Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.1989, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989 fife aquadrive METALAStjjC Minning: Emma Ragnheiður Halldórsdóttir Vissir þú að bátur með innanborðsvél þarf ekki að titra meira en bíil með samsvarandi vél? AQUADRIVE losar skrúfuöxulinn frá vélinni og kemur þannig í veg fyrir að hann leiði hávaða og titring í bátskrokkinn. METALASTIK mótorpúðarnir losa vélina frá bátskrokknum, svo titringur hennar verður í lágmarki. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar. VÉLASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 ENDURNÝJAÐU NÚNA NÝTTU ÞÉR KYNNINGARTILBOÐIÐ Á damixa blöndunartækjunum /// 50LÍNAN 30 LÍNAN Einföld og ódýr Áður kr. 2.428,- Nú kr. 2.185,- Útsöluaðilar: COSMO UNE Það allra nýjasta í hönnun Áður kr. 9.765,- Nú kr. 8.789,- 20LINAN Sígild og örugg Áður kr. 7.001,- Nú kr. 5.951,- Fædd 21. október 1915 Dáin 13. október 1989 í dag verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju elskuleg tengdamóðir mín, Emma Ragnheiður Halldórs- dóttir, Fellsmúla 5 í Reykjavík. Við, sem stóðum henni næst, vonuðumst til að hún væri komin úr allri hættu, þar sem batinn virt- ist koma dag frá degi. En reiðar- slagið féll yfir. Skyndilega varð hún fárveik. Við ástvinir hennar vöktum yfir henni þangað til öllu var lokið rúmum tveim sólarhringum seinna. Emma Ragnheiður Halldórsdótt- ir fæddist að Minni-Bakka í Skálavík þann 21. október 1915, dóttir hjónanna Ingibjargar Björns- dóttur og Halldórs Benediktssonar. Börn þeirra Ingibjargar og Halldórs voru Sigurgeir, Benedikt, Halldóra, Emma, Hafsteinn og Björn. Ein- ungis tvö eru nú á lífi, Halldóra sem átt hefur við vanheilsu að stríða frá unga aldri og Björn sem hélt alltaf góðu sambandi við Emmu systur sína. Emma giftist 5. október 1940 Jóni Helga Líndal Arnfinnssyni, þau eignuðust sjö börn saman. Aniku sem dó nokkurra mánaða gömul, Hafdísi, Sævar, Jón, Sædísi og tvíburana Sæþór og Hafþór. Áður hafði Emma eignast dótturina Ingi- björgu Ólafsdóttur. Ungu hjónin réðust í það stóra verkefni á þessum tíma að byggja sér hús á Seltjarnarnesi ásamt Jóni bróður Emmu og Ástu konu hans. Þeir Jónarnir voru miklir hagleiks- menn. Þar kom að því að framtíðar- heimili var reist, parhús sem bar nafnið Minni-Bakki við Nesveg. En skyndilega dró ský fyrir sólu. Þann 4. nóvember 1948 andaðist Jón Líndal á sjúkrahúsi í Kaupmanna- höfn, þar sem hann hafði gengist undir skurðaðgerð. Unga konan var skyndilega orðin ekkja með sex börn. Þar af voru þijú innan við tveggja ára aldur, það elsta tólf ára. Nú voru erfiðir tímar framund- an, en þá naut hún einstakrar að- stoðar tengdamóður sinnar Jakob- ínu. Tveim árum síðar kynntist Emma Viggó Guðjónssyni vélstjóra, miklum dugnaðar- og atorkumanni. Viggó stundaði sjómennsku á tog- urum, lengst af var hann á Jóni forseta. Heimilið sem hafði búið við öryggisleysi þar sem við lá oft á tíðum að það þyrfti að leysa það . upp öðlaðist öryggi á ný. Emma .gat á ný litið björtum augum á framtíðina. Ilún fór nokkrum sinn- um í siglingu með Viggó. Viggó og Emma festu kaup á sumarbústað og áttu þar margar ánægjulegar stundir. Eg átti því láni að fagna að kynnast þessari heiðurskonu fyr- ir um tuttugu og sjö árum, voru mér þá opnaðar allar dyr á Minni- Bakka þar sem Emma réð húsum. Ánægjuleg ár voru framundan, Emma varð tengdamóðir mín. Oftast var mætt á Minni-Bakka á helgi- og tyllidögum, þá nutu margir gestrisni hennar. Tengdam- amma fylgdist vel með þjóðmálum og oft voru umræður fjörugar. Stutt var í glens og gaman hjá henni. Sólin var hennar lífgjafi sem hún nærðist á, hafið, fegurðin og góð lög. Emma var þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Kom það best í ljós síðustu vikurnar sem hún lifði. Hún þakkaði sérstaklega Þor- steini Blöndal yfirlækni sem var svo elskulegur og hlýr og hjálpaði henni eftir bestu getu. Einnig var þakk- læti hennar mikið til starfsfólks Landspítalans á deild 11 G sem annaðist hana af mikilli umhyggju. Þökk sé ykkur öllum. Minning Emmu lifir hjá okkur öllum, ekki síst hjá barnabörnunum sem hún bar svo mikla umhyggju fyrir. Blessuð sé minning Emmu Ragn- heiðar Halldórsdóttur. Magnús Guðmundsson Leiðrétting á minningargrein um Sveinu Sveinbjörnsdóttur Við vinnslu minningargreinar um Sveinu Sveinbjörnsdóttur eft- ir Guðrúnu H. Ossurardóttur sem birtist í blaðinu sl. þriðjudag urðu þau mistök að hluti setning- ar féll niður. I blaðinu stóð rétt framan við miðja grein: „Ég man að eitt sinn bauð Sveina mér heim til að skoða kettlinga og bauð hún mér þá að leiðir okkar ættu eftir að liggja saman... Rétt átti setningin að vera: „Ég man að eitt sinn bauð Sveina mér heim til að skoða kett.linga og bauð hún mér einn til eignar en ég mátti ekki koma með hann heim. Okkur grunaði ekki þá að leiðir okkar ættu eftir að liggja saman á fullorðinsárum og tengjast annarri yndislegri sveit og hamingjusömum fjölskylduböndum, er hún giftist mági mínum Jóhannesi Steingríms- syni trésmið frá Grímstöðum í Mý- vatnssveit þ. 20.10.1979. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. EKTA TEX-MEX MATUR STUÐ 0G MEMÖNSK STEMNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.