Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.10.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER'1989 C 15 Sökn- uður og minning Bókmenntir Erlendur Jónsson Steinunn Eyjólfsdóttir: BÓKIN UTAN VEGAR. Bókrún. Reykjavík, 1989. Bókin utan vegar eftir Steinunni Eyjólfsdóttur kom út fyrir tveim árum. Nú er hún send á markað í annarri prentun ásamt enskri þýð- ingu eftir Karl J. Guðmundsson og Ragnhildi Ófeigsdóttur. Útgefandi gerir eftirfarandi grein fyrir efni bókarinnar í fréttatilkynningu: )>Bókin utan vegar er ort í minn- ingu sonar höfundar sem lést af slysförum tvítugur að aldri. Hún er tileinkuð foreldrum sem verða fyrir slíkri reynslu og öllum hinum líka. Ljóðin verða óður til lífsins sem oft er ekki vitað hvers virði er fyrr en dauðinn gerir vart við sig.« Bókin utan vegar geymir í senh minningar- og saknaðarljóð. Þau lýsa heitri tilfinning og sárum trega. Styrkur þeirra felst hins veg- ar í hlutlægu raunsæi. Lífið er ekki hafið upp í neins konar loftkennda draumsýn heldur er það lofsungið eins og það er. Skáldkonan tjáir harm sinn óhikað og opinskátt: En ég get ekki sofnað. Ég fer aftur inn í rökkvaða stofuna. Sest niður í kertaeimnum meðan aðrir sofa og rétti út opna lófa. Mig dreymir að ég finni handtök sterkra vinnuhanda í tómum lófum. Mig dreymir að þú kijúpir og ég kyssi dökka hárið þitt. Elegy to my Son nefnist svo enska útgáfan. Óneitanlega er f nokkuð ráðist að gefa ljóðin út á ensku því hingað til hefur gengið fremur treglega að koma íslenskum bókmenntum á framfæri í hinum enskumælandi heimi, meðal annars vegna nánast ótakmarkaðrar stærðar bókamarkaðarins og for- gangs þeirra sem hafa bolmagn til að auglýsa sig og verk sín. En vissu- lega eiga þessi ljóð Steinunnar Ey- jólfsdóttur erindi til hvers sem er og hvar sem er. Ef ljóð hennar ná að vekja einhveija athygli utan landsteinanna má það teljast afrek út af fyrir sig. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Annað bindi fullt af MA-stúdentum Steinunn Eyjólfsdóttir Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Æviskrár MA-stúdenta II 1945- 1954 Ritstjóri Gunnlaugur Haraldsson Útg. Steinholt bókaforlag 1989 Þar sem mjög dróst úr hömlu að skrifa um fyrsta bindi stúdentatals MA er nú ráð að gera bragarbót og geta um þetta næsta af fimm sem er alveg nýkomin út. Svipað form er á því og fyrsta bindinu, myndir af hveijum stúd- entabekk fyrir sig og síðan stuttar æviskrár og er þetta ljómandi að- gengilegt. A hinn bóginn rakst ég á fáeinar villur í þessari bók, á stöku stað höfðu makar eða börn dottið út og virtust-þó viðkomandi hafa gefið upplýsingarnar sjálfir. En hjá slíku verður vart komist. Það er ágæt leið að auðkenna með stjörnu þá sem ekki hafa sent upplýsingarnar sjálfir. Einnig eftir- téktarvert hversu tiltölulega fáir þeir eru og ber það vott um elju: semi og dugnað ritnefndarinnar. I henni sitja auk ritstjórans Knútur Óskarsson, Málfríður Þórarinsdótt- ir, Björgvin Þorsteinsson, Kristján Pálmar Arnarson og Hulda Ólafs- dóttir. Það er sjaldnast þakklátt verk að standa í undirbúningsvinnu að uppsláttarriti eða æviskrárbók með- an á henni stendur, en eins og vik- ið hefur verið að fyrr sýna menn gjarnan mikinn áhuga á að glugga í slík rit þegar þau eru fullbúin komin í lesenda hendur. Kostur við stúdentatalið er líka að þarna má fá greinagóðar upplýs- ingar á einum stað um marga í stað þess að ella þyrfti að leita í hinum aðskiljanlegustu tölum. Það er sjálfsagt að benda fleiri mennta- skólum á að taka MA-menn til fyrir- myndar þó svo að verkið sé seinunn- ið. Mér þykir í þessu riti býsna at- hyglisvert hversu nýjar upplýsingar virðast oft vera, svo að þeir í út- gáfustjórninni hafa greinilega verið á tánum fram á síðustu stund og er það til fyrirmyndar. Af hálfu útgefandans og ann- arra sem hafa komið nærri þeirri hlið málsins er sem fyrr allt gott að segja. j VIST ER VERÐ- LÆRRUN Ny sendtng — fjölbreytt úrval. Allt að á öllum kynningarafsláttur 20% innihuróum næstu 2 vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.