Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 35 Sigurður Sigurðs- son — Minning Fæddur 20. apríl 1954 Dáinn 29. desember 1988 Þegar mér barst sú sorgarfrétt að Siggi væri látinn varð ég algjör- lega agndofa. Ég og vinnufélagar mínir viljum minnast hans með nokkrum orðum. Siggi var að vinna með okkur hjá Sólningu í Kópa- vogi. Hann var alltaf hjá okkur á haustin við að negla hjólbarða, og kölluðum við hann alltaf Sigga yfir- neglara. Hann var elskulegur, lífsglaður ogmjögvingjamlegur, félagslyndur og fullur af áhuga á því sem hann tók sér fyrir hendur. Ég man alltaf eftir einu atviki sem gerðist þegar hann var að negla. Þá sagði hann við mig: Heyrðu Bjami, á ég ekkert að negla í dag? Jú, jú, svaraði ég. Ég fór inn á lager og náði í þijátíu hjólbarða sem ég staflaði upp, fyrir aftan hann. Viti menn, þegar Siggi var á vélinni hrundi stæðan yfir hann, hann kom til mín alveg óður og sagði: Þú ert stórhættulegur, en á sömu stundu sneri hann sér að mér brosandi og sagði: Komdu félagi, við skulum fá okkur góðan smóktíma. Við vinnufélagar Sigga kveðjum hann með söknuði. Fæmm móður hans, börnum og öðm venslafólki innilegar samúðarkveðjur. Bjarni Magnússon stundaði Sigurður ýmis störf sem unglingur og ungur maður, var m.a. til sjós. Hann var mjög laginn við allar viðgerðir á vélum og árið 1982 hóf hann störf hjá Kirkjugörð- um Reykjavíkur og annaðist við- gerðir og viðhald á sláttuvélum. Arið 1985 tók hann þá ákvörðun að nýta reynslu sína og stofna eig- ið verkstæði sem hann og gerði, og nefndi fyrirtækið Amboð. Tók hann að sér viðgerðir á sláttuvélum, rafstöðvum o.fl. Einnig tók hann að flytja inn ýmis tæki og áhöld sem viðkoma skógrækt og gegndi hann því starfi til dauðadags. Tvítugur að aldri kvæntist Sig- urður Lindu Ingvadót.tur, en síðar skildu leiðir þeirra. Þau áttu saman tvö böm, Sigurpál, fæddan þ. 25.10.75 og Sigurbjörgu, fædda þ. 26.02.81. Unnustu eignaðist Sig- urður er hann var tæplega þrítugur að aldri, Björgu Rúnarsdóttur, og áttu þau eitt barn, Maríu Kolbrúnu, fædda þ. 26.07.83. Leiðir þeirra Sigurðar og Bjargar skildu fyrir tveimur ámm. Það er erfitt að sætta sig við þegar svo ungur maður og góður vinur, sem Siggi var, kveður svo skyndilega. Það er sárt að missa svo vænan og blíðan dreng sem svo gott var að leita til, bæði í sorg og gamni. Siggi var mikill vinur vina sinna og vildi allt fyrir þá gera og lét ekki sitja við orðin tóm, heldur sýndi það í verki. Ávallt var hann hress og skemmtilegur og hafði næmt auga fyrir skoplegum hliðum hlutanna. Sá eiginleiki er okkur mönnunum mikilsverður og alltaf var Siggi boðinn og búinn til að létta undir með öðmm að því leyti sem og að öðm. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja okkar kæra vin sem nú er lagður af stað í ferðalagið mikla sem fyrir okkur öllum liggur og biðjum Guð að gefa honum góða heimkomu í landi ljóss og friðar. Við vottum unnustu hans, Emu M. Viggósdóttur, börnum og öðmm ástvinum innilega samúð. Minning- in um Sigga okkar mun ætíð lifa í hugum okkar. Sævar Egilsson og Ingibjörg Jafetsdóttir. SKAJTHLUTMLL OG PERSÓNUAFSIÁTTUR Hinn 29. desember síðastliðinn lést Sigurður Sigurðsson, sem bú- settur var hér í Reykjavík. Sigurður var sonur hjónanna Svanhildar Siguijónsdóttur og Sig- urðar Siguijónssonar. Þau hjónin áttu fjóra drengi og var Sigurður þeirra yngstur. Hann eignaðist síðan litla systur sem honum þótti aftur vænt um og undi sér löngum við að gæta hennar og aka út um allan bæ í kermnni hennar. Að loknu skólanámi í Reykjavík Borgarnes: Verkalýðs félögin með kynfræðslu Verkalýðsfélag Borgarness og Verslunarmannafélag Borgar- ness halda námskeið undir heit- inu „Kynfræðsla í dag“, laugar- daginn 14. janúar, í Snorrabúð. Stéttarfélögin í Borgarnesi hafa á liðnum ámm haldið mörg nám- skeið um ólík efni og hefur þátttaka yfirleitt verið góð. Aðstaða til fræðslustarfs í Snorrabúð er ágæt en þar em stéttarfélögin til húsa. Námskeiðið Kynfræðsla í dag er haldið í samvinnu við Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Kyn- fræðsluná. Leiðbeinandi verður Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkmn- arfræðingur og kynfræðingur, en hún stundaði einmitt framhaldsnám í Bandaríkjunum um kynfræðslu. Hún hefur haldið mörg námskeið og fyrirlestra að undanfömu fyrir almenning og starfsfólk heilbrigðis- stétta. Þetta er í fyrsta sinn sem verka- lýðsfélög bjóða félagsmönnum sínum fræðslu um kynlíf og er það dæmi um opnari og meiri umræðu um þessi mál í sinni tíð. Aðaltil- gangur námskeiðsins er að eyða fordómum og vanþekkingu í kyn- ferðismálum og fræða um vanda- mál á þessu sviði. Námskeiðið hefst kl. 9.00 og lýk- ur um kl. 18.00 og verður haldið í Snorrabúð, Gunnlaugsgötu 1, Borg- amesi. Þátttakendur þurfa að skrá sig á skrifstofu Verkalýðsfélags Borgarness. ÁRÐ 1989 Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för meö sér aö ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiöanda ber hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæö persónuafsláttar ? við útreikning staögreiðslu. Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem fram kemur á skattkorti hans. @ RSK RÍKISSKATTSTJÓRI (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.