Morgunblaðið - 04.10.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.10.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTOBER 1989 9 Ég þakka innilega fyrir heillaóskir, gjafir og margháttaða vinsemd sem mér var sýnd á sjötíu ogfimm ára afmœli mínu 22. september sl. Meö bestu kveöjum. Björgvin Frederiksen. JOLAKORT Líknarfélög, söfnuðir, íþróttafélög, skólar o.fl. sem eru í fjáröflunarhugleiðingum. Nú er rétti tíminn til að láta prenta jólakortin. Prentum eftir ljósmyndum eða teikningum. Höfum fyrirliggjandi fjölmargar gerðir af fallegum kortum, landslagsmyndir eftir Rafn Hafnfjörð, klippmyndir eftir Sigrúnu Eldjárn, málverk eftir Kjarval og mikið úrval af jóla- og helgimyndum. Leitið tímanlega upplýsinga um verð og gæði. Offsetprentsmiðjan LITBRÁ Höfðatúni 12, Reykjavík - Símar 22930 og 22865 • * ;* pinrfi | Áskriftarsíminn er 83033 QJLk UWBIIBIHIIB STÖÐVA VERÐUR AUKNINGU RÍKISÚTGJALDA Eigið fé fyrirtækja Of lítið eigið fé er eitt stærsta vandamál íslenzkra fyrirtækja. Þessi vandi á rætur í rekstrarlegum aðstæðum, sem mótast af stjórnarstefnu á hverri tíð m.a. í skatta- og gengismálum. Verðbólga, ónógt eigið fé og viðvarandi taprekstur hafa leitt til vaxandi skulda atvinnuveganna, m.a. er- lendis. Staksteinar stinga nefi í þetta efni i dag. Innlendur spamaður og láns- fjármarkaður Innlendur peninga- spamaður hrundi á verð- bólguárunum vegna ónógrar verðtryggingar og neikvæðra vaxta. Skattlagning peninga- spamaðar (raunvaxta), sem Qármálaráðherra dreymir um, myndi enn stuðla að aukinni eyðslu (eins og verðbólgán) og draga vemlega úr spam- aði. Viðvarandi taprekstur atvimiuvega og viðvar- andi hallarekstur í ríkis- búskapnum hafa kallað á stóraukna láiLsQáreftir- spum, sem leitt hefur til mikillar skuldasöfiiunar erlendis vegna ónógs inn- lends peningaspamaðar. Erlend lán 1988 Jakob Gunnarsson skrifar um erlend lán 1988 í Fjármálatíðindi. Þar segir m.a.: „Erlcndar lántökur á árinu 1988 námu 16.175 m.kr., en á sama tima vom afborganir erlendra' lána 6.583 m.kr. reiknað á meðalgengi ársins. Er- lend lán hafa því hækkað um 9.592 m.kr. á árinu 1988, sem er 10% aukn- ing miðað við stöðu lána í ársbyijun. Vaxtagreiðslur af er- lendum lánum á árinu 1988 vom 7.582 m.kr., og greiðslubyrði aíborg- ana og vaxta er 16,6% af útflutningstekjum. Staða erlendra lána í árslok 1988 er 112.172 m.kr., en reiknuð á með- algengi ársins er skulda- staðan 104.997 m.kr., sem em 41,3% af vergri landsframleiðslu 1988.“ Atvinnulífið og ríkis- búskapurinn Mikilvægt er að draga úr hvers konar eyðslu, einkum opinberri eyðslu, ekki sizt á samdrátt- artímum, en haUarekstur ríkissjóðs hefiir larið ört vaxandi. HaUi á ríkis- búskapnum er í senn verðbólguhvetjandi og skapar óeðlUega spennu á takmörkuðum lánsQár- markaði. Það er meginmál við ríkjandi aðstæður að styrkja rekstrarstöðu undirstöðugreina. Það em einu ramihæfii við- brögðin þegar þjóðar- framleiðsla dregst saman og atvinnuleysi gengur í garð. Rýmun kaupmátt- ar verður heldur ekki stöðvuð, hvað þá kaup- máttur aukinn, nema með verðmeiri lands- framlciðslu — auknum þjóðartekjum = stærri skiptahlut á þjóðarskú- tunni. „Kauphækkanir", sem engin innistæða er fyrir í þjóðarbúskapnum, hafa leitt til verðbólgu, gengislækkunar, minni krónu að kaupmætti. „Oráðsía og sjóðasukk“ Fyrir kemur að stjóm- armálgögn og stjómar- þingmenn taka undir gagnrýni stjómarand- stöðu á skattaáþján og ofvöxt í ríkisbúskapnum. Þannig sagði Alþýðu- blaðið í forystugrein sl. laugardag: „Um leið verður liið opinbera að átta sig á þvi að ef íslenzkt atvinnulíf á að þrífast verða að vera til peningar í landinu í eigu einstaklinga og fyr- irtælga. Atvinnurekstur- inn getur aldrci þrifist til lengri tima eingöngu fyr- ir fé sem ríkið tekur að láni og lánar fyrirtælgun- um svo áfram. Það sjá menn nú glöggt í sjávar- útveginum. Margni ára óráðsía og sjóðasukk hef- ur keyrt sjávarútveginn í kafsvo hann á sér ekki lengur viðreisnar von. Svo ekki sé minnst á landbúnaðinn en langt er um liðið síðan bændur landsins fyUtu flokk opin- berra starfsmanna, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu." Sýndar- mennska og tvískimiungnr? Leiðari Alþýðublaðs- ins, sem hér er vitnað til, er í raun skörp ádeila á stjómarstefiiuna. Guð- rnundur G. Þórarinsson, þingmaður Framsóknar- flokks, hefiir ítrekað sett fram hliðstæðar aðfinnsl- ur, krafizt samdráttar í ríkisbúskapnum og var- að við aukinni skatt- heimtu. En orð em eitt, efiidir annað. Það dugar lítt fyr- ir þessa aðila að hjala um hættuhliðar stjómar- stefnunnar ef þeir veita henni brautargengi eflir sem áður. Stuðnings- menn rikisstjómarinnar bera fulla ábyrgð á stjómarstefiiunni og af- leiðingum hennar. Það lýsir furðulegum tvískinnungi — og er raunar móðgun við dóm- greind almennings — að tala gegn stjómarstefii- unni í orðum en styðja hana alfarið í verkum! Það góða sem ég vil það geri ég ekki, stendur ein- hvers staðar. Nú, þegar Alþingi kemur saman, reynir á það, hvort gagn- rýni stöku stjómarþing- manna er amiað og meira en sýndarmennskan og tvískinnungurinn. VERÐBRÉFABÓK VIB Veist þú hvaðan vindurinn blæs? Með nokkrum pennastrikum getur ávöxtun spari- Qáreigenda gjörbreyst. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa alltaf nýjustu upplýsingar við hendina og góða yfirsýn yfir fjármálin. Með Verðbréfabók VIB kemurðu skipulagi á hlutina og fjármálunum í rétt horf. Komið við í afgreiðslu VIB að Armúla 7 og skoðið Verðbréfabókina. Henni fylgir áskrift að Mánaðar- fréttum VIB fram til áramóta. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.