Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1Ö. MÁÍ 1989 17 Jóhannes Árnason er annar úr þeim hópi sem gengið hefur á vit skap- ara síns. Að honum er mikill mannskaði. Áfram liggja leiðir sam- an og nú í lagadeild HÍ. Jóhannes var svo sannarlega á réttri hillu þar, ágætur námsmaður með .juridiskan sans“; tók enda prýðis- próf í maí 1963. I þeim hópi vorum við 9 og kveður Jóhannes fyrstur þaðan. Okkar á meðal var hann tryggur vinur og óumdeildur heið- ursmaður. Jóhannes Árnason (skírnarnafn) var fæddur 20. apríl 1935 á Pat- reksfirði. Foreldrar: Sturlaugur Friðriksson, sölum. í Reylqavík og Anna Sigríður Jóhannesdóttir frá Flatey á Breiðafirði. Hann ólst upp með móður sinni og móðursystur, Elínu, á Patreksfirði. Jóhannes gegndi mörgum störf- um á meðan hann var við laganám, sem við margir þurftum að gera, orðnir barnakarlar, enda námslána- farganið eigi komið til sögunnar. Hann var m.a. um tíma erindreki Sjálfstæðisflokksins, einn vetur rit- ari fjárveitinganefndar, auglýsinga- stjóri hjá dagblaðinu Vísi. Að námi loknu hófst svo lífsstarfið. Frá 1. júní 1963 er Jóhannes ráðinn sveitarstjóri á Patreksfirði. Þvi starfi gegnir hann til ársloka 1968 er hann tekur við starfi sýslu- manns í Barðastrandarsýslu, en því gegndi hann til 1982. Jóhannes var bundinn þessu héraði sterkum tryggðarböndum, það fann ég vel er ég sótti hann heim og fór um byggðir í hans fylgd. Sú stund er ég stóð með þeim Jóhannesi sýslumanni og Þórði hreppstjóra frá Látrum, á brún sjálfs Látrabjargs gleymist aldrei. Það hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun að taka sig upp og flytja búferlum, svo sem Jóhannes og fjöl- skylda hans gerðu 1982, er hann varð sýslumaður í Snæfells- og Hnappadalssýslu, með aðsetri í Stykkishólmi. Aldrei heyrðist æðru- orð þar um og er mér kunnugt um að Jóhannesi féll dvölin vel í nýju umdæmi. Auk sinna opinberu embættis- starfa sinnti Jóhannes félagsmálum mikið enda maðurinn ósérhlífin og hæfileikamikill. Hann var ávallt áhugasamur um málefni stéttar sinnar og var formaður Sýslu- mannafélags Jslands árin 1984—87. Jóhannes vann gott starf sem odd- viti sýslunefnda, hann vildi veg síns héraðs mikinn og sýndi það í verki. Má nefna forgöngu um áframhald útgáfu árbókar Barðstendinga, þar sem hann tók upp merki Jóhanns Skaptasonar, sýslumanns, og ný- lega hóf Snæfellsnessýsla útgáfu héraðsritsins Snæfellings, þar sem Jóhannes ritar ágæta grein. Undir hans forustu gekk sýslu- nefnd rösklega fram um endurreisn SNYRTIVÖRU-I IJYNNING A MORGUN fimmtud 11 .maí kl. 13-18 SbtÁyj PARIS SNYRTIVÖRUR SEM FAGFOLKIÐ VELUR MIRRA snyrtivöruverslun LAUGAVEGI 61-63 Norska húss í Stykkishólmi. Amts- bókasafnið þar naut og mikils vel- vilja frá Jóhannesi. Frá 1972 var Jóhannes í stjórn hlutafélags um rekstur Hótel Bjarkalundar, í stjórn flóabátsins Baldurs frá 1975, um árabil formaður sjúkrasamlags A-Barð., o.fl. mætti nefna. Hann var og virkur í félögum sjálfstæðismanna. Varaþingmaður Vestfjarða var hann um skeið og átti þá setu um tíma á Alþingi. I frístundum sínum að sumrinu var laxveiði öðru æðri, að mati Jóhann- esar. Hann var bráðsnjall veiðimað- ur og naut þeirrar íþróttar, ekki síst ef hann hafði í fýlgd með sér syni sína. Þessi mál bar oft á góma á haustdögum. Jóhannes Árnason var gæfumaður í einkalífí sínu. Hann kvæntist 20. maí 1961, Sig- rúnu Siguijónsdóttur úr Reykjavík, prúðri kostakonu sem bjó honum og börnum þeirra hlýlegt og traust heimili. Börn þeirra eru: Ólafur Þór f. 1961, að ljúka prófi í félagsfræði HÍ. Anna Berglind, f. 1965, stúdent við nám í París. Siguijón f. 1966, stúdent við nám HÍ í rafmagnsverk- fræði. Elín f. 1971, við nám í MA, Akureyri. Þau hjón áttu barnaláni að fagna. Jóhannes lét sér mjög annt um vel- ferð barna sinna og var þeim mik- ill félagi. Þau eiga nú um sárt að binda og bið ég þeim og móður þeirra huggunar og styrks. Einnig sendi ég aldraðri móður, systrum og öðrum venslamönnum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Með Jóhannesi Árnasyni sýslu- manni er genginn mætur maður, prýðilegur og dugandi embættis- maður sem hafði víðtæka þekkingu á lífshagsmunamálum landsbyggð- ar og lagði sig fram um að vinna sín skylduverk vel af hendi og spar- aði sig aldrei. Ef til vill ofgerði hann heilsu sinni einmitt nú á síðustu tímum með gríðarlegu vinnuálagi. Nú þegar vorið er komið við Breiðafjörð og öll náttúran er að bijóta af sér hlekki vetrar er sárt að sjá á bak góðum manni, sem svo óvænt var frá okkur hrifinn, langt um aldur fram. Megi hans heimkoma verða góð. Friðjón Guðröðarson Nú verður kvaddur hinstu kveðju góður vinur og félagi, Jóhannes Árnason sýslumaður, sem lést í Reykjavík þann 30. apríl. Andláts- fregnin sem barst til Stykkishólms þann 1. maí kom eins og reiðarslag og minnti mig á þá köldu staðreynd að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ég var búinn að horfa lengi dags á fánastöngina við sýsluskrif- stofuna með íslenska fánanum blaktandi í hálfa stöng og hefði vafalaust aldrei getað ímyndað mér hvernig komið var, svo gjörsamlega var þessi fregn mér fjarri. Daginn áður en þau hjónin óku til Reykjavikur átti ég símtal við Jó- hannes heitinn, var hann þá hress og kátur eins og hann átti vanda til. Kynni okkar Jóhannesar má rekja aftur til áranna er hann var sýslumaður Barðstrendinga, þá var hann um tíma stjórnarmaður í stjórn Flóabátsins Baldurs. Eftir að hann varð sýslumaður Snæfellinga kom hann aftur inn í stjórn Baldurs og tók síðan við stjómarformennsku árið 1985 og gegndi því til hinsta dags. Frá upphafi umræðu um full- komna feiju yfir Breiðafjörð var Jóhannes heitinn ávallt harður hvatamaður þessa málefnis. Hann sat í tveimur nefndum um byggingu SJÁ slÐU 34 AU.T AD 50% AFSIÁTTUR L JÓS - GJAFAVARA -HÚSGÖGN SUMAR FREISTINGAR ERU TIL ÞESS AÐ FALLA FYRIR ÞEIM. PARSEM PÚ GENGUR AD GÆDUNUM ViSUM ELOHÚSHÚSGÖGN, STAKIR STÓLAR, HÆGINDASTÓLAR, B0RÐST0FUB0RÐ, SÓFARO.FL. O.FL. Borgartún 29. Sími 20640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.