Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1989 ) fclk f fréttuiti 17 SVÍAR Loðnan setur flör og kraft í lífið Loðnan hleypir auknum krafti í atvinnulífið í Ejrjum og skapar tilbreytingu í frystingunni. Og fleiri tungum en íslenzku bregður fyrir við borðin. Helga Magnúsdóttir verkstjóri hjá ísfélaginu segir, að nú vinni þar 17 Svíar, mest kven- fólk, og gefa þeir þeim íslensku ekkert eftir í fískvinnunni. Sænsku stúlkumar stungu saman nefjum og pískruðu þegar farið var að smella myndum af þeim. Þær sögðust ekki mega vera að þvi að tala við okkur fyrr en kæmi að pásu og var ein þeirra gripin um leið og pásan kom. Hún sagðist heita Susan og vera frá Söderhamn í Svíþjóð. Hún er lærður hjúkmnarfræðingur en er nú í árs leyfí frá því starfi og dreif sig til ísiands í fískvinnu. Hún sagð- ist vera búin að vera í Eyjum í fjóra mánuði og líkaði henni lífið og vinn- an bara nokkuð vel. „Þegar það er mikil vinna eins og nú þá eru launin góð og það líkar mér vel,“ sagði þessi sænska stúlka Launin eru góð, þegar það er mikil vinna, sagði Susan frá Söd- erhamn. um leið og hún kvaddi því pásan var að verða búin og vinnan kallaði. Eyjafljóð eitt hamaðist við að róta loðnunni af færibandinu í öskj- umar. Þórunn Andrésdóttir sagðist Morgunblaðið/Sigurgeir Sænsku stúlkurnar stungu saman nefjum og pískruðu þegar farið var að smella af þeim mynd. Þórunn Andrésdóttir, hamaðist við að róta í loðnunni af færi- bandinu í öskjurnar. hún heita og vera Eyjapæja í húð og hár. Þómnn sagði að unnið hefði ver- ið á 8 tíma vöktum við loðnufryst- ingu og hefði það verið talsvert álag, en skemmtileg tilbreyting frá hinni hefðbundnu frystihúsavinnu. Þómnn, sem er einstæð móðir, sagði að vissulega væri erfítt að vinna svona vaktavinnu frá bami en hún sagðist hafa góðar bama- píur sem hlypu undir bagga með henni meðan tömin stæði yfir. Aðspurð sagði Þómnn að hún hefði enn ekki haft tíma til að at- huga hvemig henni litist á sænsku strákana en það gæfíst ef til vill tími til þess eftir loðnuvertíð. „Það er nú hrognapökkun framundan þegar loðnufíystingunni lýkur og það er sagt að það sé svaka kraftur í hrognunum þannig að það er aldr- ei að vita hvað skeður," sagði þessi hressa Eyjastelpa skellihlæjandi um ieið og hún hljóp inn á kaffístofuna til þess að fá sér smá sopa áður en tömin hæfíst á ný hjá henni. Grímur. Símar 35408 og 83033 GAMLI BÆRINN Hverfisgata 63-115 Óðinsgata o.fl. plorijíiœlitóiír NESKAUPSTAÐUR Jóna Harpa íþróttamaður ársins Aaðalfundi íþróttafélagsins Þróttar sem haldinn var fyrir skömmu var útnefhdur íþróttamaður ársins á Neskaupstað. Fyrir valinu varð Jóna Harpa Viggósdóttir, 17 ára blakstúlka. Hún var nýlega valin efnilegasta blakkona landsins á uppskeru- hátíð Blaksambandsins og er hún í landsliði kvenna i blaki. Jóna Harpa er yngst þriggja barna þeirra Eddu Clausen og Viggós Sigfussonar en öil hafa systkinin verið valin iþróttamenn ársins á staðnum. MADONNA Madonna og Warren Beatty Annars söng Madonna inn á nýja LP-plötu Peters Cetera undir nafninu Lulu Smith, eða svo er sagt. Þá er útlit hennar breytt, hún er komin með sinn uppmnalega háralit, sem er brúnn, og klæðir sig „dömulegar". Hún hefur fengið viðurefnið „hin nýja Mona Lisa“ sökum þess hve húð hennar er mjallahvít auk þess sem hún skipt- ir síðu hári sínu f miðju. Nýjasta hljómplata hennar „Like a Prayer" kom út fyrir skömmu. „Fólk hefur ákveðnar hugmyndir um mig og það er kominn tími til að breyta þeim. Þessi plata er um áhrif kaþólskrar trúar á líf mitt. Ég hef velt mér upp úr allskyns tóniist og verið að uppgötva nýjar hliðar á sjálfri mér sem ég hef ekki haft kjark til að láta í ljós fyrr. Ég tók meiri áhættu með þessari plötu en nokkurri annarri sem ég hef gert." Eins og áður segir hefur hún í æ ríkari mæli snúið sér að kvik- myndaleik. „Ég hef lært mikið af því að leika í kvikmyndum. Þar er ég að vinna með öðru fólki og þarf að temja mér vissa auðmýkt gagn- vart öðrum. í söngnum ræð ég mér sjáif og tiái mig eins og mér einni sýnist." I einkalífí er hún þekkt fyrir að vera ieitandi persóna jafii- framt því sem hún tekur gjaman vissa áhættu. „Ég býst við að þeg- ar ég hef ekki lengur áhuga á að þroskast þá hætti ég öllu sem heit- ir kvikmyndaleikur eða sönglist," segir Madonna. Madonna eins og hún lítur út í dag. Meðal þess sem er að frétta af söng- og leikkonunni Madonnu er að hún hefur nýiega kejipt sér glæsilega viilu langt frá bústað fyrrverandi maka sfns. Næsti nágranni hennar er enginn annar en leikarinn Warren Beatty en sagt er að þau séu í ástarsam- bandi. Hún leikur á móti Warren f nýrri mjmd sem verið er að kvik- mynda. Myndin heitir „Breathless ' honey“ og þar er Madonna sem ófiýnileg vampíra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.