Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 30
r 30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 Fundur þingmannasamtaka NATO: Varað við einhliða af- vopnun aðildaxríkjanna Róm. Reuter. MANFRED Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, (NATO) sagði í ræðu er hann flutti í gær að þær stórkostlegu breyt- ingar sem átt hefðu sér stað í samskiptum austurs og vesturs þýddu ekki að óhætt væri fyrir vestræn ríki að draga einhliða úr fjárfram- iögum til varnarmála. sagði Wömer og bætti við að teld'u þingmenn þetta líklegt til vinsælda meðai kjósenda yrði raunin önnur. Hann sagði góðar líkur á því að unnt yrði ná samkomulagi um nið- urskurð á sviði hins hefðbundna herafla í Evrópu sem fulltrúar 23 aðildarríkja NATO og Varsjár- bandalagsins ræða nú í Vínarborg. Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins. Hins vegar væri einhliða afvopnun vestrænna ríkja á þessu sviði ekki til þess fallin að styrkja samnings- stöðu bandalagsins í viðræðum þessum. NATO-ríkin þyrftu jafn- framt að gæta þess að endurnýja vopnabúnað aðildarríkjanna og hugsanlegir afvopnunarsáttmálar breyttu engu þar um. Fundi þingmannasamtakanna lauk í gær en helsta umræðuefnið að þessu sinni var framtíð Atlants- hafsbandaiagsins í ljósi þeirra breytinga sem nú eiga sér stað í Sovétríkjunum og í öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Sá einstæði at- burður átti sér stað á fundinum að forseti herráðs Varsjárbanda- lagsríkjanna, Vladímír Lobov hers- höfðingi, ávaipaði samkunduna. Gagnrýndi hann NATO-ríkin fyrir að hafa ekki fylgt fordæmi Míkhaíls S. Gorbatsjovs, leiðtoga sovéskra kommúnista, á sviði af- vopnunar og fullvissaði viðstadda um að stjórnvöld í Sovétríkjunum vildu fyrst og fremst miða viðbúnað heraflans við varnir föðurlandsins. Þingmenn tóku hershöfðingjanum fagnandi en af hálfu NATO lögðu menn áherslu á að litlar sem engar breytingar hefðu orðið á herstyrk Sovétríkjanna þrátt fyrir yfirlýs- ingar Gorbatsjovs sem miklar vonir hefðu verið bundnar við. Reuter Tólflétust er tijábolir hrundu yfír þá Að minnsta kosti 12 manns létust og 45 slösuðust á ættarmóti í austurhluta Kanada sl. sunnudag. Atvikið átti sér stað þegar dráttarvagni, sem flutti fólkið, var ekið utan í hlaða af trjábolum með þeim afleiðingum að þeir hrundu yfir vagninn. Flestir voru í opnum vagni sein dreginn var af dráttarvél. Fleiri ættmenni fylgdu á eftir í tveimur pallbílum sem einnig urðu undir trjábolun- um. Fimm hinna látnu voru börn. Hernumdu svæðin í ísrael: Reuter Líbönsk móðir fylgir bárni sínu í skólann í gær er skólastarf hófst að nýju í landinu í fyrsta sinn í sex mánuði. Líbanon: James Baker telur líkur á samkomulagi Flestir skólar lands- ins opnaðir að nýju Taif. Reuter. Skólastarf hófst að nýju í Líban- kvöld vegna mannránsins og varð on í gær í fyrsta sinn frá því því að loka sjúkrahúsinu. kcnnslu var hætt í mars vegna grimmilegra stórskotaárása. Bæ- klaðir Líbanir og Palestínumenn efndu til mótmæla á hjólastólum og hækjum á sunnudag til að for- dæma mannrán sem urðu til þess að loka varð sjúkrahúsi þeirra. Vopnahlé tók gildi í Líbanon í síðasta mánuði og þótti það eitt greinilegasta merki þess að lífið í landinu er að færast í eðlilegt horf á ný þegar flestir barnaskólar landsins voru opnaðir á ný í gær. „Þetta er dásamlegur dagur fyrir alla foreldra í Líbanon. Núna vitum við að minnsta kosti að börnin okk- ar eiga sér framtíð," sagði kona sem fylgdi sex ára syni sínum í skólann. Nokkrir skólar voru þó enn lokað- ir vegna skemmda eða þess að þeir hýsa enn fólk sem missti heimili sín í sex mánaða stórskotabardögum hersveita kristinna manna og Sýr- lendinga. Um 85 Líbanir og Palestínumenn kröfðust þess á sunnudag að tveir svissneskir starfsmenn sjúkrahúss í Sídon yrðu látnir lausir, en þeim var rænt á föstudag. Alþjóðaráð Rauða krossins ákvað að flytja fjóra svissneska starfsmenn sjúkrahúss- ins til Beirútborgar á föstudags- Washingfton. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst á sunnu- dag telja að Israelar og Palestínu- menn kæmust að samkomulagi um framtíð hernumdu svæðanna þótt Israelar hefðu hatnað tillögu Egypta um beinar viðræður deilu- aðiljanna í Egyptalandi. Baker sagðist hafa rætt nokkrum sinnum í síma við utanríkisráðherra ísraels og Egyptalands frá því á föstudag er ísraelsstjórn hafnaði til- lögu Egypta. Hann kvaðst telja að enn væru „nokkrar líkur“ á að áætl- un Yitzhaks Shamirs, forsætisráð- herra ísraels, yrði samþykkt. Shamir kynnti áætlunina fyrir hálfu ári og í henni er gert ráð fyrir að Palestínu- menn kjósi bráðabirgðastjórn, sem fengi það verkefni að semja um framtíð hernumdu svæðanna. Egypt- ar lögðu fram tillögu sína þegar svo virtist sem áætlun Shamirs næði ekki fram að ganga. í tillögunni var skýit tekið fram að efnt yrði til kosn- inganna í samvinnu við Frelsissam- tök Palestínu (PLO) en því var Likud-flokkur Shamirs algjörlega mótfallinn. James Baker Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. ...(HELGARFERÐ FLUGLEIÐIR Flug og gisting í þrjár nætur á Hótel Europa. Verð á mann í tveggja manna herbergi. Gildir frá 4. nóvember. Upplýsingar og farpantanir í síma 690 300 og á scluskrifstofum Flugleiða: Lækjargötu 2, Hötel Esju, Kringlunni og Leifsstöð. AUK/SlA k110d51-438
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.