Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 33 kvöldið áður voru ástvinir hans hjá honum, hann varð þeirra var, þrátt fyrir að hann mókti vegna sterkra lyfja. Hann var þakklátur vinum sínum fyrir nærveru þeirra og kvaddi þá á sinn ljúfa hátt og nú í hinsta sinn. Einnig var mér sagt að Halldór hefði verið mjög ljúfur og þakklátur sjúklingur. Halldór var fæddur og uppalinn Akumes- ingur. For-eldrar hans vom hjónin Kristín Jonsdóttir, Helgasonar og k.h. Halldóra Vigfúsdóttir, hún var af hinni kunnu Gmndarætt, kennd við Gmnd í Skorradal. Þessi ætt er mannmörg um Borgarfjarðar- hérað, Akranes o.v. Faðir Halldórs var Guðmundur Guðmundsson, seinni maður Kristínar var Sigurður Jónsson frá Eyri í Svínadal. Hún missir hann frá tveimur bömum þeirra. Ástríður Þórey dó ung stúlka, en Valdimar bifreiðastjóri er vistmaður á Dvalarheimilinu Höfða. Kristín átti svo 10 böm með Guðmundi, seinni manninum, þau vom, í aldursröð, þessi: Rósa, dó bam, Sigríður, Halldór, Sigurrós, Guðmundur, Jónmundur, dó 1988, Gréta, Júlía, Petrína og Ester. Þessi stóri systkinahópur hefur lengi sett svip á sinn heimabæ. Allt þekkt dugnaðar- og mannkostafólk. Á þeim ámm sem Halldór vex úr grasi er Skipaskagi fiskimanna- og bændasamfélag. Lífsbjörg Skaga- manna kom af landinu, menn áttu nokkrar kindur, sumir kú eða kýr, mikla kartöflugarða og færðu upp mó til eldiviðar. Hinsvegar var sjáv- arbjörgin. Sjórinn gaf einnig tekjur til annarra nota. Við þessa oft erf- iðu lífshætti lifði fólkið nægjusömu og sjálfstæðu lífi. Þetta var fyrir allt gullaldaræði á íslandi. Engu að síður virtist fólki líða vel og bömin döfnuðu, lærðu fljótt til verka, eflaust af þroska og þekk- ingu, sem þau bjuggu að alla tíð. Þessir lífshættir sameinuðu fjöl- skyldumar, gerðu fólkið hamingju- samt, glaðvært og þakklátt. Nútíma fólki þætti lífið sennilega éitthvað fmmstætt ef í einni svipan yrði skipt yfir á þetta fyrritíðar lífsmunstur. Þótt mörgum þætti það erfitt hlutskipti, þá er eitt víst að fólkið, sem ólst upp á þeim ámm hefur reynst góður kynstofn og traustur. Halldór, sem hér er minnst og hans systkini sanna það. Guðmundur faðir Halldórs gerði sjómennskuna að sfnu aðal lífsstarfi, hann var úrvals sjómaður, sem hlaut lofsorð sinnar samtíðar. Slíkir fjölskyldufeður verða fyrir- mynd ungra sona sinna. Halldór mun ungur hafa heillast af sjó- mennskunni og þeim áhugaverðu möguleikum sem sjórinn býður upp á. En sjómannsstarfið útheimtir þrótt og hugrekki, ef góður árangur á að nást. Þótt sjórinn búi yfir mikl- um auðlindum og verði mörgum ungum áhugamönnum áhugaverð- ur, þá er hann engu að síður erfið- ur og áhættusamur í allri viðureign. Það vita þeir best, sem gert hafa sjómennsku að lífsstarfi, Halldór var einn þeirra. Halldór mun hafa verið bráðþroska unglingur, stór vexti, þéttur og allur hinn gervileg- asti maður, kjarkmikill og áhuga- samur. Maður sem hafði fullan hug á að verða þátttakandi í erfíðu ævintýri og áhættusömu, sem sjó- mennskan er. Það þótti góður skóli fyrir slíka unga menn, að komast í skiprúm til þekktra skipstjómar- manna, sem sköruðu fram úr á sínu sviði, vegna dugnaðar, hugrekkis og heppni. Það þóttu meðmæli að hafa verið með hinum alkunna heið- ursmanni Bjama Ólafssyni á línu- veiðaranum Ólafí Bjamasyni, skipi sem alltaf var í fremstu víglínu á öllurfT veiðum. Halldór var einn ungra manna sem þar lærði til verka og man ég hann tala um þá lífsréynslu með lotningu. Halldór lærði siglingafræði og gerðist ungur skipstjóri. Hann var með mótorbát sem hét mb. Rjúpan, seinna kaupir hann ásamt bróður sínum Jónmundi 26 tonna eikarbát smíðaðan í Danmörku, það var mb. Aldan AK 77, Halldór var skip- stjóri og Jónmundur vélstjóri á þeim bát um árabil. Þama kynntist ég þeim bræðmm fyrst þegar ég var annar vélstjóri hjá Jónmundi í þijú úthöld. Það var góður skóli ungum manni, að læra af honum og um- gangast vélar því hann var úrvals vélstjóri, hið mesta snyrtimenni og reglusamur í besta lagi. Okkur Jón- mundi féll einkar vel, reyndar var hann hið mesta prúðmenni og góður drengur. Hann varð bráðkvaddur í janúar fyrir rúmu ári, svo það varð rúmt ár á milli þess að þeir bræður kveðja jarðvistina. Mér líkaði vel samveran með þeim bræðmm og öll viðkynning við þá. Sumarið 1940 mun lengi í minni geymt, það er fagurt sumar í minningunni. Þetta sumar var góð síldveiði fyrir norður- landi. Það sem mest háði okkur á Öldunni, var að báturinn bar ekki stóran farm að landi úr hverri veiði- ferð. Kom þetta okkur illa því við urðum að sæta sömu löngu löndun- arbiðinni sem stærri skipin. Halldór var mjög laginn og góður sfldveiðiskipstjóri. Það gekk vana- lega fljótt fyrir sig að fylla bátinn af þessu eftirsótta silfri hafsins, eins og það var kallað. Mér er einn- Minning: Hafsteinn B. Jónsson Fáskrúðsfírði Stórt skarð hefur verið höggvið í íjölskyldu okkar. Hafsteinn Berg- mann Jónsson, bróðir minn og móð- urbróðir bama minna, er dáinnn. Hann lést 25. febrúar. Með fáum orðum langar okkur að minnast Hafsteins, sem var jarðsunginn frá Fossvogskapellu í gær, þriðjudag. Hafsteinn var fæddur 28. ágúst 1939 í Sandgerði. Foreldrar hans vom hjónin Soffía Jóhanna Vatns- dal Pálsdóttir, hún lést 1953, og Jón Guðmundsson frá Amarstapa við Tálknafjörð, síðar skipstjóri og útgerðarmaður í Keflavík, hann lést 1958. Hafsteinn var því ungur foreldra- laus, aðeins 19 ára gamall þurfti hann alfarið að sjá um sig sjálfur. Hann stundaði sjómennsku mest allt sitt líf. í gegnum tíðina eigum við marg- ar góðar minningar tengdar Hadda bróður, alltaf var hann sannur vinur í raun og bömum mínum reyndist hann alltaf vel, því bamgóður var hann alla tíð. Ég minnist sérstak- lega ársins 1972 er ég kom heim frá Svíþjóð, þá var hann boðinn og búinn að hjálpa okkur. Það er alltaf sárt að missa góðan vin og bróður, söknuðurinn verður því mikill. Eftirlifandi eiginkonu hans, Kristínu Hansdóttur, og fósturdótt- ur Hadda, Elínu Agnesi, systram mínum og öðmm ættingjum og vin- um vottum við samúð okkar. Guð blessi^ minningu hans. Svava V. Jonsdóttir, Sævar Jó- hann Bjarnason, Katrín Bjarna- dóttir, Soffia Jóna Bjarnadóttir, Agnes Helga Bjarnadóttir ig minnisstætt hve góður andi var um borð í þessu litla skipi. Það sannaðist þar, að þröngt mega sátt- ir sitja, eða eftir höfðinu dansa lim- imir. Halldór og þeir bræður vom hinir indælustu yfirmenn. Glaðir í umgengni og góðir félögum sínum. Báðir vom þeir algjörir reglumenn á tóbak og vín. Ekki var það sama hægt að segja um alla þama um borð. En ég mun lengi í minni geyma hve Halldór skipstjóri tók vel á móti sínum mönnum, þegar þeir komu dmkknir á skipsfjöl. Hann gekk á móti þeim glaður og góður, aðstoðaði þá við að komast um borð og í hvflu og fann aldrei að við menn sína, þó stundum sýnd- ist ástæða til. Þetta sýndi hvaða innri mann Halldór hafði að geyma, hann var drengskaparmaður og mönnum leið vel í návist hans.' Oft verður mér hugsað til sjó- mannanna og þá ekki síst skip- stjómarmanna, hve mikil ábyrgðin er sem þessir menn taka sér á herð- ar. Það þarf kjark og karlmennsku til að standa sig í slíku starfi. Það er mikils krafist af slíkum mönnum. Þeim er trúað fyrir mörgum manns- lífum, manna sem em oft fyrirvinna stórra fjölskyldna. Þeim er trúað fyrir verðmiklu skipi og veiðarfær- um, og af þeim er krafist að þeir færi góðan afla úr sjó í hverri veiði- ferð, ef það mistekst þá er mannin- um vikið úr starfi, oft við miður góðan vitnisburð. Nú sjá allir að allt er þetta fallvalt og mikið á valdi forsjónar og örlaga, sem menn ráða lítt yfír. Halldór var lengst sinnar löngu starfsævi skipstjómarmaður. Hann var hér á Akranesi með marga svo neftida landróðrabáta. Ég gæti nefnt nokkur nöfn í viðbót við tvö áðumefnd skip. Hann var með mótorbát frá austfjörðum, sem Von hét, hér á vertíð, bát sem Aðalbjörg hét, Sæfaxa, Ægi, Svein Guð- mundsson og fleiri. Halldór var stýrimaður á fyrstu Akraborginni, sem hér var í flutningum á leiðinni Akranes-Reykjavík, síðar um árabil skipstjóri þar við góðan orðstír. Hann var stýrimaður á sements- flutningaskipinu Freyfaxa. Hann átti sína trillubáta og nú síðast bát sem bar nafnið Alda, það sýndi hve kærar honum vom minningamar um Ölduna AK 77, sem þótti gott skip og var hans uppáhalds fleyta. Eftir allan þennan langa skipstjóm- arferil veitist Halldóri sú gleði og hamingja að hafa verið lánsmaður í starfi, aldrei hlekkst á og aldrei misst mann af slysfömm, eða önnur áföll orðið á hans langa ábyrgðar- sama lífsferli, það er mikið guðslán. Eitt stærsta gæfuspor Halldórs var þegar hann gekk að eiga sína góðu glæsilegu konu þann 25. nóv- ember 1938, hún heitir Guðríður Halldórsdóttir frá Bolungarvík, böm þeirra em þrjú: Kristín Guð- munda f. 1939, g. Magnúsi Ingólfs- syni, þau em nýflutt til Reykjavík- ur, Guðríður Halldóra, g. Þorgeiri Haraldssyni húsasmið, og Halldór Haukur, kona hans er Hrafnhildur Hannibalsdóttir, þau tvö systkinin búa hér á Akranesi. Hér við bætast bamabömin, augasteinar afa og ömmu eins og altítt er. Halldór var aðgætinn og ömggur skipstjómarmaður, reglusamur, heiðarlegur og heili í starfi. Mönn- um sínum góður og nærgætinn drengskaparmaður. Oftast mættum við Halldóri all gustmiklum og ábúðarmiklum, með bros á brá og hinum hressilegasta í öllu viðmóti, það var aldrei lognmolla í kringum þennan heiðursmann. Það er stundum sagt um okkur Islendinga, sem emm með bijóstið fullt af framtíðaráformum og ætl- umst mikið, að við séum hálfgerðir loftkastalamenn, eða draumóra- menn, það má vel vera, það em mörg umbrot í huga ungra hug- djarfra manna, þegar blóðið ólgar heitt í æðum. Eg hygg að þetta skapist einfaldlega af harðri lífsbar- áttu. Menn vilja duga vel og stand- ast þolraunir, koma sér áfram í lífinu og vera frjálsbomir dugandi menn, sem standa á eigin fótum. Þessar hugdettur verða til þegar ég skrifa minningu Halldórs á Sig- urðsstöðum. Hann braut hugann oft um ýmsa hluti. Hann var áhuga- samur og hugdjarfúr, kjarkmaður, hraustur til hugar og handa. Vegna þessara hughrifa og ákafa vildi Halldór prófa fleira en sjómennsk- una. Hann keypti jörðina Hávaðs- staði í Leirársveit og gerðist þar Radial stimpildælur = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Talaðu við ofefeur um þvottavélar SUNDABORG 1 S. 688588 -688589 Talaðu við ofefeur um uppþvottavélar SUNDABORG 1 S. 6885 88 - 688589 bóndi í eitt ár. Ekki held ég að þetta hafí verið hans fag. Hann var í blóð og merg Akumesingur og sjómaður. Sínum bemsku- og æskubæ unni hann hugástum, það sama mátti segja um sjómanns- starfið, hugurinn var bundinn haf- inu. Ég tel að Halldór hafi verið fast- heldinn á sína föstu traustu lífshætti og því sem þeim tilheyrir. Hann var mikill heimilismaður og heimiliskær. Hann var skapfestu- maður mikill, þó drengur góður, heill og heiðarlegur, vinur vina sinna og vel látinn af sinni samtíð. Halldór var náttúmunnandi, hann ók ekki bfl, en hann gekk þeim mun meira, var röskur og reisulegur maður í umferðinni, sem vakti á sér athygli. Það er sjónarsviptir að slíkum mönnum. En minningin lifir og mynd góðra samferðamanna grópast í minni. Við Halldór héldum alla tíð kunningsskapinn, ég hitti hann oft, hressan sem fyrr, og hafði orð á hve vel hann héldi sig, svarið var einfalt: „Ég hefi aldrei reykt eða dmkkið brennivín, og er við hestaheilsu, kominn á áttræðisaldur og ræ enn til sjávar á bát mínum Öldunni," Allt var þetta þessum lífsglaða manni að skapi. Þegar ég var beðinn að minnast þessa samtíðarmanns, varð ég við því, vegna góðra minninga frá sam- vemstundum. Samvemstundimar geymast vel í minni þó hálfrar ald- ar gamlar séu. Mér er þakklætið efst í huga til þeirra bræðra Halldórs og Jón- mundar og góðra félaga á Öldunni. Ég þykist vita að þessi lokalausn hefur verið Halldóri að skapi, úr því sem komið var. Megi auðnan nú sem fyrr stýra hans happafleyi að eilífðarströndum fyrirheitna landsins. Með bestu samúðarkveðjum til ástvina. Valgarður L. Jónsson RESTAURANT S í M I 1 7 7 5 9 Síldarvagninn + B-matseóill alla virka daga VESTURGÖTU 10, 101 REYKJAVÍK TOSHIBA OG TATUIMG sjónvarpstæki 14-15-20-21-22 25 og 28“ skermar. Tæknilega fullkomin tæki í öllum verðflokkum. Góð greiðslukjör. Einar Farestveit&Co.hf. BORQARTÚNl 28, SÍM116995. LaM 4 stoppar vM dymar J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.