Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.10.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1989- 27 Ljósmynd/BS Valgeir og upptökumaðurinn Nic- olas Cathcart-Jones. Keflavík, ó Keflavík Þó Valgeir Guðjónsson eigi að baki langan og litríkan tónlistar- feril og hafi gefið út fleiri en eina sólóskífu, var platan Góðir ís- lendingar, sem út kom fyrir 1. desember sl., fyrsta platan þar sem hann flutti eingöngu frums- amin lög og texta eftir sjálfan sig. Sú plata seldist allvel og það kemur því vart á óvart að Valgeir er að vinna að annarri plötu. Að þessu sinni vinnur hann með Eyþóri Gunnarssyni og sjá þeir tveir um nánast allan hljóðfæraleik á plötunni auk þess sem þeir vinna útsetningar í sameiningu. Valgeir vinnur plötuna í sínu heimahljóð- veri og þar hitti Rokksíðan hann. Svipar plötunni væntanlegur til Góðra íslendinga? Grunnhugmyndir eru kannski þær sömu en ég tók þá ákvörðun að gera þetta svona og vissi alveg að hverju ég var að ganga, þannig að það kemur mér ekkert á óvart hvernig hún hljómar. Eitthvað af lögunum sem á henni verða voru til þegar ég valdi lög á Góða íslend- ingar og ég er guðslifandi feginn að þau voru ekki notuð þá því þau hafa unnist mjög skemmtilega. En ég er alltaf að semja, eins og er með flesta höfunda, og sum lögin urðu til meðan á gerð plötunnar- stóð. Ég fæ fleiri hugmyndir að lögum en ég nota. Það er vandrataðúr þessi meðalvegur milli þess sem ég er ánægður með og þess sem mér finnst að geti átt erindi til fleiri en sjálfs mín. Plata sem er gefin út fyrir svona lítin markað verður að geta þjónað mörgum herrum. Hér á íslandi verður mað- ur að höfða til breiðs hóps. Þú ert ekki hræddur um að fjöl- breytnin á plötunni komi niður á heildarsvipnum? Ekki ennþá. Ég get nú bent á nokkrar ágætlega heppnaðar plöt- ur sem ég hef tekið þátt í. T.d. Stuðmannaplöturnar sem á er ákaflega röndótt tónlist og kemur víða við. Ég held að íslendingar séu móttækilegir fyrir því að ekki alltaf að kaupa pakka sem þeir vita að ekki eru allar baunirnar grænar Var síðasta Stuðmannaplata þín kveðjustund með Stuðmönn- um? Já, nú er því tímabili lokið. Má búast við einni plötu á ári næstu þrjáti'u árin eða svo? Það er alltaf spurning hvernig markaðurinn tekur við. Að vísu held ég að íslenskir áheyrendur hafi ákveðnum skyldum að gegna við íslenska flytjendur, landsmenn þurfa að vera miklu duglegri að styðja sína menn, rétt eins og þeir styðja handboltalandsliðið eða kaupa miða í happadrætti flug- björgunarsveitarinnar. Ef við viljum hafa íslenska tónlist þá verðum við að styðja við bakið á þeim sem hana flytja. Að lokum, hvað á barnið að heita? Það er nú það, ég hef velt ýmsu fyrir mér en Keflavík, ó Keflavík hefur borið á góma. Til greinahöfimda Aldrei hefur meira aðsent efni borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æski- legt er, að greinar verði að jafh- aði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hveija línu. Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um að stytta þær. Ef greinahöfundar telja það ekki hægt, geta þeir búizt við verulegum töfum á birt- ingu. Minningar- og afmælisgreinar Af sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morgun- blaðið sé beðið um að birta ræð- ur, sem haldnar eru á fundum, ráðstefnum eða öðrum manna- mótum. Morgunblaðið mun ekki geta orðið við slíkum óskum nema í undantekningartilvikum. Ritsfj. ....og góðir búmenn byrgja sig upp fyrir veturinn Frigor dönsku frystikisturnar hafa verið á markaðnum í áratugi og stað- ið sig með mikilli prýði. í þeim eru innbyggð hraðfrystihólf sem reynst hafa sérlega vel til að hraðfrysta ný- meti. Einnig má breyta kistunni í hraðfrystitæki með því að þrýsta á hnapp. FJÓRAR STÆRÐIR • HAGSTÆTT VERÐ frystiskápar. Há- ísk ^Bauknecht þróuð þýsk gæðavara sem íslending- um er að góðu kunn eftir áratuga reynslu. Einföld og falleg hönnun. Mikið úrval, við allra hæfi. LITLIR SKÁPAR, STÓRIR SKÁPAR OG ALLT ÞAR Á MILLI. hrærivélar. Þessar frábæru bandarísku vélar þekkja allir enda hafa þær verið ómissandi á íslenskum heimilum í tæpa hálfa öld. Fylgihlutir: HAKKAVÉL • PYLSUSTÚTUR HVEITIBRAUT • GRÆNMETIS- KVÖRN • ÁVAXTAPRESSA HLÍFÐARKÁPA • PASTAGERÐAR- VÉL • SÍTRÓNUPRESSA • SMÁKÖKUMÓT Mf 8 §B QQ 0SAMBANDSINS KAUPFÉLÖGIN v/Miklagarð - Símar 68 55 50 - 68 12 66 UM LANDALLT ÚTSÖLUMARKAÐUR Skipholti 33 (viö hliðina á Tónabíói) — Opinn frá kl_ 1—6 Glæsilegt vöruúrval Afar hagstætt verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.