Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1989 Útgefandi intfrlfifeife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Ríkisstjórmn o g kjaramálin að er erfitt að skilja hvað fyr- ir ríkisstjóminni vakir með því tilboði, sem hún hefur gert BSRB um nýjan launasamning til hausts- ins. Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, metur þetta tilboð, sem 9-10% hækkun launa og kveðst reiðubúinn til að taka upp viðræður við vinnu- veitendur á þessum grundvelli. Það þarf engan að undra! Kjami málsins er sá, að atvinnu- lífið í landinu hefur enga möguleika á að standa undir nokkurri slíkri kjarabót. Það vita allir, sem vita vilja, að sjávarútvegurinn er á helj- arþröm. I viðskiptum og þjónustu er mesti samdráttur um árabil. Fyrir nokkmm dögum gengu full- trúar sveitarfélaga víðs vegar um landið hart að forsætisráðherra og gáfu til kynna, að grundvöllur at- vinnulífs í byggðarlögum þeirra væri að bresta. Atvinnuleysi er meira en áður og má þakka fyrir meðan það versnar ekki til muna. Fyrirtæki um allt land hafa sett á ráðningarstopp. Eftir nokkrar vik- ur kemur mikill fjöldi námsmanna á vinhumarkaðinn og enginn veit hvemig gengur að útvega þessu unga fólki vinnu. Atvinnulífið hefur einfaldlega lítið sem ekkert svig- rúm til launahækkana, þótt enginn mæli því í mót, að ýmsir búa við skarðan hlut. Að þeim ætti einkum að hyggja, ef svigrúm væri til. Ríkissjóður hefur verið rekinn með bullandi halla árum saman. Hver ríkisstjómin á fætur annarri leggur þunga skatta á þjóðina til þess að standa undir þessum halla- rekstri — en nú tekur steininn úr, enda virðist núverandi ríkisstjóm ' vera einhver þin óvinsælasta, sem um getur. Úrræði hennar hafa reynzt klúður. Og nú stefnir enn á óðaverðbólgu. Lánstraust þjóðar- innar í útlöndum er nýtt til hins ýtrasta. Erlendar skuldir íslend- inga, sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu em að verða með því hæsta, sem þekkist um heimsbyggðina. Við þessar aðstæður telur ríkis- stjóm íslands, að hún geti boðið opinbemm starfsmönnum 9-10% kauphækkun í 6 mánuði! En kaup- mátturinn, sem er hinn raunveru- legi mælikvarði velmegunar eykst ekkert við það. Hvað hefur komið fyrir þessa menn? Em þeir gersamlega búnir að tapa öllum áttum? Ef samningar af þessu tagi verða gerðir við opin- bera starfsmenn, stendur þjóðin frammi fyrir nýrri holskeflu stór- felldrar gengislækkunar, óðaverð- bólgu og uppnáms í efnahags- og atvinnumáium. Vel má vera, að Steingrími Hermannssyni takist að slá met ríkisstjómarinnar frá 1980-1983. sem skildi eftir sig 130% verðbólgu. Er metnaður hans sá að skilja við landsstjómina með þeim hætti? Em þetta þær þjóð- félagsumbætur, sem Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, sá fyrir sér, þegar hann var að berjast til valda fyrir nokkr- um_ áram? Ólafur Ragnar Grímsson tók ábyrga afstöðu, þegar hann ákvað að borga ríkisstarfsmönnum ekki laun í verkfalli og kallaði yfir sig óþægindi í eigin flokki með þeirri ákvörðun. Það tilboð, sem hann hefur nú gert BSRB er hins vegar með þeim hætti, að slíkt ábyrgðar- leysi í stjómmálum hafa menn ekki séð í langan tíma. í því felst einung- is eitt markmið: Að ráðherramir vermi áfram stólana! En í því felst engin pólitísk nýjung, hugrekki né hugmyndaflug til að mæta óvenju- miklum vanda. Það er svo mál út af fyrir sig, hvemig viðsemjendur ríkisstjórnar- innar tala. í hvaða veröld lifa þeir forystumenn BSRB, sem vilja gera samninga um 9-10% launahækkun til 6 mánaða og krefjast jafnframt loforða af hálfu ríkisstjómarinnar um fast gengi og verðstöðvun?! Það er með ólíkindum, að menn, sem kjömir hafa verið til mikilla trúnað- arstarfa í þágu launþega skuli svo gersneyddir þekkingu og tilfinn- ingu fyrir því, hveijar undirstöður þessa þjóðfélags em, að þeir skuli láta sér detta í hug að setja fram slíkar kröfur. Verðstöðvun er hall- ærisleg smáskammtalækning og samningar um fast gengi, án neins svigrúms, er ekki sú blóðgjöf, sem undirstöðuatvinnuvegur lands- manna þyrfti helzt á að halda, þótt hitt sé rétt, að gengisfelling sé ekki lausnarorð við eðlilegar að- stæður. Kjaraskerðing launþega er orðin mikil. En hún verður ekki minni heldur meiri, ef samningar verða gerðir af því tagi, sem nú er rætt um. Það er óhjákvæmilegt fyrir þjóðina að horfast í augu við það, að kjaraskerðing verður ekki um- flúin og sennilega á hún eftir að verða meiri. Atvinnufyrirtækin í landinu hafa í marga mánuði unnið að því að draga úr rekstrarkostn- aði. Fólkið í landinu hefur í marga mánuði unnið að því að draga úr sínum útgjöldum. Hið sama verður ekki sagt um ríkisvaldið. Þær kröf- ur á helzt að gera til ríkisvaldsins og stjómmálamanna, að þeir taki til hendi við að skera niður útgjöld og óhófseyðslu hjá hinu opinbera. Það er líka full ástæða til þess að það fari fram rækileg úttekt á því, hvers vegna vömverð er mun hærra á íslandi en í nálægum löndum. Er milliliðakostnaður of mikill? Em flutningsgjöld of há? Hvað veldur því, að matvömr em margfalt dýr- ari hér en á meginlandi Evrópu. Vonandi era enn einhvetjir menn með heilbrigða skynsemi í ríkis- stjóm íslands, sem koma í veg fyr- ir, að þau ósköp dynji yfir, sem leiða mundu af samningum af því tagi, sem nú er um rætt. Hvar em þeir Jón Sigurðsson og Halldór Ásgrímsson? Eðlilegt að ti útrásar í til Rætt við sr. Ölaf Skúlason, nýkjörinn biskup Islands ÞAÐ ER Qarri mér að íslenskri kirkju væri til farsældar að hún væri aðskilin frá ríkinu. Mér Snnst jákvætt að þess er getið í stjórnarskrá að ríkið skuli styðja kirkjuna eftir megni. Á hinn bóginn þætti mér eðlilegt að kirkjan fengi meira sjálfstæði í ýmsum sínum innri málum og get vonandi beitt mér fyrir því. Þetta sagði nýkjörinn biskup íslands, sr. Ólafúr Skúlason, er við ræddum saman á heimili hans og konu hans nú í vikunni. Það var blómaangan í stofúnni, enda hafði þeim hjónum borist heill blómagarður frá vinum, auk heillaóska í skeytum og sím- hringingum. Kona hans bar fram kaffi og meðlæti og við spjöll- uðum um annríki undanfarinna daga, áður enég sneri mér að því að spyrja um afstöðu hins nýja biskups til prestsstarfsins og Qölda margs annars því tengdu. Finnst þér þú hafa fengið köllun til prestsskapar á sínum tíma? — Ég get ekki bent á einhvem ákveðinn tímapunkt, þegar ég ákv- að að verða prestur, segir sr. Ólaf- ur. En ég man ekki svo langt aftur í tímann, að ég hafí ekki vitað að ég ætlaði að leggja fyrir mig prestsþjónustu. Ég varð stúdent frá Verzlunarskólanum vorið 1952 og það lá fyrir að hugurinn stefndi í þetta nám. Að því loknu var um þá kosti að velja að fara í fram- haldsnám eða taka kalli frá íslensku söfnuðunum í Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum um að gerast prestur þeirra. Við fómm þangað nýgift, hjónin, og vomm á fimmta ár. Þar eignuð- umst við tvö eldri börnin okkar og undum hag okkar mjög vel, þótt aldrei kæmi annað til greina en fara heim. En þessi ár vom okkur dýrmætur tími hvemig sem á mál- in er litið. Hvorttveggja var að þama vomm við — þótt okkur væri forkunnarvel "tekið og allir liðsinntu okkur á alla lund — tvö I og ung og urðum að glíma við margt sem var okkur áður fram- andi. Sóknin mín var nokkur sveitaþorp og sveitimar í kring. Þar var meðal annars elliheimili og við Ebba höfum alltaf minnst þess með gleði, að við eyddum fyrstu hveitibrauðsdögunum okkar þar meðan nokkrar endurbætur vom gerðar á prestssetrinu. Ég messaði á ensku — nema bænim- ar, þær vom á íslensku, „máli guðs“ eins og fólkið komst að orði. Prédikanimar vom á ensku „fyrir annarra þjóða fólk“. Á elliheimilinu flutti ég hins vegar mál mitt á íslensku. Þó var að verða breyting á þessum fáu ámm, íslenskan var á undanhaldi, undir lokin flutti ég þrjár messur á ensku á móti einni á íslensku. Ég var sjálfsagt ekki verri eða betri málamaður en geng- ur og gerist, en á hinn bóginn var það mér mjög erfítt í upphafí að semja prédikanirnar á ensku, enda varð að hugsa verkið út frá allt öðmm forsendum en væri verið að setja saman bréf eða jafnvel semja ritgerð eða venjulega ræðu. Vegna guðfræðilegra hugtaka varð ég að gæta þess að fara rétt með málið svo að boðskapurinn kæmist til skila á eðlilegu máli. Hvemig finnst þér guðfræðing- ar almennt undir það búnir að taka að sér prestsþjónustu við próflok? Einatt heyrist frá þeim að þeir fái ekki nægilega praktíska kennslu — þeim sé varpað beint út á akurinn án þess að hafa þann undirbúning sem nauðsynlegur sé til að geta sinnt sálgæslustarfinu. — Ég býst við að það hafi löng- um verið svo að guðfræðideildin styrki ekki nægilega trúarvitund manns, hún færir þetta í fræðileg- an búning, svo að það getur orkað á nemanda eins og ískalt steypi- bað. Þegar ég var í guðfræðideild- inni á sínum tíma, er ég ekki í vafa um að það var okkur ómetan- leg hjálp að fá að vera í mjög nánu samstarfi við prestana í Reykjavík. Við fengum að taka þátt í bamastarfi, vera með þeim á sjúkrahúsum og fleira. Þetta var góð lexía fyrir okkur og mér hefur virst að prestar taki því vel ef guðfræðinemar leita eftir að fá að vera með þeim við starfið. Ég hef sent deildarforseta guðfræðideild- arinnar, eftir að ég varð dómpró- fastur, hugmyndir varðandi þetta, en þær hafa ekki komist öllu lengra, en þó þykir mér mjög til bóta, að nú er bamastarf undir handleiðslu prests hluti af guð- fræðináminu. Kirkjan hefur alltaf rétt fram höndina til guðfræði- deildarinnar og ég tel að bein sam- vinna milli biskups og guðfræði- deildar væri ákaflega æskileg. Nú hafa kirkjan og biskup nánast ekk- ert með guðfræðideildina að gera. Ég á ekki við að kirkjan fari að ráðskast með akademískt frelsi eða blanda sér að óþörfu í mál deildar- innar. En ég vonast eftir samvinnu sem ég held að gæti leitt til gagn- gerðra breytinga. Og ég er ekki aðeins að hugsa um að guðfræði- stúdentar komi einu sinni á vetri í kaffí í biskupsgarð, heldur fái biskup að fylgjast með þeim, hlú að þeim á þann hátt að þeir fari ekki í prestsskap án þess að hafa þann starfslega undirbúning sem er brýnn — ekki bara varpa þeim umhugsunarlaust út á akurinn. Jóhann Hannesson prófessor tók nú svo sterkt til orða einhverju sinni að það að verða prestur í kirkjulausu úthverfi í Reykjavík væri eins og að láta kasta sér í fallhlíf yfír óvinaland. Hvað sem því líður, þeir hafa óneitanlega verið í vemduðu umhverfi deildar- innar og viðbrigðin geta því orðið harkaleg — því gæti aukinn stuðn- ingur við þá orðið þeim til góðs og þar með söfnuðunum sem þeir þjóna og kirkjunni. Hvað er mikilvægast að þínu Hjónin Ebba Sigurðardóttir og Ó viti til að geta verið sálusorgari? — Ég vænti þess að til þess verði menn að búa yfír nokkmm skilningi, hafa gott eyra, áhuga á fólki og væntanlega eiga til hlýju sem hægt er að veita til fólks. Sérfræðiþjónusta á öllum sviðum er meiri nú en áður var. En ekk- ert kemur í stað kirkjunnar. Það er mikilsvert að geta leitt fólk í bæn, fengið það til að skilja að yfír því er vakað, þótt það velkist í ólgusjó. Við viljum reyna að vekja fólk til vitundar um guð og að fá það til að bera traust til forsjónar hans, svo að það geti þolað mót- læti án þess að það færist í kaf. En ég get ekki neitað því að þeir dagar koma, að. ég kem heim úr- vinda eftir að hafa hlýtt á fólk greina mér frá vanda, sorg og raunum. Þá þarf ég að vera einn með sjálfum mér um stund. Fá að vera í friði úti í homi, meðan ég reyni að ná handfestu. Fjölskylda mín hefur fyrir löngu áttað sig á þessu. Ég neita ekki að stundum finnst mér fólk gera miklar kröfur til prestsins. Samtímis gleðst ég vegna þess það sýnir traust og trú sem er fagnaðarefni. En auðvitað er þetta eðlilegt en við verðum að hyggja að því líka að presturinn er bara mannlegur; og hann er aldrei fullkominn. Ég hef sjálfur ekki alltaf búið yfir þeirri þolin- mæði og þeirri umhyggjusemi sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.