Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 24
<!£ 2|) C MORGUNBLAÐIÐ lUSENNINGARSTjRAUIIðAR SUNNUOAGUR 2. APRÍL 1989 uð við því að lesa eins mikið fyrir hann og ég gerði og mér sagt að það gæti haft þær afleiðingar að hann lærði ekki að lesa, þetta væri mjög algengt vandamál. Ég hef oft velt tilurð þessarar stað- hæfíngar fyrir mér. Getur það verið að böm verði tregari náms- menn ef mikið er lesið fyrir þau í æsku? Getur verið að þau verði latari en önnur böm, vilji bara liggja upp í loft og láta mata sig? Er beinlínis hættulegt að lesa fyr- ir bömin sín? Eða er það kannski svo að foreldrar hætti að lesa fyr- ir bömin sín þegar þau fara sjálf að geta stautað sig áfram í bókum fyrir yngstu lesenduma, og bömin mótmæli með því að þykjast ekki kunna að lesa? Það virðist vera fremur fátítt að foreldrar lesi fyrir þau böm sín, sem sjálf eru farin að geta lesið. Maður heyrir viðbárur eins og „mér fínnst það svo leiðin- legt“, „ég nenni því ekki“, „ég hef ekki tíma“, eða „hann getur BÓKMENNTIR/£r hættulegt ad lesa fyrir b'ömin sín? Húslestur ísjónvarpsstofu skynsamur og vel lukkaður, gæti ekki lært stafína. Sjálfsagt hefði verið sniðugt að spyija drenginn að þessu strax um haustið, því svarið var ekkert leyndarmál: „Ef ég læri að lesa, hættir hún mamma að lesa fyrir mig.“ Kennarinn hringdi í mig og bað mig vinsamlegast að hætta að lesa fyrir drenginn ef ég kærði mig um að hann yrði einhverntíma læs. Ég neitaði og sagðist vera af þeim sértrúarsöfnuði sem teldi innihald bóka hið sama, hver sem læsi, hinsvegar skyldi ég ræða málið við soninn. Þegar hann svo kom heim, kaf- ijóður og hamingjusamur eftir einhver ærsl með krökkum úr nágrenninu, beið móðirin með framhaldssöguna, lauk lestri dagsins af og spurði svo hvort það væri rétt að hann gæti ekki lært að lesa, af því þá mundi ég hætta að lesa fyrir hann. Sá stutti játti því. Ég útskýrði fyrir drengnum að honum væri alveg óhætt að læra stafína og að lesa úr þeim, því ég mundi aldrei hætta að lesa fyrir hann. Ég mundi bara lesa aðrar bækur en hann gæti lesið sjálfur. Mér þætti það bara svo gaman. Næsta dag var drengur- inn sæmilega læs. Reyndar hafði ég oft verið vör- ÞEGAR SONUR minn byrjaði í skóla kunni hann ekki að lesa. Hann þekktí ekki einu sinni stafína. Min afetaða var sú að það skiptí ekki máli hvenær bðrn lærðu að lesa, aðalatriðið væri að lesið væri fyrir þau, svo þau lærðu að njóta bókmennta. Enda var ég viss um að skóla- kerfíð sæi á endanum um að kenna drengnum að lesa. En málið var kannski ekki svona einfalt, því drengurinn virtist bara alls ekki geta lært stafína. Það var alveg sama hvaða aðferðum var beitt. Hann gat ekki lært stafí — bara tölustafí. En þegar líða tók á vorið, var annars prýðileg- ur kennari drengsins orðinn eftir Súsönnu þreyttur á því Svavarsdóttur vonlausa verk- efni að troða stöfum í hausinn á honum. Hann settist niður með baminu og spurði hvemig stæði á því að hann sem virtist eiga fremur auðvelt með að læra og væri tiltölulega lesið þetta sjálfur seinna", jafn- vel„hann hefur ekkert gaman af þessum bókum, les sjálfur það sem honum fínnst skemmtilegt". Sonur minn fermist í lok mán- aðarins og ég les ennþá fyrir hann. Ég er þó ekki að segja að ég sé fyrirmyndar móðir, van- rækslan liggur bara einhvers stað- ar annars staðar, rétt eins og hjá öðram. En „húslesturinn," eins og við köllum hann er ekki bara lestur lengur, heldur samvera- stund. Sjálfur les hann spennubækur eftir Innes og Mac- lean. Saman lesum við Laxness og íslendingasögur. Ein tegund bóka útilokar ekki aðra. Og hús- lesturinn fer fram, þótt gestir komi í heimsókn; þeir verða bara að virða þessa stund, því aðalat- riðið er að vera ekki með sífelldar afsakanir fyrir því að ekki er hægt að lesa í kvöld. Og þannig fær bamið þá tilfinningu að það skipti máli; það gengur fyrir og verður ekki pirrað yfír heimsókn- um og óvæntum uppákomum. Hálf til ein klukkustund á kvöldi er ekki langur tími, en getur ver- ið ómetanlegur með bömum sem era orðin það sjálfbjarga að hætta er á að þau verði útundan í erli dagsins. Það að lesa fyrir bamið sem sjálft getur lesið þýðir ekki að maður þurfí endalaust að lesa bama- og unglingabækur. Það geta þau sjálf gert. Heldur getur foreldrið lesið þá bók sem það sjálft langar að lesa, þannig að húslesturinn verður ekki kvöð, heldur skemmtileg samverastund, sem getur opnað möguleika á umræðum út frá upplifun bams- ins á bókinni. Spumingar sem vakna hjá baminu endurspegla oft líðan þess og vangaveltur um lífið og tilverana og ég mæli ein- dregið með þessari uppskrift. Hún veldur alltént ekki sambandsleysi. Við veitum þér: ® Þitt eigið eðlilega hár sem vex svo lengi sem þú lifir. • Ókeypis ráðgjöf hjá okkur eða heima hjá þér. • Skriflega Irfstíðar ábyrgð. • Framkvæmt af færustu læknum. Hafðu samband í síma 657076 (á kvöldin) eða skrifaðu til okkar og þú færð sendan upplýsingabækling. SKANHÁR Aps ráðgefandi stofnun gegn hártapi, pósthólf 372, 212 Garðabæ. Nafn:__________________________ Heimilisf.t Sími:______ Tveir notaðir iyftarar til sölu. 21/a tonna TCM dísellyftari með veltigöfflum og 4 tonna STILL dísellyftari. Upplýsingar í síma 92-14534. KVIKMYNDIR/íslensku vesturfaramir í furbuheimif Sléttusúrrealismi ú Gimlispítala Einhvem tímann heyrt um Guy Maddin? Hélt ekki. En Einmana Einar? („Einer the Lonely")? Ekki heldur? Þá hafíð þið öragglega ekki heyrt um Sögur af Gimlispítala („Tales From the Gimli Hospital"), kanadískri bíó- mynd sem fékk ekki inni á kvik- myndahátíðinni í Toronto fyrir ára- eftir Arnald mót („Hneyksli,“ Indrióason sagði einhver gagnrýnandinn í Quebec) en hefur verið kölluð besta mynd síðasta árs í Kanada ef marka má grein í desemberhefti Film Comment Sögur af Gimlispítala gerist á slóðum íslenskra vesturfara í Winnipeg í Kanada, nánar tiltekið í bænum Gimli. Það er undurfurðu- legt melódrama í svart/hvftu sem minnir lítillega á „Eraserhead" og er sannarlega nógu „vírað" fyrir samlíkinguna. Þetta er fyrsta mynd Maddens að mér skilst en hún er framleiddaf- „Winnipeg Film Group", sem gerði m.a. sléttusúrrealisma John Paiz, „Crime Wave“. í mjmd Maddens, sem gerist um aldamótin, sofa Gimlingar, að líkindum íslendingar, undir ábreiðum af skít, þvo sér í framan með heyi og nota fiskiolíu (kreist fersk úr lifandi fískum) til að setja í hárið — íslenskt brillj- antín. Þess má geta að Madden er af vestur-íslenskum ættum. Þegar sagan hefst gengur hræði- leg pest yfir landið sem myndar sár á líkama hins geðvonda en graða fiskimanns, Einmana Einars. Gimli- spítalinn er þegar settin- á fót í hlöðu fullri af kúm og hænsnum en þar ganga hjúkkur um í inniskóm og með þykka augnskugga og fást við sjúkdóminn með því að nudda dauðum máfum yfír opin sárin. Kvíði og ofsóknarbijálæði skipt- ast á þar til Einmana Einar fer að grana að þokkafullu hjúkkuraar taki vin hans, Gunnar hinn feita, framyfír hann en Gunnar skemmtir hjúkkunum marga kalda nóttina með því að klippa út litla fiska úr trjáberki. Það er stutt í átök þama á milli en líklega fáum við aldrei að vita hvemig fer þvl Sögur af Gimlispít- ala er ekki svona mynd sem bíóin beijast um. Það er helst að reyna að fá hana á kvikmyndahátíð því hér er greinilega á ferðinni athyglis- verð Islendingasaga sem gaman væri að skoða. „Ómótstæðilegt," stendur í Film Comment og ekki síst fyrir okkur skyldi maður halda. Sögur af Gimlispítal — Gunnar sýnir hjúkkunni fískinn sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.