Morgunblaðið - 19.07.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.07.1989, Blaðsíða 23
22 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚLÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ.MIÐV^KyDAG^UR 19. JÚLÍ 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Skattar og skuldir Rauði þráðurinn í málefna- samningi stjórnarflokk- anna var hallalaus ríkisbúskap- ur. í stefnuyfirlýsingu stjórnar- innar, dagsettri 28. september 1988, er hallalaus ríkisbúskap- ur talinn forsenda þess að hægt sé að nálgast önnur efnahags- markmið, meðal annars að ná niður verðbólgu, draga úr þenslu í þjóðarbúskapnum og samkeppni um takmarkað inn- lent lánsfjármagn. Þar segir meðal annars: „Samræmd stjórn ríkisfjár- mála, peningamála og gengis- mála verður grundvöllur efna- hagsstefnu ríkisstjómarinnar. Stefnt verður að stöðugleika í gengismálum. Aðhaldi verður beitt í ríkisfjármálum og pen- ingamálum til að koma á og viðhalda jafnvægi í þjóðarbúinu á næstu árum. Ríkisfjármál og lánsfjármál fyrir næsta ár munu miðast við að draga úr þenslu sem verið hefur í þjóðarbúskapnum. Fjár- lög fyrir 1989 verða samþykkt með tekjuafgangi. Til að ná þessu markmiði verða útgjöld ríkissjóðs ekki hækkuð að raun- gildi frá því sem er á þessu ári [1988].“ Síðar í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Til þess að draga úr þenslu verða fjárlög ríkissjóðs fyrir næsta ár [1989] afgreidd með tekjuafgangi. Með því móti dregur úr lánsfjárþörf ríkissjóðs og samkeppnin um lánsfé verð- ur minni. Það auðveldar lækkun vaxta.“ Þungamiðja stjórnarstefn- unnar, hallalaus ríkisbúskapur, er síðan „staðfest“ í fjárlögum líðandi árs. Samkvæmt þeim á A-hluti ríkisbúskaparins að skila 600 milljóna króna tekju- afgangi 1989, enda skatt- heimta á fólk og fyrirtæki auk- in um rúma sjö milljarða króna. Þar með var stjórnarstefnan í ríkisfjármálum komin á græna grein, að ætla mátti, þar sem stjórnarskráin kveður á um að útgjöld ríkisins skuli vera innan ramma fjárlaga og lánsijárlaga. Sú varð þó ekki raunin. Þvert á móti. Að öllu óbreyttu stefnir fjármálaráðherrann í margra milljarða króna ríkissjóðshalla, þrátt fyrir sjö milljarða nýja skattheimtu og þrátt fyrir „tekjuafgang“ samkvæmt fjár- lögum. í fréttaskýringu í Alþýðu- blaðinu sl. föstudag segir m.a.: „Ríkisstjórnin eyddi nokkr- um klukkustundum á Þingvöll- um sl. miðvikudag í að ræða ráðstafanir gegn fjárlagahalla. Eins og oftast áður einblína stjórnvöld á skammtímalausnir, eitthvað sem lappað getur upp á stöðuna í augnablikinu. Miðað við nýjustu upplýsingar lítur út fyrir að hallinn verði 4,2 millj- arðar á þessu ári,“ auk hins áætlaða 600 m.kr. tekjuaf- gangs fjárlaganna. Hér er líklegur fjárlagahalli fremur van- en oftalinn. í fréttaskýringu Alþýðu- blaðsins er látið að því liggja að fjármálaráðherra Alþýðu- bandalagsins hyggi á 1% hækk- un söluskatts, sem að sjálf- sögðu hækkar verð vöru og þjónustu, og skilað getur ríkis- sjóði 1,5 til 2,0 milljörðum króna. Þá stefni fjármálaráð- herra að auknum lántökum ríkissjóðs innanlands að fjár- hæð um 3 milljarðar króna. í fréttaskýringunni segir að slík „innrás ríkisins á peningamark- aðinn“ ýti undir vaxtahækkun. Skammtímaráðstafanir, sem fjármálaráðherra stefnir að, að sögn Alþýðublaðsins, felast að stærstum hluta í skattahækk- unum og skuldasöfnun, þótt einnig sé ýjað að samdrætti í framkvæmdum. Hinsvegar eru fá orð höfð um raunverulegan sparnað í ríkisbúskapnum. Þegar þessi framkvæmd ijár- laganna, margra milljarða halli í stað lögákveðins tekjuaf- gangs, er borin saman við stóru orðin í stjórnarsáttmálanum, sem fyrr er vitnað til, má flest- um ljóst vera, að ríkisstjórnin hefur kolfallið á reynsluprófi sínu. í stuttu máli er niðurstaðan sú, ef marka má orð Alþýðu- blaðsins, að mæta á margra milljarða króna ríkissjóðshalla með skattahækkunum, sem sóttar verða í vasa fólks með hærra vöruverði, „innrás ríkis- sjóðs“ á takmarkaðan innlend- an lánsfjármarkað, sem eykur spennuna og ýtir undir vaxta- hækkun, og niðurskurði fram- kvæmda, sem dregur úr vinnu- framboði. Aður hafði ríkis- stjórnin hækkað erlend skulda- fjöll, m.a. til að greiða upp skuld við Seðlabankann. Það er því hóflega að orði komizt í Al- þýðublaðinu þegar sagt er að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum verði „í bezta falli yfirklór, en í versta falli skaði þær þjóðarhagsmuni til lengri tíma litið“. A Ibúðaspá Byggðastofiiunar: Þörfin áætluð 1.440 íbúð- ir árlega næstu fimm árin - þar af 1.100 á höfiiðborgarsvæðinu Samkvæmt nýrri íbúðaspá til ársins 1994 er talið að byggja þurfi 1.440 íbúðir i landinu árlega næstu fimm árin. Ef miðað er við að fólksflutningar frá landsbyggð til höfuðborgarsvæðis verði hinir sömu og á árabilinu 1983 - 86 (það er að þúsund manns flytji að meðaltali á ári frá landsbyggðinni umfram aðflutta) „þá verða rúmlega 1.100 íbúðir býggðar á höfuðborgarsvæðinu árlega en aðeins rúmlega 300 á landsbyggðinni", segir í greinargerð Byggðastofhunar (Ibúðaspá og kaupleiguíðbúðir), sem unnin var fyrir félagsmálaráðuneyti og Húsnæðisstofnun. tapi og landbúnaðurinn er rekinn með háum framleiðslustyrkjum. Þessar greinar eru ekki líklegar til að auka hagvöxt á landsbyggðinni nema skipulagi þeirra verði breytt. Möguleikar á vexti þjónustugreina hafa batnað, til dæmis vegna sam- göngubóta. Enn er þó langt í land með að. vegakerfið uppfylli kröfur nútímans. Fátt bendir til þess að brottfiutn- 1.500 burtfluttir umfram aðflutta 1988 í greinargerð Byggðastofnunar kemur fram að íbúum höfuðborgar- svæðisins fjölgaði um rúmlega 4.100 manns á sl. ári. A sama tíma nam íbúafjölgun á landsbyggðinni aðeins 500 einstaklingum. A þessu ári fluttu rúmlega 1.500 fleiri frá landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins en frá höfuðborg- arsvæðinu til landsbyggðarinnar. Fátt bendir til að brottflutningurinn réni I greinargerð Byggðastofnunar segir orðrétt: „Ymsar ástæður geta verið fyrir miklum fólksflutningi til höfuð- borgarsvæðisins. Hvort þeir flutn- ingar aukast eða minnka er vafalít- ið háð atvinnuástandi ogþeirri þjón- ustu sem hægt er að bjóða upp á á landsbyggðinni. Staða helztu at- vinnuvega er erfið um þessar mund- ir. Frystihús eru víða rekin með Fjöldi nýbygginga og fólksfjöldabreytingar á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu LandsbyggQln HöluöborgarsvæölB Fyndi FKIIdi 75 77 79 81 83 85 87 89 91 93 75 77 79 81 83 85 87 89 91 93 Meðfylgjandi skýringarmynd er úr greinargerð Byggðastofiiunar. Hún sýnir „fólksfjöldabreytingu og fjölda fullgerðra íbúða undanfarin ár á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. A myndinni sést einnig fjöldi nýbygginga samkvæmt íbúðaspánni og framreikningur á fólks- fjöldanum miðað við flutningatölur innanlands fyrir árin 1983-1986“.' ingur til höfuðborgarsvæðisins réni á næstu árum. Raunar var flutn- ingstapið meira árin 1987 (1.328 manns) og 1988 (1.560 manns) en meðaltal áranna 1983-86. Ef fram- reiknað væri með þessum tölum drægi enn hraðar úr íbúaðabygg- ingum á landsbyggðinni en spáin gerir ráð fyrir“. Fólk tregt til fjárfestingar í strjálbýli í greinargerð Byggðastofnunar segir að samdráttur í íbúðabygging- um utan höfuðborgarsvæðisins stafi að hluta til af „tregðu fólks til að fjárfesta í eigin húsnæði á lands- byggðinni vegna þeirrar áhættu sem því fylgir“, þ.e. að sölulíkur íbúða séu víða litlar og söluverð lágt, í samanburði við höfuðborgar- svæðið. Orðrétt segir: „í greinargerðinni er sagt frá könnun sem félagsmálaráðuneytið gerði á viðhorfum til húsnæðismála hjá sveitarfélögum og félagasam- tökum sem starfa að húsnæðismál- um. Þar kom fram sú skoðun að nauðsynlegt væri fyrir sveitarfélög að geta boðið kaupleiguíbúðir fyrir aðkomufólk. íbúðirnar hentuðu einkum þeim sem vildu búa á staðn- um en ekki kaupa strax íbúð. Þann- ig mætti draga úr þeirri áhættu sem fylgir íbúðarfjárfestingu ef viðkom- andi er ekki viss um það hvort hann dvelur til frambúðar á staðnum". Þá segir í greinargerðinni: „Um 800 íbúðir bætast við á landsbyggðinni næstu tvö til þrjú árin. Þá er gert ráð fyrir að lán- veitingar Húsnæðisstofnunar til fyrsta hluta framkvæmda frá 1. 1. 1987 — 31. 12. 1988 gefi vísbend- ingu um framkvæmdir við hús- byggingar utan við kaupleigukerfið. Einnig er gert ráð fyrir að öll lán til kaupleiguíbúða renni til nýbygg- inga. Miðað við áætlaða þörf lands- byggðarinnar fyrir um 322 íbúðir árlega mundu kaupleiguíbúðir sjá fyrir verulegum hluta þarfarinnar næstu árin“. „Talsvert atvinnuleysi á næsta ári“ í greinargerð Byggðastofnunar segir m.a.: „Samkvæmt spá Þjóðhagsstofn- unar er búizt við 1,4% samdrætti í vergri þjóðarframleiðslu á árinu 1988 frá 1987 og 1,7% samdrætti á milli 1988 og 1989, þrátt fyrir að stóriðjan skili nú góðum hagnaði og útflutningsþjónustan einkum ferðamannaiðnaður virðist vera vaxandi. Þar sem framboð vinnu- afls á landinu vex um 1-2% á ári (samkvæmt mannaflaspá) gæti orð- ið talsvert atvinnuleysi á næsta ári ef spá Þjóðhagsstofnunar rætist“. Síðar í greinargerðinni segir: „í þessu sambandi kemur til álita að beita byggingariðnaði sem hag- stjórnartæki. Að vsu er ekki hægt að mæla með því að byggja fleiri íbúðir en þörf krefur á hveijum stað. Spurningin er hvort ekki megi flýta byggingu íbúða á stöðum í örum vexti en draga seinna úr byggingarframkvæmdum þegar lokið er nauðsynlegri aðlögun at- vinnuvega sem eiga nú við taprekst- ur að stríða. Kaupleigukerfið gæti einmitt hentað vel til að örva fram- kvæmdir í íbúðabyggingum á lands- byggðinni í ljósi yfirvofandi sam- dráttar í íbúðabyggingum. Samt. sem áður verður að gæta þess að byggja íbúðir á þeim stöðum þar sem búast má við góðri nýtingu og þar sem fólksfjölgun hefur verið“. 8.500 ársverk í byggingariðnaði Þá segir: „Arsverk í byggingariðnaði á landsbyggðinni voru um 3.800 árið 1986 (án opinberra framkvæmda) en 4.700 á höfuðborgarsvæðinu. Líklegt er að iðnaðarmenn færi sig til eftir verkefnum og því er óvíst að 3.800 ársverk hafi verið unnin á landsbyggðinni í byggingariðnaði þar sem rúm 70% íbúða voru byggð- ar á höfuðborgarsvæðinu árið 1987 og sennilega mun hærra hlutfall atvinnuhúsnæðis (um 58% árið 1986). Sennilega veita 100 nýbyggingar atvinnu fyrir 200-300 manns i byggingariðanði og á tímum. at- vinnuleysis getur byggingariðnaður því orðið veruleg lyftistöng í at- vinnulífinu. Aftur á móti veldur samdráttur í íbúðabyggingum á landsbyggðinni minni umsvifum í öðru atvinnulífi þar. Ef samdráttur- inn er vegna fólksflutninga verður aukning á íbúðamarkaði á höfuð- borgarsvæðinu og byggingarmenn frá landsbyggðinni fara þangað til starfa“. Verðfall á fasteignum á landsbyggðinni í niðurstöðum greinargerðar Byggðastofnunar segir að „kaup- leigukerfið geti leyst vanda þeirra sem vilja flytja út á landsbyggðina en treysta sér ekki til þess að binda fé sitt strax í íbúð áður en nægileg reynsla af búsetu á staðnum liggur fyrir“. Böggull fylgir þó skammrifi: „Kaupleigukerfið getur leitt til meiri framkvæmda en húsnæðis- markaðurinn á viðkomandi stað þolir þannig að offramboð verður á húsnæði miðað við byggingarkostn- að. Þetta á einkum við á stöðum þar sem líkur á brottflutningi fólks eru meiri en á aðflutningi. Fram- kvæmdaaðilar sem sækja um lán fyrir mörgum kaupleiguíbúðum á slíkum stöðum þurfa að geta sýnt fram á að íbúðirnar verði fullnýttar og valdi ekki verðfalli á fasteignum sem fyrir eru á staðnum". Greinargerð Byggðastofnunar lýkur svo: „Eftir mikið þenslutímabil í hag- kerfinu er nú komið að aðlögun- artímabili og hætta á einhveiju at- vinnuleysi næstu mánuði. Ef stefnir í mikið atvinnuleysi gæti verið skyn- samlegt að draga ekki úr fram- kvæmdum við íbúðabyggingar. Kaupleigukerfið er ný leið til að fjármagna íbúðaframkvæmdir og gæti sú leið hentað til að örva bygg- ingariðnað á landsbyggðinni“. Ovæntir atburðir í nýni stuttri sjónvarpsmynd Frá upptökum á kvikmynd Ásgríms Sverrissonar Virkið fellur. Kvikmyndafélagið Alvara hefúr nýlega lokið tökum á stuttri sjónvarpsmynd eftir Ásgrím Sverrisson. Tökur fóru fram á bænum Grímsstöðum í Borgarfirði og víðar. Höfundur og leikstjóri myndarinnar, Ásgrímur Sverrisson, er 25 ára gamall. Hann hefiir m.a. fengið styrk úr Kvikmyndasjóði til að gera myndina. Myndin er unnin í samvinnu við norska fyrirtæk- ið Thule Film & TV sem er í eigu þriggja íslendinga. Kvik- myndin er innan við hálftími að lengd og er ætluð til sýn- inga í sjónvarpi. Vinnuheiti myndarinnar er Virkið fellur. Sagt er frá því er ungur maður kemur ásamt vini sínum á sveitabæ til þess að heimta fyrrum sambýliskonu síha sem ári fyrr hafði yfirgefið hann orðalaust. Hann vill að hún skýri brotthvarf sitt en margt fer á aðra leið en þeir félagar höfðu ætlað. Með aðalhlutverk í myndinni fara Ylfa Edelstein, Þormar Þor- kelsson, Skúli Gautason og Ró- bert Arnfinnsson. Ylfa er við leiklistarnám í Bandaríkjunum. Undanfarin tvö ár hefur hún stundað nám í St. Louis en í haust hefur hún nám við The Actors’ Space í New York. Hún hefur áður leikið í sjónvarpsaug- lýsingum og tónlistarmyndbönd- um, einnig fór hún með hlutverk í sjónvarpsmynd Hrafns Gunn- laugssonar „Hver er?“ fyrir 7 árum síðan. Ylfa leikur Herdísi, stúlkuna sem sagan snýst um. Þormar Þorkelsson leikur Ketil þann er leitar fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Þormar hefur ekki leikið í kvikmyndum áður. Skúli Gautason leikur Ey- jólf vin Ketils og Róbert Arnf- innsson leikur Hannes bónda föður Herdísar. Skúli og Rób^rt eru báðir þekktir atvinnuleikar- ar. Nokkrir fara með aukahlut- verk í myndinni. Yngst þeirra er Helga Guðbjarnardóttir sem er aðeins þriggja mánaða gömul. Ásgrímur Sverrisson hefur starfað hjá Ríkissjónvarpinu undanfarin ár við þáttagerð, og framleiðslu auglýsinga og tón- listarmyndbanda. Hann skrifaði handritið að Virkið fellur fyrr á þessu ári. Að eigin sögn er Virk- ið fyrsta alvöru kvikmyndin sem hann gerir. Ásgrímur hyggst halda til framhaldsnáms í kvik- myndagerð á næsta ári, væntan- Iega til Bretlands. Morgunblaðið/Sverrir Róbert Arnfinnsson og Ylfa Edelstein í einu atriði kvikmyndarinn- ar Virkið fellur. Myndin er að mestu leyti tek- in á Grímsstöðum í Borgarfirði. Tekið var á kvöldin og um næt- ur. „Það má segja að maður missi tímaskynið þegar vakað er margar sumarnætur í röð,“ sagði Ásgrímur. „Náttúran ork- ar sterkar á mann við þessar kringumstæður.“ Ásgrímur segir að það hafi ráðið nokkru um val hans á aðal- leikurunum að þeir hafi mikla útgeislun, sem skíni af þeim á hvíta tjaldinu. Ásgrímur kveður sérlega góðan anda hafa ríkt í upptökuhópnum. „Við sem stöndum að kvik- myndafélaginu Alvöru erum flest ung að árum og höfum kynnst vegna starfa okkar fyrir Sjónvarpið, “ sagði Ásgrímur. „Upptökur gengu vonum framar því að allir voru staðráðnir í því að láta hlutina ganga upp.“ ÞSv Þormar Þorkelsson fer með eitt aðalhlutverkanna í myndinni. Kristjáni Jóhannssyni vel fagnað í Scala-óperunni Krislján Jóhannsson á æfingu með íslensku hljómsveitinni. Ámi Tómas Ragnarsson skrifar frá Mílanó. KRISTJÁN Jóhannsson söng í síðustu viku á tveimur sýningum í óperuhúsinu La Scala í Mílanó, en þetta er í þriðja sinn sem hann tekur þátt í óperuuppfærslu í því húsi. I þetta sinn var það í óperunni Adriana Lecouvreur eftir ítalska tónskáldið Frances- co Cilea. Kristján var kallaður til að syngja aðaltenórhlutverkið í óperunni með mjög stuttum fyrirvara, en hann hafði þijár til fjórar vikur til að læra hlutverk sitt, sem hann hafði aldrei sungið áður. Það er fátítt að söngvarar læri svo stór hlutverk á svo skömmum tíma og fyrir Kristj- án hlýtur það að hafa verið enn erfiðara þar sem hann hafði mörg- um öðrum verkefnum að sinna samtímis. Kristján lét sig þó ekki muna um þetta og með aðstoð hins aldna hljómsveitarstjóra La Scala, maestro Gavazzeni, tókst honum ekki bara að Iæra rulluna heldur vann hann mikinn listsigur með frammistöðu sinni á sýningunum tveimur. Eg átti þess kost að vera við- staddur síðari sýninguna sem var lokasýning óperuhússins á leikárinu og fór ekki á milli mála að Kristján stóð sig frábærlega vel enda voru undirtektir áheyrenda í La Scala vægast sagt stórkostlegar. Kristján fékk mikið klapp eftir aríu sína og í lok sýningarinnar var honum ákaft fagnað af áheyrendum sem kölluðu „grande" og „bravo“ hver í kapp við annan. Þetta segir ekki svo litla sögu því áheyrendur í La Scala eru þeir kröfuhörðustu í heimi og alveg eins og þeir fagna þegar vel er gert þá hika þeir ekki við að púa ef frammistaða söngvaranna hlýtur ekki náð fyrir eyrum þeirra. ítölum finnst Kristján hafa ekta ítalskan óperustíl og er ekki vafi á því að hann er kominn f fremstu röð þeirra tenórsöngvara sem syngja í ítölskum óperum. Um það vitnar best það ástfóstur sem maestro Gavazzeni hefur tekið við Kristján, en Gavazzeni hefur starf- að sem hljómsveitarstjóri við La Scala í rúma hálfa öld. Kristján sagði mér, að Gavazzeni hefði sótt það mjög hart að hann yrði látinn syngja aðaltenórhlutverkið á síðustu sýningum óperunnar, jafn- vel þótt hann vissi að Kristján ætti eftir að læra hlutverkið. Þá bauð hann Kristjáni að koma heim til sín til að æfa og læra hlutverkið með sér, en slíkt mun maestro Gavaz- zeni ekki hafa boðið söngvurum frá því hann starfaði með Mariu Callas. Óperan Adriana Lecuvreur gerist í París 1730 og byggir á sannsögu- legum grunni. Hún segir frá frönsku leikkonunni Adriana Leco- uvreur, sem stóð í ástarsambandi við hertogann af Saxlandi (sem Kristján Jóhannsson syngur), en keppir þar við volduga greifafrú og fjallar óperan um þann ástarþrí- hyrning. Óperan var frumflutt í Mílanó 1902 og söng þá Enrico Caruso hlutverk hertogans og það gerði hann einnig er óperan var fyrst sýnd í Metropolitan óperunni í New York nokkrum árum síðar. Þessi ópera hefur notið verulegra vinsælla á Ítalíu æ síðan. Sýningin á La Scala nú var hin glæsilegasta. I titilhlutverkinu átti upphaflega að vera Mirella Freni, en í þeirri sýningu sem ég sá var það rússneska sópransöngkonan Natalia Troitskaya. Kristján Jó- hannsson er nú á leið í örstutt frí áður en undirbúningur fyrir næsta leikár hefst fyrir alvöru. Hans bíða fjölmörg verkefni í mörgum helstu óperuhúsum heims m.a. í óperuhús- inu í Chicago, þar sem hann mun syngja í Don Carlos og Tosca, og á La Scala þar sem hann mun syngja Manon Lescaut'. Það er ljóst að mörg önnur af stærstu óperuhús- um heims keppast nú um að fá hann tií sín, en Kristján vill þó ekki láta uppiskátt um það fyrr en frá öllum samningum hefur verið geng- ið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.