Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIfr ÞRIÐJUDAGUR M>. JANÚAR 1089 19 Gerald Clarke sæmdur riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu: „Er stoltur af því hlutverki sem Cold- water gegnir í íslenzku efnahagslífi“ „ORÐUVEITINGIN er mér mikill heiður. Ég hef þjónað íslandi og Coldwater vel og Coldwater hefiir reynzt mér vel. Mér þykir vænt um að fá viðurkenningu af þessu tagi og ég er stoltur af þvi hlut- verki, sem við gegnum i íslenzku efiiahagslífí. Ég er því mjög stolt- ur af þessum heiðri,“ sagði Gerald Clarke, fjármálastjóri og aðstoðar- forstjóri Coldwater Seafood Corporation, í samtali við Morgun- blaðið. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sæmir Gerald Clarke í þessari viku riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu fyrir störf á sviði útflutnings sjávarafurða í þágu íslenzku þjóðarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Coldwater hefur starfað frá árinu 1947 og hefur árlega, frá miðjum áttunda áratugnum selt sjávaraf- urðir innan Bandaríkjanna fyrir um 200 milljónir dollara, tæpan milljarð á núverandi gengi. Mest varð salan á einu ári 235 milljónir dollara, 11,6 milljarðar króna. Fjárlög íslenzka ríkisins fyrir þetta ár hljóða upp á um það bil 77 milljarða króna. „Fiskskortur hefur á stundum dreg- ið úr mögulegri sölu okkar,“ segir Clarke, sem byijaði hjá Coldwater 1971. „Stöðuheiti mitt hjá Coldwater er aðstoðarforstjóri og fjármála- stjóri. Helztu viðfangsefni mín hafa verið fjármálin og yfirstjóm skrif- stofunnar, umsjón með gangi starf- semi fyrirtækisins í Cambridge og Boston. Það má því segja ég hafi haft afskipti af flestum hlutum öðr- umen sölu. Ég get nefnt marga hluti, sem mér hafa verið ánægjulegir í starf- inu. Það hefur verið ánægjulegt að sjá fyrir tækið dafna og ná þeirri stærð, sem það hefur náð. Verk- smiðjan í Cambridge var byggð 1968 og síðan tvöfölduð 1971. Upp- bygging aðstöðunnar í Boston hófst 1974 og skifstofan var byggð í Rowayton 1980. Öll þessi upp- bygging hefur verið greidd af hagn- aði af rekstri fyrirtækisins. Það segir sína sögu um stjómendur fyr- irtækisns frá upphafi, að svo langt hefur verið náð, sérstaklega þar sem hlutafé upphaflega var innan við hálfa milljón dollara. Jafnframt hefur eigið fé vaxið jafnt og þétt og var, fyrir hið slaka ár í fyrra, farið að nálgast 20 milljónir dala, tæplega milljarð króna. Það má því segja að góður árangur hafi náðst með tilliti til lítils hlutafjár í upp- hafí. Auðvitað á fiskurinn frá Is- landi sinn stóra þátt í þessari vel- gengni. Ég er líka stoltur af hinu hæfa starfsfólki okkar, sem í dag telur allt að 500 manns. Vinnuandi er góður og meðal annars þess vegna hefur góður árangur náðst. Þegar ég kom til Coldwater, vom ýmsir þættir hjá fyrirtækinu ekki nægilega skipulagðir. Birgðahald og fleiri þættir vom ekki tölvufærð- ir og upplýsingar um daglegan gang mála því ekki nægilega góð- ar. Eg átti því þátt í því að móta starfsemina og framtíð nokkuð gró- ins fyrirtækis. Ein aðalástæða þess að ég gekk til liðs við Coldwater, var sú, að Gerald Clarke skattayfírvöld ákærðu fyrirtækið, Mál, sem snérist um að Coldwater væri að flytja eignir til íslands með því að greiða of hátt verð fyrir hrá- efnið og þannig að komast hjá sköttum. Það hefði að öllum líkind- um riðið fyrirtækinu að fullu, hefði málið tapazt. Ég held að um 15 milljónir dollara hafí verið að ræða auk mögulegra sekta og vaxta, tæplega 740 milljónir á núverandi gengi. Málinu lauk 1979 og vannst það í öllum meginatriðum og við þurfum aðeins að greiða um 750.000 dollara. Sú úrslit vom auð- vitað mjög ánægjuleg fyrir fyrir- tækið. Mér hefur einnig þótt mjög vænt um hve mikils trausts íslenzk fram- leiðsla og vömmerkið yIcelandic“ nýtur í Bandaríkjunum. Ég er stolt- ur af því að hafa átt þátt í að byggja það traust upp. Það er hlut- ur, sem við verðum að viðhalda. Við reynum stöðugt að flýta greiðslum til þeirra, sem sjá okkur fyrir hráefni. Ég veit að það em ekki allir ánægðir nú, en við von- umst til að með góðri föstu getum við bætt okkur. Vegna mikils rekstrartaps á síðasta ári, höfum við orðið að hægja á ýmsum greiðsl- um til banka og framleiðenda. Von- andi ryðjum við þessum hindrunum úr vegi okkar,- Nú er nýlokið einhveiju erfíðasta ári í sögu Coldwater. Það hefur dregið úr bjartsýni okkar og valdið óvissu. Við emm samt sem áður bjartsýnir á að hlutimir snúist okk- ur í hag og vonumst til að geta skilað hagnaði á þessu ári. Markað- urinn breytist stöðugt, til dæmis með tilkomu ódýrra fisktegunda eins og Alaska-ufsa og Suður- ameríku-lýsings. Sala þessara teg- unda hefur valdið nokkmm óróa á markaðnum. Við verðum að bregð- ast við þessum breytingum og helzta ráðið er að leggja enn meiri áherzlu á gæðin en áður. Við emm þekktir fyrir gæði. Takist okkur áfram að vera með bezta fiskinn á markaðnum, getum við treyst því að fá gott og sanngjamt verð. Gæði um fram állt tryggja okkur beztu stöðuna. Framleiðendur mega alls ekki falla í þá gryfju, að telja sér mögulegt að senda vestur um haf, físk, sem ekki er fyrsta flokks, . þrátt fyrir að fisk vanti inn á mark- aðinn. Slík getur valdið okkur vand- ræðum, þegar til lengri tíma er lit- ið. í langan tíma hefur okkur tekizt að ná hærra verði en flestir aðrir framleiðendur í heiminum, svo sem Kanadamenn. Þeir hafa tekið sig verulega á undanfarin misseri og við verðum að halda forskotinu áfrarn," sagði Gerald Clarke. rumlega 200Kópavogi s. 40460og 40461 OOOAkureyri s. (96)26662

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.