Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.05.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1989 Minning: Axel Ejrjólfsson, hús- gagnasmíðameistari Fæddur23. marsl911 Dáinn 27. apríl 1989 Það mun hafa verið 1937, að ég kynntist Axel Eyjólfssyni. Þá bar ég út Morgunblaðið á Akranesi ásamt öðrum dreng (Vigfúsi Sig- urðssyni), og enn man ég flest hús kaupenda. Oft kom ég á verkstæði Axels, þar sem hann vann einn að smíðum, en hann keypti alltaf af mér blað. Um leið skiptist hann á fáeinum orðum við mig, en þá þekktu allir alla á Akranesi. Eg þóttist býsna fróður um alþjóða- mál, hlustaði með óskiptri athygli á alla þætti Sigurðar Einarssonar frá útlöndum, og mun Axel hafa gengið á það lagið. Forsíðufréttir voru umræðuefni okkar. Af stuttum athugasemdum Axels vaknaði skiiningur minn á stefnumiðum sós- íalismans og jafnvel á uppbygging- unni í Ráðstjómarríkjunum (þótt flest mál liti ég enn út frá sjónar- homi hægri arms Alþýðuflokksins). Svo fór að ég gekk upp að Sigtún- um til Sæmundar, og lét skrá mig í Mal og menningu en það gerðu fleiri í þá daga. Um áratugar skeið vora allmikil kynni með okkur Axel. Lengstum dvaldist ég í Reykjavík frá 1940, en á tíðum ferðum mínum upp á Akranes leit ég oft inn hjá Axel og granna hans, Þorvaldi Steinasyni. Fylgdist ég með stofnun Sósíalista- félags Akraness, sem Axel Eyjólfs- son hafði forgöngu um ásamt Áma Ingimundarsyni, Halldóri Þor- steinssyni, Skúla Skúlasyni, Þórði Valdimarssyni og Þorvaldi Steina- syni. Á vegum félagsins varð Axel vara-bæjarfulltrúi 1946, en ári síðar fluttist hann til Reykjavíkur. A þessum áram á Akranesi hugðu sósíalistar ekki að ætt nokk- urs manns, þó skal hér stuttlega vikið að upprana Axels Eyjólfsson- ar, en frá honum sagði sr. Halldór Jónsson á Reynivöllum í minninga- bók sinni. Axel fæddist á Bessastöð- um á Álftanesi 23. mars 1911. Foreldrar hans vora Eyjólfur Eyj- ólfsson (Runólfssonar bónda á Saurbæ á Kjalamesi) og kona hans, Sigríður Loftsdóttir (bróðurdóttir Þórðar hreppstjóra á Neðra-Hálsi). Eyjólfur lést 1922 og fór Axel þá að Reynivöllum til sr. Halldórs Jóns- sonar, sem sagði svo frá: „ ... og var þar þó nokkur ár, fermdist það- an og hálf ólst þar upp. Síðan lærði Axel Eyjólfsson trésmíði í Reykjavík, bjó svo nokkur ár ógift- ur í Dalsmynni, sem hann gerði að nýbýli, en var raunar hálf heima- jörðin að Saurbæ, reisti þar stein- hús til íbúðar; allstóra heyhlöðu og fjós við hlið hennar. Þar bjó hann til ársins 1934, að hann fluttist á Akranes, setti sig þar niður sem húsgagnasmiður og efnaðist þar allvel, eignaðist gott íbúðarhús og vann þar sem húsgagnasmiður. En sumarið 1946 selur hann húseign sína á Akranesi, kaupir hús í Reykjavík." (Ljósmyndir, fyrra bindi Húsvitjun, Átthagafélag Kjós- veija, Reykjavík, 1953, bls. 141). Þess má geta að Axel lauk námi í trésmíði á Akranesi hjá Áma Áma- syni. í Reykjavík stofnaði hann Hús- gagnaverslun Axels Eyjólfssonar, sem síðar tók upp nafnið Axis, og er Jandsþekkt fyrirtæki. I þakkarhug kveð ég þessum orðum fyrsta kommúnistann, sem ég kynntist, Axel Eyjólfsson. Af sannfæringu var hann kommúnisti til hinstu stundar. Haraldur Jóhannsson íslensk húsgagnasmíði sem at- vinnugrein heillar stéttar, á sér ekki langa sögu. Á fyrri hluta þess- arar aldar risu þó mörg húsgagna- verkstæði og stétt húsgagnasmiða varð til. Greinin jókst og dafnaði allt fram að þeim tíma þegar inn- flutt húsgögn og innréttingar tóku í vaxandi mæli að koma í stað íslensku húsgagnanna. Þá reyndi á þolrif margra fyrirtækja í þessari iðn. Axel Eyjólfsson húsgagnasmíða- meistari sem lést 27. apríl síðastlið- inn, var einn fulltrúi þeirra fram- sæknu og ötulu manna sem tóku að smíða og selja húsgögn á fjórða áratugnum, en þá lagði hann grann að því fyrirtæki sem borið hefur t Móðir mín, JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR, Svfnavatni, A-Húnavatnssýslu, verður jarösungin frá Svínavatnskirkju laugardaginn 13. maí kl. 15.30. Ingibjörg Gunnarsdóttir og systkini hinnar látnu. t Systir okkar, HELGAINGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, lést á heimili sínu Hátúni lOb 1. maí og verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju 12. maí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Soffía Jónsdóttir, Ása Jónsdóttir. t Moðir min og amma okkar, KATRÍN VIÐAR, Laufásvegi 35, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. mai nk. kl. 13.30. Jórunn Viðar, Lárus, Katrín og Lovisa Fjeldsted, Einar, Theodóra, Guðmundur og Jón Thoroddsen. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, HAUKUR DAVÍÐSSON fyrrv. leigubílstjóri, Skúlagötu 56, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. maí kl. 10.30. Kristfn Bjarnadóttir, Auður Hauksdóttir, Björn Kristjánsson. t Útför sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AXELS EYJÓLFSSONAR, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 10. maí kl. 13.30. Elfn Sigurðardóttir, Eyjólfur Axelsson, Sólveig Gunnarsdóttir, Sigrfður Axelsdóttir, Peter Winther, Þórður Axelsson, Grímhildur Hlöðversdóttir, Jakobfna Axelsdóttir, Matthfas Axelsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Helgistund til minningar um ARA GUÐMUNDSSON frá Skáleyjum, sfðasttil heimilis í Hátúni 10, Reykjavík, verður í Fossvogskapellu í dag, miðvikudaginn 10. maí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmundur Arason. t Ástkær eiginkona, móðir og amma, GUÐNÝ ÞORSTEINSDÓTTIR leiðbeinandi, Njarðvíkurbraut 27, Njarðvík, verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 12. maí kl. 15.00. Ingimundur Eiríksson, Helga Ingimundardóttir, Lára María Ingimundardóttir og Birna Rúnarsdóttir. t Móðursystir okkar, RÓSAMUNDA G. JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. maí kl. 15.00. Halldóra Karlsdóttir, Rósa Karlsdóttir, Katrín Karlsdóttir, Eymar Karlsson, Guðrún Karlsdóttir Watt, Óttar Karlsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför SVANHVÍTAR RÚTSDÓTTUR. Bjarni Loftsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur samúö vegna fráfalls fööur mins, tengdaföður, sambýlismanns, afa og langafa, GUÐMUNDAR S. HANNESSONAR, " Hrafnistu, Hafnarfirði. Ásdfs Guðmundsdóttir, Þórður Árelíusson, Sveiney Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. nafn hans og staðið betur en mörg önnur í umróti síðustu ára. Axel hóf starf sitt á Akranesi en flutti skömmu fyrir 1950 til Reykjavíkur. Þar og í Kópavogi var fyrirtæki hans síðan. Með sókn og nýjungum svaraði hann breyttum tímum og hörðum keppinautum. Kynni mín og Axels Eyjólfssonar hófust einn síðsumardag 1968. Þann dag gekk ég inn á skrifstofu hans í Skipholti 7 og spurði hvort hægt væri að komast á samning í húsgagnasmíði. Axel tók mér vel, ræddi við mig og sagði mér frá ýismu sem varðaði húsgagnasmíði og nám í faginu. Hann bað mig síðan að hafa samband við sig næsta dag, þá skyldi hann svara spumingu minni. Svarið skýrt. „Þú ert velkominn að hefja hér nám í húsgagnasmíði." Þannig var Axel, ákveðinn og skýr. Á milli lærlings og meistara tekst á margan hátt sérstakt samband, eitthvað í ætt við samband föður og sonar. Að nokkra leyti er hlutur meistarans föðurlegt uppeldi og í annan stað leiðsögn og kennsla er duga skal starfsævina. Þá er gott að vera í höndum trausts manns og njóta styrks hans, kunnáttu og hæfni. Axel Eyjólfsson reyndist lærlingum sínum vel. Hann lagði áherslu á að þeir tælqust á við flest störf sem á verkstæði hans vora unnin og lærðu þau. Þannig var verkstæðið sá skóli sem því var ætlað að vera. Ég minnist þess að hann lagði ríkt á við útlærða starfs- menn sína að þeir sinntu nýgræð- ingum og leiðbeindu þeim. Ekki veit ég hvað þeir era margir sem luku námi í húsgagnasmíði hjá Axel Eyjólfssyni, en um langan tíma var það nær árviss atburður á verkstæðinu að þar útskrifaðist húsgagnasmiður. Eins og gengur hafa þeir síðan horfíð til ýmissa starfa en margir þeirra vinna enn að iðn sinni og búa þannig að þeim lærdómi sem þeir öðluðust hjá Axel Eyjólfssyni. Axel var róttækur í skoðunum á þjóðfélagsmálum og studdi stjóm- málasamtök sósíalista. Hann hafði yndi af söng og góðri tónlist og kunni að meta góðar bækur. Ef til vill var það fýrir áhrif hans að á meðan ég var undir handaijaðri hans lagðist ég í lestur rita þeirra stóra, Halldórs og Þórbergs. Það bar líka við að Axel gaukaði að mér ritum og tímaritum um þjóð- félagsmál og menningu sem hann taldi ungum manni hollt að lesa. Leiðsögn hans náði því ekki aðeins til húsgagnasmíðinnar. Þegar ég hóf afskipti af félags- og kjaramál- um iðnnema hvatti meistarinn mig. í því fólst örvun sem var mikilvæg í slíku starfí. Ég gerði ráð fyrir að starfa í þjónustu hans sem útlærður sveinn. Svo hafði talast um milli okkar. En atvikin höguðu því þannig að mér bauðst að starfa að fræðslu- málum launafólks. Ég talaði um þetta við hann og enn fékk ég örv- andi hvatningarorð í veganesti á leið til þessara nýju verkefna. Það var mikils virði. Síðustu árin átti Axel við van- heilsu að striða og gat því ekki helgað sig fyrirtæki sínu eins og hann hafði gert um langan tíma. Við tóku synir hans og héldu starf- inu áfram og reka nú glæsileg fyrir- tæki í húsgagnaiðnaði þar sem meðal annars era smíðuð húsgögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.