Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 Akureyrarbréf um áramót eftir LeifSveinsson Fokkervélin er tveim tímum á eftir áætlun. Það kemur sér oft vel, að seinkun verður, þá er meiri tími til að pakka í töskur, færri hlutir gleymast. I sætinu fyrir fram- an okkur situr ungur drengur, sá er hress í bragði og tekur vel eftir öllu. Þessi þriggja ára snáði segir við pabba sinn og bendir á hjól flug- vélarinnar: „Sjáðu lappimar á henni.“ Síðan tilkynnir flugstjóri brottför, en þá startar eitthvað seint og gellur þá í stráksa: „Pabbi, af hvetju ansar hún ekki?“ Loks ansar Fokkerinn samt startinu og flugið til Akureyrar er hafið. Útsýni á leið- inni er lítið sem ekkert, og eftir þtjá stundarfjórðunga er lent á Akureyrarflugvelli. Við hjónin kom- um ekki tómhent til Akureyrar, því við höfum meðferðis málverk frá 1914 eftir Kristínu Jónsdóttur af Glerárfossi. Það er vel búið um myndina, hún kemst óskemmd norður og upp á vegg hér í Tjarnar- lundi er hún komin og nýtur sín frábærlega vel á góðum mynda- vegg. Þetta er olíumálverk 50x70 sm. Þetta eru fýrstu áramót okkar hér á Akureyri, flughálka er búin að vera hér alla fimm dagana frá 29. desember, tveggja stiga hiti með meinlausum rigningarúða oft- ast nær. Við kaupum okkur kuld- astígvél frá Kóreu með innbyggðum mannbroddum til þess að hafa við hálkunni og dugir varla til. Einn skuggi er á áramótunum hér á Akureyri. Sundlaugin er lokuð vegna viðgerðar. Eg hitti sundlaug- arfélaga mína í miðbænum og þeir hafa sömu sögu að segja, mikill söknuður að hafa ekki aðgang að lauginni, en einhvem tíma verður að fá að sinna viðhaldi, svo nú á að hittast í lauginni þann 4. jan., þegar opnað verður á ný. A gamlaárskvöld geng ég niður í bæ til að hlýða á messu hjá séra Þórhalli Höskuldssyni. Honum mælist vel að vanda og fannst mér hann hafa mig sérstaklega í huga, þar sem ég átti það erindi norður að ganga frá fasteignakaupum, er hann sagði í ræðu sinni: „Auður er sem augabragð, hann er valtast- ur vina." Hallgrímskirkja og Akur- eyrarkirkja höfðu skipti á organist- um um þessi áramót, Hörður Áskelsson kom að sunnan, en org- anisti þeirra Akureyringa lék í Hall- grímskirkju í staðinn. I messulok lék Hörður fúgu eftir Bach og var það undurfagurt verk á að hlýða. Hálf var ég myrkfælinn að bijótast upp í Tjamarlund í flughálkunni, svo ég sníkti mér bílfar hjá Sig- mundi Magnússyni vélfræðingi og konu hans, sem vom við messuna. Hann er öryggismálastjóri Norð- lendinga, svo sú ferð gekk hnökra- laust. Á nýársdag las ég húslestur hér heima fyrir okkur hjónin, Árin og eilífðin, prédíkun eftir afa minn, Harald Níelsson, ætluð til flutnings á nýársdag. „Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta" (Sálm. 90,12) er upphafið hjá séra Haraldi. 68 ár em nú liðin frá því, að Pétur Oddsson hinn merki athafnamaður í Bolungarvík gaf út fyrra bindi af Árin og eilífð- in og er efni þessa ræðusafns ennþá í fullu gildi, svo segja má að efni Leifiir Sveinsson þess sé sígilt. Veri Pétur Oddsson ævinlega blessaður fyrir framtak sitt. Akureyringar em mjög skotglað- ir um áramót. Þegar líða tók að miðnætti á gamlaárskvöldi heyrðust látlausir skothvellir, flugeldum var skotið hátt á loft og var ekki að sjá nein kreppumerki á öllum þeim ósköpum. Engin veitingahús em opin hér á Akureyri á gamlaárs- kvöld eða nýársdag, svo við borðum okkar hangiket hér heima í róleg- heitum. Á nýársdag var svo skotið á loft þeim flugeldum, sem ekki vannst tími til að skjóta á loft á gamlaárs- kveld, en annars var dagurinn mjög rólegur, enda vinnudagur daginn eftir, áramótin eins og venjuleg helgi. Nú em tæp 52 ár síðan ég kom fyrst til Akureyrar, mér leist strax vel á staðinn, enda bjó ég þá í Höphnershúsinu hjá frænku minni Sigríði Davíðsson, ekkju Hallgríms Davíðssonar hins kunna sæmdar- manns. Gestrisni hennar og bama hennar urðu ákvarðandi hvað hug minn til Akureyrar varðar, og sann- ast þar hið fornkveðna, lengi býr að fyrstu gerð. Oft hefí ég verið spurður, hvað mér fínnist einkenna Akureyringa og hefi ég þá venjulega svarað: „Þeir em ekkert að biðjast afsökun- ar á því, að þeir séu til.“ Þeir bera höfuðið hátt, enda þannig veðrátta nyrðra, að þar er ekki nema um tvennt að velja, að duga eða drep- ast. Akureyringar hafa valið að duga. Byggingariðnaðurinn hefur tekið mikinn fjörkipp hér á Akureyri. í hitteðfyrra var byijað á 4 húsum, en nú er allt á fullu, alls staðar byggingarkranar, enda orðin vand- ræði að fá íbúðir keyptar hér. Til samanburðar má geta þess, að á ámnum 1977-9 vom um 200 íbúðir byggðar hér á ári. I símaskránni em um 23 trésmíðaverkstæði á Akureyri og nágrannasveitum. Þar virðist engin kreppa í uppsiglingu. Hinni miklu viðgerð á Akureyrar- kirkju er nú Iokið og standa vonir til þess, að unnt verði að taka hið nýja safnaðarheimili í notkun á ár- inu. Akureyringar em miklir kirkj- unnar menn, hafa alltaf verið heppnir með presta og nú þjóna Akureyri þijú valmenni, þeir Birgir Snæbjömsson, Þórhallur Höskulds- son og Pálmi Matthíasson. Það er mikil og þung ábyrgð að hlú þann- ig að minningu Matthíasar Joc- humssonar, að sæmd sé að. Hann var risi í andlegum efnum og gera Akureyringar sér það vel ljóst. Mættu önnur bæjarfélög taka sér Akureyringa til fyrirmyndar í þessu efni. Nú vilja allir flýta sér suður til Reykjavíkur, 16 manns á biðlista á undan okkur hjónum. Vomm sein að panta heimför. Hálkan er enn söm við sig. Ég gekk við tvo skíða- stafí einn daginn til stuðnings og var þó með mannbrodda undir vaðstígvélunum. Næst ætla ég að koma með skauta hingað norður. Okkur tekst að tryggja okkur far í býtið í fyrramálið, svo nú er að Ijúka þessari ævintýraviku, sem seint mun úr minni okkar líða. Gleðilegt ár. Akureyri, 4. janúar 1989. Höfundur er lögfræðingur. SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 UPPLÝSINGAÖLDIN ER GENGIN í GARÐ - TELEFAXTÆKIN FRÁ SIEMENS ERU HÉR! Við bjóðum tvær gerðir telefaxtækja frá einum virtasta framleiðanda fjarskiptabúnaðar í heiminum. Á nýju ári eru strengd heit um hagkvæmni í rekstri, hröð og vönduð vinnubrögð. Kynntu þér verð og kosti telefaxtækjanna frá SIEMENS. HF 2301 Fyrirferðarlítið skrifborðstæki Tækið býður m.a. upp á eftirfarandi möguleika: ■ 16 stiga gráskali. Fínstilling, andstæðustilling. ■ Sjálfvirk móttaka. ■ 5 blaðsíðna sjálfvirk mötun. ■ Tekur álíka rými á borði og símaskráin. HF 2303 öflugt og fjölhæft tæki Sömu aðgerðir og HF 2301 og auk þess m.a.: ■ Klukkustýrð sending. ■ Sjálfvirkt endurval númers fjórum sinnum á þriggja mín. fresti ef móttakandi er á tali. ■ Skammval og hraðval. ■ Sendir skjöl upp í A-3 stærð. ■ Sjálfvirkur skjalamatari fyrir 30 bls. ■ Stafaskjár. ■ Valskífa á tæki. ■ Pappírshnífur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.