þá að byggja fyrir Blindrafélag- ið við Hamrahlíð. Það varð svo að samkomulagi að hann hóf vinnu daginn eftir og nám í húsasmíði litlu síðar. Stefán hafði ekki verið lengi í vinnu þegar honum hafði tekist að heilla svo smiðina er með honum unnu með leiftrandi fjöri, áhuga- semi og dugnaði, að hann var eftir skamman tíma kominn í þeirra hóp, því allt það, er hann var beðinn að gera og tilheyrði smíði, vann hann af stakri samviskusemi og ná- kvæmni. Það duldist ekki við fyrstu kynni, er Stefán hóf starfsferil sinn að þar fór mikið mannsefni, vel kostum búinn til hugar og handar, til þess starfs er hann hafði helgað sér. Starfsævi Stefáns varð ekki löng, aðeins sex ár eftir að fundum okk- ar bar fyrst saman. Nú á kveðju- stund, sem bar að svo miklu fyrr en nokkurn gat órað fyrir, þakka ég honum allar okkar samveru- stundir, sem aldrei bar skugga á, um leið bið ég honum velfamaðar á æðri brautum tilverunnar. Ástvinum Stefáns öllum bið ég guðsblessunar, að þau megi í sorg sinni og söknuði finna styrk í minn- ingunni um góðan dreng, og í bæn- um sínum, sjálfum sér og honum til styrktar. „ Friður sé með sálu hans. Frið- helg veri minning hans. Þórður Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.