Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1989 C 5 .T I , . ■ n C>' / . > laga brautum. Yfirleitt eru norður- ljósin í um 100 km hæð yfir jörðu en geta verið í allt að 1100 krn hæð. Það var ekki að undra að við sæjum ríkulega af þeim í Land- mannalaugum, því mest er af þeim í spetember og síðan marz og apríl. Og í heitu kvíslinni orti Þórður: /A fjöllum margir fóru í bað /fimir sperrtu stélin. /Á réttan hátt upp rifja það, /RAX og myndavélin. Sá stjörnu hrapa í Jökulgilið og aðra á Fitjar í kvöldspjallinu höfðu menn á orði að þeir hefðu séð hvorki meira né niinna en sjö stjörnuhröp. Þá sagði Olgeir: „Það er nefnilega það, ja, ég sá tvö, önnur fór niður í Jökulgilið og hin niður á Fitjar.“ Hvað eru menn svo að tala um smámuni. Krist- inn íjallkóngur, Skarði, gekk að mönnum þegar þeir voru að ljúka við hafragrautinn í morgunsárið og setti þeirn fyrir verkefni fyrir daginn, raðaði þeim á fjöllin og dalina, ýmist einum eða fleirum saman. Fjallmenn á Landmannaafrétti fara leiðir sem engir aðrir menn fara á þessu svæði, en á þessum leiðum skynjar maður vel leyndardóma útilegumanna- byggðar í skjóli fjailanna. Eins og einn hugur og ein hönd unnu leitar- menn saman, það var ekkert hik, ekkert mögl eða mas, fjallkóngur ræður ferð. Á kvöldin tóku nienn upp léttara hjal um stund, kveðskap, sög- ur, söng og spjall, og ekkert gefið eftir. /Hér er gott um vín og víf /vex því fjörið dáldið. /Fara mun að færast líf /í fyrribotnaskáldið, sagði Þórður og beindi orðum sínum að Engilbert Olgeirssyni, í daglegu tali Gilla. En Gilli svaraði um hæl og sagði: /Koma hér nú konumar /kætist skáldið mjúka, og Þórður svaraði á augabragði: /Vaxa taka vonirnar /er vanga lít ég mjúka. /Sigrún okkar sækir í, /sína koju að vonum, sagði Gilli og Þórður botn- aði: /Fer á lappir fersk og ný, /frísk í lærleggjonum. En nú var Þórður kominn á flug: /Ykkur það ég segi satt, /sýður fjör í blóði. /Núna syng- ur nett og glatt, /nærbuxnadúettinn góði. Við blaðamenn höfðum einn daginn skutlað leitarmönnum áleiðis upp á Heklu og í bröttustu sand- brekkunni gekk okkur betur að bakka bílnurn upp, en aka áfram. Var það kölluð franska aðferðin og Þórður orti: /Af koníaki á kappinn sjóð, /hvergi trúi ég linni. /Beitir jafnt á fjöll og fljóð, /frönsku að- ferðinni. /Gítarinn okkar góðkunni, /gladdi okkur marga. /Árni sá hinn alkunni, /er á hann að sarga. Og alit í einu kveður Þórður Grænlandsvísu Sig- urðar Breiðfjörð: Komir þú á Græn- iandsgrund /gjörir ferð svo langa. /Þér vil ég kenna að þekkja sprund /sem þar á buxum ganga. Þá flaut vísa eftir ókunnan höfund: /Síðan þetta, Siggi kvað, /svo er breitt með sprundum. /Þær eru á buxum auðvitað /en illa girtar stundum. Síðan hélt Þórður óhikað áfram: /Kankvís er sú kvennamergð, /kapp- inn var ei hálfur. /Árni — . , / t \r: Lagt á ráðin. Gilli, Þórður og Kristinn í léttri lotu. tók sér fyrstu ferð /og fór til Grænlands sjálfur. /Grænland er víst gott í bland, /þar gott að vera í náðum. /Gott að vita um það gósenland, /við Gilli föruni bráðum. Talið barst að íþróttum og anda þeirra og Þórður orti: /Eltum við á fjöllum féð /með fögru yfirsk- ini, /en best er að halda bara með /Bjarna Felixsyni. Svo slitu vegurinn og bifreiðin samvistum Einar í Götu kom nú í hús á miðri kvöldvöku íbygginn en með glettu í auga. Þórður brá hart' við og sagði sögu af Einari: Einar í Götu var að keyra búslóð fyrir hana Hönnu og Steina á gamla góða rússanum, nýb- öðuðum úr polli, Einarspolli, en það er nú allt önnur ella. í Kömbum, sem voru alþaktir ísingu, skeði allt í senn að kúplingin hætti að slíta, inngjöfin festist í botni og ádr-eparinn virkaði ekki. Ogetið er þess að bifreiðin var eingöngu búin flatjárnum og drif voru eingöngu að aftan. Svo slitu þau samvistum, bifreiðin og vegur- inn, með þeim afleiðingum að Einar hafnaði ásamt bifreiðinni á þver- hníptri gilbrún á djúpu gili. Stjórn- tæki bifreiðarinnar virkuðu ekki, ekkert í bifreiðinni virkaði utan tal- færi Einars og FR maskínan ógur- lega með tólum og tækjum til loft- skeyta. Einar þreif til þessarar marg- umtöluðu FR maskínu og ávai-paði Olgeir vin sinn, sem að sjálfsögðu var á vakt, og lýsti fyrir honum at- burðum, lauslega. „Það er nefnilega það,“ svaraði Olgeir, „ég verð líklega að koma og hjálpa þér.“ Olgeir fór á viponinum út eftir og stoppaði á vegarkantinum á móts við útaf- keyrslu Einars. Þar var Einar þá að gera sínar alkunnu líkamsæfingar Tungllandslag. Það er ævintýralegt að reka féð á Landmannaaf- rétti, slíkar eru andstæð- urnar í iitum og línubygg- ingum iandsins. Hnakkaflug. Ágústa í Raftholti sveiflar hnakknum upp á viponinn. Ari. Ari G. Björnsson var í leitarferðinni kallaður Ari Eastwood í höfuðið á bróður sínum Clint, enda ekki að furða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.