Morgunblaðið - 23.08.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.08.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐA'GUR/ 231 ÁGÚá'f 1<I89 '■ 19 haftaminna þjóðfélagi. Einnig ætti Sjálfstæðisflokkurinn að taka mið af þeirri staðreynd að þó við værum eyland værum við ekki einir í heim- inum. Með fijálsri verslun og sam- einingu Evrópu væru að koma upp aðstæður sem við yrðum að taka tillit til og laga okkur að, jafnvel þó að það kostaði einhveijar fórnir. „Síðast en ekki síst finnst mér líka að flokkurinn eigi að vera harð- ari á sínum prinsippum. Hann á ekki að semja eins mikið um þau eins og hann hefur gert. Þannig myndi fólk fá trú á flokknum, það myndi sýna að hann væri ekki eins og allir hinir flokkarnir sem ekkert er heilagt og semja um ailt. Það myndi sýna fólki að það væri ekki að kjósa sama grautinn." Bjarni Th. Bjarnason; Drögum ekki úr fólki með sköttum „Ég heillaðist á sínum tíma af því steíhumiði Sjálfstæðisflokks- ins að atorka og dugnaður ein- staklinganna ætti að fá að njóta sín. Ég er sjálfur af sjómanns- fólki kominn sem hefur komist úr fátækt til bjargálna með mik- illi og harðri vinnu og er eindreg- inn talsmaður þess að ríkisvaldið sé ekki að draga úr fólki með háum tekjusköttum og annarri skattpíningu, fólki sem annars gæti gert miklu betur en það nú gerir,“ sagði Bjarni Th. Bjarna- son, 25 ára gamall sjómaður, sem á þinginu var kosin í stjórn fyrir Vestfirði. Bjarni sagðist einnig hafa hoggið eftir því mjög snemma varðandi sjálf- stæðisstefnuna að Sjálfstæðis- flokkurinn væri eini flokkurinn sem hefði það á Bjarni stefnuskrá sinni að beijast fyrir hagsmunum allra stétta eins og gamla kjörorðið „Stétt með stétt“ bæri með sér. „Ég vil meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé trúr þessari stefnu sinni. Hann hefur fylgt fijálslyndri stefnu í öll- um helstu málum og ég veit að það er sú stefna sem er hinu vinnandi fólki fyrir bestu.“ Bjarni sagði að sér fyndist það mikil skyssa hjá hinum flokkunum þegar þeir töluðu um stéttabaráttu. Hið vinnandi fólk og atvinnurekendur ættu miklu sameiginlegri hagsmuni en þeir vildu vera láta. „Flokkurinn mætti kannski horfa meira til þess að lækka skatta og vara sig á því að ganga ekki of langt í „kratískum velferðarhug- myndum“ sem geta leitt til þess að sj álfsbj argarhvöt einstaklinganna dvínar,“ sagði Bjarni. Að hans mati ætti Sjálfstæðisflokkurinn einnig að fara að reyna að fram- kvæma hugmyndir um eitthvað annað kerfi til að halda gengismál- um þannig að rekstrarskilyrði væru fyrir hendi hjá fyrirtækjunum. Sem dæmi tengja íslensku krónuna við erlendan gjaldmiðil eða einfaldlega að gefa gjaldeyrisviðskipti algjör- lega fijáls. „Þá finnst mér að for- ysta flokksins þurfi endurskoðunar við á næsta landsfundi. En menn verða að auðvitað að finna það sjálf- ir þegar þeirra tími er kominn." Þegar Bjarni var spurður hvort hann teldi einhvern mun vera á ungum sjálfstæðismönnum og hin- um eldri sagði hann ungt fólk vera óhræddara við að koma fram með sínar skoðanir og væru þar sjaldnar komnir hagsmunir inn í spilið. „Ungt fólk er oft róttækara í skoð- unum og hefur komið ýmsu góðu til leiðar þó að það hafi valdið skark- ala hjá eldra fólki til að byija með, má sem dæmi nefna hugmyndir ungra sjálfstæðismanna um fijáls- an útvarps- og sjónvarpsrekstur á Islandi í því sambandi." Guðlaugur Þór Þórðarson; Höfiiura for- sjárhyggju ríkisins „ÞAÐ var fyrst og fremst steftia Sjálfstæðisflokksins, sú stefiia að hafiia forsjárhyggju ríkisins en leyfa einstaklingúm að njóta af- rakstur gerða sinna og hugvits, sem gerði það að verkum að ég gekk til liðs við Sjálfstæðisflokk- inn. Þessi steftia samrýmist vel mínum lífsskoðunum," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, 21 árs gamall stjórnmálafræðinemi frá Borgarnesi. Hann sagðist lengi hafa haft mikinn áhuga á stjórn- málum og hefði Sjálfstæðisflokk- urinn verið eini flokkurinn sem hefði komið til greina í hans huga eftir að hann hefði kynnt sér flokkaflóruna. Guðlaugur tók þátt í stofnun félags ungra sjálf- stæðismanna í Borgarnesi árið 1986 og hefúr undanfarin tvö ár setið í stjóm SUS fyrir Vestur- land. Guðlaugur sagðist ekki líta á hugmynda- grundvöll Sjálf- stæðisflokksins sem neinn stóra- sannleik heldur meira leiðbein- ingar um hvern- ig best væri að byggja upp mannlegt þjóðfélag. Þó að einstakl- ingum væri leyft að njóta sín yrðum við að hafa öryggisnet fyrir þá s.em minna mættu sín. Guðlaugur sagðist vissulega ekki alltaf vera ánægður með Sjálf- stæðisflokkinn og ætti það sérstak- lega við þegar flokkurinn tæki þátt samsteypustjórnum. „Manni finnst stundum að þær ríkisstjómir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt að- ild að hafi ekki alltaf fylgt stefnu flokksins sem skyldi. Þetta er þó eðlileg afleiðing þess að við höfum ekki hingað til haft þingstyrk til að mynda meirihlutastjórn og þar af leiðandi þurft að fara út í mála- miðlanir við flokka með önnur gildi. Það er greinilegur munur annars vegar á Sjálfstæðisflokknum, sem er þegar á reynir eini borgaralegi flokkurinn á íslandi, og hins vegar félagshyggjuflokkunum. Sá munur hefur sjaldan verið ljósari en nú í tíð þessarar ríkisstjórnar. Þegar hér situr við völd vinstristjórn gerir maður sér enn betur en áður grein fyrir mikilvægi Sjálfstæðisflokks- ins.“ Páll Brynjarsson; Þarfaðnútíma- væða ísland „ÉG gekk til liðs við Sjálfstæðis- flokkinn af því að ég aðhyllist grundvallaratriðin tvö í stefhu hans - frelsi einstaklingsins og frelsi lands og þjóðar," sagði Páll Brynjarsson, 24 ára gamall stjórnmálafræðinemi frá Sauðár- króki. Hann er í stjórn Ása, klúbbs ungra sjálfstæðismanna utan af landi, Reykjavík. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ein- staklingurinn sé hæfastur til að ákveða hvað sé sjálfum sér fyrir beztu. Það á ekki að búa til eitt- hvert bákn, sem stjórnar fyrir hann. Þegar ný við undir forystu Sjálfstæðisflokks- ins þarf að snúa þjóðinni aftur á braut fijálsræðis, sem við vorum á fyrr á þessum áratug. Það á að lækka skattana, leggja niður milli- færslusjóði vinstristjórnarinnar og skapa atvinnuvegunum rekstrar- skilyrði með réttri gengisskráningu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um að marka þá utanríkis- stefnu, sem hefur verið fylgt, og vera okkar í NATO hefur tryggt öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar. Framundan eru miklar breytingar í utanríkismálunum. Eftir árið 1992 mun margt breytast, samskipti þjóða verða meiri og opnari. Eins og er tel ég að við eigum að leggja áherzlu á að ná hagstæðum samn- ingum við Evrópubandalagið í gegn um EFTA og notfæra okkur stöðu okkar þar. Fyrir smáþjóð eins og okkur getur þróunin í Evrópu haft miklar breytingar í för með sér. Það á áfram að halda íslenzkri tungu hreinni og ómengaðri og varðveita menningu þjóðarinnar, þótt við aukum samskiptin við aðr- ar þjóðir. Sjálfstæðisflokkurinn þarf í framtíðinni að fylgjast vel með þessari þróun, og fylgja henni eftir með því að auka fijálsræðið. Það þarf að nútímavæða ísland, gera þjóðfélágið opnara og fijálsara." Páll sagðist hafa mikla trú á því að Sjálfstæðisflokkurinn væri búinn að ná sínum fyrri styrk og áliti. „Fyrir tveimur árum fékk flokkur- inn minnsta fylgi, sem hann hefur haft, en skoðanakannanirnar sýna að hann virðist vera að endur- heimta það. Það getur þó að ein- hveiju leyti verið óvinsældum ríkis- stjórnarinnar að kenna, frekar en vinsældum flokksins. Ég held hins vegar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurheimt ímynd sína sem flokkur allra stétta. Ég hef trú á forystu- mönnum flokksins, en næstu kosn- ingar ráða úrslitum fyrir sjálfstæð- ismenn. Ef við vinnum ekki næstu kosningar getur verið að við þurfum að huga að breytingum á for- ystunni." Jóhanna Vilhjálms- dóttir; Ungft fólk hafiiar ríkis- stjórninni „UNGT fólk vill valfrelsi en ekki höft og það hafiiar miðstýríngar- stefhu Alþýðubandalagsins og flokkanna, sem eru með því í stjórn. Ungt fólk hafhar þessari ríkissfjórn og stefhu hennar. Sjálfstæðisstefiian er framsýn stefiia, sem leggur áherzlu á að hlutverk sfjórnmálamanna er ekki að segja fólki hvernig það á að haga sér. Þess vegna höfðar hún til mín, og ég held að hún höfði til ungs fólks almennt," sagði Jóhanna Vilhjálmsdóttir, nítján ára Reykvíkingur. Hún er stjómarmaður í Heimdalli og sit- ur nú sitt fyrsta SUS-þing. Jóhanna sagði að núverandi ríkisstjórn hefði gert það að verk- um að ungt fólk liti ekki björtum augum til framt- íðarinnar. Skatt- píning almenn- ings, deyfð og framtaksleysi í atvinnulífinu og atvinnuleysi af völdum stefnu ríkisstjórnarinnar hefðu rýrt hana öllu trausti. „Við tókum vel á þessum málum á þing- inu, mótuðum skýra stefnu og and- staðan við ríkisstjórnina kom mjög sterkt fram,“ sagði Jóhanna. Hún sagði að sér fyndist að Sjálfstæðis- flokkurinn mætti ganga enn harðar fram í andstöðu sinni við stjórnina en hann hefði gert. „Strax og Sjálfstæðisflokkurinn kemst í ríkisstjórn þarf það að verða hans fyrsta verk að lækka skatt- byrðina og afnema til dæmis eigna- skatta vinstri stjórnarinnar. Það hafa allir gert sér ljóst að það er ekki hægt að stjórna þjóðfélaginu með síaukinni skattheimtu. Skatt- píning er ekki leiðin til að loka fjár- lagagatinu; það er ekki hægt að ganga meira á takmarkaðar ráð- stöfunartekjur almennings. Frjáls innflutningur á landbúnaðarafurð- um er líka stórt skref í þá átt að lækka matvöruverð og auðvelda almenningi að framfleyta sér. Fyrst þarf þó að gefa bændum aðlögun- artíma og losa þá úr viðjum mið- stýringar til að þeir geti keppt við frjálsan innflutning.“ Jóhanna sagðist vonast til að Sjálfstæðisflokkurinn yrði tilbúinn að takast á við þessi verkefni. „Unga fólkið í flokknum gerir þá kröfu til forystumannanna að þeir takist á við að hreinsa upp eftir vinstri stjórnina og standi við að framkvæma það, sem þarf.“ Hún sagðist telja nauðsynlegt að hafa í forystu og þingliði sjálfstæð- ismanna fólk með reynslu, en þó væri til mikið af nýju og efnilegu fólki, sem þyrfti að fá tækifæri. „Eg tel nauðsynlegt að virkja unga fólk- ið enn meira í flokksstarfinu. Mér leizt vel á tillögu, sem kom fram á þinginu um að lækka hámarksaldur í SUS í þijátíu ár. Ég held að það myndi stuðla að virkari samtökum og betri tengslum milli þeirra sem eldri væru í hreyfingunni og hinna yngstu.“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson; Alþingi er ekki leikvöllnr fyrir fullorðið fólk „Stjórnmálamenn þurfa að hætta að líta á stjórnmálin sem einhvern sýningarbransa. Al- þingi er ekki leikvöllur fyrir full- orðið fólk, heldur vettvangur, þar sem á að taka ábyrgar ákvarðanir. Það þarf að færa Alþingi aftur til virðingar," sagði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, 18 ára menntaskólanemi frá Ak- ureyri, sem kjörinn var í stjórn SUS á þinginu. „Ég er sjálf- stæðismaður vegna þess að ég styð frelsi ein- staklingsins og rétt hans til að velja. Ég vil að menn fái að njóta ‘ ávaxta vinnu sinnar og atorku, en sjái tekjur sínar hverfa jafnóðum í skattahítina, sem stjórn- málamennirnir geta síðan ráðskast með. Ég held að það hafi aldrei verið skýrara en einmitt núna, að stefna Sjálfstæðisflokksins er stefna framtíðarinnar. Haftastefna og skattpíning ríkisstjórnarinnar er ekki það sem fólk vill, og þess vegna á Sjálfstæðisflokkurinn nú miklu fylgi að fagna.“ Þorvaldur sagði að í næstu ríkis- stjóm, sem yrði að vera undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins, yrðu mik- ilvægustu verkefnin þau að afleggja millifærslusjóði vinstristjórnarinnar og láta markaðinn um það, hvaða fyrirtæki fæm á hausinn og hver ekki. Draga þyrfti úr ríkisumsvifun- um, afnema skatta núverandi ríkis- stjórnar og gefa fólki aukið fijáls- ræði til þess að ráðstafa fé sínu sjálft. „Ég tel Sjálfstæðisflokkinn vel í stakk búinn að takast á við þetta verkefni. Ég treysti forystu flokks- ins vel til þess að stýra næstu ríkis- stjórn. Forystumenn okkar hafa styrkzt undanfarið og andstaðan við ríkisstjórnina hefur þjappað Sjálfstæðismönnum saman." Hann sagði að það væri þó nauðsynlegt að gefa ungu fólki tækifæri og yngja upp á framboðslista flokks- ins. „Það þarf að hleypa nýju blóði og ferskum hugmyndum inn í þing- liðið.“ Þorvaldur sagðist telja ímynd Sjálfstæðisflokksins út á við hafa orðið jákvæðari með árunum. „Með aukinni áherzlu á til dæmis um- hverfismál, menntamál og neyt- endamál hefur farið af flokknum það orð að hann sé flokkur atvinnu- rekenda, sem gæti fyrst og fremst eigin hagsmuna. Sjálfstæðisflokk- urinn er ábyrgur flokkur, sem hefur hagsmuni allra fyrir augum. Hann er ekki flokkur þröngra sérhags- muna eins og hinir stjórnmálaflokk- arnir.“ Minnkandi notkun á svefiilyQum Ráðstafanir til að draga úr notkun svefnlyfja hér á landi virðast hafa borið árangur. í skýrslu heilbrigðisráðuneytis um notkun Iyfja 1984-1988 kem- ur fram að notkun svefnlyQa hér á landi hefur dregizt saman úr 60 DDD (reiknuð stærð í saman- burði á lyfjanotkun) 1986 í 30 DDD 1988. Dagskammturinn DDD (Def- ined Daily Dose) er skilgreindur sem viðhaldsskammtur lyfs við helztu ábendingar um notkun hans. I fréttatilkynningu ráðuneytis- ins með skýrslu um lyfjanotkun 1984-1988 er vakin athygli á fjór- um atriðum: . 1) Astæða sé til að fylgjast grannt með nýjum lyfjum, sem notuð eru til að lækka kólesteról í blóði. 2) Að notkun lyfja við sársjúk- dómi aukizt enn. 3) Að ráðstafanir til að draga úr notkun svefnlyfja hafi borið til- ætlaðan árangur. 4) Að hlutur sjúklinga í lyfja- kostnaði hafi aukizt um 1,5% frá mai til júni, en ný reglugerð um gjald sjúklinga fyrir lyf tók gildi 1. júni sl. Fundahöld hjá bændum fi*amundan AÐALFUNDUR Stéttarsam- bands bænda verður haldinn í húsakynnum Bændaskólans á Hvanneyri dagana 31. ágúst til 2. september næstkomandi. Á fúndinum verður Ijallað um kjara- og afúrðasölumál á breið- um grundvelli, umhverfismál og atvinnumál sveita landsins. Þá hafa að sögn Hákons Sig- urgrímssonar framkvæmda- sfjóra Stéttarsambandsins stað- ið vonir til þess að hægt verði að leggja fyrir fúndinn hug- myndir um það hvað bændur geta náð saman um að standa í nýjum búvörusamningi. Sameiginlegur fundur búgreina- félaganna verður haldinn 30. ágúst, en til umfjöllunar þar verður hugsanleg lækkun búvöruverðs. Aðalfundur Landssamtaka sauð- ijárbænda verður haldinn á Hvann- eyri dagana 27. og 28. ágúst, og aðalfundur Félags kjúklingabænda verður haldinn á Selfossi í dag og hefst hann kl. 13. Islensk Getspá: Verð lottó- miða hækkar VERÐ hverrar raðar á lottómið- um hækkar úr 30 krónum í 35 krónur, eða um 16,7%, frá og með mánudeginum 28. ágúst næstkomandi. Verðbreyting þessi hefur í fbr með sér að vinn- ingsupphæðir hækka, þannig að væri vinningsupphæðin 6 millj- ónir króna fyrir verðbreyting- una yrði hún 7 milljónir, og yrði fyrsti vinningur þá 3.220.000 í stað 2.760.000 áður. Um þessar mundir eru þijú ár síðan fyrirtækið íslenskk Getspá var stofnað, og hefur talnaleikur- inn verið starfræktur í tæp þijú ár. Upphaflega kostaði hver röð á lottómiðunum 25' krónur, en í apríl í fyrra var verðið hækkað í 30 krónur, eða um 20%. sem starfar í Páll ríkisstjórn tekur Jóhanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.