Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.09.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15.: SEPTEMBER 1989 ^Fundur með iðnaðarráðherra um orkulindir: Byg-giiig1 álvers yrði lyfti- stöng fyrir atvinnulífið Um 2.400 ársverk á 5 árum til byggingar 200.0001 álvers JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra segist sannfærður um að unnt sé að ná samkomulagi við erlend fyr- irtæki um stækkun álversins í Straumsvík og byggingu nýs ál- vers. A fundi sem iðnaðarráðu- ...- jjiMííí ————i vHC Laugardagur: Dansleikur Miðaldamenn ásamt Hallbirni Hjartarsyni skemmta. Boröapantanir í síma 22200. Hótel KEA neyti og Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar héldu á Akureyri í fyrra- kvöld sagði ráðherra að sterklega kæmi til greina að nýtt álver yrði staðsett við Eyjafjörð. Varðandi val á staðsetningu sagði hann að skoða þyrfti ýmis atriði, landrými, hafnarskilyrði, umhverfi, tengsl við raforkukerfi og stærð ná- lægs vinnumarkaðar. Jón sagði að Islendingar væru ekki einráðir um hvar álveri væri komið fyrir, erlendir samstarfsaðilar hefðu sínar eigin skoðanir þar um. Hann sagði að ekki hefði verið tekin afstaða til þess hvar æskilegast væri að staðsetja nýtt álver, en hafin væri enduskoðun á umhverfisathugunum sem gerðar voru í Eyjafirði og einnig í Reyðar- firði fyrir um áratug. „Því má raunar hiklaust halda fram að Eyjafjarðarsvæðið sé eina svæðið utan suðvesturhorns landsins sem hafi nógu stóran vinnumarkað til þess að taka með góðu móti við svo viðamiklum iðnrekstri sem álver í fullri stærð er,“ sagði Jón. Hann sagði að ekki færi á milli mála hversu mikil lyftistöng álver yrði atvinnulíf- inu í byggðum Eyjafjarðar, en til að ljúka byggingu 200 þúsund tonna álvers, eins og talað er um, þyrfti um 2.400 ársverk sem dreifast myndu á 4-5 ára byggingatíma, auk þess sem óbein áhrif yrðu einnig mikil. Til samanburðar sagði hann að ársverk í byggingaiðnaði á Norð- urlandi eystra árið 1987 hefðu verið um eitt þúsund. Strandlengjan frá Hjalteyri inn Kræklingahlíð eini staðurinn fyrir álver Staðsetning álvers við Eyjafjörð var rækilega könnuð af staðarvals- nefnd á sínum tíma og einn þeirra staða sem til greina þótti koma var á Dysnesi í Arnarneshreppi skammt norðan Akureyrar. Varðandi stað- setninguna sagði Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri á fundinum að ljóst væri að landfræðilega yrði ekki hægt að finna álveri stað austan megin í firðinum, á Svaibarðsströnd- inni og á Arskógsströndinni væri byggð of þétt. Eini staðurinn sera til greina kæmi væri á strandlengj- unni frá Hjalteyri og inn Kræklinga- hlíðina. A fundinum kom fram að lóð undir álver af þeirri stærð sem nú er talað um, þurfi að vera um einn kílómetri að lengd á nokkuð jafn- sléttu landi. Iðnaðarráðherra sagði skilyrði fyr- ir álver nokkuð góð að Dysnesi, en ekki væri hægt að líta framhjá því að Eyjafjörður væri mikið landbún- aðarhérað og því þyrfti að huga vel að umhverfisáhrifum stóriðju. Með nútímahreinsibúnaði væri hægt að draga mjög úr flúor- og brenni- steinsmengun sem helst er hætta á að stafi frá álveri. Niðurstaða athug- ana staðarvalsnefndar á líklegri loftmengun frá álveri í Dysnesi leiddu í ljós að breytingar hlytu að verða á landbúnaði í næsta nágrenni við álverið. Dúsa meðan gengið er frá samningum fyrir sunnan? Ingimar Brynjólfsson formaður héraðsnefndar Eyjafjarðar sagði að horfur í landbúnaði hefðu orðið til þess að nefndin hefði ályktað um málið í vor. Hann sagði það spurn- ingu um ár hvenær jarðir færu í eyði, en nú þegar væru átta jarðir í Arnarneshreppi að heita mætti í eyði, þ.e. réttur til að framleiða væri svo lítill að ekki dygði til framfærslu. „Ég lít ekki björtum augum á landbúnað- inn í dag og það er mín bjargfasta skoðun að ef hér risi stóriðja myndi hún bæði styrkja dreifbýlið og þétt1 býlið,“ sagði Ingimar. Sigríður Stefánsdóttir bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins á Akureyri innti ráðherra eftir því hvort hann óttaðist ekki þá byggðaröskun sem fylgdi í kjölfar stækkunar álversins í Straumsvík, sem væri það eina sem ákveðið væri í þessum efnum og þar væri um að ræða uppbyggingu á suðvesturhorninu einn ganginn enn. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjar- stjórnar Akureyrar, sem stjórnaði pallborðsumræðum spurði ráðherra í framhaldi af fyrirspurn Sigríðar hvort álversumræða á Eyjafjarðar- svæðinu væri dúsa upp í norðanmenn á meðan gengið væri frá samningum fyrir sunnan. Iðnaðarráðherra sagði að auðvitað horfðu menn á byggðaþróunaráhrifin af uppbyggingu álversins í Straumsvík, en þetta væri hagstæð- ast í stöðunni. Til að ná fram jafn- vægi og sem æskilegastri þróun byggðar í landinu þyrfti að hugsa lengra fram í tímann og þora að taka ákvarðanir. ATVINNUAUGl YSINGAR Húsasmíðameistari getur tekið að sér verkefni, úti sem inni. Upplýsingar í símum 671475 og 43744 eftir kl. 18 á kvöldin. Spennandi uppeld- isstarf í boði Menntun á uppeldissviði, tónilstarsviði, eða myndlistarsviði nauðsynleg. Upplýsingar í síma 653060 eða á kvöldin í síma 29798. Hjólbarðaþjónusta Starfsmenn óskast í hjólbarðaþjónustu að Smiðjuvegi 32, Kópavogi. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 44880. Sólning hf. Verkamenn Viljum ráða vana byggingaverkamenn að Blönduvirkjun. Upplýsingar í síma 622700 á skrifstofutíma og um helgina hjá Gísla Kristóferssyni í síma 45928. Fossvirki. Kennarar - kennarar - kennarar Kennara vantar til almennrar kennslu við grunnskólann, Suðureyri. Húsnæði í boði - flutningsstyrkur - staðaruppbót. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í síma 94-6119. Skóianefnd. Þrif Starfsfólk óskast til þess að þrífa nýjar íbúð- ir við Grandaveg. Tímabundin vinna. Upplýsingar í síma 20812 á skrifstofutíma. BYGGINGAFELAG 6YLFA & GUHNARS Verkamenn óskast Óskum eftir að ráða verkamenn. Vinnustæði Grafarvogur, Skúlagata og Grandavegur. Einungis vanir og reglusamir menn koma til greina. Upplýsingar í síma 20812 á skrifstofutíma. BY6GIN6AFÉLAG 6YLFA & 6UNNARS Afgreiðslustarf Starfskraftur óskast í tískuverslun á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 22. september merkt: „Tíska-9035“ Sölumaður Fyrirtæki sem selur þekkt hreinsiefni og til- heyrandi þjónustu til stóreldhúsa og mat- vælaiðnaðarins, óskar eftir góðum starfs- krafti til sölu- og þjónustustarfa. Viðkomandi þarf að vera laghentur og enskumælandi vegna námsskeiða erlendis. Æskilegur aldur 24-34 ár. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Tilboð leggist inn á auglýsingad. Mbl., merkt: „Sölumaður-7124“ fyrir 20. sept. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDIVESTRA Pósthólf 32 560 VARMAHLÍÐ Þroskaþjálfar Svæðisstjómin óskar eftir að ráða forstöðu- mann við leikfangasafnið á Blönduósi. Leik- fangasafnið þjónar börnum á skólaaldri í Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu. Upplýsingar gefa forstöðumaður leikfanga- safns, sími 95-24188 og framkvæmdastjóri svæðisstjórnar í síma 95-35002.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.