Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.02.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1989 17 Morgunblaðið/Frfmann Ólafsson Maria Sveinsdóttir, t.v. og Rósa Signý Baidursdóttir lesa úr verk- nm skáldanna. Snemmbúnir Vor- dagar í Grindavík Grindavík. BÓKASAFN Grindavikur hélt sina árlegu vordaga snenuna á þessu ári eða i byijun góu. Vordagar Bókasafnsins hafa ver- ið haldnir á páskum undanfarin 5 ár í félagsheimilinu Festi, Grindavík, með myndlistarsýningu, tónlist og uppiestri úr bókum. Iár ákvað bókasafnsnefnd að halda snemmbúna vordaga með breyttu sniði. í stað þess að fá aðkeypta skemmtikrafta eins og venja hefur verið undanfarin ár var dagskráin „heimatilbúin“. María Sveinsdóttir íslenskunemi I HÍ tók að sér að kynna skáldin Jónas Hallgrímsson og Kristján Jónsson Fjallaskáld og lesa úr verk- um þeirra ásamt Rósu Signýju Baldursdóttur nema í KHÍ, en báð- ar eru þær búsettar i Grindavík. Dagskráin byggðist á æviatrið- um skáldanna, einkenni rómantíkur og lestri úr verkum þeirra. Var hún að mati þeirra er hlýddu vel úr garði gerð og áheyrileg. Kynningin endaði á kyngimögnuðum lestri á Þorraþræl Kristjáns og var ekki laust við að gestir fyndu Kára í jötunmóð læðast niður bakið á sér. Hvalveiðistefna Sjálfstæðisflokksins eftír Harald Blöndal Ámi Gunnarsson, sem er með stærsta pólitíska merarhjartað á íslandi, hefur í nokkrar vikur verið hrínandi vegna hvalamálsins. Nokkrir sjálfstæðismenn virðast hafa tapað áttum vegna hávaðans. Er því nauðsynlegt að undirstrika eftirfarandi: 1. Sú stefna í hvalamálinu, sem Halldór Ásgrímsson hefur túlk- að og veitt forustu, var ákveðin í fyrri ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar, m.a. í nánu samstarfi við þáverandi ut- anríkisráðherra Geir Hall- grímsson, formann Sjálfstæðis- , fiokksins. 2. Þessari stefnu var fram haldið f utanríkisráðherratíð Matt- híasar Á. Matthiesen. 3. Stefnunni var enn fram haldið í ríkisstjóm Þorsteins Pálsson- ar, formanns Sjálfstæðis- flokksins. 4. Á öllum landsfundum Sjálf- stæðisflokksins frá því að nú- verandi hvalastefna var mótuð, hafa verið samþykktar sérstak- ar yfirlýsingar um stuðning við þessa stefnu. „Staðreyndin er sú, að Halldór Ásgrímsson, hefixr í hvalamálinu sýnt af sér skapstyrk og festu.“ Af þessu er ljóst, að sú stefna, sem Halldór Ásgrímsson hefur fylgt í hvalamálinu, var mótuð í samráði við formenn Sjálfstæðisflokksins og leiðtoga hans og verið studd sér- staklega af Landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Það em því hrein svik við stefnu Sjálfstæðisflokksins, ef nú á að hvika frá þessari stefnu, — og það skömmu áður en náð er landi. Það er óþarfi að láta bátinn farast í lendingunni, þótt merar- hjartað ærist af hræðslu og skjálfí undir þóttunum. Halldór Ásgrímsson hefur legið undir stanslausum árásum hugleys- ingja og grænfriðunga undanfamar vikur. Sumir af frammámönnum Sjálfstæðisflokksins hafa glapist á að taka undir þessar árásir til þess að ná fram stundarávinningi gegn Framsóknarflokknum. Slíkar árásir hljóta allir ærlegir Sjálfstæðismenn Haraldur Blöndal að harma. Staðreyndin er sú, að Halldór Ásgrímsson hefur í hvala- málinu sýnt af sér skapstyrk og festu, sem allir stjómmálamenn mættu öfunda hann af. Halldór Ásgrímsson hefur vaxið af þessu máli. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur í Reykjavík. i I Þessier öðruvisi enallir hinir Bónusreikningur gefur þér möguleika sem ekki hafa þekkst áður á óbundnum bankareikningi. Þú f ærð hærri vexti eftir því sem innstæðan vex. Vaxta- þrepin eru 4 talsins: Að 50 þúsundum kr., 50 - 200 þúsund kr., 200 - 500 þúsund kr. og upphæðir yfir 500 þúsund kr. Þú færð alltaf betri kjörin þegar verðtryggð og óverðtryggð kjör hvers vaxtaþreps eru borin saman á 6 mánaðafresti. Peningarnir eru alltaf lausir hvenær sem þú þarft að grípa til þeirra. Kostnaði við úttekt er haldið í lágmarki, en vexti má taka út kostnaðarlaust. Ellilífeyrisþegar fá vexti 2. þreps strax þó upphæðin sé undir þeim mörkum, sama gildir um hluthafa bankans. Þú færð afslátt hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum með því að framvísa Bónuskorti sem fylgir reikningnum. Auk þess færðu möppu fyrir pappíra reikningsins o.fl. ©iðnaðarbankinn -rntim banki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.