Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTOBER 1989 55 Florence Johnson frá Engimýri — Minning Mér finnst rétt og skylt að henn- ar sé að einhverju minnst í Morgun- blaðinu, svo einlæga og mikla rækt og virðingu sýndi Florence íslenzk- um frændum sínum. Florence andaðist á heimili sínu í Riverton 16. ágúst sl. Hún leit á sig sem íslending, en vissulega hafði hún kanadískan ríkisborgara- rétt, en fædd af íslenzku foreldri á Engimýri við íslendingafljót, í næsta nágrenni við Víðivelli, heim- ili Guttorms J. Guttormssonar skálds. Foreldrar hennar voru hjónin Magnúsína Jónasson af Deildar- tungu- og Leirárættum í Borgar- firði og Tómas T. Jónasson af Engi- mýrarætt í Öxnadal og Kjarnaætt í Eyjafirði. Florence ólst upp í hópi 6 yngri systkina, og á heimilinu var jafnan töluð íslenzka, sem börnin lærðu, iásu og skrifuðu og hafa haldið við allt til þessa dags. ís- lenzkt mál er mörgum eldri Vestur- lslendingum dýrmætt og heilagt, en kunnum við hér á Islandi nógu vel að meta ræktarsemina og ástina .sem Vestur-íslendingar sýna landi og þjóð? Hvað með bréfaskriftir til þessara frænda og góðvina? Á Engimýri við íslendingafljót var íslands jafnan minnzt meðal þess, sem heimilisfólki var kærast og hugþekkast. Florence lærði hár- greiðslu og stundaði þá atvinnu í áratugi, en tómstundirnar notaði hún til að mála, og var kunn vestra sem frístundamálari. Florence var glaðlynd og skemmtileg og hún ávann sér vinahylli fyrir marga góða kosti. í júnímánuði 1967 giftist Flor- ence Sigug'óni Marinó Johnson stór- bónda í Árborg, er hafði fellt til hennar brennandi ástarhug og hún til hans. Sigurjón var í föðurætt ættaður frá Vaði í Skriðdal, móður- ættin frá Teigi í Óslandshlíð í Skagafirði. Ógleymanleg verður mér ást Siguijóns á öllu sem íslenzkt var, móðir hans sagði hon- um sögur frá íslandi og frá skyldu- liði, en því miður tók Siguijón sér aldrei ferð á hendur til Islands, en hann andaðist i fyrra. Ég minnist með sérstakri gleði árvekni og umönnunar, gestrisni og örlætis þessara elskulegu góðvina minna, frá okkar fyrstu kynnum. Þau hjón voru barnlaus. Með_ Florence og Siguijóni John- son í Árborg eru fallin í valin ein- stök sæmdarhjón sem lengi verður minnzt. Helgi Vigfússon Minning: Helgi Arnason Fyrir nokkrum vikum lést vinur okkar Helgi Árnason. Hann var fæddur í Reykjavík 21. "nóvember 1939. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 40 árum þegar Halldór fisk- sali á holtinu kallaði okkur strákana saman til að stofna knattspyrnufé- lagið Þrótt. Leiðir okkar lágu síðan saman í starfi og leik hjá knatt- spyrnufélaginu Þrótti og Eimskipa- félagi Islands. Störf sín vann Helgi af trúmennsku hvort sem var til sjós eða þands. Helgi Árnason kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Katrínu S. Einars- dóttur, 10. febrúar 1962. Eignuðust þau þijú börn; Sigríður f. 18.7. 1961, Brynja f. 8.8. 1964 og Helga f. 20.2. 1972. Fyrir ári fann hann fyrir sjúk- dómi þeim sem réð örlögum hans. Okkar kynni af Helga í veikindum hans voru slík að hann tók þeim með einstakri ró og karlmennsku sem lýsti hans sterku einkennum. Við söknum góðs vinar og þökk- um fyrir allt og vonandi verðum við í sama liði þegar við hittumst. Við sendum eiginkonu og dætr- um, 'fjölskyldu og öðrum skyld- mennum sem studdu hann til hinstu stundar samúðarkveðjur. Birgir H. Björgvinsson, Erling R. Guðmundsson. Jóhanna Jóhanns- dóttir - Kveðjuorð 0g því varð allt svó hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gigjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu liinna, sem horfðu á eftir þér I sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor i hugum vina þinna. 30. ágúst sl. lést í Landakotsspít- ala eftir erfið veikindi, elskuleg frænka mín, Jóhanna Jóhannsdótt- ir. Hún hafði barist við sjúkdóm sinn í u.þ.b. 5 ár og á þeim tíma þurft að ganga í gegnum marga þraut. Að lokum var dauðinn líkn, en eftir situr mikið tóm og söknuð- ur ástvina hennar. Bíbí frænka var öllum sem henni kynntust ógleymanleg. Hún stofn- aði heimili með mánni sínum Ragn- ari Kristjánssyni, sem lést í mars í fyrra, að Seljavegi 21 í Reykjavík og áttu þau 6 börn. Hennar hlut- skipti var innan heimilisins og þar naut hún sín fullkomlega. Hún var mikil húsmóðir og móðir. Heimilið sem hún skapaði með stakri natni og smekkvísi var glæsilegt en um- fram allt nijög *hlýlegt og heimilis- legt. Mér verður alltaf minnisstætt hve gott það að var að koma á Seljaveginn og hversu mikil hlýja og væntumþykja streymdi frá Bíbí. Með því skapaði hún ákaflega sterk tengsl við fjölskyldu sína, sem elsk- aði hana og virti. Bíbí og Ragnar áttu börn sín á fáum árum og því voru verkefnin ærin á Seljaveginum. Þau reistu á þeim tíma glæsilegan sumarbústað í landi Reykja í Mosfellssveit og þangað flutti hópurinn á vorin til sumardvalar og var tilhlökkunin mikil. Bíbí tók ekki annað i mál en að litli frændi fengi að vera líka, og lýsir það vel hve. ósérhlífin og dugleg hún var. Hún tók einnig tengdaföður sinn aldraðan inn á sitt heimili og hjúkr- aði honum fádæma vel. Ég man enn hve vænt honurn þótti um tengda- dóttur sína, sem reyndist honum svo vel. Þannig var hún, falleg og glæsi- leg kona í víðustu merkingu þeirra orða. Umhggjusemi, væntumþykja og hlýja voru hennar aðalsmerki. Frænku er nú sárt saknað, en við huggum okkur við þá staðreynd að þjáningu hennar er lokið og nú eru þau saman aftur, Bíbí og Ragn- ar. Skúli J. Björnsson Til greinahöfiinda Aldrei hefúr meira aðsent efni borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æski- legt er, að greinar verði að jafn- aði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hverja línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir uin að stytta þær. Ef greinahöfundar telja það ekki liægt, geta þeir búizt við verulegum töfum á birt- ingu. Minningar- og aftnælisgreinar Af sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra,. sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birí ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. Ræður Töluvert. er um það, að Morgun- blaðið sé beðið um að biría ræð- ur, sem haldnar eru á fundum, ráðstefnum eða öðrum manna- mótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undantekningaríilvikum. Ritstj. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR frá Læk, er lést á Elliheimilinu Grund hinn 3. október sl., verður jarðsung- in miðvikudaginn 11. október kl. 13.30 frá Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti. Guðmunda Einarsdóttir, Sigurbjörn Sigmarsson, Daníel Einarsson, Eva Þórsdóttir, Kristján Einarsson, Laufey Magnúsdóttir, Ingimundur Magnússon, Bergþóra Sveinsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIKTORÍA SIGURBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR, verður jarðsett miðvikudaginn 11. október frá Dómkirkjunni kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Hjartavernd. Sigmundur Guðmundsson, Unnur Sch. Thorsteinsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Snorri Karlsson, Jón Þ. Guðmundsson, Anna Bjarnarson, Guðrún Guðmundsdóttir, Ragnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF EGILSDÓTTIR frá ísafirði, Hátúni 12, Reykjavik, sem lést í Landspítalanum 30. september, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. október kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hennar láti Sjálfsbjörg njóta þess. Sigurður I. Georgsson, Anna Sigurðardóttir, Róshildur A. Georgsdóttir, Ólafur Finnbogason, Þuriður Georgsdóttir, Jóna M. Georgsdóttir, Kristinn Magnússon, Hafdfs Hallgrfmsdóttir, Tony Sandy, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÓSKAR PÁLSSON frá Seljanesi, Reykjabraut 9, Reykhólum, lést aðfaranótt 7. október. Ingibjörg Sveinsdóttir, Páll Jónsson, Unnur Stefánsdóttir, Sveinn Jónsson, Dagbjört Hafsteinsdóttir, Magnús Jónsson, Dagný Stefánsdóttir, Jón Hjálmar Jónsson, Svala Sigurvinsdóttir, Sesselja Jónsdóttir, Wivi Hassing, barnabörn og barnabarnabörn. rí. + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu samúð og vináttu við andlát og útför sonar míns, bróður okkar og mágs, ÁGÚSTS KRISTJÁNSSONAR, Miðbraut 6, Seltjarnarnesi. Emma Guðmundsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Eggert Sigfússon, Karitas Kristjánsdóttir, Orest Zaklynsky, Gunnar Kristjánsson, Anna M. Höskuldsdóttir, Marfa Vigdís Kristjánsdóttir, Haraldur Halldórsson. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS S. JÓSEFSSONAR, Ásvallagötu 2, Stefanfa Ottesen, Erla Einarsdóttir, Sigrfður Gróa Einarsdóttir, Jón Þórhallsson, Þorgerður Einarsdóttir, Einar S. Björnsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Karen Björnsdóttir, Jóhannes Viðar Bjarnason, Sveinbjörn Jón Jónsson, Stefán Hjörleifsson, Hildur Hjörleifsdóttir og barnabarnabörn. ..■■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.