Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.1989, Blaðsíða 12
12 6801 agaörxQ .01 aupAauLaifl4 aiöAiamj.Oflow MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1989 Islenska óperan: Brúðkaup Figarós _________Tónlist___________ Ragnar Björnsson I endursýningu á óperu Mozarts tekur Keith Reed við hlutverki Almavíva greifa, en það hlutverk flutti Kristinn Sigmundsson á sl. leikári. Aður en sýning hófst á laug- ardagskvöldið var áheyrendum tjáð að Reed hafi verið þjáður af kvef- pest undanfarnar vikur og viðstadd- ir því beðnir um skilning. Hvort Reed væri ennþá kvefaður var ekki látið uppskátt né hvort skilningur- inn ætti að vera í því fólginn að reyna að skilja hvernig söngvarinn syngi ókvefaður. Svona kynningu er mjög vafasamt að bera fram og liggur við að sé móðgun við áheyr- endut'. Ef fyrirfram er boðið upp á hluta af því sem listamaðurinn get- ur sýnt, hvers vegna þá ekki að bjóða endurgreiðslu á hluta af miða- verðinu? En Reed hefði ekki þurft að bera fram afsökun. Að vísu vat' auðheyrt að röddin fókuseraði ekki vel og að hann virtist spara sig raddlega, sem vitanlega var hárrétt ákvörðun miðað við undanfarin veikindi. Auðheyrt var að Reed et' vel menntaður söngvari, rytmískur og nákvæmur í besta lagi, músík- SKRIFSTOFUTÆKNI i , OPNAR ÞÉR NÝJAR LEIÐIR Skrifstofutæknin er markvisst nám þar sem þú lærir tölvugreinar, viðskiptagreinar og tungumál í skemmti- legum félagsskap. Sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu. Námið tekur 3 mánuði og að því loknu útskrifast nemendur sem skrifstofutæknar. f náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagnagrunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningur, almenn skrifstofutækni, grunn- atriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikn- ingur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Yfir 600 ánægðir skrifstofutæknar eru okkar bestu meðmælendur nú á fjórða kennsluári okkar. Innritun og nánari upplýsingar eru veittar í síma 687590. Hringdu strax og fáðu sendan bækling. Tölvufræðslan Borgartúni 28, sími 68 75 90 Hvað segja þau um námskeiðið: Kristjana Guðjónsdóttir skrifstofutæknir: Skrifstofutækni- námið veitti mér mikla innsýn í tölv- ur og jók sjálftraust mitt til muna. Það er góð tilfinning að geta sýnt sjálfum sér fram á hvað máður getur mikið. Námið var skemmti- legt og kennararnir voru hreint út sagt frábærir. Garðar Gíslason skrifstofutæknir: Síðastliðið sumar ákvað ég að drífa mig í skrifstofu- tækninám Tölvu- fræðslunnar. Það reyndist mjög góð ákvörðun því að námið var bæði gagnlegt og skemmtilegt. Nám- ið hefur nú þegar komið mér að góðu gagni því það var metið tii 12 eininga í menntaskólanum sem ég stunda nú nám við. Námskeiðs- gjaldið getum við lánað til allt að 3 ára - afborgunar- laust fyrstu 9 mánuðina. alskur og aría hans í þriðja þætti var fallega mótuð. Annarra er að dæma sviðstækni og leik Reeds, en mér virtist hann nokkuð sannfæi'- andi, en þó dálítið ómarkviss á köfl- um. Vafalaust hefur hér bæst í hópinn góður liðsmaður, þegar kvefið er liðið hjá. Þegar hefur ver- ið skrifuð gagnrýni um sýninguna á Brúðkaupi Figarós og ætla ég raunar engu þar við að bæta, en velta má nokkrum atriðum fyrir sér. Venjan er í landi Mozarts, að greifinn í Brúðkaupinu sé sunginn af lýrískum baritón, og venjan et' einnig að bassi syngi Figaró, þ.e. Mozart-bassi, bassi með dýpt og góða hæð, og góðum leikhæfileikum þarf Figaró að vera gæddur. Svona eru þessi tvö hlutverk yfirleitt skil- greind í austurrískum og þýskum óperuhúsum og mun ættað frá Mozart sjálfum. Ef þessum fyrir- mælum er fylgt fær flutningurinn allt annað yfirbragð og í flestum tilfellum er aðeins hægt að ná fram þeim manngerðum sem tónskáldið hugsar sér með því að fylgja þessum reglum. Figaró t.d. et' ekki nema hálfur Figat'ó, þrátt fyrir fjörlegan leik, ef dýptin er hljómlaus og hæð- in ljós baritón. Tryggð við nótna- gildi er nauðsynleg í Mozart, það ættu allir söngvarar að vita. Fróð- legt væri að fá að vita hvaðan flúr- söngurinn í sumum aríunum er ættaður. Vandi er að bæta slíku kryddi inn í Mozart og í þessum tilfellum voru frumlegheitin jafn óskyld Mozart eins og vatn er víni. Hvers vegna ekki að fá þýskan eða austurrískan hljómsveitarstjóra ef á annað borð þarf að sækja þá yfir hafið, þegar fluttar eru þýskar eða austurrískar óperur? íslensku ópe- runni skal óskað til hamingju á 10 ára afmælinu og megi Brúðkaupið verða ennþá meira ekta eftir næstu tíu ár. Davíð Þorsteinsson Tvær sýningar ________Myndlist______________ Bragi Ásgeirsson Á stundum rekst maður á mark- verðar sýningar utan hinna hefð- bundnu listhúsa, sem eiga rétt á umfjöllun og athygli, en erfitt er að sinna á aðalsýningartímabilinu. Svo er tvímælalaust um ljós- myndasýningu Davíðs Þorsteins- sonr í Mokkakaffi, en hann sýnir þai' nú í annað sinn. I fyrra skiptið sýndi hann ljósmyndir af ýmsum fastagestum kaffihússins á liðnum árum og vakti hún góða athygli. Að þessu sinni sýnir Davíð ýmiss konar myndir úr mannlífinu, en hann hefur næmt auga fyrir ýmsum sérkennum þess og einnig þegar um dauða hluti er að ræða, sem Myndatökur frá kr. 6.500,- út októbermánuð, öllum tökum fylgja tvær prufustækkarnir 20x25 cm. Ljósmyndastofan Mynd sími 5 42 07 veðrast af tímanum, steypu- skemmdir á húsum o.fl. Hann sér hér hina fagurfræðilegu hlið á mál- inu, en ekki einungis forgengileik- ann og óþægindin, sem allri hrörn- un fylgja. Þá er Davíð einnig lagið að bregða upp stemmningaríkum og lifandi myndum úr hvunndeginum, þannig að til umhugsunar vekur. — Ákaflega falleg sýning og mikil prýði að henni á veggjum Mokka. í listahúsinu Djúpinu í Hafnar- stræti, sem fyrir löngu er orðið að veitingastað og stendur því naum- ast undir heitinu lengur, sýnir Ulla Hosford Back nokkur litrík vegg- teppi. Hugmyndina að teppunum fékk hún í Arabíu, þar sem hún mun hafa verið í heimsókn hjá vinkonu sinni og kynntist þá þessari tegund vefnaðar, sem hefur yfir sér trúar- legan og táknænan svip. Hér er um mikla og um margt sundurlausa hleðslu skreytikenndra forma og lita á einn flöt að ræða, svo að þær hugleiðingar leita á skoðandann, hvort ekki sé um of- hleðslu að ræða. En þó stinga hér tvær myndir í stúf fyrir annars konar og markvissari vinnubrögð „Arabískt fljóð (8) og „Konuþema" (II). Þá njóta myndirnar sín ekki alls- kostar í húsakynnunum, en vera má að þær þurfi þá stemmningu sem ríkir á staðnum, er kvöldar og bekkurinn er þéttsetinn, en það veit ég ekki og langar ekki mikið til að vita. En ég á bágt með að skilja, af hveiju listakonan velur myndum sínum þessa umgjörð í stað þess að sýna í einu hinna mörgu virku listhúsa höfuðborgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.