Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.1989, Blaðsíða 22
22 MORGtfííBÍkÐÍÐ' RlMMTtfÓÁGÚR 1ÍV Mí' 1 á§9 Réttur þroskaheftra eftir Tómas Gunnarsson Réttur þroskaheftra til að fara í kvikmyndahús og á aðra staði fyrir almenning hefur verið ræddur í fjöl- miðlum að undanförnu. Tilefnið er brottvísun mæðgina úr kvikmynda- húsi, þar sem verið var að sýna verðlaunamynd um þroskaheftan mann. Við upphaf myndarinnar grét átta ára gamli þroskahefti drengurinn, og móðurinni tókst ekki að hugga hann áður en starfs- maður kvikmyndahússins kom að og sagði þeim að fara út. í þann mund sem mæðginin voru að yfir- gefa kvikmyndahúsið voru þrír lög- reglumenn komnir á staðinn en höfðust ekki að. Líklegt er að atvik sem þetta gerist oftar. Þroskaheftir og ýmsir aðrir, sem ekki hafa fullan þrótt eða þroska, hafa ekki síður þörf fyrir skemmtan og félagsskap en aðrir. Viðhorf fólks, bæði hér á landi og í nágrannalöndum, sérstaklega starfsfólks sem annast þroskahefta, hafa breyst mikið á undanfömum áratugum. Horfið hefur verið frá aðskilnaði þroskaheftra við annað fólk með byggingu og rekstri stórra stofnana fyrir þá eina. Nú er sem betur fer unnið að því að marki að þroskaheftir búi við aðstæður sem líkastar þeim sem aðrir búa við. Þátttaka þroskaheftra í sem flest- um athöfnum, sem aðrir eiga kost á, svo sem ferðum í kvikmyndahús og á aðra samkomustaði fyrir al- menning, er þeim oft skemmtun en líka aðferð til að auka þroska sinn og hæfni. Þess vegna eru þessi nýju viðhorf um „blöndun" dýr- mæt, bæði þeim þroskaheftu, að- standendum þeirra og samfélaginu. Svo má ekki gleyma, að enginn veit ævina fyrr en öll er. Slys og sjúkdómar valda fólki á góðum aldri stundum heilsu- og þroskatjóni og ellin fer misjafnlega með menn. Nefnt var fyrst í fjölmiðlaumræð- unni um atvikið í kvikmyndahúsinu, að ekki lægi fyrir hver væri réttur „svona“ fólks til að fara í kvik- myndahús fyrir almenning. Hann er sem betur fer ótvíræður. Stjórn- arskrá lýðveldisins kveður á um jafnrétti manna. Hugmyndinni um sérstakar sýningar fyrir þroska- hefta hlýtur að vera erfitt að koma í framkvæmd. Ekki aðeins vegna þess, að fæstir viþ'a láta flokka sig. Heldur einnig af því að þeir, sem fá leyfi til að reka kvikmyndahús eða aðra starfsemi fyrir almenning, þurfa að fara að Iögum. Engar líkur eru á, að leyfður verði rekstur al- mennra samkomustaða þar sem fólk er flokkað eins og gert var fyrir löngu í sumum Suðurríkjum Bandaríkjanna og mun vera gert enn í Suður-Afríku. Auðvitað mega þroskaheftir ekki fremur en aðrir hafa í frammi óspektir eða raska allsheijarreglu, hvorki í kvikmyndahúsi eða á öðrum stöðum fyrir almenning. En grátur átta ára þroskahefts drengs er ekki réttarbrot fremur en grátur fólks almennt. Hér skortir á viljann til að btjóta lög eða reglur til að lög- brot teljist. Er þá starfsfólk kvik- myndahúsa og aðrir gestir vamar- laus gagnvart tmflunum þroska- heftra og annarra? Nei, vissulega ekki. Auðvitað ber að vinna að því að kvikmyndasýning fari vel fram. En flestir þekkja að bestu sýningum fylgja oft stunur, skrækir, hlátur og annar hávaði, en jafnframt nán- ast grafarþögn þegar spennandi atriði era sýnd. Hlutur áhorfenda í sýningum kvikmyndahúsa er oft veralegur eins á sér jafnan stað á fjölmennum samkomum. Hvað á starfsmaður kvikmyndahúss að eftir Jakob R. Kristjánsson Húsbréfakerfið er mesta framför sem komið hefur fram í húsnæðis- málum hér á Iandi þó ýmsir pólitísk- ir fulltrúar séu á móti því. Megin- ástæða andstöðunnar era fyrirsjá- anleg minni ítök þeirra í kerfinu. Hver era vandamálin, sem nú er við að eiga og sem þarf að leysa?: 1. Löng bið eftir láni vegna skorts á fé hjá Húsnæðisstofnun. 2. Háir vextir hjá bönkum vegna skorts á sparifé í bönkum. 3. Mjög hátt útborgunarhlutfall. Ungt fólk fær ekki nógu há lang- tímalán til að kaupa sína fýrstu íbúð. 4. Fólk stækkar um eitt herbergi í einu. Sífelldir flutningar. Alltaf verið að kaupa og selja sömu íbúð- gera þegar hann verður var við trafiun frá áhorfanda? Fyrsta verk gæti verið að kanna mál. Annað að bjóða fram aðstoð ef það hjálp- aði, en flestir karlar þekkja, að við huggun barns er engin fremri móð- urinni og ólíklegt er að lýsing með vasaljósi framan í grátandi barn hjálpi. Ef huggun móður dugar ekki gæti þriðja aðgerð starfs- manns verið vinsamleg beiðni hans um að fólkið yfirgæfi salinn tíma- bundið. Ef það nægir ekki er eðli- legt, að ítreka ósk um að fólkið fari úr salnum og fimmta og sjötta aðgerð síðan að hóta að kalla á lögreglu og framkvæma það ef með þarf. Sem sjöunda aðgerð er stutt skýrslutaka lögreglu líkleg til að fækka veralega traflun í kvik- myndahúsum og á öðram almenn- um samkomustöðum. Sérstaklega er varað við, að starfsmaður kvik- myndahússins eigi sjálfur hlut að þvi að fjarlægja gest úr húsinu. Það getur tæpast verið réttlætanlegt nema við neyðaraðstæður eins og þegar hætt er við meiðslum. ■ En hver er réttur annarra kvik- myndahúsagesta? Eiga þeir kröfu á þögn í húsinu? Nei, en þeir eiga kröfu á því að vinsamlega og kunn- áttusamlega og af festu sé tekið á málum sem þessum af starfsfólki irnar og húsnæðisverslunin því dýr. 5. Sparnaður undanfarinna ára- tuga er bundinn í íbúðarhúsnæði. Eldra fólk á erfitt með að losa um þessa peninga til nota í ellinni nema með því að kaupa sér sífellt minni íbúð. 6. Niðurgreiðsla á vöxtum hús- næðislána er sprangin og ríkissjóð- ur mun ekki ráða við það í framtíð- inni. Því er óhjákvæmilegt að vext- ir muni hækka mikið nema til komi nýtt fé inn í kerfið. Niðurstaðan er bara ein: Skortur á lánsfé, bæði í húsnæðiskerfinu og í landinu í heild. Það er vanda- málið. Hvar er fé að fá? Allt lánsfé er jú eðli málsins samkvæmt sparifé einhvers (andstaðan við eyðslufé). Við þekkjum tvo möguleika, útlent sparifé (svonefnd erlend lán) og innlent sparifé. Tómas Gunnarsson „En atvikið úr kvik- myndahúsinu og ýmis önnur eru tilefiii til að hagsmunasamtök þeirra, sem hafa hinar ýmsu sérþarfir, taki saman bækling til upp- lýsinga fyrir opinbera þjónustumenn og aðra sem reka þjónustu fyrir almenning.“ „Ég skil því ekki and- stöðu ýmissa við þetta. Þar er um hagsmuni einhverra annarra en húsnæðiskaupenda að ræða.“ Innlent sparifé er að finna á þremur stöðum; Hjá bönkum og verðbréfasjóðum, í lífeyrissjóðunum og í íbúðarhúsnæðinu (ég sleppi hér eignarhlut í fyrirtækjum því þau era víst flest á hausnum). Óhætt er að fullyrða að tveir fyrstnefndu kostirnir eru þegar full- nýttir, sem lánsfé í þjóðfélaginu. íbúðarhúsnæðið er því eini mögu- leikinn sem eftir er, fyrir utan er- lend lán að sjálfsögðu. Og hús- kvikmyndahússins. Svo er ótvíræð- ur réttur manna til að yfirgefa kvik- myndahús af hvaða ástæðu sem er og hvenær sem er. í einum fjölmiðli var rætt um hvort þroskaheftir ættu rétt á sér- stakri tillitssemi, t.d. í kvikmynda- húsum, tillitssemi sem miðaðist við þroska þeirra og aðstæður. Þroska- heftir eiga vissulega rétt á sér- stakri tillitssemi eins og allir aðrir. Ekki er um að ræða tillitssemi nema hún sé sérstök og bundin við sér- stakar aðstæður. Þroskaheftum og aðstandendum þeirra ber vissulega að þakka margvíslega hjálp og umburðar- lyndi þeim sýnt. En nýju viðhorfin um sem víðtækasta þátttöku þroskaheftra og annarra, sem búa við ýmiss konar hömlun, í þjóðlíf- inu, krefjast sérstakrar kynningar. Sérstaklega gagnvart opinberam aðilum og þeim sem hafa á hendi þjónustu við almenning. Mér hefur að vísu virst, að ýmsum færist þessi þjónusta vel úr hendi. En atvikið úr kvikmyndahúsinu og ýmis önnur era tilefni til að hagsmunasamtök þeirra, sem hafa hinar ýmsu sér- þarfir, taki saman bækling til upp- lýsinga fyrir opinbera þjónustu- menn og aðra sem reka þjónustu fyrir almenning. Yrði í honum leit- ast við að kynna sérþarfir fólks við þjónustu við það og vænlegustu aðgerðir til að uppfylla þær. Höfundur er lögmaður. bréfakerfið er mjög góð leið tii að losa um þetta bundna sparifé. Fyrir nokkram áram var út- borgunarhlutfali mun lægra en nú gerist, þ.e. þá lánuðu seljendur kaupendum meira fé og til lengri tíma en nú tíðkast. Húsbréfin era bara til þess að koma þessu á á nýjan leik. Venjulegir íbúðareigend- ur munu hvorki tapa né græða en það þarf minna handbært-lausafé og því verður auðveldara að fá sér stærra húsnæði. Sérstaklega mun þetta auðvelda kaup á fyrstu íbúð. Ég skil því ekki andstöðu ýmissa við þetta. Þar er um hagsmuni ein- hverra annarra en húsnæðiskaup- enda að ræða. Höfundur er íbúðareigandi, nýbú- inn að kaupa íbúð nr. 2. Húsbréfakerfíð er góð lausn Deilur um Fossvogsbraut eftir Sigmjón Pétursson Lagniríg Fossvogsbrautar hefur lengi verið deiiuefni manna á með- al. Innan borgarstjórnar Reykjavík- ur hafa löngum verið deilur um brautina og framhald hennar Hlíðarfót. Andstæðingar lagningar hraðbrautar úm Fossvogsdal og Hlíðarfót era þeirrar skoðunar að ekki megi leysa vandamál vaxandi bílaeignar og aukinnar umferðar á kostnað þeirra fáu, en mikiivægu útivistarsvæða, sem eftir era, innan byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Útivistarsvæði Lagning hraðbrautar um Foss- vogsdai myndi án vafa stórspilla útivistargildi dálsins og eyðileggja með öllu friðsæld hans. Lagning Hlíðarfótar myndi með sama hætti slíta í sundur útivistarsvæði, sem nú er samfellt frá Öskjuhlíð að Nauthólsvík. Svæði, sem mun gefa nær ótæmandi möguleika til fjöl- breyttra útivistarathafna, þegar farið verður að nota heita vatnið, til að skapa tjamir, læki, fossa og vaðpolla og vafalaust einhvern tímann í framtíðinni, til að hita upp sjóinn í Nauthólsvík og skapa þar aðstöðu til sjóbaða. Þessum möguleikum vill fjöldi fólks alls ekki fórna, fyrir það eitt, að óþolinmóðir bílstjórar geti verið þrem til fjóram mínútum fljótari, á milli endimarka borgarinnar. Samninga á að virða Ég, sem þessar línur rita, er andvígur lagningu hraðbrautar um Fossvogsdal. Ég harma hins vegar að bæjarstjóm Kópavogs, sem virð- ist haf svipaðar skoðanir á lagningu brautarinnar og ég, skuli hafa grip- ið til þess úrræðis að segja einhliða upp samningi um vegarstæðið. Samskipti manna og ekki síður sveitarfélaga verða að vera með þeim hætti að leikreglum samfé- lagsins sé hlítt. Þegar samningur hefur verið gerður af .tveim eða fleiri aðilum þá eru allir jafnt bundnir af honum. Samningi verður ekki breytt nema með nýju samkomulagi eða með því að fá hann ógiltan fyrir dómi. Ein- hliða uppsögn er því marklaus gjörð. Hefndaraðgerðir Viðbrögð borgarstjórans í Reykjavík við þessari ólögmætu uppsögn á samningnum era hins vegar alveg dæmalaus. „Ég, sem þessar línur rita, er andvígur lagn- ingu hraðbrautar um Fossvogsdal. Ég harma hins vegar að bæjar- stjórn Kópavogs, sem virðist hafa svipaðar skoðanir á lagningu brautarinnar og ég, skuli hafa gripið til þess úrræðis að segja ein- hliða upp samningi um vegarstæðið.“ Fyrirvaralaust og án umboðs frá borgarráði eða borgarstjórn, til- kynnir hann bæjarstjórn Kópavogs að ekki verði endurnýjaður samn- ingur við þá um sorplosun í Gufu- nesi. Jafnframt lætur hann að því liggja í fjölmiðlum að ekki verði lagt heitt vatn í ný hverfi í Kópa- vogii! Hann gefur í skyn að sagt verði upp samningi um slökkvilið. Hann lætur þess getið í sama tilgangi að Kópavogsbær fái kalt vatn frá Vatnsveitu Reykjavíkur og Siguijón Pétursson það geti verið til endurskoðunar. Þarna er verið að blanda saman algjörlega óskyldum málum, ekkert þessara atriða hefur neitt með samning um Fossvogsbraut að gera. Þessar aðgerðir og þessar hótan- ir lýsa mikilli vanstillingu og fljót- færni og þær ber að fordæma. Það era hreinar hefndaraðgerðir að segja upp samningi um sorplosun vegna deilna um Fossvogsbraut. Verði slíkar hefndaraðgerðir sam- þykktar af meirihluta.borgarstjórn- ar verða þær borginni til ævarandi vanvirðu. Samvinna byggist á trausti Sérstaklega era þessar aðgerðir ámælisverðar, þegar til þess er horft, að sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu hafa stofnað með sér samtök um sorpeyðingu. Þar er á ferðinni mjög merkilegt um- hverfisvandamál, sem mun verða íbúum á svæðinu til heiila um alla framtíð. Það er hætt við að tor- tryggni gæti í samskiptum sveitar- félaga, ef þau eiga að einkennast af valdahrokans, eins og þeim, sem borgarstjórinn í Reykjavík sýnir eða þeirri virðingu fyrir samningum, sem bæjarstjórn Kópavogs hefur. Mál að linni Það er von mín að stilltari menn og yfirvegaðri, en þeir sem deilurn- ar leiða, nái að bera klæði á vopnin og að samskipti þessara grannsveit- arfélaga geti orðið með eðlilegum hætti á ný. Það er von mín að bæjarbúar í Kópavogi, séu því ekki allir sam- mála að samninga beri þá aðeins að halda, þegar þeir eru mönnum að skapi og ég veit að mikill fjöldi Reykvíkinga fordæmir hefndarað- gerðir borgarstjórans. llöfundur er borgarfulltrúi AI- þýðubandalagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.