Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.04.1989, Blaðsíða 10
ÍI103 C ' ■ MORCUNBLAÐIÐ < SUNNUDÁGUR IgVlU9ðЫ989 Synir Búdda f.v. Gregory Gunnar markaðsfræðingur, Stephen Jón rafmagnsverkfræðingur og tölvufræðingur og Andrew Þór, verðbréfasali. Telpumar tvær em dætur Gregory Gunnars, Kristine (sú eldri) og Kathleen. ^^■budda BACHMANNS Hafnaði „framtíðarstödunum" sem honum buðust hjá Búnaðarbankanum og Chase Manhattan á Wall Street og komst í hóp helstu verðbréfasala Bandaríkjanna Missti tvisvar veraldlega aleigu sína, fyrst af völdum fellibyls og síðan vegna „gjaldþrots af mannavöldum" texti og myndir/Atli Steinarsson HANN VAR skírður Guðjón, en þegar hann gerðist bandarískur ríkisborgari í marz 1960 sleppti hann fyrri hluta nafnsins, „Guð“, sem flestir Bandaríkjamenn áttu svo erfitt með að skilja, þannig að hann varð alltaf að stafa nafnið sitt. Hann er því skráður sem Jón Bachmann í „nýja heiminum“. Á íslandi kannast enginn við hann undir því nafhi, sumir undir Guðjónsnafhinu, en flestir muna eftir Búdda Bachmann. Búddi var nafhið sem festist við hann og undan því losnar hann ekki meðal vina og kunningja. Hann á liklega alveg einstakan feril af íslendingi að vera. í 31 ár hefur hann starfað sem verðbréfasali í Bandaríkjunum og um hendur hans hafa gengið kaupum og sölum hlutabréf og verðbréf af ýmsu tagi fyrir hundruð milljóna dollara. Líklegt má telja að hann þekki bandaríska verðbréfamarkaðinn betur en nokkur annar íslendingur. Árið 1982 var hann skráður í hóp 125 virtustu og reyndustu verðbréfasala í Bandaríkjunum, sem eru yfir 50 þúsund að tölu. Hann vissi snemma hvað hann vildi, og forðaðist frá upphafi leiðir sem eru lokaðar í annan endann. Hann vildi ekki strita upp á einhver sultarlaun og hefúr oft grætt vel og haft það gott. En hann hefur heldur ekki farið varhluta af hættum heimsins, bæði mannlegum og náttúrulegum. 1965 missti hann aleigu sína af veraldlegum auðæfum af völdum fellibyls í Miami og 1970 tapaði hann aftur aleigunni, 300 þúsund dollurum, er verðbréfafirma sem hann var meðeigandi í „var sett á hausinn" með bellibrögðum. Tvisvar hefiir hann því staðið uppi slyppur og snauður. En það virðist erfitt að bijóta eða beygja Búdda Bachmann til fúlls. Hann hefúr mörg líf eins og kötturinn og nú lifir hann góðu en rólegu lífi í Orlando, býr á 14. hæð í einu af fáum íbúðahýsum borgarinnar, — sem er í um 200 metra fjarlægð frá vinnustað hans — og af 30 fermetra svölum á heimili sínu getur hann horft eins og flugstjóri í lúxusþotu yfir meginhluta borgarsvæðisins. Milljónaviðskipti 9.000 viðskiptavina Síðustu tíu árin hefur hann verið framkvæmdastjóri útibús verðbréfa- fyrirtækisins Quick and Reilly, Inc. í Orlando. Skrifstofur þess eru rétt norðan við miðborgina, yfirlætis- lausar og án þess íburðar sem oft einkennir skrifstofur miklu minni fyrirtækja á íslandi. Þegar hann hóf rekstur þessa útibús hafði fyrirtækið engan viðskiptavin á Orlando-svæð- inu. Nú eru fastir viðskiptavinir þess rúmlega níu þúsund að tölu og árs- veltan hleypur á hundruðum milljóna dollara. Daginn áður en ég hitti hann á skrifstofu hans, kom þangað einn af kúnnunum og keypti verð- bréf fjárfestingarsjóðs fyrir 300 þús- und dollara eða rúmar 15 milljónir. Þetta er sérstakt dæmi um viðskipt- in, en flest eru þau minni í sniðum enda mjög almennt að bandarískir borgarar leggi sparifé sitt í verðbréf í von um meiri arð en bankar og sparisjóðir veita. „Framtíðin er í Ameríku,“ sagði bankasljórinn En hver er þessi Búddi Bach- mann? Hann fæddist 20. júní 1931 í Reykjavík, sonur Guðjóns K. Bach- manns símritara og uppfinninga- manns og Hrefnu Karlsdóttur Bach- manns. Þau eru bæði látin ásamt systur Búdda, Guðrúnu Kristínu, en tveir bræður hans eru þekktir at- hafnamenn í Reykjavík, Hrafn kjöt- kaupmaður og Benedikt Karl, sem rekur veislusalina Goðheima í Sig- túni. Lengst af bjó þessi fjölskylda á Miklubraut 22 í Reykjavík, en hafði áður búið í Vesturbænum. Helsti æskufélagi Búdda var Þorkell Valdimarsson, eða Keli Valda, eins og hann er oftast nefndur. Þeir hitt- ast stundum enn og talast oftar við, því Keli býr að jöfnu í Pompano Beach í'Florida og Reykjavík. Búddi fór í Verslunarskólann og vann á sumrin í Búnaðarbankanum við Austurstræti, kannski fyrst og fremst af því að pabbi hans og Hilm- ar Stefánsson bankastjóri voru góðir vinir. Þar fékk hann líka „framtíð- arvinnu" eftir verslunarskólapróf 1951. En það voru ekki margir mánuðir liðnir þar til Búdda fannst' engin framtíð felast í þessari „fram- tíðarvinnu". — Ég dauðsá strax eftir að hafa hætt námi eftir verslunarskólapróf- ið, en ég gat ekki leiðrétt þá röngu stefnu fyrr en haustið eftir. Þá sett- ist ég í 5. bekk Versló og lauk stúd- entsprófi 1954 ári á eftir hinum eig- inlegu bekkjarsystkinum mínum. Eg hafði fengið áhuga á fram- haldsnámi erlendis og af einhveijum ástæðum varð University of Manch- ester í Englandi fyrir valinu í huga mér. Það þótti viðráðanlegt nám fyrir mig fjárhagslega séð. Þegar Hilmar Stefánsson bankastjóri frétti af þessari áætlun, kvaðst hann myndu velja bandarískan skóla ef hann væri í mínum sporum. „Fram- tíðin er í Ameríku," bætti hann við. Ég dró það ekkert í efa, en kvaðst ekki hafa nóga peninga til að fara í nám þar. Hann tók létt á þeim vanda, sagði að þegar þar að kæmi gæti hann komið því til leiðar að ég fengi lán í bankanum til námsins. Þetta varð til að opna augu mín fyrir Ameríku, og þegar ég fór að hugsa um þetta, fannst mér eins og Hilmari, að Ameríka væri eini rétti staðurinn. Ég þurfti ekki á láni að halda strax, því ég og fjölskyldan áttum það sem til þurfti til að byija með. En að því kom að ég hermdi loforðið upp á bankastjórann og hann lánaði mér fé til að ljúka nám- inu. En vitneskjan um það, að ég gæti fengið lán þegar á þyrfti að halda, varð tik þess að ég valdi Ameríku frekar en England. Og ég hef aldrei séð eftir því. Minnisstæðir félagar Önnur tilviljun réð vali skólans. Það var orðinn stuttur tími til stefnu, því stúdentsskírteinið fékkst ekki fyrr en 17. júní og það var reyndar ekki fyrr en í ágúst, sem afráðið var að ég færi til Ameríku. Þá voru þrír Islendingar við nám við Florida State University í Talla- hassee, þeir Siguijón Ragnarsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.