Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1989 C 5 Mannlíf í Palestínu. í hinum arabíska hluta Jerúsalem er ys og þys lokað vegna verkfalls til að mótmæla hemámi ísraela. ing,“ sagði mér Ali Jidda, palestín- skur blaðamaður. „í tuttugu ár hafa palestínumenn verið að bíða eftir að hjálpin komi utan frá; frá arabaríkjunum, frá PLO, frá Sam- einuðu þjóðunum. Nú hafa íbúar herteknu svæðanna tekið málin í eigin hendur og uppreisnin verður ekki kveðin niður með vopnavaldi.“ Heimsóknin í Kalandiya-búðirnar sannfærði mig um að hið daglega amstur er orðið aukaatriði hjá Pa- lestínumönnum, Intifada er það sem lífið snýst um nú. „Það er bara spurning um tíma hvenær við fáum sjálfstæði. Þeir geta haldið áfram að kúga okkur, en við fáum sjálf- stæði á endanum, alveg eins og Alsír og Víetnam. Það sem allir vilja er sjálfstætt ríki undir forystu PLO. Þú getur spurt hvern sem er á herteknu svæðunum og þú munt alltaf fá sama svarið. Við hötum ekki Gyðinga, en þeir eru að reyna að brjóta niður Palestínuþjóðina,“ sagði viðmælandi minn á heimili Ayad-fjölskyldunnar. Verkföllin eru sá þáttur Intifada sem maður verður helst var við. Það er allsherjarverkfall eftir há- degi á hveijum degi á herteknu svæðunum og stundum allan daginn ef sérstök tilefni gefast til mót- mæla, svo sem mannfall í óeirðum eða afmæli mikilvægra atburða. Annað sem maður verður var við er nærvera ísraelskra hermanna á Vesturbakkanum. Þeir eru mikið á ferðinni í Austur-Jerúsalem og Betlehem og annars staðar koma þeir sér fyrir á húsþökum meðfram þjóðvegum, eins og í Kalandiya, ekki síst til að veija rútur sem fara á milli ísraels og landnemabyggða gyðinga á herteknu svæðunum. í anda Gandhis Ég mælti mér mót við Nafez Assaily, forstöðumann stofnunar í Austur-Jerúsalem sem boðar bar- áttu án ofbeldis. Assaily er bros- mildur maður og virðist vera bjart- sýnn á að baráttan beri ávöxt að lokum. Stofnunin hafði nýverið gef- ið út bækling um dreifibréf svokall- aðrar Alþýðustjómar uppreisnar- innar. í dreifibréfunum er hvatt til ýmissa aðgerða og af 27 mótmæla- aðgerðum em 26 friðsamlegar, svo sem verkföll, föstur, mótmælagöng- ur, að setja á fót stofnanir við hlið ísraelskra stofnana, að sniðganga ísraelskar vömr og útskúfa pa- lestínskum samstarfsmönnum hernámsyfirvalda. Aðeins í örfáum dreifibréfanna er hvatt til ofbeldis með gijótkasti og/eða „mólótov- kokkteilum". Ali sagði ísraela hafa búist við að róttækir Palestínumenn myndu reyna að þagga niður í stofnun sem hvetti til friðsamlegrar andspymu, en þeim hefði ekki orðið af þeirri ósk sinni. „Þeir geta hald- ið áfram að ógna okkur, misþyrma okkur og drepa okkur, en slíkar aðferðir munu lama siðferðisþrek ísraelsku hermannanna fyrr en bar- áttuvilja Palestínumanna.“ Það er ekki erfitt að geta sér til um hvað- an Nafez fær innblástur sinn og bjartsýni; rit Gandhis em fyrir- ferðamikil í bókahillum stofnunar- innar. Sautján ár í fangelsi Ali Jidda, sem getið var um hér að framan, er ekki jafn bjartsýnn. Þegar Ali var sautján ára gamall tóku ísraelsmenn Austur-Jerúsalem úr höndum Jórdana. Hernámið gjör- breytti hinu daglega lífi. Hermenn stöðvuðu Ali og félaga hans iðulega á götu, öngmðu þá og börðu stund- um. Enn sárar sveið honum fram- koma ísraelskra borgara, sem komu stundum hópum saman inn í gömlu borgina með háreysti og hroka, syngjandi ögrandi vísur. „Mér fannst hersetan hafa rænt mig bæði þjóðarstolti mínu og sjálfsvirð- ingu.“ Ali og félagar hans gripu til of- beldis; þeir komu fyrir nokkmm sprengjum í Vestur-Jerúsalem til „að vara ísraelsmenn við“ eftir að þeir höfðu gert loftárás á pa- lestínskt þorp í Jórdaníu. Hann var handtekinn og dæmdur til 20 ára fangavistar, en var þó sleppt eftir „aðeins" 17 ár ásamt 1150 öðmm palestínskum föngum í skiptum fyr- ir þijá ísraelska hermenn í Líbanon. „Sautján ár í ísraelsku fangelsi er ekkert grín. Það er hræðilegasta lífsreynsla sem hægt er að hugsa sér. A sama tíma var það mér dýr- mæt og gagnleg reynsla. Ég ákvað að lesa eins mikið og ég gat og ég hafði nægan tíma til að hugsa um hvemig best væri að leysa hin fló- knu deilumál." Það gekk ekki fyrir hádegi áður en verslunum er átakalaust að fá lesefni og Ali taldi upp nöfn félaga sinna sem látið höfðu lífið í hungurverkföllum sem fangarnir héldu til að mótmæla aðbúnaðinum í fangelsunum. Fórn- imar vom miklar, en bám árangur, eða eins og Ali orðar það: „Við breyttum fangelsunum úr fjölda- gröfum í byltingarháskóla." Sameiginlegt ríki er eina lausnin Ali starfar nú við blað í Vestur- Jerúsalem, sem bæði gyðingar og arabar starfa við. Það sem menn eiga sameiginlegt er að þeir em and-Zíonistar, það er mótfallnir hugmyndinni um sérstakt gyðing- aríki. Ali segist sannfærður um að engin lausn á vandanum sé til önn- ur en sameiginlegt, lýðræðislegt ríki þar sem stjómskipun og trúar- brögð séu aðskilin. Hann segist þó vera tilbúinn til að styðja sjálfstætt ríki Palestínumanna á herteknu svæðunum, sé vilji fyrir slíku.fyrir hendi, en hann hafi ekki trú á að það geti verið annað en bráða- birgðalausn. Þessar skoðanir em ekki vinsæl- ar af ísraelskum yfirvöldum. í árs- byijun 1987 var skrifstofum blaðs- ins lokað af lögreglu og ritstjóri þess, ísraelskur gyðingur, hand- tekinn. Blaðið kom ekki út af þess- um sökum í sex mánuði. Stjórnvöld bám fyrir sig neyðarlögum gegn hiyðjuverkum og gáfu blaðamönn- um að „sök“ að hafa undir höndum efni frá bönnuðum samtökum. Þetta er ástæða sem oft hefur ver- ið notuð til að þagga niður í pa- lestínskum ritum, en var þama notuð í fyrsta skipti gegn blaði sem skráð var í ísraelsríki sjálfu. Ali telur ástæðuna fyrir atlög- unni gegn blaðinu fyrst ,og fremst vera þá að yfirvöld telji samvinnu gyðinga og palestínumanna vera hættulegt fordæmi. Starfsemin er alls ekki komin í eðlilegt horf. Ali sjálfur var í einskonar stofufangelsi þegar ég hitti hann; mátti ekki fara út fyrir bæjarhlutann og varð að tilkynna sig á lögreglustöðinni þar daglega. Hann sagðist áður hafa fylgt erlendum blaðamönnum um herteknu svæðin, en gæti það eðli- lega ekki lengur. Hann sagðist þó vilja gefa mér ráð að skilnaði. Ég ætti að varast að týna mér alveg í flækjum skoðana og tilfinninga og reyna að vega og meta hugsanlegar lausnir af ískaldri skynsemi. Ali sjálfur er geysilega yfirvegað- ur og rökfastur og tókst auðveld- lega að sannfæra mig um að það væri því sem næst ómögulegt að skilja þjóðimar tvær að í tvö sjálf- stæð ríki, þannig að flestir gætu vel við unað. Það virðist hins vegar vera að minnsta kosti jafn erfitt að fá gyðinga og palestínumenn til að lifa saman í einu ríki. Ég spurði Ali Jidda að lokum hvort honum fyndist hann fá einhveiju áorkað, hvort það hvarflaði aldrei að honum að gefast upp. „Aldrei. Ég ræði við fjölda manns á hveijum degi og þó að það breyti kannski ekki miklu þá hefur það sín áhrif. Við eigum máltæki á arabísku sem segir að það sé ekki slæmt hlutskipti að vera eins og kerti. Það brennir sjálft sig upp en lýsir öðmm í leið- inni.“ Mannlíf í ísrael. Efri myndin er frá Akkó í norður-ísrael, sem er nær eingöngu byggð aröbum, en sjötti hver ísraelskur ríkisborgari er arabi. Litla myndiner frá miðborg Tel Aviv. -UÍgllAJ JUöil ■ ÚÍUjIJíI 'i.i.. : y»j .• * norl ób aiilSÍ .lin.iiiiböc úáBýd unniv I Hud Bíainois bJo' heimsótti sitt gamla ættland árið 1983 sneri hún sér að brúðugerð á ný, en það mátti ekki vera af minna tilefni en að lýsa sögu gyðinga, sem þrátt fyrir ólýsanlegar hörmungar virtist ætla að eiga góðan endi í endurreisn ísraelsríkis. Grátmúrinn og grafir ættfeðranna Sagan og trúarbrögðin hafa búið til ótrúlegar flælqur, þannig að manni er til efs að það sé hægt að greiða úr þeim. Þannig em þriðja helgasta moska múslima, E1 Aksa, og ein sú fegursta, Omars-moskan, báðar staðsettar á rústum mesta helgidóms gyðinga, musterisins í Jerúsalem. Grátmúrinn er vestur- veggur musterins og gyðingar kalla hann reyndar Vesturmúrinn og er í nöp við hitt heitið. Fyrir nokkmm ámm vom öfgasinnaðir gyðingar handteknir þegar upp komst um áform um að sprengja moskumar í loft upp svo hægt væri að endur- byggja musterið. Onnur álíka skemmtileg flækja er í borginni Hebron á vesturbakk- anum, þar sem grafir ættfeðranna - Abrahams, ísaks og þess slektis, sem lesendur gamlatestamentisins eiga að kannast við - em sagðar vera. Þar sem múslimir rekja ættir sínar aftur til þessa merkisfólks, eins og gyðingar, hafa þeir byggt vel yfir líkamsleifar ættfeðranna og skreytt húsin fagurlega með íslömsku flúri og letri. Arabar í hvítum skikkjum sjá um húsakynn- in og gæta beina ættfeðranna, en síðan gæta ísraelskir hermenn ara- banna og tryggja öryggi gyðing- legra gesta, sem líta á grafirnar sem næsthelgasta stað trúar sinnar. Sá sem getur greitt úr þessu á frið- arverðlaun Nóbels skilið. _ : ■ Það var mjög tómlegt um að lit- ast í Hebron þegar ég heimsótti bæinn og erfitt að finna sér eitt- hvað að snæða því palestínumenn vom í allsheijarverkfalli þann dag- inn, eins og svo oft áður og síðar. Ég fann þó stað sem heitir lauslega snarað Gyðingalandnemasjoppan, þar sem hægt var að fá brauð og kaffi, auk minjagripa. Hægt er að kaupa póstkort með mynd af þessu ágæta vertshúsi, en það er fróðlegt að bera saman póst- kortið og raunvemleikann í dag. Á póstkortinu er mynd af brosandi araba með asna fyrir utan lítið áber- andi hús úr sandgulum kalksteini. Nú er búið að koma fyrir ramm- gerðum hlerum með þykkum hænsnavír fyrir utan alla glugga og dyr á búðinni og sá Arabi sem myndi bjóðast til að vera fyrirsæta á póstkorti ætti á hættu að finnast illa útleikinn á einhveiju fáförnu hliðarstræti. Maðurinn sem af- greiddi mig samlokur og kaffi sett- ist að því búnu niður og tók mig tali, enda var staðurinn vægast sagt frekar tómlegur. Það dimmdi nokkuð yfír manninum þegar ég sagðist vera blaðamaður, en ég tók fram að ég væri í leyfi og sagði sem svo að það væri ekki allt of mikið af túristum í bænum. „Nei,“ sagði hann, „ferðamannaiðnaðurinn er hruninn. Markmið arabanna er að eyðileggja efnahag ísraels." Aðlögun eða aðskilnaðarstefha Israelar eru suðrænt og opið fólk, en það er samt eins og það sé ein- liver veggur á milli ferðamannsins pg hins innfædda í samræðum, því Israelsmenn vita vel af því að þeir hafa hrapað niður á alheimsvin- sa^ldalistappm síða,staárið,jEjf maðr ur nær þeim á skrið í umræðu um deilumálin kemst maður fljótt að því að flestir eru nokkuð vel brynj- aðir með sögulegum og pólitískum rökum fyrir réttmæti málstaðarins: arabar hafa stöðugt reynt að afmá ísraelsríki af kortinu, við þurfum landamæri sem hægt er að veija, við getum ekki samið við hryðju- verkamenn, vissir þú að stórmúft- inn af Jerúsalem heimsótti Hitler og studdi nasista? „Sadat hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að 90% vandans væri sálrænn. Viku áður en hann kom hingað var hann talinn versti óvinur Israels, en síðan buðu 100.000 manns hann velkominn á götum Jerúsalem," sagði fyrmefndur Jeru- salem Post-blaðamaður. Það mun líklega ekki ganga eins greiðlega fyrir ísraela að kyngja Yasser Ara- fat, jafnvel þó að hann sé reiðubú- inn að viðurkenna Ísraelsríki. Gyð- ingar og palestínumenn virðast eiga erfitt með að lifa saman í landinu helga, en það verður þó miklu erfið- ara að stía þeim sundur; hvort sem það yrði gert með því að stofna sjálfstætt palestínuríki við hlið ísra- els eða með því að reka tvær millj- ónir palestínumanna á herteknu svæðunum nauðugar úr Eretz Isra- el - landi ísraels - sem nær helming- ur gyðinga vill gera, samkvæmt skoðanakönnunum. Ef til vill hefur fyrrverandi borgarstjóri Jerúsalem, Dr. Meron Benvenisti, rétt fyrir sér þegar hann segir að valið standi á milli tvíþjóða ríkis og lögbundinnar aðskilnaðarstefnu - apartheid. Það eitt er víst að ísraelsmenn munu ekki sætta sig við að öryggi þeirra verði „tryggt“ með pappírum í al- þjóðlegu samkomulagi. Vopnavald- ið er eina valdið sem hingað til þefur^duga.ð, þ<3inj tíf f^y^nítf.j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.