Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSÍUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989 Jóhannes Nordal: Sjálfstæði seðlabanka víða meira en hérlendis STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, segir að ríkis- stjórnin sé langt frá því að hafa náð markmiðum sínum í peninga- málum. Seðlabankanum hafí ekki tekist það hlutverk sitt að stjórna peningamarkaðnum og hafi hindrað ríkisstjórnina í að ná markmiðum sínum. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, kveðst hins vegar ekki kannast við ágreining við ríkisstjórnina um þá stefnu sem íylgt hafi verið í peningamálum á þessu ári. Hann segir Seðlabankann hafa beitt sér fyrir lækkandi vöxtum og það hafi tekist í samræmi við batn- andi jafnvægi á peningamark- aðnum. Á fundi hjá Alþýðubandalaginu á miðvikudagskvöld veittist Steingrímur Hermannsson harka- lega að Seðlabankanum og hafði m.a. á orði að bankinn væri „ónýt stofnun fyrir ríkisvaldið". Hann viðraði einnig hugmyndir um breytta yfírstjórn bankans og stöðu í stjórnkerfinu. Jóhannes Nordal segir skoðanir manna í þeim löndum, sem íslend- ingar beri sig saman við, ganga í þá átt að fremur eigi að auka held- ur en draga úr sjálfstæði seðía- banka en um leið sé æskilegt að skilgreina að hvaða markmiðum seðlabankinn eigi að vinna. Hann bendir á seðlabankar í Danmörku og Finnlandi hafi mun meira sjálf- stæði en Seðlabankinn hér á landi. Sjá nánar viðtöl á bls. 16. Voveiflegt manns- lát rannsakað: íjórir látn- ir lausir að lokinni krufiiingu Rannsóknarlögregla ríkisins hafði í gær þijá karla og konu í haldi vegna rannsóknar á hvern- ig andlát fertugs manns, sem fannst látinn í húsi í Austurbæn- um, hefði borið að höndum. Eftir bráðabirgðakrufningu, en niðurstöður hennar lágu fyrir á tólfta tímanum í gærkvöldi, þótti ljóst að dauði mannsins yrði ekki rakinn til lítilsháttar ytri áverka sem á hdnum fundust, og var fólk- ið þá látið laust að lokinni skýrslu- töku. Skákþing Islands: Karl Þor- steins efstur KARL Þorsteins er efstur með þijá vinninga eftir þijár um- ferðir á Skákþingi íslands. I öðru sæti er Björgvin Jónsson með tvo vinninga. Þriðja umferð var tefld í gær- kvöldi. Urðu úrslit þau að Þröstur Árnason vann Guðmund Gíslason, Karl Þorsteins vann Jón L. Áma- son, Ágúst Karlsson vann Rúnar Sigurpálsson, Þröstur Þórhallsson vann Hannes Hlífar Stefánsson, Björgvin Jónsson vann Sigurð Daða Sigfússon og Jón G. Viðarsson og Tómas Björnsson gerðu jafntefli. Stálskip hf. óska efltir að yfirtaka lán Signreyjar Erindinu firestað á stjórnarfundi Byggðastofitiunar í gær STÁLSKIP hf. í Hafnarfirði hafa óskað eftir því við stjóm Byggðastofn- unar að fá að yfirtaka lán stofnunarinnar sem hvílir á togaranum Sig- urey BA 25, en vanskil verði greidd upp. Lánið nemur um 40 milljón- um kr., þar af em um 5 milljónir kr. í vanskilum. Nokkrar umræður urðu um erindið á stjórnarfiindi Byggðastofhunar í gær. Málinu var hinsvegar frestað til næsta stjórnarfundar, sem haldinn verður í Stykk- ishólmi eftir aðra helgi. Áður en togarinn Sigurey var boðinn upp, hafði stjóm Byggðastofiiunar samþykkt að gjaldfella lánið á alla nema Patreksfirðinga. Staða Patreksijarðar var ekki rædd á fundinum í gær, en fram kom að ríkisstjómin hefði á fundum sínum rætt erfiðleika í atvinnumálum á Patreksfírði og teldi hún rétt að Hlut- afjársjóður Byggðastofnunar tæki þátt í fjárhagslegri endurskipulagn- ingu á Patreksfírði með þátttöku í stofnun nýrra fyrirtækja er tækju við starfsemi eldri útflutningsfyrir- tækja. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að Hlutafjársjóði verði lagt til fé á þessu ári og því næsta til þess að auðvelda honum að standa við hiut- verk sitt. í þessu sambandi hefur sjávarútvegsráðherra lagt til að 100 milljónum verði veitt til sjóðsins á þessu ári og annarri eins upphæð á því næsta. Helgi Bergs, stjórnarformaður Hlutafjársjóðs, sagði að vissulega væru bein peningaframlög stefnu- breyting. Hinsvegar hefði upphaf- lega verið gert ráð fyrir því í reglu- gerð sjóðsins að hann fengi fjárveit- ingar eftir því sem Alþingi myndi ákveða hveiju sinni. Fram að þessu hefði sjóðurinn ekki haft yfír beinum peningum að ráða, heldur aðeins brúkað skuldabréfaskipti. Þegar Al- þingi kemur saman, er gert ráð fyrir að afgreidd verði fjáraukalög fyrir árið 1989 og yrðu fyrstu 100 milljón- irnar inni í þeim. Öðrum hundrað milljónum yrði komið inn á fjárlög næsta árs. Helgi sagði að enn hefðu Patreks- fírðingar ekki lagt neinar tillögur fyrir sjóðsstjórn sem hægt væri að taka afstöðu til. „Það verður auðvit- að ekki fyrr en þing kemur saman sem hægt verður að gera skuld- bindandi ákvarðanir fyrir Hlutafjár- sjóð vegna þess að fyrr veit hann ekki hvort hann fær peninga. Eg veit ekki ennþá hvernig menn hugsa sér að útdeila fé úr sjóðnum, en mér þykir ekki ólíklegt að fjárveitinga- valdið láti fylgja einhveijar vinnu- reglur, samþykki það að veita þess- um peningum á annað borð,“ sagði Helgi. Halldór Blöndal, stjórnarmaður í Byggðastofnun, sagði að réttlæting- in fyrir Hlutafjársjóði hefði verið sú að bjarga tímabundnum vanda í ýmsum byggðalögum úti á landi. Hallinn í sjávarútveginum hefði hins- vegar haldið áfram og væru fyrir- tæki, sem fengið hefðu aðstoð sl. haust og í vetur, nú aftur að leita á náðir sjóðsinsí „Þetta er pólitísk millifærsla í þjóðfélaginu sem er auðvitað ekkert annað en þjóðnýting í sjávarútveginum," sagði Halldór. „Ef Hlutafjársjóður ætlar áð hjálpa upp á fyrirtæki, sem standa höllum fæti, verða þau vel í stakk búin til að keppa við hin fyrirtækin um aflaheimildir. Þar með geta þau farið að draga hráefni frá þeim stöð- um, sem hafa staðið undir sér fram að þessu. Ef ríkið ætlar að leggja fram peninga til að auka á sam- keppnina um hráefnið, þá endar það í sjálfheldu. Eina lausnin er að sjáv- arútvegurinn í landinu standi undir sér. Að öðrum kosti getur ekki orðið nein hagræðing í sjávarútvegi,“ sagði Halldór. Götum lokað eftir sprengjuhótun LÖGREGLAN í Reykjavík var í gærkvöldi kölluð út vegna hót- unar um að sprengja yrði sprengd við hús sendiráðs Bandaríkjanna við Laufásveg. Var götum í nágrenni hússins lokað og leitað að sprengjunni, en hér reyndist um blekkingu að ræða. Það var laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi að hringt var í sendi- ráðið og tilkynnt að sprengja yrði sprengd við húsið klukkan tíu. Var sagt að þarna væru á ferðinni sömu aðilar og stóðu að sprenging- unum á Öldugötu og Bergþórugötu í fyrrinótt. Sendiráðið gerði lög- reglu viðvart þegar í stað og var gerð tilraun til að rekja símtalið, en það bar ekki árangur. Tiltækt lið lögreglunnar var kallað út, þar á meðal sprengjusérfræðingar, og götum í nágrenni sendiráðsins lok- að. Lögreglan leitaði sprengjunnar árangurslaust í nágrenni sendi- ráðsins en hér reyndist vera um blekkingu að ræða. Dínamítsprengjur í Miðbænum: Lífshættulegar í 5-6 m flarlægð AÐ SÖGN Gylfa Geirssonar sprengjusérfræðings hjá Land- helgisgæslunni hefur kraftur sprenginganna, sem urðu á ‘ Bergþórugötu og Öldugötu iaust fyrir miðnætti á miðviku- dag verið slíkur að þær hefðu verið lífshættulegar fólki í 5-6 metra radíus og hefðu slasað fólk á víðavangi lengra frá. Einnig hefðu fljúgandi glerbrot- in valdið nærstöddum háska. Enginn var á ferli um göturnar þegar sprengjurnar sprungu. Hvellurinn frá þeim heyrðist allt suður í Kópavog. Talið er fúllvíst að um dínamítsprengju hafi verið að ræða. Síðdegis í gær hafði enginn verið hand- tekinn í tengslum við málið. Að sögn Rannsókriarlögreglu ríkisins höfðu engar vísbendingar borist um grunsamlegar manna- ferðir í grennd við sprengjustaðinn og ekki var vitað til að haft hefði verið í hótunum við nokkurn mann í grenndinni. Við athugun sprengjusérfræð- inga lögreglu og Landhelgisgæslu fundust leifar af púðurkveikju- þræði við lófastóran sprengjugig á Bergþórugötu og púðurleifar fund- ust á Öldugötu. Að sögn Gylfa Geirssonar er talið fullvíst að sprengt hafí verið dínamít, ein túba á hvorum stað, og hafí verið kveikt í púðurþræði, til að sprengja hvell- hettu. Við sprengingnna hefur mikil höggbylgja leyst úr læðingi og áhrif hennar og endurkastsins frá henni urðu meiri á Bergþóru- götunni, en þar brotnuðu um 40 rúður, vegna þess að þar er sam- felld húsaröð beggja vegna gö- tunnar en á Öldugötu eru húsarað- Morgunblaðið/Júlíus Glerisetningamenn voru önn- um kafnir við vinnu á Berg- þórugötunni í gær. ir gisnari og skilja garðar hús að. Þar brotnuðu 8 rúður. Að sögn lögreglu er ekki vitað til þess að dínamíti hafi nýlega verið stolið nokkurs staðar en það er víða að finna þar sem' unnið ér að hvers konar jarðvinnslu. Hins vegar er óupplýstur þjófnaður á dínamíti af vinnusævði í Gufunesi fyrir um það bil einu ári. Gylfi Geirsson sagði að hérlendis væri tiltölulega auðvelt fyrir þá sem vildu að komast yfir dínamít þar sem landlægt væri á íslandi að sýna hirðuleysi í meðferð og geymslu þessa hættulega efnis. Gylfi sagði að dínamiít væri vara- samt og ekki síst hættulegt þeim sem vildu sprengja það, það sýndi reynsla erlendis. Hann minntist þess ekki að jafnöflug sprengja hefði sprungið í þéttbýli hér frá því að hafmeyjustyttan við Tjöm- ina var sprengd um áramót fyrir aldarfjórðungi síðan. Götum í nágrenni bandaríska sendiráðsins var lokað í gærkvöldi vegna sprengjuhótunar. Morgunblaöið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.